Morgunblaðið - 16.08.1961, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 16.08.1961, Qupperneq 13
Miðvik’udagur 16. ágúst 1961 MORCTJTÍ^LAÐIÐ 13 Snæbjörn Jónsson: Utgáfur Forn- ritafélagsins rr Ekki þarf ég að geta þess að langt mál mætti skrifa um lýti algeng á frágangi í ísl. þókum en ekki finnanleg í útgáfum Forn- ritafélagsins (t. d. punktafargan- ið á eftir upphafsstöfum og róm- verskum tölum). Það ætla ég þó ekki að gera, því að nú er það Ihlutverk mitt að finna að, en ekki að hrósa, nema þar sem ekki verð ur hjá því komist. Samt vil ég drepa á tvennt; ekki af hjarta- gæzku eða sérstaklega kristilegu hugarfari, heldur til þess að gefa nýrri aðfinnslu dálítinn þyngd- arauka. Við þekkjum það helzt til vel að þegar vísað er í textan- um til neðanmálsgreinar, þá telja prentarar okkar það sáluhjálpar- atriði að tilvísunartalan (eða merkið) sé í sviga, og þetta hafurtask birtist svo á ný neðan- máls. En ég hefi enn í dag aldrei fyrirfundið svo stórfróðan prent- ara að hann gæti sagt mér hvað sviginn ætti að tákna; hitt sáu (þeir vonandi allir, rétt eins og ég, hve þetta lýtti. Annað er það, að þó svo að það ætti að kosta heims endi, vilja þeir ólmir og upp- vægir hlaða einskonar túngarð á milli texta og neðanmálsgreinar, setja þar veglegt strik, láta það meir að segja ná þvert yfir síð- una þegar höfðingsskapur þeirra er sem mestur. Ég held satt að segja að kjörorð prentara okkar sé að halda sitt strik, vera í hætt- unni stór, en þó einkum og sér- staklega fyrri liðurinn. Enginn þeirra gat nokkru sinni frætt mig um merkingu eða gagnsemi þessa ljóta striks. Þessar gersemar vantar með öllu í bækur Fornritafélagsins — Og bættur sé skaðinn. En ekki hafa hinir vísu feður viljað fella á sig þann grun að þeir væru byltingarmenn, sem ef til vill hugsuðu sér að setja hér á lagg- irnar konungsstjórn, og þar með neyða okkur til að stofna nýjan lýðveldisflokk, rétt eftir að sá skammlífi sálaðist á sokkabolun- um. Þeir héldu því í annað sem var ákaflega íslenzkt. Ef svo ber undir að bók sé hér með síðutitli sem ekki er altítt og mun þykja gera opnuna óþarf- lega svipmikla, þá leggja prentarar okkar mikla járnbraut sem nær allt frá austri til yzta vestur þvert yfir opnuna, en fyrir Ofan og norðan þá bifröst er settur síðutitillinn. Ljótt er þetta að vísu, fjarskalega ljótt, og eng- inn er sá af konunni fæddur sem sagt geti um gagnsemi brautar- teinsins. „En höfuðsökin er, því má ekki gleyma, það er innlent hér heima“, sagði Dofri kóngur, ef Hannes flutti það rétt á milli. Þetta er rammíslenzkt, Og því var sjálfsagt að Fornritafélagið héldi því við. Ekli get ég að því gert að ósköp finnst mér það óviðkunn- anlegt að verða að leita efnis- yfirlits bókarinnar aftanvið re- gistur, en líklega nær það engri átt að átelja slíkt, og fróðir menn munu heldur en ekki þykjast geta stungið upp í mig með því að segja að altítt sé slíkt hjá Dönum og Norðmönnum. Og hvað þarf þá framar vitnanna við? Það er bara á þessu sá litli hængur sem ég hefi áður drepið á, að þessar merku þjóðir eru ekki til fyrirmyndar um bóka- gerð. Ég ætla að þetta muni verða nefnt reiðilestur; það heiti hefir verið haft um svo margt sem ég hefi skrifað — skrifað vitanlega árangurslaust, en vildi nú samt ekki að ég hefði óskrifað látið, því það friðaði samvizkuna. En nú skal ég bráðum fella seglið; það er aðeins eitt atriði sem ég verð enn að minnast á, en það er veigamikið atriði. Nafn Halldórs Hermannssonar er nefnt hér að framan, og aftur vil ég nefna það. Hann var einn hinn mesti ágætis- og afreksmað- ur síns tíma, og ég hygg því að góðum mönnum þyki hans seint of oft getið — að því tilskildu að nafn hans sé ekki lagt við hé- góma. Og verði mér aldrei að ég geri svo. Aldrei hefir nokkur ís- lendingur, fyr né síðar, betur kunnað það en Halldór Hermanns son að gera bók vel og hagan- lega úr garði; ég er ekki alveg viss um að í þeirri grein hafi hann átt sinn jafnoka íslenzkan. Hann glímdi þar við erfið hlut- verk. Það er kunnara en frá þurfi að segja að í hátt á fjórða ára- tug gaf hann út hið fræga rit- safn sitt „Islandica“, og með hverju einasta bindi þessara „Islandica“ sinna vann hann sama málefninu og Förnritafélag ið með sínum (ég hika ekki við að segja það) ómetanlegu útgáf- um. En nú skulum við virða fyrir ökkur hvorartveggja bækurnar Cg sjá hvað Halldór, einyrkinn, gerir, en Fornritafélagið með sinni marghöfðuðu stjórn hefir ekki haft hugsun á að gera. Með hverju bindi „Islandicu" er að finna skrá yfir áður út kom- in bindi, en með engu þeirra fimmtán binda fornritanna, sem komin eru, finnum við neinar slíkar leiðbeiningar, og má það kostuleg ráðsmennska kallast. Hver vill tölum telja það fjár- hagstjón sem ætla má að félagið hafi beðið við þetta? Við getum, ef okkur líkar, sleppt að ræða málið frá hlið lesendanna, en ekki eru það lítil óþægindi sem þeim eru bökuð með því að eiga hvergi kost á að kynna sér fyrir- hafnarlítið hvað út er komið á hverjum tíma. Og vegna þeirra skilst mér að félagið sé þó til orðið. Oft er á það minnst, hve seint það gangi að koma ritunum út; af 35 bindum, sem gert var ráð fyrir í fyrsta áfanganum séu nú, eftir að félagið hefir verið til 1 aldarþriðjung, komin út 15 bindi. Snæbjörn Jónsson. Ekki skal því neitað að æskilegt hefði það verið að verkinu hefði miðað hraðar áfram, og miklu mundi þá salan hafa orðið örari, ef komið hefði út, við skulum segja eitt bindi á ári að jafnaði. En mikinn mannafla hefði þurft til slíkra afkasta, og það ætla ég að stjórn félagsýis hafi reynzt það full-torsótt að fá unnið þetta sem búið er að koma í fram- Síðari hluti ( kvæmd. Það er seinunnið verk að gefa út fornritin í svo vinnu- frekri útgáfu sem þessari, og mundu þó fáir vilja vægja til í kröfunum um nákvæmnina. En það er hörmulegt að ekki skuli vera unnt að gera útgáfustarfið að aðalstarfi þeirra er það vinna, í stað þess að þeir verði að vinna það í tómstundum aðeins. Þetta er í rauninni svo fráleitt að það nær ekki nokkurri átt. Einhverja aðra útvegi verður að hafa þegar fornhandritin eru komin heim, því ella bíður okkar ósegjanleg þjóðarháðung á alþjóðlegum vett vangi. Þetta sér væntanlega hver sá maður, sem óskerta sálarsjón hefir. Aldrei hefir mér sviðið sárar þetta tómstunda-fyrirkomu lag en síðan í hittiðfyrra að 14. bindið kom út. Ekki fyrir að það sé svo merkilegt; það geymir nokkrar hinna ómerkustu sagn- anna. Það er fyrir hitt, hve ágæt- lega sögurnar í því eru út gefnar, svo að bindið er eitt hinna fremstu fyrir þá sök. Og það hefir gefið út nýr maður, vænt- anlega ungur, Jóhannes Halldórs son, sem enginn hefir getað frætt mig neitt um fram yfir það, að hann starfaði á skrifstofu Alþing- is. Ég vildi óska að honum að skaðlausu yrði hann tekinn alger lega burt úr starfi sínu þar (og get ég þó unnt skrifstofunni góðra starfsmanna) og hann sett- ur ævilangt til þess að gefa út eitthvað af þeim þúsundum hand rita sem við eigum og ónotuð liggja, hrópandi á nýta menn til þess að ávaxta þjóðinni fjár- sjóðu genginn kynslóða. Ekki mundi mér koma til hug- ar að fara að gera hér skrá yfir þær sögur, sem Fornritafélagið hefir þegar gefið út, ef það hefði haft mannrænu til þess að gera slíka skrá sjálft og fá henni stað þar sem hún á heima. En becra er að gera það hér en ógert sé lát- ið. Það er alltaf hægt að fletta henni upp í grein þessari, og ég er ekki alveg frá því, að ein- hverjum komi á óvart hve mikið er í rauninni búið að vinna. Ef talin eru með myndablöðin (en öllum hinum stærri uppdráttum algerlega sleppt) er síðutala um- ræddra fimmtán binda fast við 8000, og það verðum við að viður- kenna að sé ekki beinlínis smá- munir. En íslendingasögur þær, sem út eru komnar, stærri og smærri, eru þessar, og sjá menn að þær eru 65 að tölu (þeim til hagræðis er skrána nota, tel ég þær í stafrófsröð, og set bindis- töluna aftan við hvern titil): Auðunar þáttur vestfirzka VI Bandamanna saga VI Bjarnar saga Hítdælakappa III Brandkrossaþáttur XI Brands þáttur örva IV Draumur Þorsteins Síðu-Hallssonar XI Droplaugarsona saga XI Egils saga Skalla-Grímssonar II Eiríks saga rauða IV Eyrbyggja saga IV Finnboga saga ramma XIV Fljótsdæla saga XI Fóstbræðrasaga VI Gísla saga Súrssonar VI Gisls þáttur Illugasonar III Grettis saga Asmundarsonar VII Grænlendinga saga IV Grænlendinga þáttur IV Gull-Asu-Þórðar þáttur XI Gunnars saga Keldugnúpsfífls XIV Gunnars þáttur Þiðrandabana XI Gunnlaugs saga ormstungu III Halldórs þáttur Snorrasonar V Hallfreðar saga vandræðaskálds VIII Heiðarvíga saga III Hrafnkels saga Freysgoða XI Hrafns þáttur Guðrúnarsonar VIII Hreiðars þáttur X Hrómundar þáttur halta VIII Hænsna-Þóris saga III Hávarðar saga ísfirðings VI Jökuls þáttur Búasonar XIV Kjalnesinga saga XIV Kormáks saga VIII Króka-Refs saga XIV Laxdæla saga V Ljósvetninga saga X Njáls saga XII Odds þáttur Öfeigssonar VI Öfeigs þáttur Járngerðarsonar X Reykdæla saga og Víga-Skútu X Sneglu-Halla þáttur IX Stúfs þáttur V Svarfdæla saga IX Sörla þáttur X Valla-Ljóts saga IX Vatnsdæla saga VIII Víga-Glúms saga IX Víglundar saga XIV Vöðu-Brands þáttur X Vápnfirðinga saga XI Þorgríms þáttar Hallasonar XI Þorleifs þáttur1 jarlsskálds IX Þormóðar þáttur VI Þorsteins saga hvíta XI Þorsteins saga Síðu-Hallssonar XI Þorsteins þáttur Austfirðings XI Þorsteins þáttur stangarhöggs XI Þorsteins þáttur sögufróða XI Þorvalds þáttur tasalda IX Þorvarðar þáttur krákunefs VI Þórarins þáttur ofsa X Þórðar saga hreðu XIV Ögmundar þáttur dytts IX Ölkofra þáttur XI RAFRITVÉLA- eigendur athugið Oss er það mikil ánægja að tilkynna viðskiptavinum vorum, að innan skamms kemur til landsins sérmennt* aður maður í meðferð og viðgerðum á IBM rafritvélum. Hann kemur til með að starfa í sambandi við verk- stæði vort um nokkurra vikna skeið. Ef þér hefðuð einhver vandamál í sambandi við IBM rafritvél yðar, þá vinsamlegast hafið samband við skrifstofur vorar sem fyrst. Verkstæði; Laugavegi 11, Sími 18380 OTTO A. MICHELSEN IBM á ÍSLANDI Skrifstofur: Klapparst. 25- Sími 24202 -27 Svo eru Noregskonungasögur 1 Heimskringlu. Þær eru þessar: Fyrsta bindi: Prologus (Forspjall) Ynglinga saga — Hálfdánar saga svarta — Haralds saga hárfagra — Hákonar saga góða — Haralds saga gráfeldar — Ölafs saga Tryggvason- ar. Annað bindi: Ölafs saga ins helga Úr Ölafs sögu ins helga inni sér stöku. Þriðja bindi: Magnúss saga ins góða — Haralds saga Sigurðarsonar — Olafs saga kyrra — Magnúss saga berfætts — Magnússona saga —• Magnúss saga blinds og Haralds gilla — Haraldssona saga — Hákonar saga herðibreiðs — Magnúss saga Erlingssonar. Nú er ekki lengur um það bolla lagt hvort íslenzku handritin í Kaupmannahöfn muni eða muni ekki koma heim aftur til upp- runalandsins; nú áegjum við bara „þegar þau koma heim“, því eftir hina eindæma veglyndu meðferð þjóðþingsins danska á handrita- málinu, vitum við að það er í rauninni útkljáð, enda yfirgnæf- andi líkur taldar fyrir því, að enn þá höfðinglegra muni verða at- kvæði dönsku þjóðarheildarinn- ar. Þær einstöku raddir hér á landi, sem minnst hafa á sár vonbrigði, eiga sér engan hljóm- grunn í islenzkri þjóðarsál. Þar er nú ekkert til nema aðdáun á dönsku veglyndi og þakklæti til þeirrar þjóðar er við nú í raun Og sannleika lítum á sem bræðra þjóð. En þegar handritin koma, er okkur, eins og að var vikið hér að framan, svo mikill vandi á höndum að það er bein ham- ingjuraun hverngi okkur tekst að sanna okkur honum vaxna. Það feiknamikla átak sem Danir hafa gert hin síðari árin til þess að gera handrita-auðinn ^rðbæran eykur stórum á þennan mikla vanda okkar. Annars er nú tími til kominn að við látum Dani njóta fulls sannmælis í þessu máli og könnumst við að þeir höfðu áður mikið gert. Það starf er C. C. Rafn vann á sínum tíma var svo risavaxið að það bar frægðarorð íslands út um allan hinn menntaða heim, eins ög hann þá var. Þó að Rafn notaði mjög íslenzka starfskrafta þá breytir það engu. Og ósæmilegt er það ef ísland gleymir nokkru sinni nafni Kr. KSlunds, sem í rauninni helgaði íslenzkum bók- menntum allt sitt líf, vann það starf sem aldrei verður að fullu metið, og gaf að síðustu allar eigur sínar eftir sinn dag til þess að verki hans mætti verða fram haldið. En þó ég nefni hér aðeins þessi tvö nöfn, yrði seint að telja hin öll, sem rétt hafa til þess að munast, ýmist fyrir starf eða fjárframlög. öllum skynbærum mönnum mun það ljóst, að í útgáfustarf- semi verður nú að hefjast hjá Okkur alveg ný öld. Heiður þjóð- arinnar krefst þess. Og við verð- um að venja okkur af þeim búra skap að sjá ekkert út fyrir okkar eigin landsteina; við verðum nú að stofna til bókmenntalegra landvinninga — einu landvinning anna sem nokkur vitiborinn ís- lendingur getur látið sér til hug- ar koma. Og ég held að það væri hreint óráð að fresta upptöku starfsins þangað til handritin eru komin heim. Ég held að við eig- um hiklaust að hefja það þegar í dag. Og þá er það spurningin hans Matthíasar, hvar byrja skuli. Ég sé ekki að nú þurfi Braga til þess að leysa vandann: Við eigum að byrja á því að ljúka fyrsta áfang anum sem Fornritafélagið setti sér í öndverðu — 35-binda áfang- anum. Þetta er svo augljóst mál að ég held að jafnvel sundur- lyndis-þjóðin íslendingar (orðin eru Ilaralds Níelssonar) ætti að getz sameinast um það. En eigi að dútla við að handsetja þessi tuttugu bindi, sem enn vantar (núna þegar enginn kann lengur handsetningu svo, að hann geti skilað sómasamlegu dagsverki), þá er enn langt í áfangastaðinn. En við getum sjálfsagt eftirlátið ríkisprentsmiðjunni að leysa þann hnút. Grein þessi er að miklu leyti Frh. á bls. 17.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.