Morgunblaðið - 13.07.1961, Page 5

Morgunblaðið - 13.07.1961, Page 5
Fimmtudagur 13. júlí 1961 MORGUNBLAÐIÐ 5 MNN 06 = MALEFNIm PERSÓNUDÝRKUNIN, sem Krúsjeff fordæmdi einu sinni er nú komin aftur í fullan gang í Sovétríkjunum og snýst að mestu um Krúsjeff. Nýj- asta afleiðing þessarar nýju persónudýrkunar er kvik- mynd, sem stendiur yfir rúm- an klukkutíma og heitir „Hann Nikita Sergeivich okk- af“. Gegn venju, sem ríkt hefur í Sovétríkjunum til þessa eru þar sýndar margar myndir úr einkalífi Krúsjeffs. Hann sést vera að Ieika við eftirlætishundinn sinn og harnabörnin, fá slæpu við Svartahafið og einnig sézt þeg ar hann kvaddi son sinn, sem var orrustu- flugmaður, áður en hann var sendur til vígvallanna, en þar lét h a n n lífið. Þessar svip- myndir ú r einkalífi Krús jeffs standa yfir % af sýningartíma mynd arinnar. Annar þriðjungur er um þátttöku Krúsjeffs í stríð- inu og bregður þeim var fyr- ir augnablik Stalin, Molotov og Malenkov, en Shukov sést hvergi. Seinasti þriðjungur myndarinnar sýnir ferðir Krús jeffs á síðari árum, en þó sést Eisenhower forseti hvergi á myndinni. í lokin eru sýnd hátíðahöldin, sem voru í Moskvu, þegar Gagarín kom þangað eftir geimflug sitt, en þar er Krúsjeff einnig aðal- persónan .... —★— Tvær fyrrverandi drottning ar lifa nú rólegiu fjölskyldu- lífi í Egyptalandi. Önnur er hin 39 ára gamla systir Faruks uppgjafakonungs, F a w i z a prinsessa, sem skildi við Irans keisara 1948, þar sem henni hafði ekki tekizt að fæða hon- um ríkiserfingja. Hún er nú Fawiza Narriman gift starfsmanni í egypzku ut- anríkisþjónustunni og býr nú með honum og börnum sínum tveimur Hussein 6 ára og Nadiiu 11 ára í útborg Alex- andriu. Hin drottningin er Narriman fyrrverandi eigin- kona Faruks og býr hún einnig fyrir utan Alexandriu. Hún giftist lækni 1954, en þau bjuggu ekki saman í fimm ár, nú hafa þau tekið upp þráð- inn að nýju og eignuðust son fyrir þremur mánuðium. —★— Fyrir nokkru var framið sér kennilegt stjórnmála- I e g t hrekkjabragð í Frakk- landi. Um 1 þúsund gestir mættu í sínu bezta skarti til veizlu í ráðhúsinu í Menz, sem halda átti í tilefni af komu De Gaulle þangað, eða það héldu þeir. En í ljós kom að forsetinn var alls ekki í bænum og bæjarstjórnin hafði ekki sent nein boðskort. Þau voru fölsuð .... •—★—■ Jóhannes XXIII páfi, hefur nú enn einu sinni unnið sigur í sinni stöðugu baráttu v i ð siðarmeistara Vatfkansins. Fyrir mörg- um mánuðum síðan krafðist pálfinn þess, að hinir silfurofnu ilskór sínir skildiu vera með leðursólum, en siðameistarinn færðist lengi undan, því að síðan á 11. öld hafa páfar alltaf gengið á mjúkum silfurilskóm, en Jó- hannes XXIII fékk þó að lok- um vilja sínum framgengt. Og sigurreifur kom hann á ann- arri endurbót. Um aldaraðir hefur það verið siður, að páf- inn snæddi einsamall, en Jó- hannes páfi vill hafa fólk í kringum sig og nú eru kardín álar, vísindamenn og sendi- menn erlendra ríkja boðnir til að taka þátt í máltíðum hans.. |—★— Frá New York barst fyrir skömmu sú fregn, að 66 ára gamall maðiur, sem tekinn hafði verið til fanga fyrir að skjóta nágranna sinn í hand- legginn, hafi sagt lögreglunni, að hann hafi skotið á mann- inn vegna þess, að rokk tón- list sú, sem alltaf glumdi frá húsi hans hafi nær verið bú- in að svipta sig vitinu. Bonga, bonga, bonga, glumdi allan daginn, sagði hann. Nýr Telefunken radíó-grammófónn til sölu (teak) Sími 34073. Tjald til sölu Mjög skemmtilegt vestur- þýzkt ónotað tjald til sölu að Meðalholti 6. Sími 17352 A T H U G I Ð að borið saman '5 útbreiðslu er langtum ódýrara að auglýsa i Morgunblaðinu, en öðrum blöðum. — Station Tbíll óskast til kaups. Má vera 5—7 ára. Sími 34825. N.U.S. skellinaðra, módel 1960. Mjög vel með farið. Hraunteig 20, 1. hæð. Keflavík Til sölu sem nýir hjólbarð- ar, stærð 550x15. Uppl. Hjólbarðaverkstæði Ár- manns Björnssonar, Hafn- argötu 56. Til sölu Þakjárn Ég hefi enn þá nokkuð af þakjárni fyrirliggjandi nr. 24 í lengdunum 8—9 og 10 feta plötum, sem selzt á lægsta markaðsverði. JÓN HEIÐBERG Laufásvegi 2 A — Sími 13585 TILKYNNING um áburðarafgreiðslu í Gufunesi Afgreiðsla áburðar verður eftirleiðis sem hér segir: Alla virka daga kl. 8 f.h. — 5 e.h. Laugardaga engin afgreiðsla Áburðarverksmiðjan h.f. 50 ára er j, dag Jón Sigurjóns- son, bóndi að Fjósum í Laxárdal, Dalasýslu. í dag verða gefin saman í kapellu Háskólans af séra Áre- líusi Níelssyni ungfrú Stella Guð mundsdóttir, kennari, EikjuvOgi 25 og Pálmi Gíslason, verzlunar- stjóri, Blönduósi. — Brúðhjónin fara til Danmerkur í fyrramálið. 75 ára verður í dag Þorbjörn Þorsteinsson, húsasmíðameistari, Sörlaskjóli 18. Loftleiðir h.f.: — Þorfinnur karls- «fni væntanlegur frá N.Y. kl. 06:30. Fer til Luxemborgar kl. 08:00. Kemur til baka kl. 24:00 og heldur áfram til N.Y. kl. 01:30. — Leifur Eiríksson er yæntanlegur frá N.Y. kl. 09:00. Fer til Ösló, Kaupmannahafnar og Hamborgar kl. 10:30. — Snorri Sturluson er vænt- *nlegur frá Stafangri og Ösló kl. 23:00. Fer til N.Y. kl, 00:30. Flugfélag íslands h.f.: — Millilanda- flug: Hrímfaxi fer til Glasg. og Kaup- jnannah. kl. 08:00 í dag. Kemur aftur kl. 22:30 í kvöld. — Fer til sömu staða kl. 08:00 í fyrramálið. — Gullfaxi fer til Lundúna kl. 10:00 í fyrramálið. — Innanlandsflug: I dag til Akureyrar (3), Egilsstaða, Isafjarðar, Kópaskers, Vestmannaeyja (2) og Þórshafnar. — A morgun: Til Akureyrar (3), Egils.- staða, Fagurhólsmýrar, Hornafjarðar, ísafjarðar, Kirkjubæjarklausturs og Vestmannaeyja (2 ferðir). Pan American flugvél kom til Kefla- víkur í morgun frá N.Y. og hélt áleið- is til Glasg. og London. Flugvélin er væntanleg aftur í kvöld og fer þá til N.Y. Eimskipafélag íslands h.f.: — Brúar- foss fór frá Vestmannaeyjum í gær til Reykjavíkur og þaðan til Kefla- víkur.Fer á morgun til N.Y. — Detti- foss fer frá N.Y. á morgun til Rvíkur. — Fjallfoss fór frá Rvík í gær til Akraness. — Goðafoss er í Gufunesi. — Gullfoss kemur til Kaupmh. í dag. — Lagarfoss er í Rvík. — Reykjafoss fór 11. frá Rotterdam til Hamborgar. — Selfoss er í Rvík. — Tröllafoss fer frá Rvík á hád. í dag til Ventspils. — Tungufoss er í Rvík. Skipaútgerð ríkisins: — Hekla er í Rvík. — Esja er á Vestfjörðum á norð urleið. — Herjólfur er í Rvík. — Þyrill er í Rvík. — Skjaldbreið er á Vestfj. á suðurleið. — Herðubreið fer frá Rvík í dag austur um land í hringferð. — Jón Trausti fer frá Vestmannaeyj- um kl. 22:00 í kvöld til Rvíkur. H.f. Jöklar: — Langjökull er í Cux- haven. — Vatnajökull er í Rvík. Eimskipafélag Reykjavíkur h.f.: —■ Katla er 1 Archangel. — Askja er í Riga. Skipadeild SÍS: — Hvassafell er í Onega. — Arnarfell er 1 Archangelsk. — Jökulfell fer á morgun frá N.Y. til Rvíkur. — Dísarfell kemur til Akra- ness 1 fyrramálið. — Litlafell fór í gær frá Rvík til Norður- og Austur- landshafna. — Helgafell fer í dag frá Aabo til Ventspils. — Hamrafell kem- ur til Rvíkur 16. frá Batumi. 'ÁHEIT og GJAFIR Lamaði íþróttamaðurinn, afh. Mbl.: —i Inga kr. 50,00. Læknar fjarveiandi Árni Björnsson til 15. júlí. Staðg.: Þórarinn Guðnason. Bergþór Smári, 13. júní til 20. júlí. Staðg.: Arni Guðmundsson. Bjarn Konráðsson til 1. ágúst. Stað- gengill: Arinbjörn Kolbeinsson). Björn Gunnlaugsson til 8. ágúst. — Staðg.: Jón Hannesson, Austurbæjar- apóteki. Björn L. Jónsson, læknir, verður fjarverandi til júlíloka. Staðg.: er Páll V. G. Kolka. Brynjólfur Dagsson, héraðslæknir í Kópavogi til 1. okt. (Staðg. Ragnar Arinbjarnar, viðtalstími kl. 2—4, laug ardaga kl. 1—2 í Kópavogsapóteki, sími 10327). Eyþór Gunnarsson 6. til 17. júlí — Staðgengill: Viktor Gestsson. Friðrik Björnsson 3. júlí til 16. júlí. Staðg.: Victor Gestsson. Gísli Ólafsson um óákv. tíma (Stefán Bogason Laugavegsapóteki kl. 4—4,30. sími 19690). Guðmundur Björnsson 3. júlí — ó- ákveðið. Staðg.: Augnl Pétur Trausta son, heiml.: Björn Guðbrandsson. Guðmundur Eyjólfsson til 1. ágúst. Staðgengill: Erlingur Þorsteinsson. Gunnar Guðmundsson um óákv. tíma (Magnús Þorsteínsson). Gunnlaugur Snædal 2—3 vikur frá 10. júlí. Staðg.: Jón Hannesson. Haraldur Guðjónsson óákv. tíma Karl Jónasson). Jakob Jónsson til 17. júlí. Jónas Bjarnason til 1. ágúst. Jónas Sveinsson í tvo mán. frá 9. maí (Gunnar Benjamínsson). Jón Björnsson til 31. júlí. Kristján Hannesson 24. júní til 24. júlí. Staðg.: Stefán Bogason. Karl Sigurður Jónasson til 1. ágúst. Staðg.: Olafur Helgason. Ólafur Einarsson héraðslæknir í Hafnarfirði til 29. júlí. Staðg.: KrJstján Jóhannesson. Ólafur Geirsson til 24. júlí. Ólafur Þorsteinsson til 1. ágúst. Staðg.: Stefán Olafsson. • Ófeigur J. Óíeigsson i 2 til 3 mánuði. (Kristján Þorvarðarson). Páll Sigurðsson til 25. júlí. (Stefán Guðnason, Hverfisgötu 50 — 1-57-30). Sigurður S. Magnússon óákv. tíma — (Tryggvi Þorsteinsson). Sigurður Samúelsson til 3. ágúst. Skúli Thoroddsen til 30. sept. (Heim- ilisl. Guðm. Benediktsson, augnlækn. Pétur Traustason). Snorri Hallgrímsson júlímánuð. Snorri P. Snorrason til 2. ágústs. — Stag.: Jón Þorsteinsson. Sveinn Pétursson um óákveðinn tíma. Staðg.: Kristján Sveinsson. Tryggvi Þorsteinsson frá 26. júní til 16. júlí (Stefán Bogason). Valtýr Bjarnason til 31. júlí. Víkingur Arnórsson um óákv. tfma. — (Ölafur Jónsson, Hverfisgötu 106). Viðar Pétursson, tannlæknir, verður fjarv. til 1. ágúst. — Þú hefur alltaf stært þig af því að geta slegið hann niður með lokuð augun. Nú hefurðu tækifærið. Vanur maður óskast á ýtu-skóflu. — Upplýsingar í dag kl. 3—4. GOÐI H.F. Laugavegi 10 Sœnsku Tarkett-flísarnar nýkomnar Sími 3-64-85 Starf úti á landi Verkstjóri óskast á bílayfirbyggingaverkstæði. — Skriflegar umsóknir, sem greini aldur og starfs- reynslu, sendist til Starfsmannahalds SÍS, Sam- bandshúsinu. Starfsmannahald SlS Glæsileg hæð tU sölu í tvíbýlishús4 við Stóragerði. Á hæðinni eru 6 herb., eldhús með borðkrók, bað, skáli o. fl. í kjallara 1 gott íbúðarherbergi auk geymslu o. fl. — Sér þvotta- hús á hæðinni. Bílskúrsréttur. Er selt uppsteypt með járni á þaki eða lengra komin. Verðið er óvenjulega hagstætt, ef samið er strax. ÁRNI STEFÁNSSON, hrl. Málflutningur — Fasteignasala Suðurgötu 4 — Sími 14314.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.