Morgunblaðið - 13.07.1961, Side 20

Morgunblaðið - 13.07.1961, Side 20
Vestur-Berlín — Sjá bls. 10 —i 154. tbl. — Fimmtudagur 13. júlí 1961 IÞRÓTTIR Sjá bls. 18. Ekkert lát á hrotunni fyrir Gríðarstór kóst — kastað 3 mílur frá landi — kolmunna hefur orðið vart EKKERT lát virðist enn á síldarhrotunni, sem hófst sl. sunnudagskvöld. Ágæt veiði var í gær, og m. a. fékk Haraldur frá Akranesi geysi- stórt kast suður af vestri af Langanesi, rétt sunnan við Bakkaflóadýpi. Náði Harald- ur að háfa 1400 mál úr kast- inu, en varð að sleppa öðru eins. Seint í gærkvöldi, tjáði síldarleitin á Raufarhöfn Mbl. að mörg skip væru að kasta á þessum slóðum, og höfðu sum þeirra fengið geysistór köst. Síld var á öllu svæðinu allt suður í Seyðis- fjarðardjúp og norður undir Langanes, og sá síldarleitar- flugvélin allmargar torfur vaða þar seint í gærkvöldi. Engir sátta fundir í gœr ENGINN sáttafundur var hald inn með samninganefndum Þróttar og vinnuveitenda í gær, og tjáði Valdimar Stefáns son Morgunblaðinu í gær- kvöldi, að ekki hefði verið boðað til aæsta fundar né ákveðið, hvenær hann yrði haldinn. Ekki var heldur neinn sátta fundur með samninganefnd- um verzlunarmanna og vinnu veitenda í gær. Hins vegar störfuðu undirnefndir þessara aðila, og nvunu þær einnig hafa átt að hittast á fundi fyr- ir hádegi í dag. í gærkvöldi hafðí fjöldi skipa kastað, og höfðu sum kastað á síld aðeins 3 mílur undan landi við Digranes. Frá frétta ritara Mbl. á Eskifirði ber- ast hins vegar þau tíðindi að vart hafi orðið við kol- munna á miðunum. í gær- kvöldi var gott veðúr á mið- unum, logn en lágskýjað. Frá þriðjudagsmorgni Og þar til í gærmorgun var vitað um afla 62 skipa með samtals 58 þús. mál. Frá því í gærmorgun Og til klukkan sjö í gærkvöldi komu 21 skip til Raufarhafnar með samtals 21 þús. mál og tunn- ur. Löndunarbið er nú á öllum Síldarstöðum fyrir austan, sums staðar allt að þremur sólarhring- um. Þrær eru allar fullar eða að fyllast, og víðast hvar er saltað eftir því, sem við verður komið. Hér fara á eftir fréttir frá fréttariturum Mbl. á helztu stöð- unum fyrir austan. nn • ' * Iveir nyir hvalveiðibátar TVEIR nýir hvalbátar hafa verið keyptir til landsins frá Noregi. Eru þeir væntanlegir á næstunni. Nú stunda fjórir bátar veiðar frá Hvalfirði, en tveirr^ur verður lagt þegar nýju bátarnir koma, því þeir gömlu eru orðnir 36 ára gamlir og úr sér gengnir. — Nú hafa veiðzt 128 hvalir, en 170 á sama tíma í fyrra — og þá var veiðin rýr. Mest veiðist nú af búrhveli og þykir þeim í Hvalfirði það skaði, því lítið kjöt fæst af búrhvelinu, aðeins 1—2 tonn. Venjulega 6'—7 tonn af langreyðum sem mikið hafa veiðzt undanfarin ár, allt upp í 10—12 tonn. ASi boðar verkfall hjá vegagerðinni ASÍ hefur boðað til vinnu- stöðvunar hjá Vegagerð rík- isins f. h. 11 verkalýðsfélaga á SV-landi, frá og með mið- nætti 17. júlí n. k., náist ekki samkomulag fyrir þann tíma. Samkomulagsumleitanir ASÍ og vegagerðarinnar strönd- uðu fyrir 10 dögum á þeirri kröfu ASÍ, að vegagerðin léti hinum 5—600 starfsmönn nm sínum í vega- og brúa- gerð um land allt í té frítt fæði til viðbótar þeim kaup- hækkunum og fríðindum, sem önnur verkalýðsfélög hafa fengið að undanförnu, og vegagerðin hefur lýst sig reiðubúna til að ganga að. Þau félög, sem hér um ræðir, eru verkamannafélögin í Mýra- sýslu, Borgarnesi, Akranesi, Kjósarsýslu, Reykjavík, Hafnar- firði, Hveragerði, Stokkseyri, Eyrarbakka, Selfossi og Austur- Eyjafjallahreppi í Rangárvalla- sýslu. Ennfremur hefur mið- stjórn. ASÍ leitað umboðs ann- arra verkalýðsfélaga á landinu til þess að mega boða til vinnu- stöðvunar fyrir hönd félags- manna þeirra ,en ekki hefur ennþá verið boðað til vinnu- stöðvunar nema á SV-landi. síldar- austan Stöðugur straumur Raufarhöfn í gær. Bátarnir halda áfram að streyma hingað inn að austan, allir með góðan afla. Haraldur frá Akranesi, sem í gærdag var á leið austur eftir að hafa land- að á Raufarhöfn, rakst á síld 18 mílur SA af Langanesi, og fékk þar geysilegt kast. Háfaði Har- aldur 1400 mál úr kastinu en varð að sleppa hinu, sem var a. m. k. annað eins. Eftirfarandi bátar eru nú á leið hingað með síld að austan: Gylfi II 550 mál, Vörður, Grenivík 800, Hugrún 800, Kristbjörg VE 1600, Þorlákur 800, Keilir 800, Halldór Jónsson 900, Sigurður, Akranesi 1000, Helgi Flóventsson 1100, Sæ- fari BA 1100, Hilmir ICE 900, Framh. á bls. 19. A hjdli yfir Holtavöröuheiöi Atvikið á Laugardalsvelli í fyrrakvöld er dómarinn vis- aði fyrirliða Skotanna af velli vakti mikla athygli. — Ekki sízt fyrir þær stimp- ingar, sem áttu sér stað milli dómarans og fyrirliðans. — Bannað er I reglum að dóm- arinn stuggi við leikmanni. Hér sést er Ure miðvörður (ljóshærður) gengur milli dómarans og fyrirliðans og forðar frekarj stimpingum. (Ljósm.: Sv. Þorm.) Drengurinn, sem lýst var eftir, fannst i Norðurárdal í GÆR lýsti sýsluskrifstofan á Blönduósi eftir ungum pilti úr Reykjavík, sem var í sveit á hæ nokkrum í Húna- vatnssýslu, en hafði horfið síðdegis í fyrradag. Fannst pilturinn skömmu eftir há- degið í gær í Norðurárdal, og hafði þá gengið og hjólað þangað á leið til Reykjavík- ur. — Lögreglan og bifreiðaeftirlitið í Borgarnesi hafði spurnir af piltinum skammt fyrir neðan Fornahvamm laust fyrir hádeg- ið í gær, og var hann þá á ferð á reiðhjóli. Farið var til móts við drenginn, sem er 14 ára gamall, og mætti Borgarneslög- reglan honum skammt fyrir neð an Hvamm í Norðurárdal. Kom brátt í ljós, að drengur- inn hafði fengið hjólið við bæ Framh. á bls. 19 Mikil karfaveiði við Grænland AKRANESI í gær. — Hellings karfaveiði er nú á Grænlands- miðum. Togarinn Víkingur er bú- inn að fylla sig þar, hefur feng- ið 400—500 lestir. Á einum sólar- hring fékk hann á annað hundr- að lestir. Ekki er talið ólíklegt að Víkingur landi aflanum í Reykjavík, því að frystihúsin hér hafa mikið að gera við frystingu hvalkjöts, dragnótafisks og humars. — Oddur. ííröfur gegn réttindum og Þjóðviljinn er bersýnilega orðinn dálítið hræddur við ýmsar kröfur vina sinna í stjórn Þróttar. I gær neitaði hann því t. d. harðlega, að nokkrar kröfur, sem fela í sér takmörkun á tækjaeign vinnuveitenda hafi verið sett ar fram. Morgunblaðið telur óþarft að deila um þetta við Þjóð- viljann, kröfur Þróttar svara fullyrðingum hans bezt. Ein þeirra hljóðar t.d. svo: „Þeir félagsmenn Vinnuveit endasambandsins, sem taka að sér verk fyrir ákveðið gjald (ákvæðisvinnu), skulu við framkvæmd verksins nota a. m.k. eina Þróttarbifreið á móti liverri eigin bifreið, sem þeir hafa í vinnu. Þó skulu þeir nota eingöngu Þróttarbif reiðar, sé 40% eða meira af verkinu akstur“. Og önnur krafa Þróttar er á þessa leið: „Skipafélögum og skipaaf- greiðslum skal heimilt að nota þá tölu flutningatækja, sem þau áttu 1. maí 1961, til flutn- inga á milli eigin skipa og eig in vörugeymsluhúsa, innan lög sagnarumdæmis Reykjavíkur, en ekki auka þá tölu, né breyta til um tæki“. Þessar kröfur miða þannig ekki einungis að því að tak- marka tækjaeign fyrirtækj- anna, heldur væri fyrirtækj- unum beinlínis meinað að taka fullkomnari tæki í þjón- ustu sína, ef að þeim yrði gengið. Þeim er þannig stefnt beint gegn framförum og tækni, auk þess, sem sú krafa er Þjóðviljinn virðist hvað mann- tœkni hrifnastur af, krafan um vinnuskiptinguna, felur í sér skerðingu sjálfsagðra mann- réttinda, jafnt Þróttarmanna sjálfra sem vinnuveitenda/ Það er ekki að furða, þótt I Þjóðviljinn afneiti slíkum kröfum/ Þjóðviijinn afneitar Þróttar- stjórn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.