Morgunblaðið - 18.07.1961, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 18.07.1961, Blaðsíða 1
20 siður Mynd þessi var tekin í gær á heimili dönsku sendiherrahjónanna. Á hcnni eru Geimferð í dag Kanaverálhöföa, Florida, 17. júlí. — 1 DAG var tilkynnt á Kana- veralhöfða að endanlega hafi verið valinn næsti geimfari Bandaríkjanna. Fyrir valinu varð Virgil I. Grissom, höf- liðsmaður í flughernum. Er cetlunin að honum verði skot- Ið út í geiminn í fyrramálið (þriðjudag). Geimskot þetta verður svipað því þegar Al- •n Shepard var skotið út í geiminn 5. maí s.l. Seinna á þessu ári eða i byrj- un næsta árs er ætlunin að skjóta Bandaríkjamanni á braut umhverfis jörðu. Geimskip það, sem Grissom fer í út í geiminn, er af Mercury gerð, eins og skip Shepards, og nefnist Liberty Bell, eða Frelsis- klukkan. 'Nokkirar endurbætur hafa þó verið gerðar á skipinu í samræmi við reynslu úr fyrstu geimferðinni. Áætlað er að geimskipið nái um 185 km. hæð og lendi á Atlafshafinu um 480 km. frá Kanaveralhöfða. Fjöldi fréttamanna, erlendna og innlendra, frá blöðum, út- varpi og sjónvarpi, fylgist með geimskotinu. „Við viljum frið“ Nýju Delhi og Peiping, 17. júlí (Reuter) MIKIL úrkoma hefur verið und- anfarna daga víða í Asíu og vald ið miklu tjóni. Vitað er að um 200 manns hafa farizt í flóðum á Indlandi og eignatjón þar er met- ið á um 1200 milljónir króna. Einnig hefur mikið tjón orðið víða í Kína þar sem mörg þorp eru umflotin vatni. Flóðin á Indlandi eru hin verstu, sem komið hafa undan- farin tíu ár. í Madras héraði er talið að um 233 þorp liggi undir vatni og í Tanjore hafa um 100.000 manns misst heimili sín. Dr. Stikker, framkvæmdastj. NATO. — Myndin var tekin á blaðamannafundinum í gær. sagðö Stikker framkvæmdastjóri NATO á blaðamannafundi í Ráðherrabustaðnum Krúsjeff er persónulega flækfur i Berlmardeiluna, Jbví er hún erfiðari viðfangs í G Æ R áttu fréttamenn blaðamannafund með fram- kvæmdastjóra NATO, dr. Dirk Stikker, í Ráðherrabú- staðnum, þar sem hann býr, meðan hann dvelst hér á landi í opinberri heimsókn. Framkvæmdastjórinn kom með flugvél á laugardagskvöldið frá París, en þangað skrapp hann á fund frá Bretlandi, þar sem hann var í opinberri heimsókn s.l. viku. Dr. Stikker fer héðan til Parísar á miðvikudagsmorgun. Dr. Dirk Stikker svaraði mörgum spurningum frétta- manna í gær og sagði m. a. að hann hefði komið hingað í venjulegum erinda- gerðum til skrafs og ráðagerða, að NATO vildi vinna að því af fremsta megni að koma í veg fyrir átök vegna Berlínardeilunnar, að Berlínardeilan væri erfiðari en ella fyrir þá sök, að Krúsjeff væri persónulega flæktur í hana og álit hans gæti verið í veði, að ísland hefði einkum þýðingu fyrir NATO sem birgðastöð og samgöngumiðstöð, og loks sagði framkvæmdastjórinn, að íslendingar þyrftu ekki um of að kippa sér upp við flotaæfingar Rússa á austanverðu Atlantshafi. Eigum að vera norbyggvar" segir Peter Mohr Dam lögmaður í samtali við MbL -♦ FÆREYSKA sendinefndin, sem ræðir við fulltrúa ís- lenzku ríkisstjórnarinnar um réttindi Færeyinga til fisk- veiða við ísland, kom til Reykjavíkur á sunnudags- kvöld með færeyska eftirlits- skipinu Ternan. Fréttamaður Morgunblaðs- ins átti í gærkvöldi samtal við Peter Mohr Dam, lög- mann Færeyja, og fór sam- talið fram á heimili dönsku sendiherrahjónanna hér í bæ. Lögmaðurinn kvaðst ekk- ert geta sagt um viðræð*urn- ar, sem hófust í gær. „Við höldum áfram að tala sam- an næstu daga,“ sagði hann, „og vonum að niðurstöðurnar verði jákvæðar.“ „Hvað eigið þér við með því?“ „Að við Færeyingar fáum rétt indi til fiskveiða innan landhelg innar eins og í gamla daga. Á þessu stigi málsins er ómögu- legt að segja um, hvaða rétt- indi við fáum. En við Færey- ingar segjum: íslendingar og Frh. á • bls. 13. , Flotaæfingarnar Auk Stikkers og blaðamanfia sátu fundinn einkaritari hans og aðstoðarmaður, Saint Mleux að nafni auk Óttars Þorgilssonar, fulltrúa í Upplýsingadeild NATO í París. Leitaði hann tvisvar eða þrisvar til Saint Mleux um upp- lýsingar, áður en hann svaraði spurningum, m. a. þegar hann var spurður um flotaæfingar Rússa á Atlantshafinu. Virtist hann ekki hafa haft of nákvæm- ar fregnir af liðssamdrætti Rússa á þessum slóðum, og var honum þá bent á, að margt hefði verið um málið ritað, bæði í Noregi og Danmörku. Hann sagðist ekki telja æfingar þessar ögrun og þyrfti ekki að veita þeim sér- staka athygli nú sem stæði, eins og hann komst að orði. Engin sérstök mál Stikker er mjög geðfelldur maður og svaraði spurningum blaðamanna yfirleitt greiðlega. Þó vildi hann ekki fjalla um tvö eða þrjú atriði, m. a. það hvort ísland tæki nógu virkan þátt f störfum Atlantshafsbandalagsins. Hann sagðist vera framkvæmda- stjóri bandalagsins og ekki hafa umboð til að skýra mál einstakra ríkisstjórna. f upphafi fundarins sagðist hann hafa verið á ferð í Framh. á bls. 13. Afvopnun Moskva, 17. júlí (Reuter) f DAG hófust í Moskvu viðræðui fulltrúa Bandaríkjanna og Sovét ríkjanna um möguleika á því að kalla saman að nýju afvopnun- arráðstefnuna í Genf. Formaður bandarísku viðræðu- nefndarinnar er John McCloy séi stakur ráðunautur Kennedys for- seta í afvopnunarmálum, en for- maður Sovétnefndarinnar ei Valerian Zorin aðstoðar utanrík- isráðherra. vinstri: Bjarne Paulson sendiherra, Johan Hendrik Poulsen ritari nefndarinnar, frú Bodil Strandkjær, hraðritari nefndannnar, Debes Christiansen útgerðarmaður, sendiherrafrú Agnete Paulson, Peter Mohr Dam lögmaður, Dánial á Dul kennari og móðir sendiherrans, frú Ellen Paulson. —

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.