Morgunblaðið - 13.07.1961, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 13.07.1961, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 13. júlí 1961 MORGUNBLAÐIÐ 11 Benedikt Tómasson, skólayfirlæknir Að loknum prófum - harkalegt val VAL á nemendum til mennta- skólanáms er vandi, sem fræðslu- yfirvöld Og skólamenn verða sí- fellt að glíma við. Þar eru marg- ir kallaðir, en færri útvaldir að dómi lærifeðranna. Hjá því verð- ur ekki komizt að gera marga afturreka, en það er ekki sama, hvernig að því er farið. Fæstum er sársaukalaust að láta dæma sig óhæfa til þess hlutskiptis, sem iþeir hafa kosið sér, og samvizku- sömum nemendum, sem stunda nám dyggilega, en reynast kröf- urnar ofviða, getur orðið það nær óbærilegt að falla á prófi. Sumum veitir það slíkan áverka, að þeir verða aldrei samir eft- ir. Hin miskunnarlausa, vélræna niðurskurðaraðferð, sem nú er beitt til að stöðva þá, sem þykja ekki eiga erindi í menntaskóla, er mikið álag á geðheilsu þess- lara unglinga, og hér á ekki smá- ræðis-hópur í hlut. Lengi býr að fyrstu gerð, og samfélagið í heild á ekki lítið undir því, að unglingar komizt óskaddaðir yfir vaxtarskeiðið. Svo nauðsynlegt sem það er að herða þá og kenna þeim að taka á, er það ekki einhlftt. Það verð- ur svo bezt gert, að þeir séu ekki skemmdir um leið. Gera menn sér ekki ljóst, í hvílíkar ógöngur er stefnt, ef sífellt er haldið áfram að herða á náms- kröfum og þyngja próf? Landspróf miðskóla Val til menntaskólanáms fer nú fram á landsprófi miðskóla, sem háð er samtímis um allt land. Próf upp úr miðskóla er ekki lokapróf í almennu námi, þótt það veiti tiltekin réttindi. Landspróf er sérstök tegund mið- skólaprófs, og undir það ganga nemendur væntanlega eingöngu til að öðlast þau sérréttindi, serp prófið veitir. Þess vegna jafngild- ir það falli í vitund manna að ná ekki hærra markinu, þ. e. til- skilinni einkunn til inngöngu í menntaskóla, og það virðast harla litlar sárabætur að standast al- mennt miðskólapróf. Á landsprófi „fellur“ árlega um þriðjungur þeirra nemenda, sem undir það ganga. Aðsókn að því hefur auk- izt ár frá ári, og hópurinn, sem „fellur", verður að sama skapi fjölmennari. Árið 1960 voru 184 nemendur alls undir hærra marki, Og falltalan virðist munu verða yfir 200 nú. Augljóst er, að undir landspróf gengur ár- lega fjöldi nemenda, sem skort- ir stórlega undirbúning eða getu, eins og kröfum er nú háttað, enda mun öllum, sem hljóta 5 í meðaleinkunn á unglingaprófi, heimilt að setjast í miðskóladeild ir landsprófs. Námsefni undir prófið er mjög mikið, miðað við iengd skólatíma, og langmest er það miðskólaárið. Það ár verð- ur þorri nemenda að heyja þrot- iaust kapphlaup við námsefnið, og dugir ekki til. Er þetta væn- legt til að temja unglingum vand- virknisleg vinnubrögð í námi -og etarfi? Landsprófið sjálft er mikið bákn, sum verkefnanna löng og í meira lagi óárennileg og um margt smásmuguleg, enda verða ófáir nemendur lémagna af skelf- ingu, þegar þeir sjá þau, jafn- vel engir aukvisar. Hins vegar gefa landsprófdómendur vel fyrir að mínu viti, svo að prófið er naumast eins strangt Og það er tegilegt. Þetta próf hefur dregið að sér meiri athygli en nokkurt annað próf, sem háð er í landinu. Það er orðið að sjónleik, sem settur er á svið fyrir augum al- þjóðar. Fyrir því skelfur fjöldi nemenda og vandamenn þeirra, og mér er ekki grunlaust um, að kennararnir skjálfi líka, enda eiga þeir talsvert í húfi, því að prófið virðist Orðið aðalmælistika á starf framhaldsskóla í landinu. Skóli er talinn því betri sem hann kemur fleiri nemendum gegnum landspróf, og skóli, sem stenzt ekki samkeppnina, þykir ekki á marga fiska. Allur þessi fyrirgangur minnir á hóptauga- veiklun, og í slíku andrúmslofti eiga nemendur að þrífast og njóta sín. Menntaskólapróf En nemendur, sem smjúga net landsprófsins, eru ekki í paradís. Annar meiri háttar hreinsunar- eldur er eftir.. Flestir mennta- skólakennarar hafa frá upphafi verið andvígir landsprófsskipan- inni. Með síðustu fræðslulögum voru tveir bekkir sniðnir neðan af menntaskólunum og val inn í þá tekið úr höndum kennara þeirra. Við þetta virðast þeir aldrei hafa sætt sig, og víst er þeim nokkur vorkunn. Þó að menntaskólarnir verði að taka við nemendum, sem standast landspróf, er eftir sem áður á valdi þeirra að sía, þegar inn í skólana er komið. Þetta hefur Menntaskólinn í Reykjavík gert ótæpt. Á þriðjabekkjarprófi þess skóla fellur árlega vænn hópur í EINU herbergmu. í Náttúru- lækningahælinu í Hveragerði sit ur jafnian fötluð íkona, Kriet- munda Brynjólfsdóttir. Oft er barið að dyrum hjá henni og ein hver af dvalargestum heimilis- ins kemur til að biðja hana um að segja sér til við ýmiskonar handiavinnu og föndur. — Það er nauðsynlegt að geyma tímanum við eitthvað sem maður hefur yndi af. Það þekki ég svo vel af eigin reynd segir Kristmunda. Þessa þrjá vetur sem ég hefi verið hér, hefi ég hjálpað fólkinu til að vinnia svolítið úr skinni. Mest eru búin til veski sem taka 1000 kr. seðl- ana nýju. Svo kenni ég því svo lítið að mála í sillki, búa til perlumottur, sikera dýr út í ein- angrunarplast, hekia og prjóna. Þessa prjónavél fékk ég í hand— íðadeildina fyrir skömmu og einn karlmaður er búinn að læra að prjóna á hana. 1000 kr. veskin renna út Þetta er góð dægrastytting fyr ir þá sem ekki geta unnið annað, sumir hafa orðið svo áhugasam- ir að þeir hafa rakið upp til 5 til, að halda áfram með mynztr- ið sitt. Og það getur komið sér mjög vel. T. d. kom hér atvinnu bílstjóri með hjartasjúkdóm, sem hafði verið harðbannað að vinna við akstur. Hann var mjög niðurdreginn og var lengi að hafa sig í að byrja á þessu föndri. Bn þegar hann gerði það, kom í ljós að bann var bráðlag- inn og listfengur. Þegar hann fór héðan eftir nokkurt tíma, lenti hann á Reykjalundi. Þar vann hann sína skylduvinnu, en í frístundunum hélt hann áfram Benedikt Tómasson nemenda. í vor hættu eða féllu á bekkjarprófum þar hvorki meira né minna en 109 manns (samkvæmt útvarpsfregn), eða hartnær fimmtungur allra, sem undir þau gengu, langflestir í þriðja bekk. Ég get ekki lagt dóm á, hvort kröfur skólans eru hóflegar eða ekki, en mér finnst ekki óeðlilegt, að menntaskóli sé strangur. Engu að síður er falltalan geigvænlega há. Vafa- laust stafar þetta mannfall að nokkru, ef til vill verulegu leyti, af ósamræmi í mati landsprófs- nefndar og kennara menntaskól- ans, en fleira mun þó koma til. Eftir sprett landsprófsársins munu ófáir nemendur vera þreyttir eða leiðir á námi, og er það ekki að undra. Aðrir kunna að vera svo sigurglaðir, að þeir gleymi að lesa. Menntaskólinn i Reykjavík er allt of fjölmennur. Enginn skólastjóri getur fylgzt að gagni með slíkum nemenda- sæg, hversu hugað sem honum er um það, en persónuleg afskipti skólastjóra og kennara af nem- endum geta verið ómetanleg og haft mikil áhrif á ástundun og eftirsoknin varð svo mikil í skinmveskin hans, að hann flutti 'heim til konu sinnar í Reykja vík og þam hjónin geta bæði unnið fyrir sér með þessu. — Hefurðu stundað einhvers konar iðn- eða handavinnunám? — Því fer fjarri að ég hafi nokikru sinni getað komizt í skóla fyrir herlsuleysi. Ég gat ekki einu sinni gengið í skóla eins og önnur börn, því ég feafði fengið beinkröm og strax fór að bera á liðagigtarköstum hjá mér sem barni. Ég er alin upp í Landeyj unum, í Úlfstaðahjáleigu. Þegar fól'kið var að vinna, þá fór ég afsíðis og dundaði eitthvað fyrir sjálfa mig. Ég þótti snemma lag in oig fór að finna sjá'lf út hvern ig hægt væri að búa til þetta eða hitt. En, eftir að ég var komin til Reykjavíkur og hafði verið hjá Jónasi Kristjánssyni lækni í tvö ár, þá gat ég farið svolítið um í strætisvögnum, og fór að hugsa um að læra að teikna. En Jónas sagði nei, ég skyldi heldur læra bókband, með því gæti ég kannski haft ofan af fýrir mér. Ég fékk tilsögn í 5 vikur og vann á eftir við það eftir því sem heilsan leyfði. Ég fór þá að binda skraut band í skinn og gera tilraunir með að vinna annað úr skinninu. Við lítum í kringum okkur í stofunni. Þar eru teikningar á veggjum, myndir á silki hvítar dúfur hanga í Ij ósakrónunni og rjúpur og hvítir hestar á hillum. — Þú ert lítið fyrir abstrakt listina, sýnist mér, Kristmunda? — J-á, abstrakt, það segi ég að sé nú bara hnignun á listinni. Mér lízt ekkert á græna hesta, aðlögun að skóla. Þriðjabekkj- arnemendur eru í síðdegis- kennslu vegna þrengsla í skól- anum, og svo ill sem tvísetning er í gagnfræðaskólum, er hún þó enn fráleitari í þungum mennta- skóla. Ég læt ekki telja mér trú um, að síðdegisnemendum verði mikið gagn að 1—2 síðustu kennslustundunum, svo fremi að þeir hafi unnið heima hjá sér fyrir hádegi, eins og til er ætlazt. Nemendur í þungu námi eiga að vera í skóla framan af degi, með- an þeir eru óþreyttir og athyglin skörpust, að minnsta kösti ef þeim er ætlað annað erindi í skóla en láta hlýða sér yfir það, sem þeir hafa þegar lært heima. Um aðbúðina að Menntaskólan- um í Reykjavík ráða kennarar hans engu. Skólinn hefur fram til þessa reynt að taka við öll- um, sem rétt eiga á að setjast í hann, og betur getur hann ekki gert. Hve lengi á að láta þessa gömlu og merku menntastofnun búa við slíka útgarða? Það er at- hyglisvert til samanburðar, hve fáir falla í Menntaskólanum á Akureyri. Sá skóli býr enn við gnægð húsrýmis, og þar er því engin síðdegiskennsla. Dagsverk- ið getur sigið áfram á hæfilegum hraða, nemendur fá sama matar- hlé um hádegið og annað fólk í landinu, fullgilda máltíð á rétt- um tíma. Skólinn er ekki úr hófi fjölmennur, þótt fjölmennari megi hann ekki vera, og við hann er stór heimavist, sem teng- ir kennara og nemendur miklu nánara en gerist í heimangöngu- skólum. Mér er ókunnugt um kröfur skólans, en allt það, sem hér var talið, getur verið þungt á metunum. Þjóðfélagsvandamál Hér hefur stuttlega verið stikl- að á miklu máli, sem vel má kalla þjóðfélagsvandamál, þar sem það varðar svo marga. Ég er ekki bjartsýnn á, að unnt verði að væri lítið varið í svoleiðis reið- hesta Erfitt að fylgja þeim heilbrigðu — Hefur þér batnað mikið síð iam þú komst hér á hressingar- beimilið í Hveragerði? — Ja, að svo miklu leyti sem mér getur batnað. Ég kom hing- að þegar Jónas læknir hafði 'heimilið fyrsta sumarið í kvenna skólanum. Hann leit alltaf eftir mér. Og svo kom ég hingað eftir að þetta hús var reist. Ég kann svo vel við mig hér í Hveragerði, að ég bugsa aldrei heim til æsku stöðvanna, eins og ég gerði svo oft áður. Og ég er viss um að ef ég færi héðan og yrði að vera á sveitaheimili innan um heilbrigt fólk, þá mundi mér versna. Það er svo enfitt fyrir gera neinar verulegar breytingar á hinu rígskorðaða skóla- og próf-kerfi okkar. En verstu van- kantana mætti samt sníða af, ef á því væri vilji. Með skipulagðri leiðbeiningarstarfsemi mætti bægja frá landsprófsnámi og snúa að öðrum verkefnum mörg- um nemanda, sem skortir undir- búning eða getu til þess. Slík starfsemi á umfram allt að vera jákvæð, ekki fólgin í banni og að sem minnstu leyti í viðvörun, heldur í því að laða nemendur að námi eða starfi, sem líkur þættu til, að þeir mundu valda. Árangurinn ylti vitanlega á lagni þeirra manna, sem starfið tækju að sér, og fyrir skyssur yrði ekki girt, en um það væri ekki að fást, ef takast mætti að lækka falltöluna verulega. Landsprófið má gera umfangsminna og óhátíð legra en nú er og reyna þó á kunnáttu og hæfileika nemenda til nægilegrar hlítar. Og varla væri menntaskólunum hnekkir að því — og það kostaði ekki neitt — að brautskrá með gagn- fræðaprófi alla þriðjabekkinga, sem hlytu tilskilda lágmarkseink- unn, en setja hærra mark til inn- göngu í fjórða bekk. Fallnemend- um þriðja bekkjar væri þá ekki fleygt algerlega út á gaddinn, eins og nú er. Allir hafa þeir þó setið einn vetur í skóla, flest- ir væntanlega lesið eitthvað og sumir vafalaust vel. Jafnaldrar þeirra, sem fara í fjórða bekk gagnfræðaskóla í miklu léttara nám, fá gagnfræðapróf eftir vet- urinn, og hvers eiga hinir að gjalda? Margt fleira gæti komið hér að liði, þótt ekki verði nefnt, til dæmis meiri fjölbreytni í námi eftir unglingapróf. Það er sannfæring mín, að ung- lingar séu nú beittir nokkurn veg inn eins harkalegri meðferð og unnt er að hugsa sér við val til menntaskólanáms. Þetta er að leika sér að andlegri heilsu þeirra. Hefur þjóðin efni á því? þörf er á, innan um heilbrigt fólk, sem getur óhindrað farið a'lla sinina ferða. Og þeir sem líkt er komið fyrir verða siamstæð- ari. Ég skal segja þér til dæmis um það hvað ég er hress, að þó ég hefði aldrei komið ofan í sundlaug fyrr en hér og ætlaði aldrei að þora ofan í, þá er ég núma orðin alveg eins og krabbi í vatninu. Sama hvernig ég lendi niðri í lauginni, þó ég sökkvi til botns og hafi aðeins gagn af handleggjunum, þá bjarga ég mér. Samtalið varð ekki lengra. Yfirhjúkrunarkonan kom og bauð upp á ilmandi grasate úr útlendum jurtum og heil'hveiti- kökur með, og við það dvaldist blaðamanninum þangað til hann þurfti að fara. Nauðsynlegt að eyða tímanum v/ð eitthvað sem maður hefur yndi af Viðtal v/ð Kristmundu Brynjólfsdóttur að búa til muni úr skinni. Og Kristmunda Brynjólfsdóttir eins og þeir sýna stundum, það sjúkt fólk að slá undan, eins og

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.