Morgunblaðið - 07.07.1961, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 07.07.1961, Blaðsíða 20
Helandersmálið Sjá bls. 13. 149. tbl. — Föstudagur 7. júlí 1961 IÞRÓTTIR Sjá bls. 18. Helreið Hermanns og Hannibals hafin Geigvænlegt tilræði við þjóðarhag 17—28 prs. kauphækkun a einu dri en framleiðsluaukning að meðaltali 2 prs d dri S í Ð A N árið 1945 eða sl. 15 ár hefur meðalaukning þjóð- arframleiðslu okkar á ári verið um 4%. Þar sem aukning mannfjöldans í landinu hefur verið um 2% árlega verður raunveruleg árleg meðaltalsaukning framleiðslunnar 2% á mann. Þegar þessar staðreyndir eru hafðar í huga verður það augljóst hverjum vitibornum manni, hvílíkt tilræði þær miklu kauphækkanir eru við hag og framtíð íslenzku þjóðarinnar, sem nú hafa verið knúðar fram. Samkvæmt hinum nýju samningum um kaup og kjör hækkar allt kaupgjald um 17—28% á einu ári. Er það hækkun kvennakaupsins, sem hámarkshækkunin byggist á. En vegna þess, hve vinnu- kraftur kvenfólkins er þýðingar- mikill hluti af vinnuafli t. d. hraðfrystihúsanna hefur launa- hækkun þess mjög mikil áhrif á heildarútgjöld þeirra til launa- greiðslna. Er talið að vinnulaun þau, sem hraðfrystihúsin verða að greiða samkvæmt hinum nýju samningum muni að með- altali hækka um 20%. Töldu framleiðsluna á heljarþröm altalsframleiðsluaukningin á ári aðeins 2% þegar tillit hefur ver- ið tekið til fólksfjölgunarinnar eins og áður er sagt. Stefnt út í þjóðar- gjaldþrot Sú spuming hlýtur því að rísa í huga hvers einasta hugsandi Islendings, hvar taka eigi hin 15—26%, sem lögð hafa verið á framleiðsl- una með hinu hækkaða kaup gjaldi, og engin framleiðslu- aukning er til fyrir? Með þessu ráðslagi er stefnt rakleiðis út í þjóðargjafd- þrot, framleiðslustöðvun og atvinnuleysi, ef ekki verður gripið í taumana og komið í veg fyrir þá upplausn og erf- iðleika, sem hin ábyrgðar- lausa stjórnarandstaða stefn- ir að. Borgarverkfræðingi umsjón verklegra framkvæmda bæjarins Mik.il síld við Kol- beinsey, en stygg Fólkið gerist þreytt við sóltunina í GÆR fann Ægir mikla síld norðaustur af Kolbeinsey, en hún stóð mjög djúpt og var því erfitt við hana að eiga. Höfðu fáir fengið þar síld í gærkvöldi en voru þó eitt- hvað að kasta. — Síldin var líka stygg. Sömu sögu er að segja frá síldarsvæðinu á Þistilfjarðargrunni, en þar voru Norðmennirnir og einn- ig nokkrir íslendingar. Til Raufarhafnar höfðu þrír bátar tilkynnt komu sína í gær, Jón Garðar með 400 tunnur, Hof- fell SU 200 ög Ljósafell 300 tunn ur. Gott veður var á miðunum, þokuslæðingur en lygnt. Gott leitarveður fyrir skipin en ekki flugveður. 38 skip með veiði í skeyti frá Siglufirði segir að frá því kl. 8 1 fyrramorgun til jafnlengdar í gær hafi 38 skip fengið 27650 tunnur við Kolbeins ey og á Rifsbankasvæðinu 16 skip fengið 9400 tunnur sem fari mest á austurhafnirnar. Síldarsöltunarstöðvarnar, sem mest hafa fengið á Siglufirði eru Reykjanes 6762 tunnur, Nöf 6440 og Hafliði h.f. 5662. Saltað er á flestum stöðvunum á Siglufirði þrátt fyrir þrengsli og þreytu fólksins. - Deilt í bæjarstjórn 1 um samninga við Þrótt Sjd bls. 6 falin yfir- verkefni bæjarfélagsins í skipu- legar heildir. 2) Skv. 1. lið falla undir verk- svið borgarverkfræðings eft- irtaldir bæjarstofnanir: 1. Bæjar verkfræðingsembættið ásamt þeim deildum, sem undir það hafa heyrt. 2. Lóðarskrárritari. Framh. á bls. 19. Saltað frá Eskifirði til > Skagastrandar Er blaðið átti í gærkvöldi sam tal við síldarleitina höfðu 15 skip tilkynnt veiði í gær til Siglu- fjarðar samtals 10.850 tunnur. Þeir sem fengið höfðu 500 tunn- ur eða meira voru: Sigurfari 600, Gullver 1200, Hringsjá 1200, Sig- urfari AK 800, Muninn GK 600, Baldur EA 1000, Árni Geir KE 1200, Höfrungur AK 1000, Arn- kell SH 800 og Eldborg GK 1200. Segja mó að saltað sé nú allt frá Eskifirði til Skagastrandar, en fólk að minnsta kosti á Siglu- firði er órðið mjög þreytt eftir hina stanzlausu lotu. Heimdallarferð um helgina NÆSTA ferð Heimdallar, F.U.S. verður á morgun, laugardag, f Landmanmalaugar. Lagt verður af stað frá Valhöll v/Suðurgötu kl. 2 e. h. Ekið verður austur að Tröllkonuhlaupi. Síðan í Landmannahelli og Landmanna- laugar og tjaldað þar. Komið verður aftur til Reykjavíkur á sunmidagskvöld. Væntanlegum þátttakendum skal bent á að hafa með sér nesti og tjöld, ef mögu- legt er, en heitt kaffi verður veitt á tjaldstað. Állar nánari upplýslngar um ferðina verða veittar á skrlfstofu Heimdallar í Valhöll (síml 17102) og til þess ætlazt að fólk hafi skráð sig til þátttöku og tekið farmiða fyrir kl. 7 í kvöld. ívar Guðmundsson tekur við starfi í Pakistan Eins og kunnugt er lýstu bæði kommúnistar og Framsóknar- menn því yfir á sl. hausti, að útflutningsframleiðslan væri á heljarþröm. Hvöttu stjórnarand stöðuflokkamir málsvara fram- leiðslunnar mjög til þess að krefjast stuðnings af hálfu hins opinbera til þess að geta haldið framleiðslunni áfram. Nú hafa þessir sömu stjórnar- andstöðuflokkar sameinazt í bar- áttu fyrir stórfelldum kauphækk unum hjá öllum atvirmurekstri í landinu. Og niðurstaðan hefur orðið, að knúðar hafa verið íram 17—28% kauphækkanir á einu ári. Hins vegar nemur með- í M A í sl. samþykkti bæjar- ráð að leggja tii við bæjar- stjórn að ráða borgarverk- fræðing, sem yrði sérstakur fulltrúi borgarstjóra um verk legar framkvæmdir og önn- ur tæknileg málefni, en eins og kunnugt er var Gústaf E. Pálsson þá ráðinn borgar- verkfræðingur. Jafnframt var borgarverkfræðingi á- samt þeim Gunnlaugi Péturs syni borgarritara og Hjálm- ari Blöndal, hagsýslustjóra, falið að gera tillögur til bæj- arráðs um samræmingu tæknilegra verkefna bæjar- ins og verkaskiptingu milli einstakra stofnana á því sviði. Á fundi bæjarráðs sl. þriðju- dag var svo samþykkt sérstakt erindisbréf til borgarverkfræð- ings, sem bæjarstjórn staðfesti á fundi sínurti í gær. Samkvæmt tillögu borgarritara, borgarverk- fræðings og hagsýslustjóra skal þetta tekið fram í erindisbréf- inu: 1) Borgarverkfræðingi skal í umboði borgarstjóra falin stjórn og umsjón með tilteknum þáttum bæjarmálanna, sem hing að til hafa heyrt undir daglega yfirstjórn borgarstjóra, með það fyrir augum að sameina og sam- ræma eftir föngurn verklegar framkvæmdir og önnur tæknileg MEÐAL farþega á skemmtiferða- skipinu Caronia, sem kom hing- að til lands í fyrradag, voru 12 íslendingar, þeir ívar Guðmunds- son, fyrrverandi fréttastjóri við Morgunblaðið og starfsmaður Sameinuðu þjóðanna, kona hans og tveir synir þeirra hjóna, Þór- hallur Ásgeirsson, bankastjóri í Alþjóðagjaldeyrissjóðnum í Washingto'n, kona hans frú Lily og fjögur börn þeirra. Aðrir ís- lendingar með skipinu voru frú Elín Kjartansson, kona Hannesar Kjartanssonar ræðismanns ís- lands í New York og Anna dótt- ir hennar. Morgunblaðið hitti fvar Guð- mundsson snöggvast að máli i gær og skýrði hann blaðinu m. a. frá því, að hann hefði nú verið fluttur til í starfi. En hann hefur eins og kunnugt er verið blaða- fiulltrúi forseta allshiei'jarþings- ins sl. vetur, en fer nú til Karachi í Pakistan, þar sem hann tekur við forstjórn upplýsingaskrif- stofu Sameinuðu þjóðanna þar i landi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.