Morgunblaðið - 18.07.1961, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 18.07.1961, Blaðsíða 4
4 MORGVNBLAÐIÐ Þriðju'dagur 18. júli 1961 i i O aglegar SÍósfangaveiSHerSit Sjóstangaveiðin ht Simi 16676 Iðnaðai- eða geymsluhúsnæði til leigu nú þegar ca. 200 ferm að flatarmáli. Uppl. í síma 34550. Keilir h.f. íbúð Óska að taka á leigu 2ja— 3ja herb. íbúð, helzt með vinnuplássi fyrir léttan iðn að. Uppl. í síma 34775 í dag og næstu daga. Keflvíkingar Vel með farinn Silver Cross barnavagn til sölu. — Uppl. í síma 1868. Nýr og vandaður vatnabátur til sölu. Bátur- inn er 12 feta langur og er til sýnis að Vesturgötu 30. Uppl. í síma 34821. Keflavík — Njarðvík 4ra—5 herb. íbúð óskast til leigu. Uppl. í síma 1771. Strákahjól Vel með farið strákahjól óskast. — Hringið i síma 24641. Skellinaðra til sölu og sýnis. Sími 16394 Trésmíði Vinn allskonar trésmíði í húsum og á verkstæðum. - Hef vélar á vinnustað. Get útvegað efni. Sanngjörn við skipti. — Simi 16805. Þvottavél Westinghouse Laundromat þvottavél, sem ný til sölu Uppl. í síma 10199. Skúrbygging 50 ferm. bárujámsskúr til sölu og flutnings. Uppl. í síma 10199. 3ja—4ra herb. íbúð óskast til leigu sem fyrst. Einhver fyTirframgreiðsla. Uppl. í síma 18981. Reglusamur maður óskar eftir herb. í Voga-, Hlíða-, Laugarneshverfi. — Uppl. í síma 37963 eftir kl. 0. Búslóð auglýsir Klæðaskápar, — ljósir og dökkir. Búslóð h.f. Sími 18520 — á horni Skip- holts og Noatúns. Gylt armband tapaðizt 8. apríl s.l. Finn- andi vinsamlegast hringi í síma 33146. SiSdegisnæðál kl. 22:03. Slysavarðstofan er opin allan sólar- hringinn. — i-æknavörður L.R. (fyrlr vitjanir) er á sama stað frá kl. 18—8. Siml 15030. Holtsapótek og Garðsapótek eru opin alia virka daga kl. 9—7, iaugar- daga frá kl. 9—4 og helgidaga frá kl. 1—4. Kópavogsapótek er opið alla vlrka daga kl. 9,15—8, laugardaga frá kl. 9:15—4, helgid. frá 1—4 e.h. Simi 23100. Næturlæknir í Hafnarfirði 15.—22. júlí r Garðar Olafsson, sími 50126. Flngfélag íslands h.f.: — Millilanda- flug: Hrimfaxi fer til Glasg. og Kaup- mannahafnar kl. 08:00 í dag. Væntan- legur aftur til Rvíkur kl. 22:30 i kvöld. Gullfaxi fer til Glasg. og Kaupmh. kl. 08:00 í fyrarmálið. — Innaniandsflug 1 dag: Til Akureyrar (3), Egilsstaða, tsafjarðar, Sauðárkróks og Vestmanna- eyja (2). — Á morgun: Til Akureyrar (2), Egilsstaða, Hellu, Hornafjarðar, Húsavíkur, Isafjarðar og Vestmanna. eyja (2 ferðir). Eimskipafélag Reykjavíkur h.f.: ___ Katla er á leið til Frakklands. — Askja er í Riga. Loftleiðir h.f.: — Þorfinnur karls- efni er væntanlegur frá N.Y. kl. 09:00. Fer til Gautaborgar, Kaupmh. og Ham borgar kl. 10:30. Eimskipafélag fslands h.f.: — Brúar- foss er á leið tU N.Y. — Dettifoss er á leið til Rvíkur. — Fjallfoss er á leið til London. — Goðafoss fór frá Vest- mannaeyjum i gær til Akraness. — Gullfoss er á leið til Rvíkur. — I.agar- foss fer frá Rvík í kvöld til tsafjarðar. — Reykjafoss fer frá Hamborg í dag til Rotterdam. — Selfoss er 1 Rvík. — Tröllafoss er á leið til Ventspils. — Tungufoss fer frá Rvík á morgun til Isafjarðar. Skipaútgerð ríkisins: — Hekla er í Norðurlandaferð. — Esja kemur til Rvíkur i dag. — byrill er á Austfjörð- um. — Skjaldbreið er i Rvík. — Herðu breið er á Austfjörðum. — Jón Trausti fer frá Vestmannaeyjum kl. 22:00 í kvöld til Reykjavikur. Skipadeild SlS: — Hvassafell er i Onega. — Arnarfell er í Archangelsk. — Jökulfell fór 13. þ.m. frá N.Y. til Rvíkur. — Dísarfell losar á Austfjarða höfnum. — Litlafell er í oliuflutning- um á Austfjörðum. — Helgafell fer væntanlega i dag frá Gdansk til Ro- stock. — Hamrafell fer væntanlega frá Seyðisfirði á morgun til Rvíkur. Nýlega opinberuðu trúlofun sína ungfrú Guðný H. Jónsdótt- ir, afgreiðslumær, Langagerði 34 og Stefán B. Gíslason, bifreiða- stjóri, Framnesveg 33. Sl. laugardag opinberuðu trú- lofun sína Helga Skúladóttir, stud. art., Nökkvavogi 44 og Birgir Bragason, stud. jur., Kjart- ansgötu 2. ÁHEIT og CJAFIR Til f jölskyldunnar á Sauðárkróki, afh. Mbl.: — Jón Sigurðsson 1000 kr„ Tvær litlar systur 200; BSB 100; Krist inn Jensson 100; EG 50; Y 100; N 500; Aheit 100; Elinborg 20; NN 500; GG 500; Kristjana og Guðrún 5000; GK 25; BGÞ 150. Sólheimadrengurinn, afh. Mbl.: — GX afh. af Sigríði Guðmundsd., Hafn- arfirði 50 kr.; Frá skólastúlku 50. Lamaði íþróttamaðurinn, afh. Mbl.: — Aheit X 200 kr. Söfnin Bæjarbókasafn Reykjavíkur lokað vegna sumarleyfa. Opnað aftur 8. ág. Listasafn íslands er opið daglega frá kl. 13,30—16. Ásgrimssafn, Bergstaðastræti 74 er opið þriðjud., fimmtud. og sunnudaga frá kL 1.30—4 e.h. Minjasafn Reykjavíkurbæjar, Skúla túni 2, opið dagTega frá kl. 2—4 e.h. nema mánudaga. Þjóðminjasafnið er opið daglega frá kl. 1:30—4 e.h. Árbæjarsafn er opið daglega kl. 2—6 e.h. nema mánudaga. Listasafn Einars Jónssonar er opið daglega kl. 1:30 til 3:30. Tæknibókasafn IMSÍ (Xðnskólahús- inu, Skólavörðutorgi, er opið mánu- daga til föstudags kl. 1—7 e.h. Ameríska bókasafnið, Laugavegi 13, er opið kl. 9—12 og 13—18, lokað laug- ardaga og sunudpga. 1 MENN 06 = MŒFN!= 9r. Stikker t. DIBK STIKKER, fram- /æmdastjóri Atlantshafs- ( mdalagsins, er í stuttri heim ( >kn hér á landi. Hann tók , ð framkvæmdastjórastarfinu \ f Paul Henry Spaak í apríl- íánuði sl., er Spaak ákvað að 'ira í stjórnmálabaráttuna í ’elgíu á nýjan Ieik Dr. Stikker er Hollendingur, i ára að aldri. Hann er fædd r i Winschoten og varði loktorsnafnbót í lögum við áskólann í Groningen og 'arð fljótlega einn helzti >anka- og fjármálamaður ands síns. v Árið 1935 var hann orðinn yfirbankastjóri Twentsehe bankans í vesturhluta Hol- lands, en þetta er einn öflug- asti banki landsins. Skömmu síðar yfirgaf hann bankann og gerðist framkvæmdastjóri Heineken’s bjórverksmiðj- anna, sem heimsfrægar eru. Síðustu árin fyrir stríðið fór hann víða um lönd til þess að skipuleggja dreifingarkerfi bjórverksmiðjanna, sem urðu eitt af stærstu fyrirtækjum Hollands undir hans stjórn. Hann varð formaður hol- lenzka atvinnurekendasam- Gunnlaugr háði geiraþing fyrir brúði, missti hann bæði lönd og líf, lægis bál og þar með vif, Helga hin væna Hrafni jafnan trúði. Gömul vísa um örlög Gunnlaugs ormstungu. bandsins og meðan á hernámi Þjóðverja stóð tókst hann á hendur miklar samningagerðir við verkalýðshreyfinguna, vann manna mest að því að útvega andspyrnuhreyfing- unni fé. Lagði hann einnig gnundvöllinn að samstarfs- nefnd atvinnurekenda og laun þega, sem orðið hefur mjög farsæl fyrir hollenzkt efna- hagslíf. Að styrjöldinni lokinni stofn aði Dr. Stikker frjálslynda- flokkinn í HoIIandi, tók sæti á þingi, og varð utanríkisráð- herra 1948. Gegndi hann em- bættinu í f jögur ár. Síðar varð hann sendiherra Hollands í London, til 1958, er hann varð fastafulltrúi Hollands hjá Atl- antshafsbandalaginu. Dr. Stikker er einn af þeim mörgu, er unnu að stofnun Atlantshafsbandalagsins, hann hefur verið mjög virkur í Efnahagssamvinnustofnun Evr ópu (OEEC), var um skeið forseti hennar. Óhætt er að fullyrða, að Dr. Stikker sé einn af dug- mestu stjórnmálamönnum Evr ópu, eindreginn og ötull bar- áttumaður frelsis og lýðræðis. Júmbó tók nú til óspilltra málanna að ferðbúa sig, því að lagt skyldi af stað strax í fyrramálið. Hvað á svo að taka með sér, þegar maður þarf skyndilega að bregða sér til Egyptalands? Júmbó velti því talsvert fyrir sér. Jú .... sólhjálm, tösku, byssu — og líklega bezt að hafa líka með sér fiskinet. Júmbó fannst nú, að hann væri dæmalaust glæsilegur — og eiginlega talsvert ógn- vekjandi! — En hvernig skyldi nú baksvipurinn á mér vera? hugsaði hann. Það var víst bezt að athuga það — og Júmbó ætlaði að ganga yfir að hinni hlið róluspegilsins. En til allrar óhamingju rakst byssan hans svo illa í spegilinn, að hann snerist við — og sló Júmbó niður. Og hann fékk ekki einu sinni að sjá, hve fíll getur dottið með miklum glæsi- brag! Jakob blaðamaður Eftir Peter Hoffman — Jakob .... Ég sá ykkur klifa Dauðatind! — Hvað ertu þá að gera hér, Scotty? Ég hélt þú værir á heim- leið til að vera fyrst með frásögn- ina af ferðinni okkar! — Ó .... hérna .... ég sá í kík- inum mínum að þið voruð í erfið- leikum, svo .... svo .... — Svo, Jakob, ef þú ekki kysslr stúlkuna, geri ég það!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.