Morgunblaðið - 13.07.1961, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 13.07.1961, Blaðsíða 6
6 MORCVTSBLAÐIÐ Fimmtudagur 13. júlí 1961 n<> MSMAL DÆT T » R FYRIR RÚMUM MÁNUÐI síðan var uppkveðinn dómur á bæjar- þingi Reykjavíkur í skaðabóta- máli, sem starfsmaður hraðfrysti húss eins höfðaði gegn eigendum þess, vegna slyss, sem hann hafði orðið fyrir, er hann var við störf ðín í frystihúsinu. Málavextir vou þessir: Stefnandi var að gæta flökunar vélar fyrir annan starfsmann. Segir hann, að þá hafi karfa ver- ið hent í hnésbót sér með þeim afleiðingum, að hann hafi fallið fram á flökunarvélina og skorist við það svo illa, að nema varð verulega framan af tveim fingr- um. Stefnandi kvaðst hvorki hafa Þingeyrarkirkja hálfrar aldar ÞINGEYRI, 11. júlí — Um næstu helgi er áformað að halda hér hatíðarguðþjónustu í tilefni þess, að á pálmasunnudag síðastliðinn voru liðin 50 ár frá því að kirkj- an hér var reist og tekin í notkun Er nú rétt lokið gagngerri endur nýjun á kirkjunni. f»au hjónin Jón Bjömsson, málarameistari og Gréta Björnsson, listmálari hafa dvalizt hér um mánaðartíma að undanförnu við að mála kirkj- una og skreyta hana, m.a. helgi myndum. Kvenfélagið hefur nú gefið teppi á allan kórinn, en áður var félagið búið að gefa dregil á gólfið í kirkjunni milli bekkjaraðanna. Loks skal þess minnzt, að á aðalfundi sínum í vor gaf Sparisjóður Þingeyrar- hrepps 50 þús. kr. til kirkjunnar, vegna þessa afmælis hennar. — Magnús Siglt á bryggju Siglufirði, 11. júlí. SÍLDARBÁTURINN Blíðfari SH 103 sigldi í nótt á afgreiðslu- bryggju Olíufélagsins Skeljungs Og braut nokkra staura í henni. Orsakir þessa óhapps eru ókunnar, enda hefur rannsókn ekki farið fram. Báturinn mun lítið sem ekkert hafa skemmzt. — Stefán. Iðnaðarmanna- fundur á Akranesi Akranesi, 11. júlí FUNDUR í Iðnaðarmannafélagi Akraness var auglýstur á torgum og í búðargluggum á laugardag- inn. Átti hann'að hefjast kl. 8,30 á mánudagskvöld. Auk þess var hann auglýstur í hádegisútvarp- inu á fundardaginn. Félagið er ekki búið að semja, og_ átti að ræða kaupgjaldsmálin. Á fundin um mættu aðeins 19 af 140 skráð- um félögum, en fjórðungur fé- lagsmanna þarf að mæta, svo að fundur sé lögmætur. Varð því ekkert af fundinum, en að viku liðinni er fundur lögmætur, hversu fáir sem mæta. Formaður er Kjartan H. Guðmundsson, blikksmíðameistari. — Oddur. verið að hreinsa vélina eða eiga neitt við hana, þegar slysið vildi til. en taldi að annarhvor þeirra manna, er unnu við að raða í hina flökunarvélina, hafi kastað karfanum, -enda hafi þeim körf- um, er voru of stórir fyrir vél- arnar verið hent niður u.n gat á gólfinu milli vélanna, og hafi karfinn átti að lenda þar. Stefnandi lagði fram vottorð um meiðsli sín, sjúkrakostnað, ör orku og vinnutap og gerði skaða bótakröfu að upphæð tæpar 300.000 kr., auk vaxta og máls- kostnaðar. Stefnandi byggir kröfu sínar á því, að eigendur frystihússins séu bótaskyldir gagnvart honum skv. reglum skaðabótaréttar um hús- bóndaábyrgð, þar eð starfsmaður þeirra hafi orðið valdur að slys- inu á ólögmætan og saknæman hátt (með því að henda karfan- um). Eigendur frystihússins hafi vanrækt að tilkynna Öryggiseft- irliti ríkisins um slysið þegar í stað, eins og áskilið er í 26. gr. laga um öryggiseftirlit á vinnu- stöðum. Hljóti þeir því að bera hallann af sönnunarskorti um at- vik slysins og beri því að leggja skýrslu stefnanda um atvik slyss ins til grundvallar. Þá heldur s*efnandi því fram, að öryggis- útbúnaði fökunafvélarinnar hafi verið áfátt. . Eigendur frystihússins reisa sýknunarkröfur sínar á því, í fyrsta lagi, að hér hafi verið um óhappatilviljun að ræða og verði stefnandi því að bera tjón sitt sjálfur. í öðru lagi á því, að stefn anda hafi ekki tékizt að sanna, að slysið hafi orðið með þeim hætti, að stefndu beri ábyrgð á því, og ekki sé hægt að leggja skýrslu stofnanda um tildrög slyssins til grundvallar, enda sé hún mjög ósennileg. Hann hafi staðið langt frá opi því, sem karfanum sé fleygt niður um og ekki verið í kaststefnunni. Hafi karfa hinsvegar verið hent í stefn Kofar hreinsaðir burt Á þessu ári hefur lóðahreins- unardeild bæjarverkfræðings látið flytja burtu ógrynni af hálfónýtum skúrum sem fyrir eru í bæjarlandinu og farið með þá sem til einkis eru lengur nýtir í svokallaðar Ár- túnsgryfjur inn við Elliðaár- vog. Munu um 100 skúrar komnir þangað. Nú undanfarið hafa aðallega verið fluttir burtu kindakofar, sem eru til óþurftar. M.a. hafa verið teknir einir 10 neðan við Sjómannaskólann. Sumir hafa farið upp í Breiðholts- girðingu, þar sem kindaeig- endur hafa fengið leyfi til að hafa þá, en aðrir farið í skúra- kirkjugarðinn. Þannig fór um þennan kindakofa, sem myndin er af, að hann komst heill upp á dráttarvagninn, sem ekki var kominn langt með hann, þegar þakið seig inn og hann lagðist út af. Myndina tók Sveinn Sæ- mundsson. anda hljóti það að hafa verið gert að yfirlögðu ráði, en ekki verið mistök starfsmanns við vinnu, og á þesskonar atferli beri stefndu enga ábyrgð, skv. reglum bótaréttar um húsbóndaábyrgð. ★ Úrslit málsins urðu þau, að eigendur frystihússins voru dæmdir til þess að greiða stefn- anda 207,196,00 kr. kr. með 6% vöxtum frá slysdegi og tæpar 18.000 kr. í málskostnað. Niðurstöður sínar byggir dóm urinn á þvi, að vegna vanrækslu vinnuveitandans um að tilkynna öryggiseftirlitinu um slysið tafar laust og að sjónarvottum að slys inu sé ekki til að dreifa, þá verði af þeirri vanrækslu að leggja all an vafa um tildrög slyssins á vinnuveitandannn. Ósannað sé, að karfanum hafi verið hent af yfirlögðu ráði. Þar sem hugsan- legt sé, að slysið hafi viljað til á þann hátt sem stefnandi held- ur fram, verði skýrsla hans um það lögð fram til grundvallar og beri því skv. henni að bæta hon um allt það tjón, sem hann varð fyrir vegna slyssins, skv. megin- reglum íslenzks réttar um fébóta ábyrgð vinnuveitanda á tjóni, er starfsmenn þeirra valda með ó- lögmætum og saknæmum hætti. Nokkrar deilur urðu um kröf- ur og kröfuupphæð stefnanda, en dómur.inn féllst á þær í megin atriðum. Örorkumat á hinum slas aða var miðað við tekju- og vinnumöguleika vélgæzlumanns í frystihúsi. * Hálfs mánaðar póstur ÞAÐ hefur verið gestkvæmt hjá Velvakanda nokkra und- anfama daga. Ýmsir hafa lit ið inn, og flestir sagt: Góði, geturðu ekki skotið inn hjá þér athugasemd um .... Og nú ætla ég að týna til nokkr ar af þessum athugsisemdum, sem ég mam eftir í svipinn. Hér kom t. d. bóndi austan af Hólsfjöllum. Við fórum að tala um blöðin og fréttirnar, og þá varð honum að orði: — Það er einkennilegt þetta með póstinn til okkar. Á sumr in, þegar áætlunarbílar' fara daglega framhjá fáum við póstinn ennþá sjaldnar en á veturna, þegar samgöngur eru erfiðar. Blöðin fáum við oft líálfsmánaðargömul, þó þrjár áætlunarferðir séu í viku hverri frá Akureyri austur á land og tvo aðra daga að auki til Vopnafjarðar, auk þess sem daglega fara framhjá vörubílar í áætlunar- ferðum. Ég er hræddur um að póst- urinn standi sig illa þarna. Einhvern staðar er bilaður hlekkur í kerfinu — því auð- vitað hlýtur að vera öruggt kerfi til að koma öllum póst- flutning eins fljótt og auðið er á áfangastað. • Skortur á háttvísi Kona nokkur, sem hafði ætlað í bíó s. 1. sunnudag, lenti í mestu hrakningum. Hún og maður hennar lögðu land undir fót og héldu alla leið inn í Laugarásbíó til að sjá Waterloo-brúna kl. 5. Bíógestir voru komnir í sæti sín á tilteknum tíma. en ekk- FERDINAIMI* ©PIB COPENHACtH Cc? ert gerðist. Loks kl. 5.30 var tilkynnt: „Þessari sýningu verður að aflýsa vegna bilun ar“. Engin afsökun, engin skýring á því hvað ætti að gera við miðana. Þegar allur hópurinn kom í einu að miða sölunni, var sagt að miðarnir mundu ganga að sýningunni kl. 7. Þau hjónin voru aftur mætt kl. 7. Aftur varð engin sýning. Fannst konunni að vonum að þarna hefði skort mjög á háttvísi. í fyrsta lagi hefði þurft að tilkynna fólkinu fljótlega eftir klukkan 5, að vélar væru bilaðar og vonir stæðu til að hægt yrði að gera við þær. Og þegar það var ekki hægt, þá að biðja a. m. k. afsökunar og skýra frá því hvort miðar fengjust endurgreiddir og hvaða horf ur væru á sýniingu kl. 7. Á svo opinberum stað verður að vera einhver, sem kann al- menna kurteisi. • Svífandi hiis Dönsk kona í Sogamýrinnl sagði mér fyrir nokkru frá undarlegu atviki, sem fyrir hana hafði komið. Hún hafði farið fram snemma morguna til að hita upp pela handa litla barninu sínu og líklega ekkert alltof vel vöknuð. Þá sér hún allt í einu hvar hús kemur svífandi í loftinu fyrir framan eldhúsgluggann. Það lá við að peli þeirrar liitlu tfæri í gólfið, svo skelfd varð frúin. En seinna kom í ljóa að þama var bara hið virðu lega Dillonshús á leiðinni á byggðasafnið við Ánbæ, og skúr bygging skyggði á flutn ingatækið, sem færði það úr stað.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.