Morgunblaðið - 07.07.1961, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 07.07.1961, Blaðsíða 8
8 MORCVNBLAÐIÐ Föst'udagur 7. júlí 1961 — VESTMANNAEYJAR eru að rísa úr sjó, kallaði fararstjór- inn og lamdi á dyr meyja- skemmanna, eftir að vekjara- klukka íslendinga, gamall verk- stjóri, hafði slitið fyrir honum naflastreng draumsins. Þetta hreif; allir glaðvöknuðu á svip- stundu, tíndu á sig spjarirnar og skunduðu upp á þilfar. Þarna var hún: Madeira. Það var satt; hún líktist Vestmannaeyjum I fjarlægð, unz skógarnir og gróð- urinn spratt móti augunum; snarbrött eldfjallaeyja með djúp um gljúfrum, sem virtust vera Fjallasleðar innfæddra. óhreinn en hreystilegur, elti mig á röndum um göturnar í meira en hálftíma, mændi Krists augum upp á mig, tuldraði pen- ingabænir sínar og rétti fram lófana, en aðrir eltu samferða- fólk mitt en gáfust fljótlega upp. Ef til vill hefur þessi drengur séð eihvern veikleika í svip mínum. Allt í einu, án nokkurr- ar hugsunar, fór ég ofan í vasa minn utan á jakkanum, þar sem ég vissi af peningum, tók upp úr honum þann seðil, sem fing- urnir gripu fyrst, og rétti drengnum. Kristssvipurinn guf- aði upp af ásjónu hans og hann hremmdi seðilinn græðgislega, sem von var, því þetta var all- Þetta eru þó ekki mannætur einu snöggu blettirnir á vel- greiddum vöngum hennar. Ef til vill eiga eyjaskeggjar þjóðsögu um gýgi, sem í árdaga hljóp þvera Afríku undan maka sínum og stökk að lokum út í hafsauga til að kæla sig, og sprakk þar sem nú er Madeira. Það er nægur tími til að gefa ímynduninni lausan tauminn, meðan djúp er milli skips og eyjar. Hvernig skyldu eyja- skeggjar vera? Dökkir eins og glóðarbrauð, sætir eða súrir eins og Madeiravín, eða saltir eins og Vestmannaeyingar? Nei, þarna er sennilega enginn Binni í Gröf. Von bráðar tekur veruleikinn skarið af ímynduninni. Geysi- stórt rjóður, frá fjörusandi til fjallasala, • opinberast landeygum sjófarendum; sólgul og rauð hús, sem minna á ávaxtaaldin; jarð- mensk paradís. Og synir Adams og Evu ýta bátskeljum á flot eftir endilangri ströndinni og fleyta kerlingar móti risaskip- inu, sem býst til að varpa akk- erum úti fyrir dyrum höfuð- borgar þeirra. Himininn er þungbúinn og brátt dregur fyr- ir sólina, svo skuggi fellur á bátsmenn, sem linna ekki róð- urinn. — Þetta eru þó ekki mann- ætur? verður enskri konu að orði og hrollur fer um hana, annað hvort af kulda eða ótta. Þeir eru tveir í hverjum báti, klæddir sundskýlum einum fata, smávaxnir, vöðvastrengdir ogþótt ómennskulegar veiðar úr brúnir af sól, en þetta eru hvít- ir menn, enda flestir eyjaskeggja portúgalskir að uppruna. Einn í hverjum báti rís á fætur, patar höndunum í ákafa til farþega og öskrar af öllum lífs og sál- ar kröftum. Þegar enginn virð- ist skilja tákn þeirra, hefjast stórmerkin: Einn þeirra beygir sig niður í botn bátsins, réttir 2. grein úr sér með steinvölu í hendi, sem hann kastar fyrir borð, steypir sér síðan eftir henni og vegur sig upp í bátinn aftur — og heldur steinvölunni sigri hrósandi á lofti. Þetta er ein- faldur leikur, sem krefst góðr- ar sundkunnáttu, og talsverðra vasapeninga farþega, því ekkert grjót er um borð. Þeir litu ekki við koparpeningum, hvorki íslenzkum fimmeyringum eða enskri mynt, engu nema silf- urpeningum. Þó stakk einn sér eftir tveggjakrónupeningi ís- lenzkum og hélt honum milli tannanna, þegar hann kom upp. Þeir voru að allan dag- inn og linntu ekki fyrr en skip- ið létti akkerum seint um kvöld- ið. Þetta hefði Binna í Gröf Ægi. Skömmu áður #n farþegar voru selfluttir í land, skall þrí- vegis á demba, sem er óvenju- legt á þessum tíma árs þar um slóðir, en á milli var glaðasól- skin, svo kevnfólkið vissi varla, hvort það átti heldur að klæð- ast regnkápum eða léttum sum- arkápum, og var á þönum milli þilfars og svefnklefa til að skipta um föt, eftir stundar- duttlungum veðurguðs eyja- skeggja. Þegar á ferjunni milli skips og lands kynntust farþegar þjóðar- lesti Madeyringa, þ. e. betli. — Einn af áhöfninni gekk milli farþega með kastskeyti og bað þá að gefa áhöfninni fyrir kaffi sopa. Þessir menn höfðu sín laun og virtust ekki líða skort, og sama er að segja um aðra, sem gengu betlandi á eftir far- þegum um götur höfuðborgar- innar: börn, unglingar og full- vaxnir karlmenn (ekki konur). Jafnvel börn, sem vart kunnu að tala eða ganga, voru látin sitja fyrir útlendingum. Inn í kirkjur var ekki farandi fyrir peningaveiðurum, og í hverri búð urðu farþegar að standa í hörkurifrildi um verð á hverj- um smáhlut, því allar vörur höfðu verið hækkaðar um helm- ing og meira í tilefni af komu skipsins. Eftirfarandi atburður lýsir ofanskráðu vel: Lítill drengur, mikil upphæð. Ég andaði létt- ar, þegar ég sá á eftir honum yfir götuna þar sem hann sýndi félögum sínum fenginn sigri hrósandi. Annar drengur hljóp yfir götuna og rétti fram hend- urnar, en ég leit svo illilega á hann, að hann hrökklaðist frá mér. Ég fékk ákúrur frá samferða- fólki mínu fyrir undansláttinn við drenginn, en varði mig með því, að mig hefði alltaf langað til að eiga dreng, og hafði þess vegna verið veikur fyrir. — Skömmu síðar staðnæmdust við hjá verzlunarglugga. Búðar- þjónn kom askvaðandi út úr verzluninni og reyndi að draga okkur inn, en ég sagði honum, að við vildum fá frið til að skoða vörurnar í glugganum. Allt í einu reiddi hann höndina á loft, og ég hélt hann ætlaði ur. Madeiravín eru heimsfræg og sömuleiðis útsaumur, en dúk ar, blússur o. fl. með fíngerð- um útsaumi innfæddra kvenna er mjög dýrt, svo flestir verða að láta sér nægja að kaupa ýmsa smáhluti til minningar um dvöl sína á þessari paradís landslags og loftslags, sem er hálftrópískt og þykir holt auð- ugum berklasjúklingum. /1 Sennilega hefur ásókn túrista til eyjarinnar spillt eyjaskeggj- um, ræktað auragræðgi í barns- sálum þeirra og samkeppnin frekju og yfirborðsmennsku. —• Undantekningar frá þessari reglu virtust fáar, en lengri dvöl á eyjunni hlyti að leiða þær frekar í ljós. Túristar, þess- ir sígaunar nútímans, eru held- ur ekki góðir uppalendur neinni þjóð. Þeir hafa svo til ein- göngu peningagildi, en krefjast einnig þess, sem ekki verður metið til fjár. Ánægjulegast við þessa dags- dvöl í landi var ökuferð( meira að segja bílstjórinn betlaði) upp fjallið fyrir ofan borgina, þar sem staðnæmst var í 3000 feta hæð og horft yfir borgina og umhverfi hennar. Ekki sást til annarra eyja, en a.m.k. 8 eyjar, flestar óbyggðar, eru í nánd við Madeira og heyra und- ir hana eða Portúgal. Niður var farið í Toboggans, eins konar fjallasleðum, sem renna eftir þar til gerðri braut, undir stjórn tveggja manna. Áður en skipið létti akkerum, kom flokkur innfæddra kvenna og karla um borð og sýndi þjóð dansa. Mikill þokki, einföld og upprunaleg fegurð birtist í dansi þeirra og söng, svo þreytan eft- ir verzlunarstandið og leiðin á frekju eyjaskeggja hvarf, eins og fyrir tilverknað undralyfs. Á einni klukkustund leystu þess ir synir og dætur Madeira bræð- Helgi R. Magnússon bankafulltrúi SÍÐASTLIÐINN laugardag, 1. þ. m., var þess minnzt, að Lands- banki íslands, elzti og stærsti banki landsins, hafði starfað í 75 ár. Þess var þá getið opinberlega, að bankinn hefði leyst vel af hendi, sitt mikilvæga hlutverk í þjóðfélaginu, að hann væri nú ein styrkiasta stoð þess á fjár- málasviðinu og að það bæri að þafcka stjórnendum hans og starfsliði. Allir vita, að árangur af starfi slíkrar stofnunar sem Landsbankans, sem er eign þjóð- arinnar og vinnur fyrir hana alla, byggist á starfi margra manna og kvenna og þá fyrst og fremst á atorku þeirra, holl- ustu og samvizkusemi. Við, sem höfum haft löng kynni af þessari starfsemi, vitum, að störfin, sem unnin eru í kyrþey innan veggja slíkra stofnana, eru ekki síður mikilvæg og ekki síður vel og samvizkusamlega unnin en þau ýmsu störf, sem athygli vekja á opinberum vettvangi, en þau eru ekki unnin með það í huga að vinna til opinbers hróðurs. Á fyrrgreindum afmælisdegi Landsbankans var ekki tiiefni til að geta opinberlega einstakra starfsmanna bankans og þakka störf þeirrta, nema eins afburða starfsmanns, sem einnig átti sér- stætt starfsafmæli þann sama dag. En um það bil sem lokið var útvarpi í tilefni af 75 ára afmæli bankans um kvöldið, lézt einn af elztu og merkustu starfs- mönnum hans, Helgi R. Magn- ússon, fulltrúi, deildarstjóri í innheimtudei’ld bankans, á 60. aldursári, eftir réttra 36 ára starf. Helgi R. Magnússon var fædd- ur 23. nóv. 1901. Mig skortir kunnugleik til að greina fró ætt hans og upp- vexti, en að loknu námi í Verzl- unarskóla íslands stundaði hann verzlunarstörf um 3ja óra bil þar til hann gerðist starfsmað- ur Landsbankans í júlímánuði árið 1925. Hann var starfsmað- ur útibús bankans á Eskifirði rúm 3 ár og fluttist síðan til aðalbankans og starfaði þar í ýmsum deildum. Hann var for- stöðumaður útibús bankans í Hafnarfirði í 5 ár, en tók því næst við stjórn innheimtu- og ábyrgðardeildar og hafði for- ustu þeirra beggja á hendi um 6 ára bil, eða þar til þessar deildir voru aðskildar. Eftir það var hann deildar- stjóri innheimtudeildar til ævi- loka. Helgi R. Magnússon var frá- bær starfsmaður. Öll störf sín rækti hann með slíkri reglusemi, elju og samviskusemi, að til fyr- irmyndar var. Landsbanki fslands og staríslið hans hafa beðið mikið tjón við fráfall Helga R. Magnússonar og er okkur öllum mikil eftirsjá að honum. En hann var maður sem gott er og holt að minnast. Þegar við nú kveðjum hann í dag, þökkum við honum samver- una og samstarfið og vottum um leið eftirlifandi konu hans, frú Sigríði Jónsdóttur, sem einmg var um nokkurra ára bil starfs- félagi okkar, innilega samúð. E.H. Madeiravín að slá mig, en hnefi hans flaug fram hjá andliti mínu og snerti aðeins síðuna. Ég leit undrandi til hliðar og sá þá hvar betli- drengurinn minn skauzt emj- andi yfir götuna. Hann hafði lætt hendinni ofan í jakkavasa minn til að klófesta meiri pen- inga af þessum ríka aulabárði. Rétt áður hafði ég sett afgang- inn úr vasanum x veskið, sem ég geymdi í brjóstvasanum, en eigi að síður fór búðarmaður- inn fram á, að ég greiddi hon- um þóknun fyrir verndina. Ég lét mér þetta að kenningu verða og varðist öllu betli af hörku upp frá þessu, enda gekk frekja eyjaskeggja fram af flestum, svo nálgaðist andúð. En listrænir eru þeir og hagir. Borgin nefnist Funchal og er nokkru stærri en Reykjavík, en ber af henni eins og gull af eiri. Húsin minna á höggmynd- ir, en gangstéttir mósaik, þar sem hög hönd og listrænn hug- ur hefur lagt hvern stein. Hrein læti er algjört og fagrir garðar og torg búin líkneskjum og táknmyndum horfa við skoð- endum. Þarna var m.a. háreist líkneski af sæfaranum Sarco, sem fann eyna snemma á 15. öld, en hún hefur síðan lotið Portúgölum nær óslitið og aðal- lega byggst af þeim. Aðalat- vinnuvegir eyjaskeggja eru ak- uryrkja, vínyrkja og listsaum- bragðast vel ur sína og systur úr ónáð, og drógu gersemar úr djúpum þjóð arsálarinnar, sem enginn gat keypt eða selt, en skildu eftir hlýju í hjörtum farþega. Næsti áfangastaðir voru Lissa bon í Portugal og Vigo á Spáni. Þessi lönd eru lesendum betur kunn en Madeira, svo óþarft er að fara um þau mörgum orð- um í þessari grein, og ferðin með skipinu til baka til Eng- lands var að mestu leyti endur- tekning þess, sem áður hefur verið sagt. Þó get ég ekki stillt mig um að fara nokkrum orðum um höfuðborg Portúgals. Innsigling- in er mjög fögur upp ósa Tejo- árinnar. Á móti borginni, á bakk anum hinum megin árinnar, hefst Kristslíkneski til himins, en útbreiddur faðmur mannson- arins býður sjófarendur vel- komna í höfn. Einkennileg til- finning grípur hjartað við sjón þessa, sem skilur eftir máttuga lotningu. Þarna er margt gam- alla og fagurra bygginga, þótt mikill hluti borgarinnar hryndi í jarðskjálfta um miðja 18. öld, Allt er hreint og fágað og ber vott um djúprætta menningu. Betlarar sáust ekki og ekkert, sem benti til skorts eða fótækt- ar, hvernig sem sveitunum líð- ur. Glæsileg verkamannahverfi voru í byggingu eða fullbyggð Framh. á bls. 13.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.