Morgunblaðið - 18.07.1961, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 18.07.1961, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 18. júlí 1961 VORGUNBLAÐIÐ 5 Ný skriístofa Loftleiða í hjarta New York MIÐVIKUDAGINN 12. þ.m. opnuðu Loftleiðir nýja sölu-. skrifstofu í Rockefeller Center í New York. Blaðamannafundur og hóf Öll stjórn Loftleiða var stödd í New York þennan dag, Og hafði hún boð inni í tilefni þessa nýja áfanga í þróunar- sögu félagsins. Til hófs þessa kom sendiherra íslands í Bandaríkjunum, Thor Thors, fréttaritarar frá ýmsum stór- blöðum, forystumenn á ýms- um sviðum flugmála, forstjór- ar ferðaskrifstofa og annarra viðskiptafyrirtaekja Loftleiða í New York, auk allmargra starfsmanna félagsins. Kl. 4 hófst blaðamannafund ur í hinurn nýju húsakynnum en kl. 5 komu aðrir gestir, og eftir að menn höfðu litazt um í skrifstofunni nýju var haldið til salarkynna í Holland House, þar sem veitingar voru fram bornar. 15 milljónir eiga leið hjá árlega Nýja söluskrifstofan er á götuhæð í Rockefeller Center, rétt við mikla ferðamanna- og umferðamiðstöð, þar sem skautasvell er á vetrum en veitingastaður, umlukinn fána borg, á sumrum, og munu flestir þeir íslendingar, sem til New York hafa komið, kann- ast við þann stað. öll stærstu flugfélögin hafa skrifstofur á þessum stöðum, og er þarna svo fjölfarið, að talið er að urn 15 milljónir manna eigi árlega leið framhjá hinum nýju skrifstofum Loftleiða. Vegna þessa er sá staður vand fundinn í hjarta New York borgar, sem ákjósanlegri væri þessum. íslenzk listaverk í skrifstofunni Allur búnaður skrifstofunn ar er í senn mjög nýtízkuleg- ur, en þó íslenzkur að yfir- bragði. Húsgögn eru dönsk, finnsk og norsk, litmyndir á veggjum frá þeim Evrópulönd um, þar sem Loftleiðir hafa bækistöðvar. Á aðalvegg eru þrjú stór málverk Ásgríms Jónssonar. Eru það allt frum- myndir, sem lánaðar hafa ver- ið til New York. Þetta eru hin fegurstu listaverk, sem vöktu mikla athygli. Hafa Loftleiðir í hyggju, að fá síðar frummyndir anharra lista- manna að heiman, til þess að geta jafnan sýnt í skrifstofum sínum eitthvað af því, sem hæst ber á hverjum tíma í íslenzkri myndlist. Vaxandi áhugi á íslands- ferðum Þá er skrifstofan einnig | prýdd sýningarmunum frá leir munagerðinni Glit í Reykja- vík, og þóttu þeir listilega gerðir. Fleira er í skrifstof- unni að sjá góðra gripa ís- lenzkra. Fjórir afgreiðslumenn geta nú unnið samtímis í skrif stofunni, en svæði er þar, sem ákveðið hefir verið að bjóða Ferðaskrifstofu ríkisins til landkynningar. Þá kæmi þar afgreiðsluborð fyrir stúlku, sem gæti veitt almennar upp- lýsingar um ísland, en fyrir- spurnir um möguleika ferða- manna til að koma hingað eru nú sívaxandi vestra. í hinni nýju skrifstofu verð ur einungis afgreiðsla far- beiðna, en öll önnur skrifstofu þjónusta verður innt af hendi í húsnæði á 6. hæð í Rocke- feller Center. Mcrkum áfanga fagnað Eftir að gestir Loftleiða, sem voru um 150, höfðu þegið veitingar í Holland House bauð framkvæmdastjóri Loft- leiða í New York Mr. Robert Delany, menn velkomna með stuttu ávarpi, og kynnti svo aðra ræðumenn. Kristján Guð laugsson, hæstaréttarlögmað- ur, formaður stjórnar Loft- leiða, flutti ræðu og lýsti m. a. yfir ánægju félagsins vegna þessa glæsilega áfanga á þró- unarbraut þess, og þakkaði öllum, sem þar áttu góðan hlut að máli. Þá flutti Thor Thors sendiherra bráðsnjalla ræðu og kom víða við. Þakk- aði hann m.a. forystumönnum Loftleiða þann þátt sem vax- andi starfsemi félagsins hefði átt í auknum og bættum sam- skiptum íslendinga og Banda- ríkjamanna. Að loknum ræðuhöldum vOru sýndar fagrar litskugga- myndir, sem Bandaríkjamað- urinn Mr. Gallagher hafði tek ið á íslandi, en að lokum var gestum boðið að skoða hina nýju kvikmynd Kjartans O. Bjarnasonar, „This is Iceland". ENSKI ballettmeistarinn Veit Bethke, sem vann hér um hríð við Þjóðleikhúsið, gifti sig á föstudaginn í Danmörku, aðaldansmeynni við óperuna í Stokkhólmi, Gerd Gunvor Anderson. Brúðkaupið fór fram á Sejerp, sem er lítil eyja í Kattegat, skammt vest- an Sjálands. Bethke er dansk- ur ríkisborgari. Hér sjást brúð hjónin ganga ofan kirkjutröpp urnar, en nokkrir menn skjóta af byssum sínum til þess að fæla illa anda í burtu, en það er gamall siður í Svíþjóð við brúðkaup. Sænsk og dönsk blöð birta myndir frá brullaup inu á fram- og baksíðum sín- um á laugardag. — Politiken skýrir frá því, að ungu hjón- in ætli að búa á Sejerö um hveitibrauðsdagana, „þangað til farið verðtur til Reykjavík- ur, þar sem Bethke setur fleiri leikdansa á svið“. Samkvæmt upplýsingum, sem Morgunblað ið hefur aflað sér, er þetta rangt, og mun ekki von á Bethke hingað, — a. m. k. ekki til þess að setja ballett á svið. Lítið notað mótatimbur til sölu og steypustyrktarjárn. Uppl. í síma 24864. Kvenreiðhjól 1 góðu standi til sölu á Hagamel 37 n. hæð kl. 5— 7 í dag. Bréfritari Stúlka með góða vélritunar- og enskukunnáttu óskar eftir starfí. Hefur einnig þekkingu á enskri hrað- ritun og bréfaskriftum. Tilboð sendist afgr. Mbl. fyrir 21. júlí, merkt: ,,301 — 5451“. Lokað vegna sumarleyfa til 8. ágúst. Verksmiðjan Elgur h.f. IMeðeigandi óskast að góðri eign við Laugaveg. Glæsilegir mögu- leikar viðkomandi. Þarf að hafa mikil fjárráð. Aðeins ábygginlegur kemur til greina. Tilboð sendist blað- inu fyrir fimmtudag merkt: „31 — 5450“. Til solu Vörugeymsluhús okkar að Lóugfötu 2 er til sölu nú þegar. Upplýsingar gefnar í skrifstofunni. H. Benediktsson H.f. Glœsileg hœð til sölu í tvíbýlishúsi ofarlega við Safamýri. Hæðin er 144 ferm. 6 herbergi, eldhús með borðkrók, bað, skáli o. fl. Sér þvottahús á hæðinni. Stór bílskúr upp- steyptur. Hæðin er seld uppsteypt með járni á þaki eða lengra komin. Mjög fagurt útsýni. Hagstætt verð, ef samið er strax. ÁRNI STEFÁNSSON, hrl. Málflutningur — Fasteignasala Suðurgötu 4 — Sími 14314 Stúlka Rösk stúlka óskast nú þegar. Prentsmiðjan Viðey Byggingarlóð fyrir einbýlishús í Silfurtúni er til sölu. Byrjunar- framkvæmdir eru hafnar. Allar teikningar fyrir hendi og næturhitun samþykkt. Upplýsingar í síma 19417. íbúð óskast 4 herbergja í búð í Laugarneshverfi, Lækjunum eða við Kleppsveg óskast til leigu í 2 ár. Þrennt í heimili. Upplýsingar í síma 35385.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.