Morgunblaðið - 18.07.1961, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 18.07.1961, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐ1Ð Þriðjudagur 18. júlí 1961 Utg.: H.l Arvakur Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessep, Eyjólfur Konráð Jónsson. Lesbók: Arni Óla, sími 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgieiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 45.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 3.00 eintakið. UGGUR I NOREGI SÆNSKUR hernaðarsérfræð ingur hefur látið þá skoð- un í ljós, að Rússar muni hafa í hyggju að auka mjög hernaðarviðbúnað sinn við Norður-íshaf og Atlantshaf. Sovétríkin hafi þegar eflt kafbátaflota sinn í Norður- höfum geysilega og munu þau nú hafa þar um 150 stóra kafbáta. Ennfremur séu rússneskir togarar búnir ýmiss konar hernaðartækjum og annist hernaðarnjósnir fyrir Sovétríkin. I norskum blöðum hefur orðið vart vaxandi uggs vegna heræfinga Rússa á Norður-Atlantshafi. Er auð- sætt að Norðmenn telja aukna hættu vofa yfir landi sínu og þá sérstaklega Norð- ur-Noregi, þar sem landa- mæri Rússa og Norðmanna eru nú sameiginleg á all- löngu svæði. Það sætir vissulega engri furðu, þótt stóraukinn hem- aðarviðbúnaður Sovétríkj- anna á þessum slóðum veki óróa og ugg meðal þeirra þjóða, sem næstar em. All- ur heimurinn veit, að eng- ia hinna friðsömu þjóða Norðurlanda hyggur á árás á Sovétríkin eða nokkurt annað land. Þessar þjóðir eiga þá ósk heitasta að fá að lifa í friði óáreittar, og halda áfram uppbyggingu landa sinna. Áhugi Norður- landaþjóðanna hefur fyrst og fremst beinzt að því að byggja upp fullkomin og réttlát þjóðfélög. En því miður dugar ekki friðaráhuginn einn til þess að tryggja nokkurri þjóð frið og öryggi. Það sannaði síð- asta heimsstyrjöld m. a. þjóð um Norðurlanda. Rússar réð- ust á Finna í upphafi styrj- aldarinnar og sökuðu þá um að hafa haft árás á Sovét- ríkin í undirbúningi. Var það auðvitað hin herfilegasta blekking og hin mesta fjar- stæða. Finnar hvorki gátu né vildu ráðast á hið rússneska stórveldi. Vorið 1940 hernámu naz- istar síðan Danmörku og Noreg. í svipaðan mund her- námu Bretar ísland. Þannig höfðu allar Norðurlandaþjóð- irnar nema Svíar dregizt inn í heimsstyrjöldina. Allar höfðu þessar þjóðir þó lýst yfir hlutleysi sínu »n í því var ekkert skjól. Það er á grundvelli þessar- ar reynslu sem íslendingar, Norðmenn og Danir hafa gengið í varnarbandalag hinna vestrænu þjóða. Entil- gangur þess og takmark er eingöngu sá, að koma í veg fyrir styrjöld, viðhalda friði og öryggi í heiminum og tryggja jafnframt sjálfstæði og frelsi þeirra þjóða, sem í samtökunum eru. Svíar hafa hins vegar ekki gengið í Atlantshafsbanda- lagið. En þeir hafa vígbúizt af hinu mesta kappi og má óhikað fullyrða að þeir séu sú af Norðurlandaþjóðunum, sem mestan vamarviðbúnað hefur haft. Vegna nálægðar sinnar við Sovétríkin hafa Finnar hins vegar ekki getað tekið þátt í varnarsamtökum vestrænna þjóða. En engir þekkja Rússa betur en Finn- ar, sem háð hafa við þá hverja styrjöldina á fætur annarri. Hin finnska smáþjóð hefur mætt árásum hins austræna stórveldis af ein- stæðu hugrekki og hetju- skap. Heræfingar Rússa á Norð- ur-lshafi og Norður-Atlants- hafi eru enn ein aðvörun til hinna friðsömu þjóða Ev- rópu. Það eru ekki aðeins Norðmenn, sem hafa ástæðu til að ala ugg í brjósti vegna útþenslu- og hernaðarstefnu Rússa. Öll Evrópa stendur frammi fyrir þeirri ógnun, sem í henni felst. VEGAVINNU- VERKFALL TFjEGAR þetta er ritað eru *■ horfur á að vegavinnu- verkfall sé að hefjast hér á Suð-Vesturlandi. Mun það að sjálfsögðu hafa í för með sér ýmiss konar vandræði, svo sem tafir á nýbyggingu vega og nauðsynlegu viðhaldi. Á það hefur verið bent, að kommúnistar í stjóm Alþýðu sambands Islands hefðu feng ið heimild til þessarar vinnu stöðvunar hjá Vegagerð rík- isins á fölskum forsendum. Þeir hafa haldið því fram, að Vegagerðin vildi ekki ganga að sömu sámningum og Dagsbrún hefur gert við vinnuveitendur. Sannleikur- inn í málinu er hins vegar sá, að Vegagerð'in hefur frá 1. júlí sl. greitt vegavinnu- mönnum kaup í samræmi við hina nýju samninga. Það hef- ur ekki staðið á henni að ganga að því samkomulagi. Það sem komið hefur í veg fyrir samninga milli Vegagerðarinnar og vega- vinnumanna, er hins vegar það, að Alþýð<usambandið hef ur sett fram allt aðrar og meiri kröfur. Það hefur krafizt þess að vegagerðar- Rússneski flotinn gengur nœst þeim bandaríska „Dagens Nyheder" rœðir flcfastyrk Russa í tilefni œfing> anna á Atlantshafi að undanförnu FLOTAÆFINGAR Rússa á Norður-Atlantshafi, sem und anfarna daga hafa einkum farið fram á hafinu milli ís- lands og Noregs, hafa víðar vakið sérstaka athygli en hér heima, og hefir talsvert verið skrifað um þær í erlend blöð. — Sl. föstudag birtist t. d. grein um flotaæfingarnar — og flotastyrk Rússa almennt — í Kaupmannahafnarblað- inu Dagens Nyheder, og fer hún hér á eftir í lauslegri þýðingu. — Greinarhöfundur Sverdlov-beitiskip, sem tekið hefir þátt í flotaæfingunum austan IsUnds að undanförnu. Slík skip eru nú talin burðarás rússneska flotans — ásamt kafbátunum. \ (E-sen) Ieggur áherzlu á, að æfingar þessar undirstriki það, hve sovétstjórnin virð- ist nú telja flotann hernaðar- lega mikilvægan, en allt fram yfir heimsstyrjöldina síðari hafi hann verið álitinn lítil- vægasti hlekkurinn í vörn- um Rússa. Greinin í Dagens Nyheder fer nú hér á eftir í heild. Árásar-æfingar í þann mund sem Krúsjeff tilkynnir, að herstyrkur Sovét- ■ i laaiBaaaiMims |»m ?. ■,1 > • r ý *jl|p" i 5r’ i Einn hinna hraðskreiðu tundurspilla, sem tekið æfingunum. Rússar leggja nú mikla áherzlu á skipa, sem ná allt að 40 hnúta siglingahraða. hafa þátt í smíði slíkra mundi leiða 10—12% raun- veruleg kauphækkun, þannig að heildarkauphækkun þeirra yrði ekki 11—12%, heldur allt að 24% þegar í stað. Af slíkri kauphækkun hlyti hins vegar að leiða verulegan samdrátt vegaframkvæmda í landinu. Það er vissulega illa farið, ef vegaviðhald og nýbygg- ingar vega tefjast verulega vegna verkfalls um hásum- arið. Framleiðslan til sjávar og sveita á mikið undir því komið að vegirnir séu greið- færir og að áfram sé haldið að bæta vegasambandið milli einstakra byggðarlaga og landshluta. RÚSSAR BORGA BRÚSANN 1*AÐ hefur vakið mikla at- menn fái frítt fæði, en af því j * hygli, að Rússar hafa „óbeðið“ sent Dagsbrún hálfa milljón íslenzkra króna að gjöf. Samkvæmt upplýsing- um frá Dagsbrún nægir þessi upphæð til þess að borga allan kostnað Dagsbrúnar af verkfallinu. Er það merki- leg tilviljun, að Rússar senda nákvæmlega þá upphæð, sem greidd var úr vinnudeilu- sjóði félagsins! Þeir fylgjast vel með því sem gerist á íslandi þarna austur í Moskvu. Það er ekki ólíklegt að þeir hafi ein- hverja trygga og trausta trún aðarmenn, sem láti þá fylgj- ast vel með því sem hér ger- ist. Og auðsætt er það að Rússum finnst það ómaksins vert að borga herkostnað kommúnista við hin pólitísku verkföll, sem undanfarið hafa verið háð hér gegn efnahags- legri viðreisn í landinu. ríkjanna verði efldur og sam- tímis því, að hernaðarleg og pólitísk spenna á alþjóðavett- vangi hefir farið vaxandi vegna Berlínardeilnanna, er sovézki flotinn um það bil að ljúka um- fangsmestu æfingum, sem hann hefir efnt til á friðartímum. Æf- ingar þessar hafa farið fram á Norður-Atlantshafi, og hefir þar greinilega verið lögð mest á- herzla á árásartækni á hinum stóru, opnu höfum. — Æfing- arnar hafa staðið nokkrar vik- ur, og má nú sennilega vænta þess, að hluti rússneska flota- styrksins haldi brátt um Stóra- Belti til hafna sinna við Eystra- salt, en önnur skip úr flotan- um munu svo hverfa til Mið- jarðarhafs og hafnanna við ís- hafið. — Búizt er við, að tals- verður hluti hinna stærri beiti- skipa verði látinn halda sig í höfnum á norðurströnd Rúss- lands, en þaðan er greiðari gang ur til Atlantshafs en í gegnum Stóra-Belti. ÍC Polaris — yfirburðir vesturveldanna Auk hinna stærri flotaein- inga, hafa margir tundurspillar, aðstoðar- og birgðaskip, kafbát- ar og aðrar tegundir skipa tek- ið þátt í æfingunum- Flota- styrknum var skipt í tvær meg- indeildir. Önnur deildin hélt beint til Ishafsins, en hin kom að sunnan, gegnum Ermarsund, og hélt norður með Skotlandi — sem árásarfloti. Þessi deild sam- einaðist svo Ishafs-deildinni til sameiginlegra „varna“ Norður- Atlantshafsins, Barentshafs og Norður-lshafsins. Þessar aðgerðir Rússa eru sér- staklega athyglisverðar vegna þess, að þetta er í fyrsta sinn, sem vitað er um svo víðtækar æfingar rússneskra herskipa — og vegna þess, að allt skipulag æfinganna hefir sýnilega miðazt við árásaraðgerðir. — Nokkur Framh. á bls. 19

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.