Morgunblaðið - 16.08.1961, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 16.08.1961, Blaðsíða 18
22 * THOnCVNBLABlÐ Miðvik'udagur 16. ágúst 1961 á Akureyri Akranes vann heimalibib 1:0 MENN íjölmenntu á völlinn á Ak ureyri á sunnudaginn, en þar léku íslandsmeistararnir af Akra nesi við heimaliðið. Leikurinn allur var heldur lélegur, einkum af hálfu íslandsmeistaranna, sem bó fóru með ósanngjarnan sigur af hólmi, 1:0. Sigur Akureyrar 3—1:1 hefði verið nær sanni. • Sigurmarkið Það var ekki fyrr en eftir 76 mínútna basl að Akurnesingum tókst að skora markið, sem færir þeim bæði sigur yfir Akureyring- um og gerir þá jafnframt jafn- háa KR-ingum að stigum, eða 15 stig eftir 9 leiki. Það var Jóhannes Þórðarson h. útherji, sem verður að teljast frumkvöðullinn að því marki. Jó- hannes kómst upp að markteig, lenti í hálfgerðum hrakningum með knöttinn í viðureign sinni við bakvörð og miðvörð Akureyr- inga, en fékk þó þvælt knettin- um til Þórðar Jónssonar, sem var í allgóðu færi við vítapunkt og skoraði örugglega án þess að Ein- ar Helgason, markvörður, fengi að gert. • Akureyringar óheppnir Ekki verður annað sagt en að Akureyringar hafi verið óheppn- ir, þó áttu þeir ekki nein sérlega opin færi, frekar en Akurnesing- ar, en hvað eftir annað lá við að þeir skoruðu, en oft varði Helgi Daníelsson með góðum úthlaup- um. Akureyringar héldu uppi pressu á Akranesmarkið fyrstu 15 til 20 mínúturnar og áttu mun meira í fyrr ihálfleiknum. Seinni hálfleikurinn var hins vegar nokkuð jafnari, þótt Akureyring- ar ættu sömuleiðis meira í þeim Jiálfleik. # Akranessheppni Það er ekki einleikið hvernig Akurnesingar sigla í gegn um all ar hættur í 1. deildarkeppninni. Hvað eftir annað hafa þeir sigr- að, eftir að hafa sýnt heldur lé- lega leiki og auk þess átt mun minna í leiknum en andstæðing- arnir. Og árangurinn: Akurnes- ingar munu leika hreinan úrslita leik við KR 10. september n.k. þar eð bæði liðin hafa nú 15 stig að 9 leikjum loknum. í liði Akraness bar á hinum skeggprúða fyrirliða, markverð- inum Helga Daníelssyni, sem er greinilega í framför í markinu og á eflaust eftir að ná sínum gamla styrk. Átti Helgi oft mjög skemtileg tilþrif og bjargaði hann liðinu frá tapi. Bakverðirnir áttu báðir nokkuð góð tilþrif, einkum Helgi, sem alltaf er harður í horn að taka. Hinn ungi miðvörður, Gunnar Gunnarsson, er enn ekki orðinn harðnaður í stöðunni og á roargt ólært. Sveinn Teitsson átti sæmilegan leik sem framvörður. Framlína Akraness má muna fífil sinn fegri. í henni mátti telja tvo leikmenn, sem gá*u hreyft sig svo nokkru næmi, það voru þeir Ingvar og Þórður Jónsson, hinir voru mjög íaufir og silalegir. # Aku?eyringa vantaði neistann Það var líkast því að Akureyr- inga vantaði „neistann", til að ikveikja í „sprengiefninu" sem liðið vissulega átti til. Akureyr- ingar sýndu oft mjög þokkaleg tilþrif og fyrst í leiknum jafnvel mjög skemmtileg. En það er ekki nóg að „spila góða knattspyrnu'. það eru mörkin sem telja, og með því að skora ekki og fá eitt heldur lélegt mark á sig voru bæði stigin rokin út í veður og vind. í liði Akureyringa voru beztu menn þeir Haukur Jakobsson og Jón Stefánsson. Haukur átti nú sinn bezta leik í langan tíma í stöðu framvarðar og Jón átti mjög líkan leik því sem hann oft ast sýnir þ. e. mjög jákvæðan miðvarðarleik. Einai Helgason sýndi öryggi í markinu í þau fáu skipti sem nokkuð reyndi á hann. Bakverðirnir eru allt of lausir í stöðum sínum og getur af þeim stafað hætta fyrir liðið. V. bak- vörður sótti t. d. allt of mikið fram í framherjastóðuna og skildi eftir sig stórt gat á varnarveggn- um. Framlínan sýndi ekki þann leik sem af svo góðum einstak- lingum má búast. Steingrímur í stöðu útherja er að öllum lík- indum misráðið, hann ætti að njóta sín betur sem miðherji. Jakob með allt of litla þjálfun að baki væri betri sem útherji, en sú staða virðist helzt notuð sem „hvíldarheimili" hjá liðunum okkar og það mátti greinilega sjá í þessum leik. Innherjarnir báð- ir, þeir Skúli og Kári, voru nokk- uð góðir, en Kári er enn full unggæðislegur og einleikur meira en hófi gegnir. Áhorfendur voru margir á Ak- ureyri sem fyrr segir enda veður hið fegursta og hlýtt í veðri. Dómari var Baldur ÞórðarsOn, Þrótti, og dæmdi hann vel. Sem aðstoðarmenn hafði hann tvo ný- skólaða línuverði, þá Einar Hjartarson, Val ög Guðmund Guð mundsson, Fram, en þeir sóttu nýverið dómaranámskeið í Bret- landi. — Jbp — Bikarkeppnin hafin Breibablik ógnaoi Rússlandsförum -en Fram fann leiðina og vann 4:2 BIKARKEPPNI KSÍ hófst á| mánudagskvöldið með leík Breiða bliks úr Kópavogi og Rússlands- fara Fram (b-lið). Tékkar unnu Norð- menn TÉKKAR og Norðmenn háðu landskeppni í frjálsum íþróttum á mánudag og í gær. Tékkar unnu með yfirburðum 118 stig gegn 93. Aðstæður voru mjög slæmar. Rigndi mjög mikið í gær fyrir og á meðan á keppni stóð og voru allar brautir undir vatni á Bislet. Þetta kom í veg fyrir að „topp- árangur" næðist og aðeins voru 3673 áhorfendur. Norðmenn unnu tvöfaldan sig- ur í langstökki, en Tékkar í hindr unarhlaupi, kúluvarpi og kringlu- kasti. Tékkar sigruðu í 200 m hlaupi, 1500 m og boðhlaupinu en þar misstu Norðmenn keflið og veittu enga keppni. ísfiroingar hafa engum leik fapab TÆPLEGA 50 manna hópur knattspyrnumanna gisti ísafjörð um síðustu helgi. Voru það tvö lið úr 3. flokki Fram og meist- araflokkur úr Keflavík. Á föstu dag, laugardag og sunnudag léku þessi lið við ísfirska knatt- spyrnumenn og urðu úrslit sem hér segir: Föstudagur: 3. fl. A-lið Fram — ísafjörður 2:2. — 3. fl. B-lið Fram — ísafjörður 4:0. Laugardagur: 3. fl. A Fram — ísafjörður 3:1. — 3. fl. B Fram — ísafjörður 3:0. Meistaraflokkar Keflavíkinga og Isfirðinga kepptu á laugar- dag Og var leikurinn jafn í fyrri hálfleik 1:1 og voru bæði mörk- in skoruð úr vítaspyrnu. ísfirð- ingar áttu öllu meira í síðari hálfleik og fór leikurinn að mestu fram á vallarhelming Keflvíkinga. Keflvíkingar urðu þó fyrri til að skora mark og tókst ísfirðingum ekki að jafna fyrr en á síðustu mínútu leiks- ins, þrátt fyrir mörg tækifæri og mikla „pressu" á Keflvík- inga. Á sunnudag fór fram ann ar leikur og voru þá lið beggja mikið breytt. M. a. komu 5 nýir mann inn á fyrir ísafjörð og Keflvíkingar settu alla sína varamenn inn á. Leikurinn var all fjörugur og nokkuð jafn í fyrri hálfleik og var staðan 2:1 fyrir Keflavík í leikhléi. Þriðja markinu bættu Keflvíkingar við strax í síðari hálfleik og tóku eftir það leikínn algerlega í sínar hendur. Léku þeir mjög vel og áttu mörg og hættuleg skot á mark. Er örfáar mín. voru til leiksloka tóku ísfirð- ingar fjórkipp og tókst að skora tvö mörk og lauk leiknum með jafntefli 3:3. ísfirðingar hafa í sumar leik ið 10 léiki við önnur lið. Hafa þeir unnið 7, gert þrjú jafn- tefli en engum leik tapað. Lið- ið hefur skorað 33 mörk en fengið á sig 17. Leikur liðanna var mjög lé- legur allan leikinn og vart hægt að fá heila brú í hann. Fram arar urðu fyrri til að skora, en markið skoraði Dagbjartur Gríms son á 5. mínútu mjög laglega. Breiðabliksmenn taka nú við og Guðmundur J. Magnússon mið herji skorar tvö mörk fyrr en varir og leikar standa þannig 2:1 fyrir Breiðablik þar til tæpar 20 mínútur eru til leiksloka að Fram tekst að finna leið að marki Kópa vogsmanna og skora þeir nú 3 mörk á fáum mínútum (Baldur Scheving, Björgvin Árnason og Dagbjartur Grímsson). Framarar voru í þessum leik betra liðið en var megnið af leik tímanum ógnað af hinu götótta Breiðabliksliði, en það verður að teljast heldur lélegt af liði, sem telur alls 7 menn, sem nýlega hafa leikið í meistaraflokki, Og nokkra menn, sem brátt munu sýna listir sínar í Rússlandi. Mesta athygli í leik þessum vakti hinn ungi markvörður Breiðabliks, sem oft bjargaði meistaralega. Ólafur Hannesson, KR dæmdi leikinn og gerði það vel að vanda. Áhorfendur voru fáir, enda var leikurinn annað hvort illa eða alls ekki auglýstur. — jib St. Mirren oj Dundee sigruðu SKOSKA bikarkeppnin hófst s.l. laugardag. Kunningjar okkar frá því í sumar St. Mirren og Dundee stóðu sig vel og sigruðu bæði liðin. St. Mirren sigraði Kilmarnock 1:0 og er það góð- ur árangur, því Kilmarnock varð í öðru sæti í deildarkeppnínni á síðasta keppnistímabili. Dundee sigraði Airdrie með 2:0. — Tott- enham sigraði enska landsliðið s. 1. laugardag 3 :2. í hálfleik var staðan 1 : 1. Mörk Totten- ham settu Smith og Allen, sem skoraði tvö. Fyrir enska landslið ið skoruðu Haynes og Byrne. Leikurinn var mikill sigur fyrir Tottenham, en aftur á móti eru Englendingar mjög áhyggjufullir vegna landsliðsins. Byrne, Jimmy Robson og Bobby Robson áttu allir heldur lélegan leik. HANDKNATTLEIKSSTÚLK- UR Víkings eru nú á leið með Heklu til Norðurlanda en ferð in er farin til að reyna sig í handknattleik við ýmis nor-. ræn lið. Víkingsstúlkurnar mynda nú eitt sterkasta kvennalið landsins og verffur því fróðlegt að fá samanburð á getu þeirra og norrænna liða. Víkingsstúlkurnar halda fyrst til Bergen og keppa þar. Síðan dveljast bær vikutíma « f\..%.\ _— —X —-.»..1 A m.....ii ¦¦¦ \ Osló og nágrenni á vegum Grefsen og leika nokkra leiki. Þá halda þær til Gautaborgar og taka þar þátt i hraðkeppni og koma síðan heim um Kaup mannahöfn með Heklu að þremur vikum liðnum. Mymiin er af stúlkunum ásaint þjálfara og fararstjóra. Jóhann Hannesson Framh. af bls. 6. á þennan fallega ás, seim liggur alveg við borgina og er á þriðja hundrað metra yfir hafið. Hafði þá norskum verkfræðingi komiðl til hugar að betra væri að leggja veginn innan í ásnurn, til þess að engu þyrfti að spilla í hlíðum hans. Þetta tókst með miklum á- gætum og ligtgiur vegurinn eins ag gormiur innan í ásnum og heit ir líka „Spiralen" þ.e. gormur inn. Geta nú borgarbúar ekið i strætisvögnum innan í „gormin um" og stigið út úr vögnunum í 213 m hæð. Þar taka svo við gangbrautir um fallegan sikóg, sem er uppi á ásnum. Gamall kennari minn, Tómas Vigeland, fór með mig upp á ásinn og sýndi mér bæði gorminn og hið fagra land, sem blasir við af ásbrún- inni. Bongarbúar í Dramimen eru mjög hróðugir af þessu sérkenni lega mannvirki og sumir segja að „gormurinn" hafi í raun og veru ekki kostað neitt, af því að allt grjótið, sem kom úr þessun* miklu berggöngum, var notað til vegagerðar og þurfti því að sprengja það úr föstu bergi hvort sem var, þar eð allt lausagrjót var löngu uppurið. IV. VEBRID Sumarið er yfirleitt hlýrra hér en heima og gætir þess undir eins og sólar nýtur. En þegar rign, ing er, þá er munurinn ekki mik ill, nema hve miklu minna hér ber á vindum. í Vestur-Noregi var hey hrakið og stóðu pollar í túnum á Jaðri þegar ég fór þar um. Hér austanfjalls hefir yfir- leitt viðrað betur og er útlit fyrir meðaiár ef ekki verða miklar rigningar á kornskurðartimanum. Skólarinr hér í Osló hefjast upp úr miðjum ágúst (barnaskólar 17. ágúst) ag háskólanám hefst fyrstu dagana í september. Svo börnin og ungmennin njóta suim arsins ekki eins lengi og hekna. Skólatíminn er e.t.v. full langur hér, en heldur í styttra lagi við ýmsa skóla heima. Hér með kærar kveðjur til bænda. Jóhann Hannesson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.