Morgunblaðið - 13.07.1961, Side 10

Morgunblaðið - 13.07.1961, Side 10
10 MORGTJTSBL AÐIÐ Fimmfudagur 13. ]úlí 1961 Utg.: H.f. Arvakur Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannesser, Eyjólfur Konx-áð Jónsson. Lesbók: Arni Öla, simi 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalatræti 6. Auglýsingar og afgieiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 45.00 á mánuði innanlands. í iausasöiu kr. 3.00 eintakið. STAÐREYNDUM SNÚIÐ VIÐ TV fJ halda málgögn Fram- sóknarmanna og komm- únista því fram í ákafa, að ríkisstjórnin, flokkar henn- ar og málgögn eigi enga ósk heitari en stórfellda hækkun verð'lags og nýtt verðbólgu- flóð yfir íslenzkan almenn- ing! Það er auðséð af þessum skrifum systurblaðanna, Tím ans og Þjóðviljans, að þau gera ekki ráð fyrir að marg- ir hugsandi menn lesi þessi skrif þeirra. Það er á vit- orði alþjóðar, að ríkisstjórn- in og málgögn hennar hafa varað þjóðina alvarlega við því að hverfa til hins gamla kapphlaups milli kaupgjalds og verðlags. Almenningur hefur bitra reynslu af þessu kapphlaupi frá undanförnum árum. Hvað gerðist t. d. á valdatímabili vinstri stjórnar innar? Ríkisstjórnin stór- hækkaði skatta og tolla, kaup ið hækkaði og verðlagið hækkaði. Þar með var svika- myllan í fullum gangi. Kaup hækkanirnar voru teknar jafnóðum af fólkinu með nýjum sköttum og hækkuðu verðlagi. Jafnvel leiðtogar kommúnista og hagfræðing- ar þeirra urðu að viður- kenna að kauphækkanirnar hefðu engar kjarabætur haft í för með sér. Þær höfðu aðeins leitt til aukinnar verð bólgu. Svo gerist það, að núver- andi ríkisstjórn tekur upp baráttu fyrir jafnvægi í efna hagsmálunum, stöðugu verð- lagi, endurreisn lánstrausts þjóð*arinnar út á við, aukinni sparifjármyndun og áfram- haldandi uppbyggingu og framförum í þjóðfélaginu. Staðreyndirnar tala sínu máli um það, að ríkisstjórn- inni hefur á örskömmum tíma tekizt að ná undraverð- um árangri í þessari baráttu. En þá er það, að Framsókn- armenn og kommúnistar mynda niðurrifsbandalag sitt um það að hleypa af stað nýju kapphlaupi milli kaup- gjalds og verð'lags, nýrri verðbólguskriðu yfir fólkið. Þegar þeim hefur tekizt að fá allt kaupgjald í landinu hækkað um 17—28% á einu ári, ráðast leiðtogar og mál- gögn stjórnarandstöðuflokk- anna á ríkisstjórnina af ein- stæðri heift fyrir það að hún hyggist hækka verðlagið og taka þar með kauphækkan- irnar af fólkinu aftur! ★ Þau blöð, sem þannig skrifa og þeir stjórnmála- menn, sem þannig flytja mál sitt, geta ekki miðað mál- flutning sinn við dómgreind hugsandi fólks í landinu. Vit- anlega hafa kauphækkanirn- ar sömu afleiðingar nú og þær hafa alltaf áður haft, þegar þjóðin hefur hækkað kaupgjald án þess að hafa aukið framleiðslu sína svo að hún geti staðið undir þeim. — Auðvitað kysi núverandi ríkisstjórn ekkert frémur en að verðlagið gæti verið ó- breytt, þrátt fyrir kaup- hækkanirnar. Allir sjá, að það kemur ríkisstjórninni í mikinn vanda að verðlagið hækkar og tilkostnaður fram leiðslunnar eykst að miklum mun. Þetta er hið mikla vandamál ríkisstjórnarinnar í dag. En það er ekki hún, sem hefur skapað þetta vandamál. Það eru þeir s»m hafa hrundið kapphlaupinu milli kaupgjalds og verð- lags af stað á nýju. Ríkis- stjórnin er hins vegar til- neydd til þess að hlaða upp í þau skörð, sem Framsókn- armenn og kommúnistar hafa með ábyrgðarlausu at- ferli sínu brotið í vamarmúr ana gegn verðbólgunni. Það verk verður ábyrg ríkis- stjórn í landinu að vinna, hvort sem henni líkar betur eða ver, ef hún vill vera stefnu sinni trú. Og það vill núverandi ríkisstjórn vera. ÁRÁSIRNAR Á FJÁRMÁLARÁÐ- HERRA /■''UNNAR Thoroddsen, fjár málaráðherra, hefur und- anfarið ritað nokkrar grein- ar um efnahagsmál í dag- blaðið Vísi. Allar hafa þess- ar greinar ráðherrans verið málefnalegar og hógværar án minnstu persónulegrar áreitni í garð nokkurs andstæðinga hans. En svo hefur brugðið við, að kommúnistar og Fram sóknarmenn hafa ráðizt af ofsalegri heift á Gunnar Thoroddsen fyrir þessi skrif hans um efnahagsmálin. — Kjarni þeirra hefur þó fyrst og fremst verið margs konar upplýsingar um þróun ís- lenzkra efnahagsmála, við- reisnarráðstafanir núverandi ríkisstjórnar, og alþekkt hag- fræðilögmál, sem nauðsyn- legt er að allir ábyrgir þjóð- félagsborgarar kunni skil á. Þetta kallar til dæmis Ey- steinn Jónsson í Tímanum í gær „ábyrgðarlaust skraf fjár málaráðherrans“ og segir að Berl'mardeilan: Hvað ætlar Krúsjeff sér? Austur- urþýzWa.lanc! ÝMSAR blikur hefir dregið upp í alþjóðamálum að und- anförnu: Tiltölulega frið- samlegt ástand í Mið-Aust- urlöndum hefir verið rofið með kröfum íraks til Ku- þjóðinni „blöskri þetta al- veg“! Það mun mála sannast, að Framsóknarmönnum „blöskri“ þegar rætt er af viti og ábyrgðartilfinningu um vandamál íslenzku þjóð- arinnar, eftir að þeir hafa gersamlega gengið í björg kommúnista og eru teygðir þar og togaðir eins og Trölla- láfar þjóðsagnanna. En það er nú hlutskipti Eysteins Jónssonar. Vitanlega er ekkert eðli- legra en að einstakir ráð- herrar riti hóflegar og upp- lýsandi greinar í málgögn flokka sinna. Þjóðin' á bein- línis heimtingu á því að vita um afstöðu ráðamanna sinna til örlagaríkra atburða í mál um hennar. Gunnar Thorodd sen hefur af fullkominni hreinskilni rætt um orsakir og afleiðingar verðbólgunn- ar, og bent opinskátt á það, hvað hljóti að gerast nú, eftir að bandalag kommún- ista og Framsóknarmanna hefur hrundið af stað nýju kaupphlaupi milli kaupgjalds og verðlags. Hann hefur sagt sannleikann umbúðalausan. Er það ef til vill orðinn glæp ur að segja þjóðinni satt um orsakir og afleiðingar í hin- um örlagaríkustu málum hennar? Það er engu líkara en Þjóðviljanum og Tíman- um virðist að svo sé. waits, hins olíuríka fursta- dæmis við Persaflóa — ráð- stefna Vesturs og Austurs í Genf um bann við tilraun- um með kjarnavopn, virðist komin algerlega á kaldan klaka — ráðstefna 14 ríkja um framtíð Laos sýnist vera í fullkominni sjálfheldu — samningar bandarískra aðila við Fidel Castro um að láta lausa fanga frá hinni mis- heppnuðu innrás á Kúbu, í skiptum fyrir landhúnaðar- vélar, fóru út um þúfur. — Þannig mætti áfram telja. — Eitt er það þó, sem skyggt hefir á allt þetta: Ný hætta á því, að styrjöld kunni að brjótast út vegna hins gamla Berlínar-vandamáls. Ac Hraðvaxandi vandamál Eftir vínarfund. þeirra Kenne- dys og Krúsjeffs fyrir rúmum mánuði, þar sem hinn síðar- nefndi ítrekaði mjög ákveðið fyrri kröfur Rússa um, að geng- ið verði frá friðarsamningum við bseði þýzku ríkin — og að Vestur-Berlín verði gerð að hlut lausu borgríki, hefir þetta gamla deilumál farið hraðvaxandi, dag frá degi. Hótanir og margs kon ar vígalegar upphrópanir hafa glumið frá múrum Kreml — og svarið að vestan hefir verið, að hvergi muni hopað eða hvilkað frá réttindum vesturveldanna í Berlín — og jafnvel látið í það skína, að fremur verði gripið til einhvers konar vopnaðra að- gerða, en að vesturveldin láti þvinga sig til að bregðast skuld bindingum sínum við ibúa Vest- ur-Berlínar og gefa þá á vald þeirra Krúsjeffs og Ulbrichts. — Nú síðustu dagana hefir útlitið enn dökknað við það, að Rússar hafa hætt við fyrirhugaða fækk un í her sínum — en á hinn bóg inn ákveðið að auka fjárveit- ingar til hernaðarþarfa um þriðj ung. Fyrstu viðbrögð Kenne- dys Bandaríkjaforseta við þessu ÞÝZKALAND í DAG Hernámssvæðin, sem Bandamenn skiptu Þýzkalandi í eftir styrjöld- ina, eru nú tvö (formlega) fullvalda ríki: Austur-Þýzkaland (Deutsche Demokratische Republik), sem er í hernaðarsamtökum kommúnista- ríkjanna, Varsjárbandalaginu, — og Vestur-Þýzkaland (Bundesrepu blik Deutschland), sem er í Atl- antshafsbandalaginu. Inni í miðju A.-Þýzkalandi er Berlín, sem skipt var í fjögur hernámssvæði (á svipaðan hátt og landinu sjálfu) með Potsdam-sam- komulaginu 1945. — Að ofan eru sýndar loftflutningaleiðir vestur- veldanna til Vestur-Berlínar (stærra kortið), svo og hvar aðrar flutningaleiðir að vestan koma inn I borgina (litla kortið). — Um 4 þús. manns flýja að meðaltali á viku hverri frá A.-Þýzkalandi — flestir um V.-Berlín. Er borgar- hlutinn því a.-þýzkum yfirvöldum mikill þyrnir í augum. A kortinu er sýnd Oder-Neisse- línan, en skr. Potsdam-samning- unum skyldu Pólverjar fara með stjórn hins (áður) þýzka landsvæð- is austan hennar — þar til endan- lega hefði verið gengið frá landa- mærunum með formlegum friðar- samningum. Það er enn ógert — og Pólverjar hafna öllum kröfum um breytingu landamæranna, enda gerðu þeir samkomulag við A.- Þjóðverja árið 1950, þar sem segir m.a., að Oder-Neisse-línan sé „ó- umbreytanleg friðar- og vináttu- mörk“ milli landanna .... voru svo þau, að hann fyrirskíp aði endurmat á öllum hernaðar- styrk og vamarmætti Bandaríkj ★ Styrjaldarótti Gangur þessara mála hefir valdið allalmennum stríðsótta, einkum í Bandaríkjunum ____ þvl ber ekki að leyna. H.afa alis kyns sögusagnir og lausafregnir um hernaðaráætlanir og stríðs» undirbúning til varnar V.-Berlín og flutningaleiðum vesturveld« anna til borgarinnar kynt þar undir kötlum. — Ýmsir þeir, sem bezt fylgjast með í Washington, telja þetta hins vegar mjög orð um aukið og gera ekki ráð fyr ir hernaðarátökum út af Berlín — a. m. k. muni vesturveldin þrautreyna allar leiðir til lausn ar deilunni, áður en valdbeiting komi til greina. f þessum hópi er m. a. hinn frægi blaðamaður Framhald á bls. 12

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.