Morgunblaðið - 18.07.1961, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 18.07.1961, Blaðsíða 20
ísl. listamenn sjá bls. 6. 158. tbl. — Þriðjudagur 18. júlí 1961 ÍÞRÓTTIR Sjá bls. 8 og 18. Mikil síldveiði út af Seyðisfirði HeildarafSiiin orllinn 576,430 mál og fn. MIKIL síldveiði var í gær út af Seyðisfirði, um 7 mílur út af Brimnesi. Strax og lygndi á sunnudag fóru bátarnir út til veiða, en megin hluti síldveiðiflotans er þarna nú. Blaðið hafði samband við Sigurð Kristjánsson hjá síldar- leitinni á Seyðisfirði seint í gærkvöldi, og sagði hann að bátarnir hefðu fengið í gær og fyrrinótt frá 1200 mála köstum niður í 300 mál. Það var mótorbáturinn Hrafn Sveinhjarnarson, sem fékk fyrstur síld, eftir að lygndi, á sjötta tímanum á sunnudag síðdegis. Síðan hefur verið látlaus sild, sagði Sigurður, en fólkið er orðið úrvinda við söltunina og verksmiðjurnar hafa ekki undan skipunum. Fjórtá.n skip biðu löndunar með fullfermi í gærkvöldi, og þannig er það á öllum suðurf jörðunum. Og enn er verið að kasta, sagði Sigurður, þótt tunnu- leysi sé og hvorki fólk né vélar hafi undan. Svartaþoka var á miðunum í gærkvöidi, en blæjalogn og bjuggust menn við áframhaldandi veiði. Norsku síldveiðiskipin voru nokkru dýpra en íslenzku bátarn ir, 15—30 mílur utar. Veiði var þar ofsaleg í gær og gærkvöldi, og var hæsti norski báturinn með 1300Óhektólítra. Eftirtaldir bátar voru með mestan afla í frá því kl. 8 að morgni 16. fram til hádegis í gær: Kristbjörg 800 mál, Stefán Árnason 1000. Kristján Hálfdáns son 550, Einar Hálfdáns 600, Bjarni 800, Gylfi 700 tunnur, og Vegagerðor- verkfallið hófst ú miðnætti VERKFALL það, sem miðstjórn ASÍ hafði boð- að hjá Vegagerð ríkisins hófst á miðnætti sl., þar sem samningar höfðu ekki tekizt, en enginn fundur var haldinn með deiluað- ilum í gær. Víðir 11. fór í gærmorgun með 1200 mál til Raufarhafnar og Hjelga RE með 1000 mál, og sama gerðu margir aðrir stórir bátar. Nokkuð af tunnum hefur borizt til Seyðisfjarðar frá Eyjafirði, en það eru dýrar tunnur, því það kostar jafnmikið að flytja þær þaðan á bílum og síldar- stúlka fær fyrir að salta hverja tunnu. — Tvær söltunarstöðvar eru á Seyðisfirði. Kl. 22 í gær- kvöldi hafði önnur þeirra, Strönd in, saltað 5203 tn og hin, Hafald- an, 4687 tn. Um 28 þús. mál hafa farið í bræðslu. í vikulokin var afli síldveiði- bátanna á svæðinu frá Langa- nesi til Dalatanga, en síldargang an færðist nær landi er líða tók á vikuna, 224.564 mál og tunn ur (í fyrra 61.197), en heildar- aflinn er orðinn sem hér segir: í salt, upps, tn. 264,963, en var á sama tíma í fyrra 40,702 tn. í bræðslu, mál: 300,233, en var á sama tíma í fyrra 371.013 mál. í frystingu, uppm. tn. 11.234 tn, en var é sama tíma í fyrra 5.552 tn. Útflutt ísað 0, en var í fyrra 834. Samtals eru þetta 576.430 mál og tunnur, en var í fyrra 418.101 mál og tunnur. Vitað var um 215 skip ( í fyrra 246) í vikulokin, sem höfðu feng ið einhvern afla og af þeim höfðu 208 skip (í fyrra 213) aflað 500 mál og tunnur eða meira. Á öðr- um stað í blaðinu er skrá yfir þau skip. Aflahæst eru þessi skip: Víðir II. Garði 11468 mál og tunnur, Ólafur Magnússon EA 9457, Har- aldur AK 9016, Guðbjörg Ólafs- dóttir 8894, Heiðrún Bolungar- vík, 8824, Guðmundur Þórðarson RE 8180. Þessi mynd var tekin úr þyrilvængju varnarliðsins af súlubyggðinni í Eldey. — Sjá nánar frétt á bls. 2. Pilti bjargað irá drukknun Hafði verið Vi tíma á sundi AKRANESI, 17. júlí. — Sl. laugardag sýndu tveir feðg- ar, Sigurður Þorvaldsson og Andri sonur hans, Heiðar- braut 5 hér í bæ, frábært snarræði, er þeir björguðu 18 ára gömlum pilti frá drukkn- un í Syðra-sundi. Nánari atvik eru þau að á laug ardagsmorgun reru Vésteinn Vé- steinsson, til heimilis á Laugar- braut 16, á kajak sínum frá hafn- argarðinum út fyrir Suður-flös og ætlaði inn í Lambhúsasund. Úti fyrir því miðju eru boðar og sker og leggur öldur frá boðun- um, jafnvel í blíðskapar veðri. Kajaknum hvolfir Þegar Vésteinn var kominn á LJ Þróttar deilan SÁTTANEFNDIN boðaði til fundar með samninga- nefndum Vörubílstjórafél. Þróttar og vinnuveitenda í gærkvöldi kl. 20,30. Um kl. IIV2 hafði blaðið sam- band við fundarmenn og spurði, hvort fundur myndi standa lengi, og fékk það svar, að svo myndi lík- lega ekki verða. Þjóöverjar viöur- kenna 12 mílurnar Oska sömu takmörkuðu veiðiréttinda og Bretar A F U N D I I utanríkismálanefnd sl. föstudag skýrði utanríkis- ráðherra frá því að Vestur-Þjóðverjar hefðu farið fram á sömu takmörkuðu veiðiréttindi hér við Iand innan 12 mílna fiskveiði- takmarkanna og Bretum hafa verið veitt til þriggja ára. Teldi ríkisstjórnin rétt að við þessari ósk yrði orðið gegn því að Þjóð- verjar viðurkenndu 12 mílna mörkin og síðustu útfærslur á grunnlínum. Utanríkismálanefnd samþykkti með 3 atkvæðum gegn tveimur atkvæðum Framsóknar og komm únista að mæla með því að við þessari ósk yrði orðið. Ekki hef- ur ennþá verið gengið frá sam- komulagi um þetta. Tíminn og Þjóðviljinn blása sig upp af þessu tilefni sl. sunnu dag og láta, sem þeim komi væntanlegt samkomulag við Þjóðverja mjög á óvart. í vetur þegar lausn fiskveiðideilunnar var í deiglunni fullyrtu þó leið- togar kommúnista og Framsókn- ar að svipað samkomulag myndi gert við Þjóðverja og þá var ákveðið að gera við Breta. — Munu og flestir hafa gert ráð fyrir að slikt samkomulag yrði gert við Vestur-Þjóðverja, sem eiga við okkur mikil og hag- kvæm viðskipti. Þess má einnig minnast að þeir gerðu enga til- raun til þess að beita okkur of- beldi er reglugerðin um 12 mílna fiskveiðitakmörkin var sett. Mbl. er kunnugt um að ósk Svía um að njóta sömu réttinda og samið var um við Breta hef- ur einnig verið til umræðu í ríkisstjórninni. Ekki munu vera líkur til að við henni verði orðið. Kommúnistar og Framsókn armenn ættu að hafa vit á að forðast að hefja umræð- ur um fiskveiðideiluna að nýju. Yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar telur að ríkis- stjórnin hafi haft farsæla for- ystu um lausn hennar. kajaknum inn á Syðra-sund, hvolfdi honum í öldugangnum. Greip Vésteinn þegar sundtökin, er honum hafði tekizt að losa sig frá kajaknum, en skreið síð- an upp á hann aftur og reyndi að róa honum á hvolfi, en varð að gefast upp við það, Og greip þá sundtökin aftur. Víkur þá sög- unni til 10 ára gamals bróður hans, Viðars að nafni. Hann hafði horft á eftir bróður sínum frá hafnargarðinum, en var nú kom- inn vestur í Lambhúsasund til að taka á móti honum, en sá þá ekkert til ferða hans. Greip hann þá óró og ótti, Og hljóp hann til Andra, sem var að mála trillubát sinn, og sagði honum, að hann sæi hvergi til bróður síns. Vésteinn á sunði Andri lét ekki segja sér þetta tvisvar, setti vélina í bátnum óð- ara í gang og renndi að bryggju- stúf, sem þarna er. Þar var fyr- ir Sigurður faðir hans, og stökk hann út í bátinn til sonar síns. Síðan brunuðu þeir feðgar út á Syðra-sund og fundu kajakinn mannlausan. En nokkru nær landi sáu þeir til Vésteins á sundi Og veifaði hann til þeirra. Þeir stímuðu þegar til hans og innbyrðu hann. Hann hafði reynt að komast upp á sker, sem er þarna nærri, en orðið að gefast upp vegna frá- kastsins. Hélt hann sér á sundi á bakinu, en hann er mjög góður sundmaður. Samt var nokkuð af honum dregið, sem er ekki furða, þar sem hann hafði verið um hálfa stund á sundi. Enn eftir aðra hálfa stund var hann bú- inn að jafna sig og varð ekki var við nokkur eftirköst. Viðar litli bróðir hans, sem hafði átt þátt í björguninni, var ósköp feginn að heimta þannig bróður sinn úr helju. — Oddur. Borað eftir gulli Bergur Lárusson á Klrkju- bæjarklaustrí hefur í hyggju að athuga nánar flak það, sem hann fann austur á söndum, er hann fór þangað að leita Indíafarsins fræga, en þá urðu tæki hans vör við málm niðri í sandinum á þeim stað sem skipið gæti hugsanlega verið. Með Bergi austur fer Gunn- ar Böðvarsson, verkfræðingur, er ætlar að hafa meðferðis lítinn bor, sem notaður er til að bora í gegnum laus jarð- Iög, til að athuga þykkt á yfir borðslögum. Ætla þeir að vita hvort ekki er hægt að kanna með bornum hvað er þarna í sandinum. HERAÐSMÓT Sfálfstæðismanna ■ Austur-Skaftafells- sýslu 22. júlí HÉRAÐSMÓT Sjálfstæðismanna í Austur-Skaftafellssýslu verður haldið að Mánagarði, Hornafirði, laugardaginn 22. júlí kl. 20.30. Á móti þessu munu þeir Gunnar Thoroddsen, f jár- málaráðherra og Sverrir | Júlíusson, útgerðarmaður, flytja ræður. || Flutt verður óperan Rita eftir Donnizetti. Með hlut- verk fara óperusöngvararnir Þuríður Pálsdóttir, Guðm. { Sverrir Guðjónsson og Guðmundur Gunnar Jónsson og Borgar Garðars- son, Ieikari. Undirleik annast F. Weisshappel, píanóleikarL Dansleikur verður um kvöldið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.