Morgunblaðið - 18.07.1961, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 18.07.1961, Blaðsíða 16
16 MORGVNBLAÐIÐ Þriðjudagur 18. júlí 1961 Skyndibrúðkaiip Renée Shann: 28 hringja til þess að spyrja þig hvort þú hefðir fengið bréf frá John nýlega. Ég fékk reglulega bréf frá Robin til að byrja með, en í seinni tíð hef ég ekkert feng ið svo að ég er farin að verða dálítið óróleg. Joan flýtti sér að svara: — >ú hlýtur að vera það. Ég frétti næstum daglega frá John. — Og hefur kannske gert all- an tímann? — Já, það hefur verið eina huggunin mín allan þennan tíma. Júlíu varð illt við. — Hvað er langt síðan þú 'hefur fengið bréf? spurði Joan. — Það fara að verða sex vikur. — Það er nokkuð langt, en þú skalt nú samt ekkj verða óróleg því að líklega er einhver fullkomilega eðlileg skýring á þessu. Júlía sagðist viss um. að svo hlyti að vera. Hún gaf Joan einhver óljós loforð um að hitta hana bráðlega og lagði síðan frá sér símann. Síðan sat hún og starði út í bláinn, og tók að spyrja sjálfa sig hvað hefði getað komið fyr- ir. Hvers vegna hafði Robin ekki skrifað henni? Gat það verið af því að tilfinningar hans til henn ar hefðu tekið einhverjum breyt- ingum? Sú hugsun skelfdi hana. En jafnvel þó svo væri, mundi hún geta hugsað til þess að venjast því? Og hún vissi mætavel, að það mundi hún ekki geta. Þegar af þeirri ástæðu, að það gat ekki legið til grundvallar fyrir þögn Robins. Hún yrði að treysta á tryggð hans og ást. Og hafði hann kannske ekki sjálfur varað hana við því. að svo gæti farið, að bréf bærust óreglulega frá honum? Og eins og Joan hafði verið að segja áðan, þá gat ein- ■ t-.'- /. .' ''ftýnnizt Servis • - og þér kaupib $en//s þi/ottauél. .Jfekía i| •'* Alisturstræti 14 *. *. ýSími Í1S87 : C- Tj Fiem °9 • • |á ser — Ertu vitlaus maður? Þetta er ekki botnlanginn, þetta er litli fingurinn á mér! hver einföld ástæða legið til þess arna. XIII. Frú Fairburn leit á börn sín við matborðið, næsta laugardags morgun og spurði hvert þeirra yrði heima í kvöldmat. — Ekki ég, sagði John. — Ætlarðu nú að fara að hitta einhverja stelpu? — Já, mamma. Frú Fairburn dokaði við, og var sýnilega að velta því fyrir sér, hvort hún gæti bannað syni sínum þetta, en svo virtist hún komast að þeirri niðurstöðu, að til þess hefði hún ekkert vald. — En þið tvær? spurði hún dæturnar. — Ég fer út, sagði Sandra. — Og ég líka, svaraði Júlía. — >ú líka, Júlía? Röddin var undrandi og hneyksluð. — >ví ekki það? — Kannske ekki af neinni sér stakri ástæðu, en mér finnst bara skrítið að vera úti á þeyt- ingi, ef þú ert eins hrædd um Robin og þú segir. — Vertu nú ekki með þessa vitleysu, mamma, sagði Sandra. — Ef Júlía er hrædd, þá væri það eitt næg ástæða til þess að vera úti á þeytingi, eins og þú kallar það. Lionel kom að sækja hana klukkan hálfsjö. >au ætluðu að hitta Joan og Stephen um kvöld ið, og skemmta sér almennilega saman, öll fjögur. í fyrstunni hafði Júlía reynt að koma sér hjá því, og hafði sagt Lionel, að hún væri alls ekki viss um, að hún vildi neitt vera að fara. En Lionel, sem vissi nú orðið um Ikvíða hennar í sambrandi við Röbin, hafði kveðið öll mótmæli hennar niður og haldið því fram, að hún gætj ekki annað verra gert en sitja heima og halda að sér höndum, og þess vildi Robin alls ekki óska henni. Frú Fairburn tók mjög vin- gjarnlega móti honum. Hún hafði séð hann nokkrum sinnum, og nú duldist Júlíu ekki, að móðir hennar var mjög hrifin af hon- um. — Skemmtu þér nú vel, elsk- an, sagði hún við Júliu og kys^ti hana að skilnaði. — Ég skal koma henni óskaddri heim og sjá um, að hún komi ekki mjög seint, sagði Lionel. — Það er allt í lagi. Mér þykir vænt um, að hún getur kom- izt eitthvað út að skemmta sér. Júlía steig upp í bílinn og hugsaði með sér, að eitthvað hefði nú gamla konan breytzt í skapinu síðan um morgunverð- inn, og tók að hugleiða óstöðug leik mannshugans. Síðan óku þau af stað í rökkurbyrjun. — Allt .í lagi, Júlía? — Já, já. — Ég hef verið með lífið í lúkunum allan daginn, að J>ú myndir kannske hætta við allt saman. — Það vantaði minnst , að ég gerði það. — Þá varstu skynsöm að hætta við þá vitleysu. Reyndu nú að varpa frá þér áhyggjunum í kvöld, og ásetja sjálfri þér að skemmta þér vel. Hún reyndi það eftir föngum, þar eð hún vissi, að þetta væri gott ráð. Og aðalatriðið var, að hún vissi — enda hafði hann marg endurtekið það síðustu dag ana — að Robin vildi, að hún færi út að skemmta sér. Eftir því sem á kvöldið leið, hugs- aði hún með sér, að hún hlyti að hafa meiri viljastyrk en hennj hafði áður dottið í hng. því að hún var raunverulega að skemmta sér, og það vel. Þau fóru á einn skemmtistaðinn eftir annan og aðra eins staði hafði hún aldrei áður komið á. Þetta var eins og ríkisbubbar væru að rekja helztu skemmtistaði borgarinnar. Enda virtust þeir báðir vera ríkir menn, Stephen og Lionel. Loksins var farið í næturklúbb. Lionel lét svo um mælt, að þeir væru búnir að vera svo lengi að heiman, að þeir yrðu að bæta sér það al- mennilega upp. JÓan sagði við Júlíu, frammi í fatageymslunni: —- Nú ættu mennirnir okkar að sjá okkur, en samstundis iðraðist hún orð- anna, og bætti við í afsökunar- tón: — Fyrirgefðu, Júlía mín, ég mundi ekki, hvað þú hefur miklar áhygjur. — Það er allt í lagi. Ó, guð minn, ef ég gæti farið inn og hitt Robin hérna með Stephen og Lionel: Joan hló við. — Þá er ég nú hrædd um, að Lionel yrði fljótt að láta sig hverfa. — Það mundi hann líka gera, hugsaði Júlía. Og eftir því sem hún þóttist vera farin að þekkja hann, mundi hann gera það með góðu og af fúsum vilja. Því að, hvað sem tilfinningum hans kynni að líða, þá var hann al- gjörlega óeigingjarn, þegar hún var annars vegar. Þau fengu nú eitthvað að borða og drekka og dönsuðu svo ofurlítið og öll höfðu þau orð á því, hvað það væri leiðinlegt, að kvöldið væri bráðum liðið. — Við skulum endurtaka þetta og það fljótt, sagðj Stephen. Hann leit á úrið sitt. — Nú dettur mér nokkuð í hug. Ég þekki stað þar sem við getum fengið flesk og egg. — Nei, svaraði Júlía einbeitt- lega. — Nú fer ég heim, hvað sem þið kunnið að gera. Þau slitu ’því samkvæminu, enda þótt þeim þætti það leitt. Joan ætlaði að gista hjá vin- konu sinni inni í borginni, og þau Stephen fóru í leigubíl. Lio- nel opnaði bíldyrnar fyrir Júlíu. — Ég hef nú hálfgerða sam- vizku af því að vera að flækja þér svona langt út úr borginnl á þessum tíma sólarhrings, sagði hún. — Þú gætir aldrei flækt mér of langt, sagði (hann. Það veiztu. En ættum við ekki að skreppa til Edinburgh? — Nei, þakka þér fyrir. Göturnar voru manntómar, svo að þeim miðaði vel áfram. — Hefurðu skemmt þér vel, Júlía mín? í hálfrökkrinu og þokunni hélt gæsasteggurinn að flug- brautin væri stöðuvatn. Hann varð of seinn að forða fjöl- skyldunni sinni litlu frá glamp- andi flugbrautinnL J — Heyrðu, Mac, sjáðu! —Komdu .... Við fáum gæsa I Hópur af gæsum hefur rotazt | steik í kvöldverð! I þarna! — Ágætlega. Þetta hefur ver- ið dásamlegt kvöld. — Með allri virðingu fyrir Stephen, þá skulum við verða tvö ein næst. Mér var að detta í hug á laugardaginn kemur —• — Við skulum ekki fara neitt að ákveða það fyrirfram, Lionel. Ég vil heldur sjá hverju fram vindur. — Allt í lagi, hjartað mitt! — Hjartað mitt. Og hún sem var búin að venja sig við, að hann kallaði hana elskuna. Jæja, það var víst ekki mikill munur á. Eða var það kannske? Það var bara hreimurinn í rödd hans, sem gerði hana dálítið órólega. Og í þetta sinn stöðvaði harin bílinn spölkorn frá húsinu. Hann slökkti á vélinni og horfði á hana. — Ég hef verið að bíða eftir því allt kvöldið að segja þér, hvað þú ert falleg. Þessj hvíti kjóll .... ó, Júlía. Ég hef nú gert mitt bezta til að haga mér eins og maður .... en .... já, þú hlýtur að sjá, hvað ég elska þig. Hún hallaði sér til að opna dyrnar, og hugsaði ekki um ann- E’ð en aðeins að komast út. Svona mátti Lionel ekki tala við hana. Lionel ____og áður en hún vissi hafði hann faðmað hana að sér og kysst hana. Hún vissi, að hún átti að verja sig fyrir þessu, og vildi líka gera það. En stundar- kom var eins og allan mátt drægi úr henni og hún gat ekki varið sig. — Ó, Júlía, þú ert svo yndis- leg^ .... Á einni svipstundu komst hún til sjálfrar sín. Hún reif sig lausa og stökk út. Hún hljóp á eftir henni og stóð nú fyrir fram- gHUtvarpiö Þriðjudagur 18. júlf 8:00 Morgunútvarp (Bæn: Séra Tng- ólfur Ástmarsson. — 8:05 Tón- leikar. — 8:30 Fréttir. — 8:35 Tónleikar. — 10:10 Veðurfr.). 12:00 Hádegisútvarp. — (Tónleikar. — 12:25 Fréttir og tilk.). 12:55 ,,Við vinnuna”: Tónleikar. 15:00 Miðdegisútvarp (Fréttir. — 15:05 Tónleikar. — 16:00 Fréttir og tilk. — 16:05 Tónleikar. — 16:30 Veðurfregnir). 18:30 Tónleikar: Þjóðlög frá ýmsum löndum. 18:55 Tilkynningar. 19:20 Veðurfregnir. 19:30 Fréttir. 20:00 Tónleikar: Gina Bachauer leik- ur tvö píanóverk ftir Liszt: a) Ungversk rapsódía nr. 12 1 cis-moll. b) Funérailles. 20:20 Erindi: Endurminningar Attlees (Vilhjálmur P. Gíslason útvarps stjóri). 20:45 Tónleikar: Sellókonsert í a-moll op. 129 eftir Schumann. Sviato- slav Knushevitski leikur með Borgarhljómsveitinni í Prögu. Vaclav Smetacek stjórnar. 21:10 Úr ýmsum áttum (Ævar R. Kvar an leikari). 21:30 Kórsöngur: Drengjakór Dóm- kirkjunnar í Regensburg (Reg- ensburger Dompatzen) syngur þjóðlög. Theobald Schrems stj.), 21:45 íþróttir (Sigurður Sigurðsson). 22:00 Fréttir og veðufregnir. 22:10 Lög unga fólksins (Jakob Möll- er). — 23:00 Dagskrárlok. Miðvikudagur 19. júlí 8:00 Morgunútvarp (Bæn: Séra Ing- ólfur Astmarsson. — 8:05 Tón- leikar. — 8:30 Fréttir. — 8:35 Tónleikar. — 10:10 Veðurfr.). 12:00 Hádegisútvsfrp. — (Tónleikar, — 12:25 Fréttir og tilk.). 12:55 ,,Við vinnuna**: Tónleikar. 15:00 Miðdegisútvarp (Fréttir. — 15:0S Tónleikar. — 16:00 Fréttir og tilk. — 16:05 Tónleilkar. — 16:30 Veðurf regnir). 18:30 Tónleikar: Óperettulög. 18:55 Tilkynningar. 19:20 Veðurfregnir. 19:30 Fréttir. 20:00 Fjölnismaðurinn Konráð Gísla- son; — dagskrá, sem Aðalgeir Kristjánsson cand. mag. tekur saman. Flytjendur auk hans: Sveinn Skorri Höskuldsson og séra Kristján Róbertsson. 20:50 Frá Musica Sacra-tónleikum f Laugarneskirkju 11. maí sl. — Kirkjukór Laugarneskirkju syng ur undir stjórn Kristins Ingvara sonar, Árni Arinbjarnarson leik- ur á orgel og Kristinn Hallsson syngur einsöng. 21:40 Sendibréf frá Eggerti Stefáns- syni: Frá Bonn fæðingarstað Beethovens. (Andrés Björnsson flytur). 22:00 Fréttir og veðurfregnir. 22:10 Kvöldsagan: „Ósýnilegi maður* inn" eftir H. G. Wells IV. (Indriði G. Þorsteinsson rith.). 22:30 „Stefnumót í Stokkhólmi": Nor* rænir skemmtikraftar flytja göm ul og ný lög. 23:00 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.