Morgunblaðið - 18.07.1961, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 18.07.1961, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 18. júlí 1961 MORGVNBLAÐIÐ 3 Mót sunnlenzkra manna aö Hellu 800 m spretthlaup á hringvelli i fyrsta sinn í SÍÐASTLIÐINNI viku riðu hópar manna um héruð sunn anlands og stefndu allir á einn stað, að Hellu við Rangá, en þar var um hélgina háð fjórðungsmót sunnlenzkra hestamanna. f stærsta hópn- um voru sennilega Reykvík- ingar, 40 saman með um 200 hesta, en fyrstir austur um fóru Hafnfirðingar í myndar- legum hóp. Einnig komu hóp- ar víðar að, úr Borgarfirði, austan úr Vík í Mýrdal og viðar. Þetta er annað fjórðungs- mótið, sem haldið er á Rang árbökkum, en sá er háttur á mótum Landssambands hesta manna, að ei*iu sinni á ári er haldið mót i einhverjum lands fjórðungi, en fimmta árið landsmót. Að hestamanna- mótinu á Rangárbökkum stóðu Búnaðarfélag íslands, Búnaðarsambands Suðurlands og Landsamband hestamanna, en framkvæmd þess og fjár- hagslega ábyrgð bera öll hestamannafélög á Suður- landi, sem eru: Geysir á Rangárvöllum, Logi í Biskups tungum, Sindri í Mýrdal, Sleipnir á Selfossi, Smári í Hreppum og Trausti í Laugar- dal. Mótið var haldið á hinum nýja skeiðvelli Geysis á Rangárbökkum. Það mun vera bezta skeiðvallarstæði frá náttúrunnar hendi á land inu, grasi grónir bakar og hækkandi brekka fyrir áhorf endur. Hefur hestamannafé- lagið gert mikið fyrir völlinn, t. d. sáð í hann í vor, og náð- ist ágætur árangur á hon- um í kappreiðunum, þó hann væri dálítið þungur. Hyggja hestamenn gott til þegar þessi völlur er orðinn harðari. Að- búnaður allur og skipulagn- ing á mótinu var sérlega gott. Hestarnir voru ekki innan um fólkið, heldur afgirt leið fyrir þá inn annarsstaðar en áhorfendasvæði, ekkert ryk þar eð allt er á grasi, hægt að fá aðkomuhesta geymda í góðum haga, og miðar gefnir fyrir móttöku hnakka í hnakkageymslu o. s. frv. á sléttum bakka. Margir fallegir gæðingar Mótið hófst á laugardag. Fóru þá fram undanrásir í kappreiðum í sólskini og steikj andi hita, og var fjöldi áhorf enda. Um kvöldið voru dans- leikir á Hellu og á Hvolsvelli. Margir gistu í tjöldum á góðu tjjaldstæði við s.keiðvöllinn. Skiptu tjöldin tugum þar. Á sunnudagsmorgun hófst mótið með því að þátttakend- ur riðu í fylkingu inn á völl- inn, 182 hestamenn úr hesta- mannafélögunum sex í Sunn- lendingafjórðungi. Stigu þeir af hestum sínum framan við dómpall og stóðu hjá þeim, meðan biskup landsins, herra Sigurbjörn Einarsson, flutti ávarp og bæn. Þá setti for- maður Landsambands hesta- hesta- manna, Steinþór Gestsson á Hæli, mótið. Að svo búnu riðu allir kring um völlinn og mátti þar sjá margan fallegan gæðing. Hófst þá sýning á kynbóta- hrossum og dómum lýst. Voru fyrst sýndir 5 stóðhestar með afkvæmum og hlaut fyrstu verðlaun Gáski frá Hrafn- kelsstöðum. Annar var Feng- ur frá Hróarsholti og þriðji Glaður frá Flatartungu. Stóð- hestar án afkvæma voru 20 og varð þar nr. 1 Glóblesi frá Eyvindarhólum, nr. 2 Skýfaxi frá Selfossi og 3 Skuggi frá Norðurhjáleigu. Einnig voru sýndir ótamdir stóðhestar 3—4 vetra og 2ja vetra. Kl. 13 var hlé á mótinu til kl. 3. Biskup fslands er um þessar mundir á yfirreið í Rangárvallasýslu og messaði í Odda. Eftir hléið flutti Gunnar Bjarnason ræðu og síðan hófst sýning á hryssum. Voru sýnd ar 65 hryssur, allt úrvalshryss ur, hver annarri fallegri. Fyrstu heiðursverðlaun fékk Gola frá Langholtskoti, önn- ur Gletta frá Hrafnkelsstöð- um, þriðju Perla frá Vík og fjórða I>úfa frá Króki. Þá riðu Sunnlendingar góð- hestum sínum inn á völlinn og var það fríður flokkur. Hvert hestamannafélaganna 6 hafði rétt til að senda 6 hesta, 3 alhliða ganghesta og 3 klár- hesta með tölti. — Dómnefnd dæmdi Blakk Bjarna Bjarna- sonar á Laugarvatni mestan gæðing af ganghestum, annar var Sörli Jóhanns Einarssonar Efra-Langholti, þriðji Fluga Sigurðar Haraldssonar frá Hellu. Tveir klárhestar voru hækkaðir upp í flokk hesta með alhliða gangi, þegar í Ijós kom við sýningu að þeír áttu til skeið. Það voru Gáski Kolbeins Gissurarsonar í Selkoti og Blesí Birgis Helga- sonar í Laugarási. Af klár- hestunum varð svo nr. 1 Stjarni Lýðs Guðmundssonar á Fjalli, nr. 2 Spakur Gests / Einarssonar á Hæli, þriðji J Neisti Kristjáns Guðnasonar frá Selfossi. Spennandi keppni Síðasti hluti mótsins voru kappreiðar og gaf þessi glæsi- legi völlur tilefni til keppni í 800 m hlaupi. Aðeins 'einu sinni mun hafa verið keppt á svo langri vegalengd, fyrir mörgum árum, þá á beinni braut í Gufunesi. Var spenn- andi að fylgjast með svo löngu blaupi á hringvelli, þar sem lengi vel var erfitt að sjá fyrir um úrslitin. í hlaup 1 inu varð fyrstur Víkingur Magnúsar Gunnarssonar á 71.1 sek, annar Kirkjubæjar-Blesi Jóns Guðmundssonar á Reykj um á 71.2 sek, þriðji Grani á 72 sek. og fjórði Hringur á 72.8 sek. f öðrum hlaupum urðu úr- slit þessi: Á 250 m skeið- spretti varð hlutskarpastur Blakkur Bjarna Bjarnasonar á 24.6, annar Óðinn Jónu Þor geirsdóttur í Gufunesi á 25.8 sek. og þriðji Lýsingur Hösk uldar Eyjólfssonar : 26.2 sek. Á 300 m. stökki var fyrstur Glanni Böðvars Jónssonar á 22.2 sek og jafnaði fslands- metið, annar Þytur Esterar Guðnadóttur á 22.7 sek og Grámann Sigurðar Sigurðs- sonar á 22,7, en á þeim var sjónarmunur og fjórði Iring- ur Guðjóns Bjarnasonar á 23,2. Á 400 m stökki varð fyrstur Gulur Bjarna Bjarna sonar á 30.1 sek, annar Skenk ur Sigfúsar Guðmundssonar, þriðji og fjórði Garpur Jó- hanns Jónssonar í Dalsgarði og Blakkur Eiríks Bragason ar á 30.7. Mótið fór allt mjög vel fram og gengu hin ýmsu at- riði svo fljótt og vel, að síð- degis seinni daginn voru dag- skráratriði færð fram. Kom það sér vel, því þá var tek- ið að rigna. Síldarskýrslan Eftlrtafln sklp fiafa fenglð 1000 mál eða tunnur og þar yfir: Aðalbjörg Höfðakaupstað 1540 Agúst Guðmundsson Vogum 4419 Akraborg Akureyri 4355 Akurey Hornafirði 2610 Alftanes Hafnarfirði 2743 Anna Siglufirði 5286 Arnfirðingur Reykjavík 2167 Arnfirðingur II Reykjavík 5579 Arni Geir Keflavík 7733 Árm Þorkelsson Keflavík 4109 Arnkell Hellissandi 1879 Arsæll Sigurðsson Hafnarfirði 4794 Ásgeir Reykjavík 2188 Askell Grenivík 6270 Auðunn Hafnarfirði 4303 Baldur Dalvík 5444 Baldvin Þorvaldsson Dalvík 4654 Bergur Vestmannaeyjum 3474 Bergvík Keflavík 6949 Bjarmi Dalvík 5614 Bjarnarey Vopnafirði 4700 Bjarni Jóhannesson Akranesi 1033 Björg Eskifirði 4037 Björgvin Keflavík 1444 Björgvin Dalvík 4373 Blíðfari Grafarneal 1686 Búðafell Búðakauptúni 2891 Böðvar Akranesi 4196 Dalaröst Neskaupstað 312£ Dofri Patrefkisrði 5594 Einar Hálfdáns Bolungarvík 5916 Einir Eskifirði 4145 Eldborg Hafnarfirði 6136 Eldey Keflavík 5266 Fagriklettur Hafnarfirðl 1452 Faxaborg Hafnarfirði 1359 Faxavík Keflavík 2177 Fiskaskagi Akranesi 1793 Fjaðraklettur Hafnarfirði 4077 Fram Hafnarfirði 3740 Frigg Vestmannaeyjum 1094 Freyja Garðl 1625 Friðbert Guðmundsson Suðureyri 2717 Fróðaklettur Hafnarfirði 1911 Garðar Rauðuvík 2926 Geir Keflavík 2445 Gissur hvíti Hornafirði 3362 Gjafar Vestmannaeyjum 8165 Glófaxi Neskaupstað 3020 Gnýfari Grafarnesi 3437 Grundfirðingur II Grafarnesi 3539 Guðbjörg ísafirði 5477 Guðbjörg Sandgerði 8047 Guðbjörg Ólafsfirði $894 Guðfinnur Keflavík 3258 Guðmundur Þórðarson Reykjavík 8180 Guðný Isafirði 1534 Guðrún Þorkelsdóttir Eskifirði 7383 Gullver Seyðisfirði 4718 Gunnar Reyðarfirði 2463 Gunnvör Isafirði 3185 Gylfi Rauðuvík 1439 Gylfi II Akureyri 4291 Hafaldan Neskaupstað 1644 Hafbjörg Vestmannaeyjum 1610 Hafbjörg Hafnarfirði 2409 Hafrún Neskaupstað 3332 Hafþór Neskaupstað 1653 Hafþór Guðjónsson Vestmannaey. 1808 Hagbarður Húsavík 2485 Halldór Jónsson Ölafsvík 6273 Hannes Hafstein Dalvík 2725 Hannes Lóðs Vestmannaeyjum 2543 Haraldur Akranesi 9016 Hávarður Suðureyri 1287 Héðinn Húsavík 7102 Heiðrún Bolungarvík 8824 Heimir Keflavík 2494 Heimir Stöðvarfirði 2409 Helga Reykjavík 4227 Helga Húsavík 2706 Helgi Flóventsson Húsavík 3469 Helgi Helgason Vestmannaeyjum 4457 Helguvík Keflavík 1151 Hilmir Keflavík 6183 Hjálmar Neskaupstað 1737 Hofell Búðakauptúni 3348 Hólmanes Eskifirði 4456 Hrafn Sveinbjarnarson Grindavík 2955 Hrafn Sveinbj.son II Grindavík 4103 Hringsjá Siglufirði 3907 Hringver Vestmannaeyjum 5955 Hrönn II Sandgerði 2606 Huginn Vestmannaeyjum 1525 Hugrún Bolungarvík 4609 Húni Höfðakaupstað 4184 Hvanney Hornafirði 3691 Höfrungur Akranesi 5401 Höfrungur II Akranesi 5946 Ingiber Ólafsson Keflavík 1262 Ingjaldur Grafarnesi 1835 Jón Finnsson Garði 5017 Jón Garðar Garði 5223 Jón Guðmundsson Keflavík 2890 Jón Gunnlaugsson Sandgerði 3770 Jón Jónsson Ólafsvík 2374 Jökull Ölafsvík 3575 Katrín Reyðarfirði 3527 Keilir Akranesi 2395 Kristbjörg Vestmannaeyjur* 7004 Leifur Eiríksson Reykjavík 4122 Ljósafell Búðakauptúni 1470 Máni Grindavík 1452 Máni Höfðakaupstað 1304 Manni Keflavík 4134 Mímir ísafirði 1778 Mummi Garði 2979 Muninn Sandgerði 2228 Öfeigur II Vestmannaeyjum 3255 Öfeigur III Vestmannaeyjum 1785 Ölafur Bekkur Olafsfirði 3577 Ölafur Magnússon Keflavík 3659 Ölafur Magnússon Akureyri 9457 Ölafur Tryggvason Hornafirði 1631 Páll Pálsson Hnífsdal 3591 Pétur Jónsson Húsavík 5986 Framh. á bls. 18. STAKSTEINAR Ný framhaldssaga í Tímanum Sennilega hefur enginn, seW las viðtalið við Eystein Jónsson í Tímanum, þegar hann kom úr Austfjarðaferðinni, búizt við, að það ætti eftir að verða eins kon- ar framhaldssaga í blaðinu í heila viku á eftir. Má segja, að Tíminn hafi endurprentað við- talið að meiru eða minna leyti á hverjum einasta degi síðan það fyrst birtist. Upphaflega var það prentað við hlið leiðara blaðsins, næsta dag var það svo flutt yfir í leiðarann, sem þann daginn var ekkert annað en ein löng tilvitnun í Eystein, og síðan er Eysteinn víst búinn að hafa við- komu á flestum síðum blaðsins, í viðtali þessu kom einmitt fram sá málflutningur, sem gerir það að verkum, að komm- únistar eru nú orðnir dauðhrædd ir um að missa þann titil í is- lenzku stjórnmálalífi, sem flestir hafa verið sammála um fram að þessu, að þeim einum bæri. Á stundum hefur Eysteinn Jóns- son verið manna harðorðastur um yfirboðsstefnu og ábyrgðar- leysi kommúnista, en nú er ekki einungis, að honum hafi tekizt að komast upp að hlið þeirra í þessum efnum, heldur er hann kominn langt fram úr þeim. Og af aðdun Tímans á málflutningi Eysteins er ekkj annað að skilja en að Framsóknarflokknum í heild sé ætlað að feta í fótspor foringjans. Árásirnar á Hlíf Hermarrn Guðmundsson for- maður Verkamannafélagsins Hlíf ar í HafnarfirðS, ritar nýlega grein í blað félagsins, Hjálm, þar sem hann ræðir aðdraganda samnings Hlífar við vinnuveit- endur. Eftir að hafa gert grein fyrir þeim skoðanamun, sem batt enda á samstarf Dagsbrúnar og Hlífar í verkfallinu, segir Her- mann: „Sá aðskilnaður var hvorug- um aðilairum sársaukalaus, en að hann hafi gefið forustumönn- um Dagsbrúnar rétt til annars eins skítkasts á Hlífarmenn og takmarkalausra svívirðinga um mig persónrulega og raun ber vitni, held ég, að enginn sann- gjarn maður viðurkenni. V.m.f. Hlíf hafði aldrei afsal- að sér sjálfsákvörðunarrétti sín- um til V.m.f. Dagsbrúirar. Og þegar svo var komið að dómi meirihluta stjórnar Hlifar, að braut sú, sem stjórn Dagsbrún ar vildi ganga, myndi'leiða til ófarnaðar, þá var meirihluti stjórnar Hlífar, að bregðast trún- aði sínum við hafnfirzka verka- menir, ef hann léti reka á reið- anum og fylgdist með. Það gerði stjórn Hlífar ekki, því var hinn margumtalaði samningur gerður milli Hlífar og hafnfirzkra atvinnurekenda 21. júm s. I. Að þetta mat meirihluta stjórn ar Hlífar á viðhorfinu, einrs og það var, og að sú skoðun hafi verið rétt, sem hér hefur verið túlkuð, talar sínu skýra máli- um hin nærri einróma samþykkt Hlífarfunrdar á hinum umrædda samningi ©g þá ekkj síður sjálf- ur samningur sá, er stjórn Dags- brúnar gerði við vinnuveitendui viku síðar“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.