Morgunblaðið - 18.07.1961, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 18.07.1961, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 18. júlí 1961 Svipuð fiskneyzla í Eldey og Reykjavík Náttúrugripasafninu voru í gær afbentar ljósmyndir, sem varnarliðið á Keflavíkurvelli hef ur látið taka úr lofti yfir mestu súlubyggð heims, Eldey. Það voru fulltrúar bandarísku upplýsinga- þjónustunnar, sem afhentu dr. Finni Guðmundssyni fuglafræð- ingi þessar myndir, en -ef þær eru stækkaðar mikið má telja ná kvæmlega allan þann fjölda hreiðra, sem súlan hefur gert á eynni. Á sl. 30 árum hefur farið fram talning í súlubyggðum á N-Atl- antshafi, á 10 ára fresti, og var fyrsta talningin gerð í Eldey árið 1939. Voru það Bretar sem gerðu hana. Alþjóðleg samvinna er um slikar rannsóknir, en af þeim má ráða ýmsar breytingar, sem orðið hafa á vexti stofnsins. Súlan var valin sérstaklega með tilliti til þess hve súlubyggðir eru fáar og talningin þar með auðveldari. Út breiðsla hennar er mjög takmörk uð og verpir hún einkum á Bret- landseyjum, í N-Frakklandi, í Færeyjum og hér við land. Áuk þess eru 9 súlubyggðir vestan •hafs. Eldey er mesta súlubyggð hér við land og sú stærsta í heimi. Aðrar súlubyggðir eru í Vest- mannaeyjum, í Skrúðnum úti af Reyðarfirði, Stóra-Karli á Langa nesi og Rauðanúp á Melrakka- sléttu. Hefur talning verið gerð n Fóstbræður" til Rússlunds SKAMMT gerist nú stórra högga milli hjá karlakórum borgarinnar — og er ekki ann- að sjáanlegt en þeir séu að „leggja undir sig heiminn“/ Fóstbræður fóru söngför til Noregs í fyrra, eins og menn munu minnast, sömuleiðis fór Karlakór Reykjavíkur til Bandaríkjanna — og nú ætla Fóstbræður að bregða sér austur til Rússlands á hausti komanda, eða í september n.k. — • — Verða söngmenn, rúmlega 40 talsins, gestir sovézkra mennta málaráðuneytisins meðan dval izt verður í landinu, en boð þetta er fram komið fyrir milli göngu íslenzka menntamála- ráðuneytisins, að því er for- ■'aður Fóstbræðra tjáði blað- u í gær. Söngstjóri kórsins í söngför- inni verður Ragnar Björnsson, íinsöngvarar verða Kristinn Hallsson, óperusöngvari, og Erlingur Vigfússon, en undir- leik annast Carl Billich. — • — Fyrirhugað er, að Fóstbræð- ur haldi samsöngva í Finn- landi á leið sinni til Sovét- ríkjanna. „Garcia Lorca í New York“ f SAMNEFNDRI grein eftir Jó- hann Hjálmarsson, sem birtist í sunnudagsblaðinu, urðu þau mis- tök, að nafn höfundar féll niður. Auk þess hafa tvær setningar brenglazt í meðförum. í kaflan- um Óður til Walts Whitmans, á eftirfarandi setning að vera þannig: „Garcia Lorca talar hér um þjóðfélag vélanna, þar sem allir eru of önnum kafnir við hjólið, olíuna og hamarinn til að skynja fegurð og hamingju óbrotins líðs.“ í kaflanum Flótt- inn frá New York, er eftirfar- andi setning rétt á þennan hátt: „Níundi kafli bókarinnar Skáld í New York, ber heitið Flóttinn frá New York, undirfyrirsögn: Tveir valsar gegn siðmenning- unni. á öllum þessum slóðum og hefur Þorsteinn Einarsson íþróttafull- trúi annast hana á síðustu árum. Þegar Bretar gerðu fyrstu taln- inguna, árið 1939 náði hún aðeins yfir hreiður utan á eynni. Kom- ust þeir ekki upp á hana, en áður höfðu Vestmannaeyingar farið ár lega í eyna til ungatekju og kom- ust þá upp á keðjustiga en síðan hefur stiginn aðeins náð rétt fram af brúninni og ekki hægt að ná til hans, hvernig sem á því stendur. Hinar árlegu ferð- ir Vestmannaeyinga lögðust nið- ur skömmu fyrir stríðsbyrjun. I Framh. á bls. 19 Á kortinu má lesa, hve mik- ið hafði verið saltað í síldar- bæjunum á miðnætti sl. mánu dags. Söltunin nam þá 267.392 tunnum. Heildarsala saltsíldar mun vera nálægt 300.000 tunn um. Átulaust á vestursvæðinu BLAÐIÐ átti í gær tal við dr. Jakob Jakobsson, fiskifræðing. Hann var staddur á Ægi út af Strandagrunni í síldarleit. Sagði hann að ekki hefði lengi verið leitað þarna vesturfrá, en allur flotinn verið I síld fyrir austan. Sagðist hann hafa séð talsvert af vaðandi síld, en torfurnar væru þunn- ar og þarna væri alveg átu- laust, svo veiði yrði erfið. Sagði Jakob að engin áta væri á vestursvæðinu og mundi Ægir halda austureftir og von- andi væri síldin á sömu leið. Annars sagði hann að síldar hefði orðið vart austur af Kolbeinsey, en þar væri lélegt veiðiveður og engin skip þar. Öll skipin væru á sömu slóð- um og áður úti fyrir Austfjörð um, nálægt landi og þar væri flotinn við veiðar. Á kortinu sjást síldarsvæð- in, eins og þau eru núna, og' einnig er merkt inn á kortið hve mikiið er búið að salta og bræða á síldarstöðunum í landi. Tvö ágæt héraðsmót á Austurlandi: Atvinna mikil - afkoma góð Samanburður tveggja tímabila UM SÍÐUSTU helgi voru haldin tvö héraðsmót Sjálf- stæðismanna á Austurlandi, þ.e. á Reyðarfirði og Vopna- firði. Á mótunum fluttu ræður þeir Bjarni Benedikts- son, dómsmálaráðherra, og Jónas Pétursson, alþingismað ur. Einnig var á báðum stöð- unum óperusýning og að lok- um dans. Fjölmenni sótti sam komur þessar, sem tókust prýðilega. Það var á laugardagskvöldið, sem haldið var héraðsmót á Reyðarfirði, óg síðan kvöldið eft- ir á Vopnafirði. Arnþór Þórólfsson setti mótið á Reyðarfirði og mælti nokkur orð í upphafi. Jónas Pétursson ræddi einkum um efnahagsmálin. Hann rakti gang þeirra að undanförnu og þann ófarnað sem stafaði af því, að þjóðin hefði eytt meiru en hún aflaði. Nú hefði miðað í rétta átt, enda væri höfuðnauðsyn, að gengi krónunnar væri rétt skráð. Kauphækkanir umfram greiðslu- getu hlytu að valda vandræðum, sem finna yrði ráð við. Þá gerði Jónas stuttlega grein fyrir helztu störfum síðasta alþingis, m.a. Jeppi valt þrjár veltur - 30 m fall ísafirði, 17, júlí UM kil. 23 í gærkvöldi varð slys á veginum til Suðureyrar í Súg- andafirði. Jeppabifreið — I 389 frá Suðureyri — fór út af vegin- um og valt þrjár veltur, áður en hún stöðvaðist niður i flæðar- máli. Hafði stýri bílsins farið úr sambandi. Femt var í bílnum og slösuðust tveir farþega svo alvar lega, að flytja varð þá í sjúkra- hús. - Lögregluþjónn frá Selfossi, Bergþór G. Valdimarsson, ók bíln um, en með hönum voru kona hans, Valgerður Jónsdóttir, syst- ir Bergþórs (ókunnugt um nafn) og tengdamóðir hans, Guðjóna A1 bertsdóttir frá Suðureyri. Slösuð- ust Bergþór og Guðjóna, en ekki er enn fyllilega búið að rann- saka meiðsli þeirra. Þau munu bæði hafa fengið heilahristing. Bergþór mun einnig hafa meiðzt í baki og fengið þungt högg á þrjóstkassann. Systir Þergþórs og eiginkona sluppu með minni- háttar skrámur. • 30 m fall Bifreiðin fór út af við svo- nefnda Kleif, sem er miðja vegu milli Suðureyrar og Lauga. Þar sem hún fór út af veginum eru um 30 metrar niður í fjöruna, sem er mjög stórgrýtt. Hásjávað var Og lenti bíllinn í sjónum, og mun það hafa dregið nokkuð úr fallinu. Billinn fór þrjár veltur, eins Og áður segir, og brotnaði húsið í spón. Er bíllinn stöðvaðist í flæðarmálinu, skreið fólkið út úr brakinu og hljóp Valgerður að Laugum, en þangað er um 15 mínútna gangur frá slysstaðn- um. Var hringt þaðan eftir hjálp til Suðureyrar, en frá Suðureyri til ísafjarðar. Kom sjúkrabíll þaðan um miðnætti, og var Berg- þór fluttur í fjórðungssjúkrahús- ið á ísafirði þá um kvöldið, en um morgunin var Guðjóna einn- ig flutt í sjúkrabíl frá Suður- eyri til ísafjarðar. Líður þeim eftir vonum. — AKS. lausn landhelgismálsins og ým- issa héraðsmála. Bjarni Benediktsson drap m.a. á að fyrir 5 árum hefði myndun V-stjórnarinnar verið í undirbún ingi. Hún stóð einungis tæpt 2% ár, sagði ráðherrann. Núverandi stjórnarflokkar hafa hins vegar borið ábyrgð á ríkisstjórn síð- an, eða rúmlega 2% ár. Fróðlegt er að bera saman árangur þass- arra tveggja tímabila. V-stjórninni lauk svo, að Her- mann Jónasson forsætisráðherra lýsti yfir því 4. des. 1958, að ný verðbólgualda væri risin, stjórn hans kæmi sér ekki saman um nein úrræði gegn henni og segði því af sér. Eðlilegt var, að þeir, sem þannig hlupust frá vandan- um, horfðu með svartsýni fram á leið. Einkum þegar þess er gætt, að þeir hurfu frá land- helgismálinu óleystu og síðan var kjördæmaskipuninni breytt svo, að Framsókn sagði horfa til land auðnar, einkum á Austurlandi. Ekki batnaði, þegar viðreisnin var hafin. Á árinu 1960 sagði Karl Kristjánsson, að viðreisnar- ráðstafanirnar hefðu leitt ný móðuharðindi yfir landið. En hvernig er viðhorfið nú eftir, að Framsókn hefur veriS utan stjórnar ámóta lengi og valdatími V-stjórnarinnar var? Athugum lýsingu Eysteins Jóns sonar í Tímanum sl. miðvikudag á ástandinu á Austurlandi, sem verst átti að verða úti að dómi þeirra félaga. Hann segir: „Ágætur afli hefur verið á grunnmiðum í vor og það sem af er sumri“. Ekki kemur þessi lýsing heim við hrakspárnar um afleiðingar landhelgissamningsins við Breta. — Um afkomu manna segir Ey- steinn: „Atvinna er því mi'kil í sjávar- plássum og afkoma góð“. Og ekki er hagur bænda lakari að dómi Eysteins. Hann segir: „í sveitum er kornræktin mest nýlunda eystra. Allmargir akrar eru nú í sumar á Héraði Og eiga bændur þá yfirleitt saman“. Eysteinn kvartar að vísu und- an því að Alþingi hafi ekki sam- þykkt frv. „um eðlilegan stuðn- ing við kornrækt". En svo er að sjá, sem þeir hafi getað bjargað sjálfum sér og öðrum stuðnings- laust, því að hann skýrir svo frá: „Eg borðaði í fyrsta skipti aust firzkt brauð . . . Þótti mér það atburður. Búnaðarsamband Austurlands og Kaupfélag Héraðsbúa munu byggja kornþurrkunarstöð og kornmyllu á Egilsstöðum“. Framh. á bls. 19 Síldar- vísur MORGUNBLAÐINU bárust í gærkvöldi eftirfarandi síld- arvísur frá Siglufirði: Brátt má líta, bróðir, yglu- brún á þínum svip, flykkist ekki fljótt til Siglu- fjarðar hlaðin skip. og Eftir strangan annadag, upphefst langur bransi. Heit í fangi hjalar lag hún í vangadansL S V A R T : Síldarverksmiðja ríkisins Raufarhöfn ABCBEFGH M abcdefgh HVÍTT : Síldarverksmiðja ríkisins Siglufirði 1.... c7—c5 2. Rgl—f3

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.