Morgunblaðið - 29.08.1961, Side 3
Þriðjudagur 29. agúst 1961
MORGVNBL4Ð1Ð
-K
Skáru
nætur
f GÆR kom til Akraness mót-
orbáturinn Elding, sem undan-
farinn mánuð hefur verið síld-
veiðibátum til aðstoðar á veiði
svæðunum, einkurn fyrir Aust
urlandi. Eigandi bátsins og
skipstjóri á honum er Haf-
steinn Jóhannsson, en honum
til aðstoðar hefur verið Viktor
Sigurðsson, sem einnig er
froskmaður og lærði hjá Haf-
steini. Er Viktor aðeins 16 ára
gamall og vafalaust yngsti
froskmaður landsins.
Blaðið átti samtal við Haf-
stein skömmu eftir að hann
kom heim í gær. Sagði hann,
að allur leiðangurinn hefði
gengið eins og í sögu og að-
stoðin við síldveiðiskipin mjög
greiðlega.
Aðspurður um það, í hverju
aðstoð þeirra hefði einkum ver
ið fólgin, sagði Hafsteinn, að
Oftast hefðu þeir þurft að
skera nætur og slefara úr
skrúfum bátanna. Einnig
hefðu þeir stundum örðið að
draga bátana út úr nótunum,
STAKSTIINAR
úr skrúfum
Á MYNDINNI sjást frosk-
menn búa sig undir að aðstoða
mótorbátinn Þorgrím frá fsa-
firði út af Borgarfirði eystra.
ef þá hefði rekið inn í þær.
Hafsteinn kvað Eldingu alls
hafa aðstoðað 26 báta, eða 1
á dag að-meðaltali þann tíma,
sem þeir voru á miðunum. Áð-
ur en Elding köm á miðin,
hélt Landhelgisgæzlan uppi
aðstoð við bátana, en eftir það
féll aðstoðin að mestu i híut
Eldingar, þar sem hún var
ætíð í námunda við síldveiði-
skipin.
Að lokum sagði Hafsteinn,
að hann mundi nota tímann
fram að haustvertíð til þess að
ljúka við það, sem ógert er við
bátinn, en síðan mundu þeir
Viktor verða bátunum til að-
stoðar á haustvertíðinni við
Suðurland.
E
Eldsnöggar aðgerð-
SÞ í Kongó
ir
Hvitir herforingjar Tshomhe
sendir úr landi
Elisabethville, Kongó,
28. ágúst.
HERSVEITIB Sameinuðu þjóð-
anna hófust í dag handa og hand
sömuðu evrópska foringja í
Katanga-her. Aðgerðir hermanna
SÞ undir stjórn norska herfor-
ingjans Egge voru leiftursnögg-
ar.
Tóku hermennirnir allar mikil-
vægustu byggingar í Elisabeth-
ville á sitt vald, slógu hring um
flugvöllinn — og þröngvuðu hin
um evrópsku herforingjum í
Katanga-her til þess að gefast
upp. Ekki kom til átaka og síð-
degis flutti Tshombe, forsætisráð
herra Katanga, útvarpsávarp þar
sem hann Jeysti alla hvíta her-
foringja úr þjónustu sinni. Munu
þeir vera 512 talsins, þar af 200
Belgíumenn.
— • —
Sagði Tshombe, að herstjórn SÞ
hefði gefið sér skriflegt loforð um
að Katanga-her yrði ekki afvopn-
aður og kvaðst hann því vera
fús til þess að leysa hina hvítu
herforingja frá störfum. Einn
blaðamaður hafði það samt eftir
Tshombe, að aðgerðir SÞ væru
andstæðar almennum mannrétt-
indum.
— • —
Sem fyrr segir var hvergi um
alvarlega andstöðu að ræða og
ekki kom til vopnaviðskipta. Her
föringjarnir, sem handteknir voru
hugðust sumir verjast. En þegar
þeim varð ljóst, að hermenn SÞ
mundu beita vopnavaldi varð
ekki um neina andstöðu að ræða.
Hermenn SÞ vinna nú að því
að ná öllum hvítum herforingj-
um í herstöðvum í hinum ýmsu
hlutum Katanga. Verða þeir
fluttir flugleiðis til Kamina her-
stöðvarinnar og þar mun verða
beðið eftir fjölskyldum þeirra. —
Síðan fer fólkið úr landi.
— • —
Adoula, forsætisráðherra sam-
bandsstjórnarinnar í Leopold-
ville, brá skjótt við og kallaði
saman fund helztu samstarfs-
manna sinna. Er talið, að hann
ráðgeri að senda herinn í Kat-
anga. Innanríkisráðherra Kat-
anga sagði hins vegar í dag, að
ef sambandsstjórnin gerði það,
þá væri þar um beina ofbeldis-
árás að ræða. Herstjórn SÞ get-
ur ekki haft nein áhrif á þessi
mál, því SÞ viðurkenna aðeins
stjórnina í Leopoldville, sem
Tshombe hefur enn ekki viljað
sameinast.
Caddavír og byssukjaffar
kommúnista aðskilja þau
Hey
hrakið
BÆ, HÖFÐASTRÖND 28.
ágúst. — I síðustu viku komu
þrír góðviðrisdagar og náðist
þá inn mikið af heyjum. Enn
eru þó víða hey úti og eru þau
hrakin. Nokkrir góðviðrisdag-
ar í viðbót myndu duga til að
allt næðist inn. — Fréttaritari.
Vestur-Berlín 28. ágúst.
EKKI dró til stórtíðinda yfir helg
ina í Berlín og á yfirborðinu er
allt kyrrt. Hervörður a-þýzku
lögreglunnar en enn styrktur og
í gærkvöldi var skotið á hjól-
reiðamann, sem vogaði sér of
nærri gaddavírsgirðingunni aust
an megin.
•
Vestur-Berlínarbúar hópuðust
þúsundum saman að markalín-
unni milli borgarhlutanna yfir
helgina, margir til þess að reyna
að koma auga á ástvini austan
megin. Nýgiftur ungur maður
tyllti sér á tær fremst í þvög-
unni nálægt Brendenburgarhlið-
inu og veifaði ákaft til eiginkonu
sinnar hinum megin gaddavírs-
girðinganna.
Hún grét hástöfum og aðeins
nokkrir metrar aðskildu þau. En
byssukjaftar a-þýzku lögreglunn
ar voru alls staðar nálægir — og
hún komst hvergi. Þau höfðu
gifzt fyrir þremur vikum og hún
skroppið yfir í Austur-Berlín til
þess að sækja eigur, sem hún
hafði skilið eftir. Þá lokaðist járn
tjaldið og ungu hjónin lifa nú
sitt í hvorum borgarhluta í al-
gerri óvissu um það hvenær þau
ná saman.
Hópur úr samtökum kommún-
istaæskunnar í Austur-Berlín
vann að því í gær og í dag að
rífa niður sjónvarpsloftnet á íbúð
arhúsum í Austur-Berlín til þess
að fólk þar geti ekki séð sjón-
varpssendingar að vestan. Sam-
tímis eykur a-þýzka útvarpið
sendingar sínar á ensku. Er þeim
beint til bandarískra hermanna í
Vestur-Berlín.
•
Daglega kemur það fyrir, að
fólksfjöldinn vestan megin marka
línunnar gerir hróp að a-þýzku
lögreglunni. Hundruð og jafnvel
þúsundir Vestur-Berlínabúa
syngja þá í kór og spotta komm-
únistana. Tvívegis gerðist það á
sunnudaginn, að Austur-Þjóð-
verjar svöruðu með að varpa
táragas-sprengjum að Vestur-
Berlínarbúum. í bæði skiptin
urðu þeir að kasta móti vindin-
um, drógu ekki og sprengjurnar
sprungu austan megin marka-
línunnar — til mikilla óþæginda
fyrir sprengjukastarana.
Kafbátar
Moskvu, 28. ágúst.
RÁÐSTJÓRNIN sendi út tilkynn
ingu í dag þess efnis, að erlendir
kafbátar hefðu farið inn í land-
helgi Ráðstjórnarríkjanna til
könnunarferða.
Heimsfriður í
hættu
Nýju Dehli. 28. ágúst
NEHRU, forsætisráðherra Ind-
lands, lét svo um mælt á þing-
fundi í dag, að það væri degin-
um ljósara, að vesturveldunum
bæru frjálsar samgönguleiðir við
Berlín. Heimsfriðinum yrði stofn-
að í hættu, ef samgöngur við
borgina yrðu hindraðar.
Höftin neikvæð
í Alþýðublaðinu s. 1. sunnudag
segir Benedikt Gröndal, ritstjóri,
m.a., um framkvæmdaáætlun þá,
sem nú er í undirbúningi:
„Menn mega ekki halda, að
slík áætlunargerö og framkvæmd
hennar þýði ný höft og ekki sé
hægt að framkvæma hana án
þess að ríkið sé með nefið ofan í
öllum hlutum. Fordæmi frá
Noregi sannar að svo er ekki.
Það er raunar mikill misskilning
ur að telja þau höft, sem hafa
verið afnumin smám saman af
þessari stjórn einhvern sósíal-
isma. Það er fjarri lagi. Höftin
eru neikvæð stjórnarafskipti,
sem byggð eru á illri nauðsyn
kreppu, stríði eða slíku.“
Rétt er að undirstrika þá skoð-
un Benedikts Gröndals, að fram-
kvæmdaáætlunin, sem unnið er
að, á ekki að miða að því að
auka ríkisafskipti, heldur þvert
á móti að koma í veg fyrir þá
haftastefnu í fjárfestingarmálum,
sem hér hefur orsakað sóun
hundraða milijóna verðmæta.
Framkvæmdaáætlunin á að
leggja megindrættí þeirrar heild-
arfjárfestingar, sem hérlendis
þarf að framkvæma, en hiirs
vegar eiga einstaklingarnir að
hafa frjálsræði til ákvörðunar,
gagnstætt því, sen- hér hefur
verið á tímum „vinstri stefnu,“
þegar öll fjárfesting hefur verið
ákveðin af stjórnmálamönnum
og nefndum þeirra, með þeim
hörmungarafleiðingum, sem al-
kunnar eru.
Ekki sósíalismi
Það er eirmig mjög ánægjulegr,
að ritstjóri Alþýðublaðsins skuli
lýsa því skorinort yfir, að sú
haftastefna, sem hér hefur ríkt,
eigi ekki upp á pallborðið hjá
Alþýðuflokknum. Morgunblaðið
lætur sér í léttu rúmi liggja,
hvort hún er nefnd sósíalismi eða
ekki. Hitt er rétt, að sósíaldemó-
kratar allra landa hafa yfirgefið
slíka stefnu og styðja nú stefnu
frjálsræðis í viðskipta- og at-
hafnamáium. Alþýðuflokkurinn
íslenzki er að vísu eftirbátur
systraflokka sinna í nágranna-
Iöndunum, að því leyti, að hann
Ieggur enn áherzlu á höft þau,
sem fólgin eru i verðlagseftirliti.
Er frjáls verzlun þó eitthvert
veigamesta skilyrði fyrir því, að
alhliða framfarir nái að þróast.
Hægri stefna og
velferðarríkið
NÝLEGA er komin út á vegum
Vöku, félags lýðræðissinnaðra
stúdenta, bæklingur með tveim
erindum, sem flutt voru á þjóð-
málaráðstefnu félagsins á sl.
vori. Nefnast erindin „Hægri
stefna“ eftir Eyjólf Konráð
Jónsson ritstjóra og „Velferðar-
ríkið“ eftir prófessor Ólaf
Björnsson.
Þá er einnig komið út á veg-
um félagsins nýtt tölublað af
VÖKU, blaði lýðræðissinnaðra
stúdenta. Er í ritinu m. a. frá-
sögn og myndir frá þjóðmála-
ráðstefnunni í vor sem og allar
ályktanir hennar.
Bæði ritin fást í Bókaverzlun
Sigfúsar Eymundssonar, Bóka-
búð ísafoldar og Bókabúð Lárus
ar Blöndal, Vesturveri.
Síðan bendir ritstjórinn réttk-
lega á, að þrátt fyrir allan gaura-
ganginn út af kjördæmabreyt-
ingunni heyrist það mál nú
naumast nefnt. Hinsvegar brosa
menn, þegar í það er látið skína,
að Alþýðuflokkurinn hafi borið
hita og þunga kjördæmabreyt-
ingarinnar. Látum það þó liggja
milli hluta. En það er annað mál,
sem Framsóknarmenn vilja helzt
ekki um ræða Iengur, þ. e. a. s.
landhelgismálið. Morgunblaðið
hefur margbent á, hve geysimik-
ill sigur það var fyrir fslend-
inga að fá 12 mílur viðurkennd-
ar án þess að skuldbinda sig til
að hlíta 12 mílna reglunni í
framtíðinni. Höfðum við þó ver-
ið tilhúnir til að lögfesta 12 míl-
ur á tveim Genfarráðstefnum.
Þess vegna hefur blaðið spurt
Framsóknarflokkinn, hvort hann
mundi nú tilbúiim að lögbinda
12 mílur. Og svar óskast