Morgunblaðið - 16.08.1961, Qupperneq 8
8
MORGVTSBLAÐIÐ
MiðviKudagur 16. ágúst 19i
Áfram veginn
ÞAÐ þótti í eina tíð mikil virð-'
ing að vera bílstjóri, engu minni
en nú þykir að vera flugstjóri
— þó hann kunni að missa ljóm-
ann fyrir geimfaranum innan
tíðar.
Það var litið upp til þeirra,
sem stjórnuðu bílnum, þessu
tækniundri, stigu öruggt á „high“
og „low“ og bremsuðu þegar
það átti við — fyrir utan stýr-
ishjólið sjálft og alla takkana,
sem handleika varð.
Það var þá, fyrir 25 til 30 ár-
u>m, sem margan unglinginn
dreymdi um að verða bílstjóri,
þó í draumnum væri varla falið
að eignast sinn egin Kadilakk
eða 10-hjóla trukk.
Nú er bíllinn að verða nauð-
syn og bílpróf ekkert til að þykj-
ast af — frekar vekur það at-
hygli ef einhver hefur ekki bíl-
próf.
Hjá mörgum er bíllinn orðinn
gagnslaust gaman, hjá öðrum
fordild eða þægilegur ávani. Sá
hópur er þó fjölmennur, sem
hefur bílinn að atvinnutæki, og
þá verður aksturinn á stundum
ekki gaman eitt, og athyglin,
sem bíl og bílstjóra er veitt, er
oftast fyrir meintar ávirðingar í
umferðinni. *
★
Fyrr röskum 30 árum var Ólaf-
úr Ingibersson, ungur maður,
duglegur og áræðinn, að ljúka
bílprófi, s*m var númer 56 í
Gullbringu og Kjósarsýslu hann
var þá 17 ára og fékk undanþágu
til að keyra uppskipunarbíl fyrir
föður sinn. Síðan var haldið á-
fram, þegar aldur og réttindi
leyfðu og lögð áherzla á lang-
ferðir — vöruflutninga til og frá
Reykjavík. Nú hefur Ólafur Ingi-
bersson eingöngu stundað þá
flutninga í 25 ár samfleytt og
ekið 300 sinnum að meðaltali á
ári hverju, á milli Keflavíkur
og Reykjavikur ásamt ótal hring-
um á báðum leiðarendum — það
svarar til 40 þúsund kílómetra
á ári eða liðlega hringinn í kring-
um jörðina — á þessum 25 árum
hefur Ólafur ekið miljón kíló-
metra, fram og aftur um þenn-
an sama vegarspotta, og er þá
ekki talið með þó hann skreppi
aftur í bæinn að kvöldi, til að
sjá spennandi kappleik eða þess
háttar. — Ef Ólafur hefði stýrt
út í gei-minn fyrir 25 árum væri
hann búinn að fara sem svarar
þrisvar sinnum til tunglsins. —
Margt getur hent á langri leið,
þó hún sé farinn um sama veg-
inn — þessvegna er rabbað við
Óla Ingibers, á meðan yngstu
krakkamir tína pakka og pjönk-
ur af stórabílnum inní Ingimund-
arbúð, svo er setið í að næstu
búð, og Ólafur spurður um
hvemig þetta mikilvæga þjón-
ustustarf, — vöruflutningar til
og frá Keflavík — hafa þróast
gegnum þessi liðnu 25 ár.
— Ég byrjaði á þurrum bein-
um og dragnótafiski og svo til
baka vörur fyrir verzlanirnar og
einstaklinga. Fastar daglegar
ferðir komust ekki á fyrr en
1935, en nú eru þær orðn-ar
fleiri.
— Það var mikil vinna við
þessa flutninga, bílstjórinn vann
við hleðslu og losun, það voru
20 krónur fyrir hausa og fisk
inneftir, en 12 krónur fyrir tonn-
ið suður og komst niður í 8 krón-
ur. — Nú er venjulegt flutn-
ingsgjald 240 krónur á tonn og er
alltaf að smáhækka.
— Hvernig var starfsdagurinn?
— Oft var hann nokkuð lang-
ur. Þegar ýsu var smalað á ver-
tíð til flutnings inní Reykjavík,
því þangað fór öll ýsan, þá var
byrjað að safna þegar fyrsti bát-
urinn var búinn að gera að, sem
var oft ekki fyrr en um 7 til 8
leytið og m síðaflH ekki búinn
fyrr I «1 2 urgl #*tina. Þá
varð ftt taggja M fyuA inneftir
klukkan 5, því ýsan varð að
yera komin inneftir um 7 leytið
til sölu í bænum.
— Það var sjaldan minna en
2 tímar hvora leið, þá var vegur
inn mjór og hlykkjóttur og víða
lítið sléttari en hraunið í kring,
og svo varð að bíða og bakka á
annari hverri beygju. —
— Hvernig var svo vöruflutn-
ingunum frá Reykjavík hagað
og vörusöfnun þar?
— Ég fékk fullar hendur af
miðum, með skilaboðum og pönt-
unum og sendiferðum í allar átt-
ir. Stundum átti ég sjálfur að
ráða innkaupum á ótrúlegustu
hlutum, allt frá saumamaskínu-
nálum uppí hjónarúm. — Það
var kallað til mín — Kauptu
fyrir mig, Óli — Mig vantarl
Ólafur Ingibersson og fjölskylda — Marta Xeitsdóttir kona hans og 10 mannvænleg börn. V
í vagniniim ek ég...
Milljón kílómefrar milli Kefla-
víkur og Reykjavíkur
— Eitt dekk kostar nú tvö bílverð. Ólafur Ingibergss. við bílinn.
— Hvernig hefur gengið að fá
bíla til endurnýunar?
— Sæmilega vel að fá leyfin
með aðstoð margra góðra manna,
bæði í Keflavík og á meðal þeirra
sem leyfin veita, en þegar leyf-
in voru fengin tóku aðrir örðug-
leikar við — að afla síhækkandi
krónutölu — og 10 barna faðir
hefur ekki mikinn afgang eða
lánstraust — það var helst Guð-
mundur minn í Sparisjóðnum,
sem leit á krakkana sem merki
um dugnað, sem hægt væri að
treysta og hljóp oft undir bagga.
— Einusinni borgaði Elías Þor-
steinsson út fyfir mig einn bíl-
inn — það var 1941 — það kom
sér vel og ég gat borgað það
aftur.
— Jú, það þarf að hafa stór-
an bíl fyrir stóra fjölskyldu. Sá
elsti af okkar 10 börnum er nú
orðinn 26 ára og við Marta sam-
anlagt 93 ára — þetta eru dugn-
aðar krakkar, sem ég er ánægður
með, enda ekki alin upp við
neitt dekur eða lúxus. — Við
bjuggum í 19 ár á loftinu í þrem
ur herbergjum undir súð — við
voru einusinni 7 í sama herberg-
inu — en nú er ég talinn eiga
Miðtún 1, gamla íbúðin kæmist
fyrir í stofunni þar!
— Hefurðu ekki lent í erfið-
leikum í þessum 7500 ferðum hér
á milli?
— Jú stundum, þegar snjór og
ófærð var á veginum. Ég hefi|
verið lengst á leiðinni innanað.
í 24 tíma — þá var vestan rok
og bylur. Við vorum nokkrir í
samfloti og urðum að gista á
Ströndinni til og frá. — Það var
í febrúar 1936, sem ég átti kulda-
lega ferð. Ég fór frá Keflavík
seint um kvöld í suðaustan roki
°g byl. Ég var þá með hrogna-
tunnur, sem þurftu að komast í
skip og var þetta önnur ferðin
þann daginn. Ég komst við ill-
an leik innundir Hvaleyrarholt,
og þar stoppaði bíllinn, eftir að
hafa í 5 tíma þrælazt allar vetr-
arbrautir og útí hraun. Unglings-
drengur var með mér þessa ferð
og urðum við að ganga þar frá
bílnum — þá var okkur kalt. —-
Ég vakti upp mann við Illu-
brekku í Hafnarfirði, sem ég vissi
deili á — það var Sigurður Valdi-
marsson smiður. Ég hafði keyrt
lítilsháttar fyrir hann áður — og
þar var okkur tekið eins og glat-
aða syninum forðum. —
Oft hefur maður verið 8 til 10
tíma á leiðinni og oft gist í tukt-
húsinu í Hafnarfirði — ekki sem
fangi — heldur sem hrakinn og
veglaus ferðamaður sem skotið
var skjólshúsi yfir. —
— Á þessum 25 árum hefi ég
sem betur fer aldrei farið útaf,
ekki hvolft eða valdið slysum á
öðrum. — Ég hefi nefnilega ver-
ið svo lánsamur í lífinu bæði
heima og að heiman. —
— Hvernig hafa viðskiptamenn
irnir verið hér í Keflavík?
— Þeir hafa allir verið prýði-
legir. Sumir hafa skammazt, þeg-
tappa í vask, svo sem sona stór-
an — Ég á afmæli á morg-
un, kauptu fyrir mig —Stund-
um sögðu þessar líka fallegu
frúr, — viltu gera svolítið fyrir
mig, Óli? — Nú þetta er mín
vinna og ég vil gera það sem
ég get. Þeir eru orðnir ótrúlega
margir staðirnir, sem ég hefi átt
erindi til. — Ég kynntist mörg-
um góðum strákum í afgreiðsl-
iim heildverzlananna, en nú eru
þeir flestir orðnir heildsalar sjálf
ir og segja nýjum afgreiðslu-
mönnum að láta hann Óla taka
eða hitt. —
Útgerðarmennirnir voru stund
um erfiðir. — Ég borðaði oftast
á Vik og það vissu allir — þeir
þurftu svo oft á ýmsu að halda
og þá var kjötsúpan orðin köld,
þegar símtölunum var lokið —
sama sagan er heima — en það
væri gaman að fá að borða og
hlusta á fréttirnar — þá má
byrja að hringja!
— Hvað ertu búinn að eiga
marga bíla?
Þeir eru orðnir 6. Fyrsti bíllinn
var tveggja tonna Cervolett GK
78, hann kostaði 3500 krónur —
en nú kostar eitt dekk á þennan
bíl 7 þúsund krónur, eða tvö
bílverð.
★ DökkhærS Bardot
BRIGITTE Bardot hefur
breytt um háralit og er hár
hennar nú aftur orðið svart
— til mikillar armæðu fyrir
marga Bardotaðdáendur. Um
þessar mundir er frúin að
leika í nýrri mynd í Genf,
sem nefnist ,,Einkalíf“. Hinn
breytti háralitur hennar gerir
það að verkum að hún getur
gengið um götur bæjarins óá-
reitt af forvitnum vegfarend-
um, og lögregluliðið, sem var
henni til verndar, fékk frí.
Margir spá því að stjarna
Brigitte sé farin að fölna og
rólegri dagar séu í vændum
hjá hinni frægu, frönsku
kvikmyndadís.
ÞESSI 22ja ára gamla fegurð
ardís er sögð eiga framtíð
fyrir sér í brezkum kvikmynd
um. Ástæðan: Hún er fyrir-
taks fyrirsæta og var meðal
annars uppáhaldsfyrirsæta
Armstrong-Jones. Nafn henn-
ar er Bethy Rogan.