Morgunblaðið - 12.08.1961, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 12.08.1961, Qupperneq 2
2 MORGVIVBLAÐIÐ Laugardagur 12. ágúst 1961 ' I Forsætisraðherrann, sem sveik allt Segir nú að halda beri „samninga við kjósendur" l TILVERA lýðræðislegs þjóð- félags byggist á samningum. Samningar r ýmsum myndum eru grundvöllur lýðræðisskipu lagsins. Kosningar eru samn- ingar milli frambjóðenda og kjósenda. Þá samninga ber stjórnmálamönnunum að halda. Hvaða maður var það sem mælti þessi orð? Hann heitir Hermann Jón- asson. Það er maðíurinn, sem sumarið 1956 myndaði vinstri stjómina. Þá lofaði hann kjós- endum því að létta af þeim sköttum, lækka dýrtíðina, út- rýma verðbólgunni, leysa öll efnahagsvandamál í samræmi við óskir verkalýðssamtaka og launþeganna, tryggja land- inu farsæla og samhenta ríkis- stjóm, sem stjórnaði fyrst og fremst með hagsmuni „almúg- ans“ fyrir augum. Hvemig hélt Hermann Jón- asson þennan „samning við kjósendur“? Þannig að hann lagði 1200 millj. kr. í nýjum sköttum á ári á þjóðina enda þótt laun- þegasamtökin hefðu sagt að aldrei mætti leysa vandræði bjargræðisveganna með nýj- um skattaálögum. Hann hleypti verðbólgunni lausbeizl aðri eins og óargadýri á al- menning. Dregið var að mikl um mun úr verklegum fram- kvæmdum, m.a. var rafvæð- ingaráætlunin svikin og stór- lega dregið úr raforkufram- kvæmdum í sveitum. Gengi isl. krónu var stórfellt, en sú ráðstöfun var dulbúin með víð tæku styrkja- og uppbóta- kerfi. Ekkert samráð var haft við verkalýðssamtökin um þessar ráðstafanir í efnahagsmálum, enda var niðurstaðan sú að þing Alþýðusambands tslands neitaði að framlengja líf vinstri stjórnar Hermanns Jón assonar í nokkrar vikur með- an lokatilraun væri gerð til þess að ná samkomulagi innan stjórnarinnar um nýjar ráð- stafanir í efnahagsmálunum. Þegar þannig var komið neyddist Hermann Jónasson til þess að lýsa því yfir frammi fyrir alþjóð, að innan stjómar hans væri engin samstaða um úrræði til þess að leysa vand- ræðin. Þar væri hver höndin uppi á móti annarri. Að svo búnu sagði Hermann Jónasson af sér og vinstri stjórninni. Hann hafði þá svikið öll þau fyrirheit, sem hann gaf i kosn ingunum 1956 og við myndun vinstri stjórnarinnar þá um sumarið. Nú kemur þessi maður og segir á fundi í Framsóknar- félagi Reykjavíkur: Það má ekki svíkja samninginn við kjósendur! Stjórnmálaflokk- um ber að efna fyrirheit sín! Getur íslenzka þjóðin tekið minnsta mark á orðum þessa manns? Sannarlega ekki. Forsætis- ráðherra vinstri stjórnarinnar sveik allt. Hann sveik alla samninga sína og fyrirheit við kjósendur, önnur en þau að reyna í lengstu lög að ein- angra Sjálfstæðisflokkinn í ís lenzkum stjómmálum. Það fyr irheit sitt reyndi hann í líf og blóði að halda. En kjósend- urnir, almenningur í landinu, tók ráðin af honum. Getuleysi hans sjálfs, svik hans á öllum samningum og vantraust ísl. kjósenda sópuðu honum og vinstri stjóra hans burtiu og fengu Sjálfstæðisflokknum for ustuuna. Traust þjóðarinnar á forsætisráðherra vinstri stjórn arinnar hefur ekki aukizt síð- an. Það er þvert á móti alltaf að minnka. Verða riú að rœsa fram Vaðlaheiði Land milli sjávar og heiðar á þrofum á Svalbarðsströnd I Svalbarðsstrandarhreppi við Eyjafjörð er sennilega bezt nýtt jörð á íslandi, en þar em á 14 kílómetra löngu svæði 30 býli. Jóhamr?s Laxdai hreppstjóri í Tungu leit inn á skrifstofur Mbl. í gær og skýrði nokkuð frá bú- skap bænda i Svalbarðsstrandar- breppi. Að eins eru 14 km endanna á milli í hreppnum, en á þessu svæði eru 30 bændur, og hefur hver bóndi 15,2 hektara af túni til jafnaðar. Miðað við 1960 er heyuppskeran 870 hestar af töðu á hvert býli, en engjar hafa ekki verið nýttar hin síðari árin. Skepnur allar lifa á ræktuðu landi, utan sauðféð þrjá mán- uði á sumri. Til jafnaðar hefur hver bóndi 15 kýr og fimm geld- neyti, og er mjólkurinnlegg hvers bónda 35,600 lítrar til jafn- aðar á s. 1. ári. Tekjur bænda af fjárbúskap eru 1% lamb, eða 23 kg af kjöti eftir ána. Mikil kartöflurækt er á Sval- Harður árekstúr í Norðurárdal Kona skerst í andliti BORGARNESI 11. ágúst. — Um klukkan fimm síðdegis á fimmtu daginn varð harður árekstur milli bílanna R 10625 og E 375 í svonefndu Hvammsleiti fyrir neðan Hvamm í Norðurárdal, en þarna er afleit blindbeygja. Er Reykjavikurbíllinn suarhemlaði t- hann varð vur ferða hins bílsins, vildi svo óbeppilega til að farangursgrlnd á þaki bilsins losnað, og rann fram af þakinu, þannig að hún byrgði ökumanni sýn. Rákust bílarnir á, og með þeim afleiflingum afl farangurs- i grindin kastaðist á rúðu Akranes bílsins, og braut hana. — Kona bilstjórans á Akranesbíln- um, Margrét Einarsdóttir skarst illa í andliti við áreksturinn. Læknir og sjúkrabíll voru kvaddir til frá Borgarnesi. og komu þegar á vettvang. Gerði læknirinn að sárum Margrétar, sem síðan var flutt í sjúkrabíln- um á sjúkrahúsið á Akranesi til frekari aðhlynningar. Þess skal getið, að vegurinn er mjög viðsjárverður á þessum slóðum, blindhom með kletti á aðra hönd en Norðurá á hina. Hafa orðið þarna margir slæmir árekstrar. — Hörður. barðsströnd, og var meðalfram- leiðsla kartafla á býli um 200 tunnur s. 1. ár. Ræst fram í heiðinni Nýting landsins verður að telj- ast mjög góð, enda er nú svo komið, að mörg býli hafa rækt- að hvern skika neðan girðingar er skiftir heimalöndum og afrétti og verða nú að fara að ræsa fram x heiðinni sjálfri. Búaukningin verður því í framtíðinni að byggj ast á ræktun heðalandanna. Skurðgrafa vann í hreppnum s. 1. ár og í sumar og væntanlega verður hún búin með eina umferð um sveitina nú í haust. Er þá grafið í heiðalöndum, og annars- staðar lokið framræslu heima- lands. Skurðgröfuna á ræktunar samband Svalbarðsstrandar og Grýtubakkahrepps, og með henni vinnur Vilhelm Þórarinsson, einn snjallasti skurðgraftrarmaður landsins. Ræktunarsambandið á einnig tvær beltavélar, sem vinna hjá bændum, en þeirra eigin véla kostur er nú orðinn mjög góður, tvær dráttarvélar á bæ og tæki við þær hin fullkomnustu til ræktunar túna og garða, og til heyskapar. Súgþurkun á heyi er á flestöllum jörðunum. Ekki lítur vel út með sprettu garðávaxta í sumar, en getur þó úr rætzt, ef ekki koma frost til skaða fyrir miðjan september. — Vopnahlé Frh. af bls. 20. byrjaði, hefði ýmsum aðgerðum þjóðernissinna — allt frá vopn- uðum árásum til skemimdar- verka af ýmsu tagi — farið fjölg andi og þær orðið að meðaltali 37 á sólarhring í stað tuttugu áð- ur. Fyrstu viðbrögð Frakka. Ákvörðunin um að binda enda á vopnhléð eru fyrstu viðbrögð, sem franska stjórnin tekur opin- berlega, eftir að slitnaði upp úr viðræðum fulltrúa hennar og als írskra þjóðernissinna við Evian, en það var í síðastliðnuim mán- uði. A NA /S hnúiar / SV 50hnútar ¥ Snjókoma 9 Ú6i 7 Skúrir lí Þrumur mitit Kuklatkil ^ Hihski! H.Hmt | L‘I * * * * & LœgB | Lægðin yfir Grænlandshafi hreyfðist fremur hægt ANA í gær, en ný lægð SV af Græn landi fylgdi á eftir, og eru því horfur á, að sunnanáttin haldizt áfram. Ekki hefur hún þó fært Norðlendingum þurrk ennþá, en ágætt veður var á síldarmiðunum í gær. Allmik- ið þrumuveður var yfir Ermar sundi á leið Loftleiðavélar, sem var á flugi til Luxemburg. Úlóöur maður raskar friði á Hveravölium Þ Ó T T viða hafi verið róstu- samt úti um land á þeim stöð- um, þar sem ferðalangar gista í sumarferðum sínum, hafa þó sæluhús Ferðafélags Islands hingað til verið friðhelgur griðastaður þeirra, sem vilja njóta sumarleyfisins í kyrrð og næði. Út af þessu brá þó í vik- unni, þegar drukkinn maður spillti næturró fjölda manns í sæluhúsi félagsins á Hveravöll- i^m. —. Að kvöldi miðvikudags 9. ágúst hafði margt fólk tekið sér gistingu í sæluhúsinu. Þar voru 10 Englendingar, 2 Þjóðverjar, tvenn hjón með börn sín (ann- ar eiginmaðurinn enskur), tvær stúlkur frá Ferðaskrifstofu rík- isins, sem áttu að undirbúa mót- töku gesta á vegum skrifstof- unnar daginn eftir, og bílstjóri frá skrifstofunni. Auk þeirra voru tveir íslenzkir menn, og var það annar þeirra, sem spillti næturró ferðalanganna. Hinir tveir síðastnefndu héídu sig í herbergi yfir eldhúsinu. Kl. 3 um nóttina vakna aðrir gestir við talsverðan hávaða úr herbergi þeirra. Var annar þeirra með drykkjulæti, skamm aði félaga sinn blóðugum skömmum og lamdi í þilin, en hinn reyndi að róa hann. Ágerðist hávaðinn smám sam- an, og varð kvenfólkið hrætt, vegna þess að sá drukkni spurði sífellt um eldspýtur og leitaði að þeim, svo að sumir óttuðust að hann ætlaði að kveikja í. Einn Islendinganna fór nú upp og reyndi ásamt félaga hins ölvaða að róa hann, en ekki tókst þeim það. Heimtaði hann nú hástöfum vín, kvenfólk og eldspýtur, og hafði um það stór orð og ill. Kvenfólkið var nú orðið órólegt, enda vissi ein stúlknanna til þess, að. hinn drukkni gat orðið mjög ill- skeyttur með víni. Kom hann ofan í eldhúsið og hélt þar áfram ferlegum drykkjulátum, sem stöðugt jukust. Var honum einkum í nöp. við félaga sinn, sem gerði allt, sem í hans valdi stóð til að sefa hann. Að lokum var ástandið orðið slíkt, að ákveðið var að færa manninn út fyrir. Gerði það íslendingur. Þar gerðist maðurinn algerlega ölóður og reyndi að brjótast inn í húsið aftur. Er ekki að orð- lengja þá ljótu sögu, að í einn og hálfan tíma urðu margir menn, íslenzkir og útlenzkir, að glíma við manninn og halda honum. —. Menn skirrtust I lengustu lög við að ganga hart að honum, en reyndu að róa hann með vatnsböðum og um- tali, en ekkert dugði. — 1 áflogunum tókst manninum, sem er heljarmenni að burðum, að losa framtönn úr félaga sín- um og rífa föt hans. Að þessum tíma loknum, var svo dregið af manninum, að hægt var að troða honum inn í eigin bíl, og þar sofnaði hann um síðir. Þar lá hann til hádegis næsta dags, og urðu ekki frekari spell að honum. Það er óneitanlega slæmt, að einum manni skuli takast að „terrorisera“ heilan hóp frið- sælla ferðamanna, innlendra og erlendra, og leiðinlegt, að sá at- burður skuli hafa orðið í sælu- húsi F.Í., sem ávallt hefur tek- izt að halda húsum sínum „hreinum". Fimm tíma umferðar- teppa á Vaðlaheiði Akureyri í gærkvöldi. Á FIMMTA tímanum í dag fór stór vöruflutningabíll frá Reykja vík út af veginum við Geldings- árbrú í vestanverðri Vaðlaheiði, en bíllinn flutti 6—7 tonn af rör- um og járni, sem átt.u að fara til Seyðisfjarðar. Skagaði bíllinn inn á veginn, og tafðist umferð um heiðina til klukkan rúmlega tíu í kvöld. Vöruflutningabíllinn var að mæta bíl við brúna, er vegar- brúnin gaf skyndilega eftir. Stóð bíllinn þar fastur og skagaði hálfur út á veginn, þannig að að- eins minnstu bílar komust fram ihjá. Ekki tókst að ná bílnum upp fyrr en klukkan rúmlega tíu í kvöld, og safnaðist fyrir fjöldi bíla, sem ekki komst framhjá. Tveir stórir trukkar og kranabíll voru fegnir til að draga vöru- fiutningabílinn upp. Voru festir vírar í hann, og héldu trukkarnir við, þannig að bíllinn ylti ekki, en kranabíllinn lyfti honum síðan upp á veginn. Þegar fréttaritari Mbl. kom að um tíuleytið biðu 26 bílar við brúna, ýmist á austur eða vest- urleið. Þar á meðal var Húsa- víkuráætlunarbíllinn, með alla sína farþega, og hafði hann þó lagt upp frá Akureyri klukkan fjögur. — St. E. Sig.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.