Morgunblaðið - 07.07.1961, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 07.07.1961, Qupperneq 5
Föstudagur 7. júlí 1961 MORGIJTSBLAÐIÐ 5 MENN 06 = MALEFNI= m Ferðamanna- straumurinn til Finnlands FÁMENNASTA „sendinefnd- in“ á fundi Norræna gisti- og veitingahúsasambandsins hér á dögunum — og sú lengst að komna, var skipuð Onni Salo frá Finnlandi. Tíðindamanni Mbl. gafst kostur á að spjalla við hann örstutta stund. Og kom þá fljótlega fram, að það vaeri ekki fjandskapur, sem ylli finnsku fámenni á fundinum hér, heldiur yfirvofandi heim- sókn Ólafs Noregskonungs til 1 Finnlands. Þeir aðrir, sem hingað ætluðu, hefðu þegar til kom verið svo önnum kafn ir við undirbúning konungs- heimsóknarinnar, að ekki varð af hólminum vikið. — En þá erum við líka bún ir að borga fyrir okkur, bætti Salo við, brosandi. — Því að þegar alþjóðlegur fundur hótelmanna var haldinn í Finnlandi fyrir skömmu, gátu íslendingar ekki tekið þátt. Og ástæðan var einmitt sú sama: Heimsókn Ólafs Noregskon- ungs. Salo lét vel af því að vera kominn til íslands. — Eg hef komið hingað áð- ur; var hér fyrst 1947. Mér þykir mjög gaman að sjá þá nýju svipi, sem Reykjavík er stöðugt að fá á sig. Eg nef eignazt hér marga ágæta vini, líka fyrir utan raðir hótel- manna, þ. á. m. Guðmund Ein- arsson frá Miðdal, sem ég bið fyrir kveðju til. — Hve mörg eru gistihús í Finnlandi? — Þau eru um 180 talsins; þau þeirra, sem rekin eru af einkafyrirtækjum, eru með- limir sambands okkar, en nokkur eru í eigu samvinnu- samtakanna eða hins opin- bera, og þau eru ekki með. — Hvað er um ferðamanna heimsóknir að segja? — Á síðasta ári komu til Finnlands um 400.000 ferða- menn. Það var um 20% aukn- ing frá áriruu áður. Og við búumst við, að þeim muni enn f jölga í ár. Sérstaklega koma nú marg- ir ferðamenn með bílferjun- um, sem sigla tíðar ferðir milli Svíþjóðar og Finnlands. Marg ir þeirra halda áfram til Rúss lands og koma svo sömu leið til baka. Vegir í Finnlandi hafa líka batnað mikið upp á síðkastið, ferðamönnum til hvatningar. — Hótelrekstur gengur þá vel í Finnlandi um þessar mundir? — Árið 1960 var það bezta, sem komið hefur, og útlit er áfram mjög gott. Viðskiptin á þessu síðasta heila ári juk- ust um nálægt 10%. Ástæðan til þess, að aukningin var ekki eins mikil og ferðamannafjölg unin, er sú, að æ fleiri hafast við í tjöldum. — Hefur þessi vaxandi ferðamannastraumur skapað nokkur sérstök vandamál hjá ykkur? — Okkur hefur skort starfs fólk, sérmenntað starfsfólk. Sumarhótelin áttu af þessari ástæðu í mjög miklum erfið- Ieikum um það leyti sem þau opnuðu. Nokkrar ráðstafanir hafa þegar verið gerðar, til þess að bæta úr þessu ófremd- arástandi, m. a. er nú starf- ræktur í Helsingfors skóli, sem uppfræðir fólk til starfa í veitinga- og gistihúsum. Að síðustu var rabbað ofur- lítið um samtök norrænna hótelmanna. Sagði Salo, að Finnar hefðu verið aðilar að skandinavísku sambandi á þessu sviði, sem starfað hefði fram til ársins 1937; síðan hefðu samtök Norðurlandanna allra svo komið til sögunnar. Ráðskona óskast má hafa með sér barn. — Uppl. í síma 580 Akranesi eftir kl. 7 á kvöldin. Faxabar Heitar pylsur allan daginn.' Gosdrykkir, tóbak, s*!' gæti Faxabar, Laugavegi 2. Volkswagen 1958, vel með farinn er til sölu. Tilb. rrterkt „Volks- wagen — 5426“ sendist blaðinu fyrir mánudagskv. Barnavagnar Notaðir barnavagnar cg kerrur til sölu. Einnig nýr vagn. Barnavagnasalan Baldursg. 39. Sími 24620. Unglingsstúlka óskast til að gæta bama. Uppl. í síma 19655. Til sölu góður tvíburabarnavagn og | barnavagn. Heppil. á sval- ir. Tvö barnarúm, annað ' amerískt með fjaðradýnu. | Uppl. Sólheimum 16 kl. 5 —7 í dag. Ný sending af hollenzkum kápum tekin upp í dag Bernharð Laxdal Kjörgarði Lawn boy amerískar mótorgarðsláttuvélar nýkomnar — Hagstætt verð Helgi Magnusson & Co. Hafnarstræti 19. — Símar 13184 og 17227 — Eg er búinn að gera góð- verkið mitt í dag. Eg blístraði á stúlku milli fertugs og fimmtugs. — Forstjóri! Gjaldkerinn er horfinn. — Hafið þér rannsakað pen- ingaskápinn? — Já, en hann var ekki í hon- um. Hún var að spóka sig á strönd- 'ÁHEIT og CJAFIR ViSeyjarkirkja, áheit frá GHH kr. 60 + kr. 50. — Þakkir. Kirkjuhaldari. Bezt er að vera birgur vel, haula mikið étur. Ósköp þarí íyrir eina kú um vctur. — O — Vel fór nú veturinn, veit ég nauð mun líða; sendi oss drottinn sumarlanéið bliða. — O — Senn kemur sumarið, súlin blessuð skin. Víst batnar veðrið, þá veturinn dvin. — O — Margur prísar sumarið fyrir fagran fuglasöng, en ég hæli vetrinum, þvi nóttin er þá löng. (Vísur úr ýmsum áttum). inni í bikini-baðfötum, þegar hneyksluð frænka hennar tók hana tali. — Eg er viss um að hún mamma þín yrði bálvond ef hún sæi þig í þessum ósmekklega klæðnaði. — Já, ég er alveg viss um það. Þetta eru nefnilega baðfötin hennar mömmu. Sl. mánudag opinberuðu trúlóf un sína ungfrú Sólveig Ásgeirs- dóttir, verzlunarmær, Stigahlíð 14 og Sigurður Guðmundsson, húsasmiður, Heiðargerði 6. Læknar fjarveiandi Árni Björnsson til 15. júlí. Staðg.: Þórarinn Guðnason. Bergþór Smári, 13. júní til 20. júll. Foreldrar: Sjáið um að börn yðar grafi ekki holur í gangstéttir, auk ó prýðis getur slíkt valdið slysahættu. Staðg.: Arni Guðmundsson. Brynjólfur Dagsson, héraðslæknir í Kópavogi til 1. október. Bjarn Konráðsson til 1. ágúst. Stað- gengill: Arinbjörn Kolbeinsson). Björn L. Jónsson, læknir, verður fjarverandi til júlíloka. Staðg.: er Páll V. G. Kolka. Eyþór Gunnarsson 6. til 17. júlí — Staðgengill: Viktor Gestsson. Friðrik Björnsson 3. júlí til 16. júlí. Staðg.: Victor Gestsson. Gísli Ólafsson um óákv. tíma (Stefán Bogason Laugavegsapóteki kl. 4—4,30. sími 19690). Guðmundur Björnsson 3. júlí — ó- ákveðið. Staðg.: Augnl Pétur Trausta son, heiml.: Björn Guðbrandsson. Guðmundur Eyjólfsson til 1. ágúst. Staðgengill: Erlingur Þorsteinsson. Gunnar Guðmundsson um óákv. tíma (Magnús Þorsteinsson). Haraldur Guðjónsson óákv. tíma Karl Jónasson). Jakob Jónsson til 17. júlí. Jónas Sveinsson I tvo mán. frá 9. maí (Gunnar Benjamínsson). Jón Hannesson til 10. 7. Staðg.: (Jón H. Gunnlaugsson). Jón Björnsson til 31. júlí. Karl Sigurður Jónasson til 1. ágúst. Kristján Hannesson 24. júni til 24. júlí. Staðg.: Stofán Bogason. Ölafur Geirsson til 24. júlí. Ófeigur J. Ófeigsson I 2 til 3 mánuði. (Kristján Þorvarðarson). Páll Sigurðsson til 25. júlí. (Stefán Guðnason, Hverfisgötu 50 — 1-57-30). Sigurður S. Magnússon óákv. tíma — (Tryggvi Þorsteinsson). Skúli Thoroddsen til 30. sept. (Heim- ilisl. Guðm. Benediktsson, augnlækn. Pétur Traustason). Snorri Hallgrímsson júlímánuð. Snorri P. Snorrason til 2. ágústs. — Stag.: Jón Þorsteinsson. Sveinn Pétursson um óákveðinn tíma. Staðg.: Kristján Sveinsson. Tryggvi Þorsteinsson frá 26. júní til 16. júlí (Stefán Bogason). Víkingur Arnórsson um óákv. tíma. — (Olafur Jónsson, Hverfisgötu 106). Valtýr Bjarnason til 31. júlí. • Gengið • Sölugengi: 1 Sterlingspund ........ Kr. 106,24 1 Bandaríkjadollar ..... — 38,10 1 Kanadadollar .......... — 36,95 100 Danskar krónur......... — 549,80 100 Norskar krónur ........ — 531,50 100 Sænskar krónur ........ — 737,25 100 Finnsk mörk ........... — 11,88 100 Franskir frankar ..... — 776,44 100 Belgískir frankar ........ 76,25 100 Svissnekir frankar .....— 882,90 100 Gyllini ________.._____ — 1060.35 ii 7) tn /9 ; Næst stærsto síldin NÆST stærsta síld, sem At- vinnudeild Háskólans hefur borizt til athugunar veiddist fyrir skömmu norður af Sléttu. • Síld þessi er 45% cm á lengd, er það mjög óvenju- legt því síldar af þessari teg- und fara yfirleitt ekki yfir 40 cm. Síldin vó 760 gr. og er 18 ára, upprunnin við N.-Nor- eg. Aldur síldarinnar er ekki óvenjulega hár, því síldar geta orðið allt að 25 ára. Síldin hefur verið sett í hraðfrystihús fyrir norðan og verður hún rannsökuð nánar. Stærsta síld, sem Atvinnu- deildinni hefur borizt, veidd- ist á svipuðum slóðum 1955. Var hún rúmir 46 im á lengd, 10 ára gömul. Skrifstofuhúsnœði Til leigu er neðarlega við Laugaveg skrifstofuhús- næði ca. 120 ferm. Laust 1. ágúst n.k. — Upplýsing- gefur HANNES GUHMUNDSSON hdL Laugavegi 13 — Sími 37790. T röllafossferðir Farið á hestum frá Hrísbrú upp að Tröllafossi. 4ra tíma ferð fram og til baka. — Nánari upplýsingar í síma 2-34-00. Skrilstoiustúlka vön bókhaldi, vélritun og enskum bréfaskriftum, óskast á skrifstofu í Miðbænum. — Tilboð, er greini aldur, menntun og fyrri störf, leggist inn á, afgr. Mbl., merkt: „5425“. Skjalaskápur úr tekk, eik, mahogny Sendum gegn póst- kröfu hvert á land sem er. SkúUscn & ^ónsson s.<f. Laugavegi 62 — Sími 36503

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.