Morgunblaðið - 11.07.1961, Side 11

Morgunblaðið - 11.07.1961, Side 11
Þriðjudagur 11. júlí 1961 MORGVNBLAÐIÐ 11 Túnin hnns voru þnkin sóley Viðtal við dx. Þorleif Einarsson DR ÞORLEIFUR Einarsson, jarðfræðingur, er nýkominn heim, en hann hefur í vetur unnið í Bergen að rannsoknum á gróðurfarsbreytingu þeirri sem varð hér á landi við og eftir landnámið, og hefur ýmislegt merkilegt komið þar í ljós. Þor ieifur varði í fyrra doktorsrit- gerð við háskólann í Köln um gróðurfarssögu íslands frá lok- um ísaldar og fram undir vora daga. Við náðum tali af honum um daginn og spurðum hann nán ar um þessar rannsóknir hans. Þorleifur kvaðst byggja rann eóknir sínar á talningu og grein ingu á frjói því sem finnst í mýrarlögum. Hver plcinta fram- leiðir sína tegund af frjókom- um, sem dreifist síðan með vind um, og í mýrina skráist því gróð urfarssaga þeirra jurta, sem vaxa á þeim stað. Gróðurinn er spegilmynd af loftslaginu, sagði Þorleifur. Og hafi maður lofs- lagssöguna úr einni mýri og vísa aðra fasta punkta, sem á íslandi eru öskulögin, þá er tíma talið fengið. Rannsóknir á birkifrjókornum — Hefur enginn fengizt við þessar rannsóknir hér fyrr? Hvenær byrjaðir þú? — Dr. Sigurður Þórarinsson Ibyrjaði aðeins fyrir löngu en fór svo yfir í annað, svo sem kunn- ugt er. Sjálfur byrjaði ég að taka fyrstu sýnishornin hálfu ári eftir að ég byrjaði jarðfræði inámið í Þýzkalandi, þ. e. vorið 1954, tók þá sýnishom úr Soga- mýrinni, og hefi undanfarin 8 ár rannsakað 17 mýrar víðsveg ar á landinu. Þetta varð svo efn ið í doktorsritgerðina mína. Það vildi svo til að fyrsti fyrirlest urinn sem ég sótti í Köln, var um frjógreiningu og þá kvikn- aði hjá mér ljós. Þetta þyrfti að gera á íslandi. Við vorum orðn ir 40 ár á eftir tímanum, því þessar rannsóknir byrjuðu á Norð urlöndum upp úr 1910. — Og hverjar eru í stórum dráttum niðurstöðurnar sem þú dregur í ritgerðinni? — Ég byggi aðallega á rann sóknum á birkifrjókornum og tel liklegt að birkið hafi lifað af ísöldina fyrir norðan, en ekki flutzt suður yfir fjöll fyrr en fyrir 9000 árum. Þegar ég segi fyrir norðan, geri ég ráð fyrir að Eyjafjarðarsvæðið, og þá Hk lega Grímseyjarsund hafi verið þurrt og íslaust á síðustu ísöld og þaðan hafi svo birkið dreifzt. Neðsta lag mýranna al'lt frá Skagafirði og suður og austur um til Hornafjarðar er birki- laust. Á tímabilinu 9000—6000 f. Kr. hefur svo verið þurrt lofts lag hér og nokkuð hlýtt og birki skógurinn hulið holt, hæðir og mýrar. Síðan jókst loftraki og úrkoma og hrakti birkiskóginn úr mýrunum a. m. k. Fyrir 4—5 þús. árum verður loftslagið svo aftur þurrt og hlýtt og þá þekj est mýrar og holt birkiskógi á ný. Síðan, fyrir 2500 árum, versn ar aftur en þó halda hæðimar og holtin áfram að vera skógi vaxin. Og næsta stig er svo að maðurinn kernur og eyðir skóg inum og þá get ég ekki haft meira gagn af birkinu. En eftir að maðurinn er kom inn til landsins koma fram ýms ir fylgifiskar hans. Hann hefur með sér arfann og grasið nær sér fyrst á strik þegar skógin- um 'hefur verið eytt og sam- keppnin minnkar. — Þú sagðir áðan að Grímseyj arsund 'bafi verið þurrt? — Já, ég tel að svo hafi verið. En í sumar fer ég út í Grímsey til að ransaka hvort Grímsey 'hefur ekki örugglega verið laus við ís, og seinna væri gaman að fá kjarna af botninum á sund inu. En við það ræð ég ekki í bili. Með maiminum kemur arfi og gras — Og í vetur hefurðu unnið Dr. Þorlcifur Einarsson. að áframhaldandi rannsóknum. — Já, í vetur hefi ég eingöngu fengizt við rannsóknir á gróður- farsbreytingunni við og eftir land nárnið. Nú 'hafði ég sæmilegan tíma og studdist við 1000—2000 frjókorn úr hverju sýnishomi í stað 200 áður. Það er nákvæm- ara og þá koma fram fleiri jurt ir. f Bergen hafði ég góða að- stöðu. Þar og í Ka-upmannahöfn eru líklega beztir vísindamenn í frjógreiningu og þar eru nauð- synleg tæki, sem ekki eru ti'l hér á landi enn sem komið er. Ég hafði þangað með mér fjögur mýrarsnið, eitt frá • Skállholti, annað frá Bergþórshvoli, þriðja fra Gufunesi og það fjórða úr Borgarmýri, skammt frá Reykja vík. Og þau staðfestu það sem ég 'hafði áður haldið fram, að s-kóg urinn hverfur með komu manns ' ins til landsins, og honum fylgja illgresi og túngresi. — Hvað fannstu af merkilegu frjói frá landnámstíð? — Ja, t. d. kom í ljós að tún- in hjá honum Njáli á Bergþórs- hvoli hafa verið gul af sóley. Ég held að það hafi aldrei fund izt við frjógreiningu svo mikið af sóley í túni, svo og arfi, sem kemur vei heim við frásögnina í Njálu af arfasátunni, sem Sæ unn vildi láta fjarlægja. Svo fann ég eitt frjókorn af Iíni í lögum frá Skálholti. Það er mjög gamalt, frá því um 1100. Það bendir til þess að þá hafi verið stunduð línrækt. Ekki er þess getið í heimildum, svo mér sé kunugt um en til er örnefnið Línakur á Bergþórshvoli. Það virðist sem korn hafi að eins verið ræktað hér fyrstu aldirnair eftir landnámið, en kom rækt hætt nokkuð snemma. Og það er kannski einkennilegt að möðrur, líklega guknaðra, virð ast þjóta upp hér eftir komu mannsins. En hvönn og geitlu og blágresi hefur fækkað um leið og skógurinn fór, því þá misstu þessar jurtir beztu vaxt arskilyrðin. Það er þessi eilífa samkeppni, sem alltaf kemur til greina. Nú, malurtin, sem Sig* urður Þórarinsson var búinn að finna í Þjórsárdal og ég í Borg armýrinni, fannst nú í mýrar- sniðunum fra Bergþórshvoli og Skálholti og hefur vaxið þar fram á 18. öld, enda kemur það heim við ummæli Svsins Páls- sonar í ferðabók hans. Og í Skálholti hefur orðið mikil tún- stækkun á 17. öld, eins og þar hafi þá orðið nokkurs konar nýtt landnám. Gætir þar senni'lega áhrifa Vísa-Gísla. Annars er þessurn rannsóknum ekki lokið hjá mér, og vonast ég til að geta birt eitthvað um þetta seinna. Snemma holt kriogum Reykjavík — Þú sagðist fyrst hafa tekið sýnishorn úr Sogamýrinni, og prófritgerðin þín í jarðfræði byggði á jarðfræðirannsófcnum á Hellisheiði, svo þú hefur haldið þig í nánd við heimahagana í Reykjavík. (Þorleifur er sonur Einars Runólfssonar verkamanns og Kristínar Þorleifsdóttir). — En hvað um holtin í kring- um bæinn? — Þau voru öl'l skógi vaxin á dögum Ingólfs, en skógurinn hvarf mjög fljótt. Uppblásturinn hefur byrjað mjög snemma og holtin eru að mestu uppblásin um 1500. Það sést bæði af á- fokinu, sem sést í mýrarsniðun- um, auk þess sem þar finnst birkifrjó, sem ekki á þar heima. Að lokum spurðum við Þor- leif hvað hann hyggðist nú fyrir. Harm kvaðst vera farinn að vinna hjá Atvinnudeild Háskól- ans og einnig vinna að rannsókn um á virkjunarstöðum fyrir Raforkumálaskrifstofuna Ég veit ekki hvað verður um fraimhald atf frjórannsóknunum, sagði hann. Ef tími og ástæður leyfa, hefi ég hug á að halda þeim áfram. — E. Pá. Nýtt veiöivatn á Suðurnesjum Alisilungi sleppt í Seltjörn handa veiðimonnum oð glima v/ð — veiöarnar gengu vel á laugardaginn ÞESSA dagana er verið að framkvæmda nýstárlega tilraun í veiðimálum, en fluttir hafa verið um 1000 alisilungar í Seltjörn á Njarðvíkurheiði, en það vatn hefur frá öndverðu verið fiskilaust, ef horn- síli eru frá talin. Silung- urinn er alinn upp í eldis- stöð í Hafnarfirði, og er hann 20—40 cm. að stærð, er honum er sleppt. — Veiðarnar í vatninu hófust á laugardaginn, og fengu veiðimenn þegar góðan afla af silungi. . Á fimmtudagskvöldið er sil ungnum hafði verið sleppt í Seltjörn, fóru þeir, sem að til- raun þessari standa, að vatn- inu, og renndu fyrir silung- inn. Var fiskur á þegar í fyrsta kasti, og örstundu seinna fékkst annar, og létu menn þá af veiðiskapnum um stund. Fékk 12 silunga. Ætlunin er að selja veiði- leyfi í vatninu, og flytja í það eldisfisk eftir því, sem með þarf. Á laugardaginn voru fjórir menn að veiðum í Sel- tjörn, og fékk einn þeirra 12 silunga, en hinir fengu flestir um 10. Veiðileyfin kosta 100 krónur, og er þá miðað við að veiddir séu 10 fiskar, en fyrir hvern fisk umfram þann fjölda, þarf að greiða smá- upphæð. Veiðitími er frá 1— 10 e.h. um helgar. en 5—10 á virkum dögum. 10 hektara vatn. Seltjörn er um 10 hektarar að stærð og er eigandi vatns- ins Jón Jónsson, framkvæmda stjóri hraðfrystihússins í Innri Njarðvík. Með alisilunginn hafa hinsvegar að gera þeir Hermann Sigurðsson, Hall- grímur Björnsson, Hans Gristi ansen, Þórarinn Reykdal og Einar Halldórsson eigendur fiskeldisstöðvarinnar að Þórs- bergi. Nægur fiskur er fyrir hendi í eldistjörnunum, og verður hann fluttur til Seltjarnar, svo sem þörf krefur. Þá er ætlunin að bera í vatn ið malaða humarskel til þess að bæta skilyrði fyrir fisk- inn, og verður ft-óðlegt að sjá hversu þessum tilraunum reið ir af, en þær hafa verið gerð- ar í samráði við veiðimála- stjóra. Þess má að lokum geta. að 1954 ritaði Þór Guðjónsson, veiðimálastjóri, grein í Veiði- manninn og sagði m.a. svo í grein þessari: „Stangaveiðimönnum mun vafalaust þykja einkennilegt að hugsa sér að renna fyrir alifisk í eldistjarnir, en senni- lega eiga þeir þó margir eftir að reyna það fyrr en varir. Nú þrengist óðfluga um sil- ungsveiðimennina við vötnin, en eldisstöðvar eru að rísa upp. Eigehdur eldisstöðvanna vilja óefað alveg eins selja framleiðslu sína eða hluta af henni hér heima á þennan hátt eins og fytja hana út. Ali seiðum er nú sleppt í veiði- vötn í þeirri von, að þau bíti seinna á krókinn hjá veiði- mönnum. Þegar það er gert, er ætlazt til að náttúran fóstri seiðin um tíma. Það er einnig hægt að eftirláta eldisstöð- inni að koma seiðunum upp í veiðanlega stærð og taka svo til við að veiða þau í eldisstöð- inni sjálfri. Ef að líkum lætur, munu alifiskarnir taka vel, og munu veiðimenn því varla þurfa að fara heim, án þess að haía orðið varir. Ef aðstæð ur eru ekki fyrir hendi til að gera veiðitjarnir á landi eldis stöðvanna, mætti ganga frá þeim annarsstaðar eða komast að samkomulagi við eigend- ur smávatna í nágrenninu um afnot af vatni þeirra í sama skyni. Má búast við að slíkar veiðitjarnir yrðu fjölsóttar af stangaveiðimönnum, þegar þeir hafa vanizt hugsuninni að veiða alifisk. Mörgum stanga- veiðimanninum mundi þykja þægilegt að hafa nokkrar slík ar veiðitjamir með „óþrjót- andi“ veiði í nágrenni sínu og geta skroppið stutta leið til þess að bleyta færi eftir vinnu tíma, þegar hann er í því skapi.“ — h.h. 26 punda lax BLÖNDUÓSI, 8. júlí. — Lax- veiði í Blöndu hefur verið nokkuð minni en undanfarin ár, en er nú að aukast. f júlí veiddust 80 laxar og var meðal þyngd þeirra 11 pund. Stærsta laxinn veiddi Ævar Klemens- son í BólstaðahHð. Vó hann 26 pund. í júlí hafa veiðzt 50 laxar og eru því 130 laxar komnir á land. Veitt er á . 4 stengur og mesta veiðin í fyrradag. Þá veiddust 17 laxar. — B. Blöndal. 29 laxar á tveimur 09 hálfum degi VOPNAFIRÐI, 9. júlí. — Góð laxveiði er hér víðast um þess- ar mundir. Vel veiðist í Vestur dalsá. Þar fengust á þrjár stengur á tveimur og hálfum degi 29 laxar. Góð laxveiði er einnig í Selá, en í Hofsá er treg veiði. — S. J.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.