Morgunblaðið - 18.07.1961, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 18.07.1961, Blaðsíða 8
8 MORGVNBLAÐ1Ð Þriðjudagur 18. júli 1961 '"T Vegna sumarleyfa er opið frá kl. 1—6. Fyrirliði norska A-liðsins, Jan Gulbrandsen (með gleraugu) gaf liðsmönnum sínum gott for- dæmi í einni af fyrstu greinum iandskeppninnar. Náði hann prýðile^" -‘ ^örgvin Hólm hreppti 4. sætið. Hann sést annar frá hægri. G. B. SILFURBtJÐIN Laugavegi 55 — Sími 11066. GABIS - GABIS NÍKOMNAK MJÖG FALLEGAR stálvörur frá Guidsmeds Aktiebolaget í Stockholm. G. B. SILFURBÚÐIN Laugavegi 55 — Sími 11066. Á Bislet LANDSKEPPNIN við Nor eg (3 lið), Danmörku og Austurríki, sem fram fór á Bislettleikvanginum í Osló í síðustu viku, færði okk- ur þann beizka sannleika, að meiri framfarir hafa orðið hjá nágrannaþjóðum okkar en hjá okkur sjálf- um á þessum vettvangi íþróttanna. í fyrsta sinn urðum við nú að láta í minni pokann fyrir Dön- um og aðeins 3.-lið Noregs varð á eftir okkur. En í ýmsum greinanna stóðu okkar menn sig mjög vel. Atti það einkum við í stökkunum, þar sem við fengum tvenn fyrstu verð- laun og ívenn önnur verð- laun. Stangarstökkið var ein jafnasta grein allrar keppninnar. Valbjöm og Norðmaðurinn Hövik háðu harða baráttu. Báðir fóru 4.40 í 2. tilraun — en Valbjörn hafði sigur með því að fara 4.47 í 1. tilraun, en þá hæð fór Hövik i 2. tilraun. Hér sjást þeir báðir í metstökkunum sínum, því báðir settu landsmet þetta kvöld. Hlaupin voru okkar veika hlið — þó með þeirri undantekningu helztri að Kristleifur Guðbjörnsson stóð sig með stakri prýði í hindrunarhlaupinu, setti gott met og vakti athygli allra viðstaddra fyrir harða baráttu, keppnisvilja og þrek. Einn af hápunktum keppninnar var 3000 m hiaupið og það var fyrir baráttu Kristleifs og Ellefsæter. Mátti ekki á milli sjá fyrr en örskammt frá marki hvor hefði sigur- inn. Hér sjást þeir við vatnsgrgfjuna, Kristleifur til vinstri. Okkur hafa horizt nokkr ar myndir sem sýna skemmtilegar svipmyndir frá Bislett-leikvanginum, og gefa innsýn í það „stríð“ sem þar var háð. Myndirnar tóku ljósmynd- arar Aftenposten. 800 m hlaupið var óvenjulega hörð og jöfn keppni. Svavar Markússon lék lengi stórt hlutverk í keppninni en varð að láta undan í lokin. Hér sjást hlaupararnir snemma í hlaupinu: Helland, Noregi (103), Klaban, Austurríki (53), Bentzon, Noregi (77), Christiansen, Danmörku (4), Svavar (34), Rekdai, Noregi (128). Þj álf aranámskeið í knattspyrnu KNATTSPYRNUSAMBAND fs- lands hvetur stjórnir þeirra íþróttabandalaga, héraðssam- banda eða knattspyrnuráða, sem óska eftir að í íþróttahéraði þeirra verði haldið námskeið fyrir leiðbeinendur í knatt- spyrnu, að senda umsóknir um slík námskeið eigi síðar en 1, ágúst n.k. Námskeiðin verða haldin í sam vinnu við íþróttakennaraskóla íslands. Stjórn K.S.Í. Pósthólf 1011 — Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.