Morgunblaðið - 29.08.1961, Side 6

Morgunblaðið - 29.08.1961, Side 6
MORGVNBLAÐIÐ Þriðjudagur 29. ágúst 1961 i 3 fréttabréf frá heimsmöti unglinga BIÐskákinni milli Hort og Zuidema lauk með sigri hins síðarnefnda, sem þar með tryggði sér sæti í A-flokki. Hélt Hort samdægurs heim á leið. Ég tefldi í 1. umferð gegn Thomson frá Skotlandi. Hafði ég svart, en tókst að yfir- spila andstæðing minn fremur auðveldlega Og vann í 25 leikj um. önnur úrslit í A-flokki 2% v. 4. Guðm. Lár. 2 v. 5.—6. Thomson Og Pfleger 1% v. 7. Westerinen 1 v. og biðskák 8.—10. Kuindzhi, Zuidema og Gulbrandsen % v. og biðskák. 11. Kinnmark % v. 12. Calvo 0 v. — Efstur í B-flokki er Daninn Jakobsen með 3 v. Almennt er álitið, að Rúm- eninn Gheorghiu og Júgóslav- inn Parma séu langlíklegastir til sigurs á mótinu. Ekki vil ég dæma um, hvor líklegri sé, en hins vegar hefir mér virzt, að Parma sé sterkari skák- maður, enda er hann 2 árum eldri. Hins vegar teflir hann ekki af jafn miklum frískleik og sigurvilja Og- Gheorghinu (sem hefir heppnina æði oft Guðmundur er í 4. sæti eftir 3 Urslitaumferðir urðu þau, að Pfleger vann Kinnmark, Nagy CalvO, GheOrghiu Westerinen, en jafn tefli varð hjá Parma og Zuidema svo og Kuindzhi og Gulbrandsen. í 2. umferð tefldi ég með hvítu gegn Westerinen. Fórn- aði Finninn manni fyrir sókn, en hafði ekki mikið upp úr krafsinu. Hóf ég gagnsókn, fórnaði 2 mönnum, fráskák- y aði síðan með kóngsleik, en var í tímahraki og lék kóngn- um á rangan reit Og tapaði. Ef ég hefði hins vegar leikið kóngnum á réttan reit, hefði svartur mátt gefast upp. Læt ég skákina fylgja hér á eftir. Önnur úrslit í A-flokki urðu þau, að GheOrghiu vann Zuid- ema, Parma Calvo, en jafn- tefli varð hjá Nagy og Gul- brandsen, Phleger og Kuind- zhi svo og Thomson og Kinn- mark. í 3. umferð tefldi ég með svörtu gegn Kinnmark frá Svíþjóð, sem er aðeins 16 ára gamall, en mjög hugkvæmur og efnilegur skákmaður. Urðu snemma drottningakaup, en staðan var mér örlítið í hag. Kom loks upp fremur óvenju- legt endatafl, þar sem ég hafði drottningu og 3 peð gegn biskupi ög 2 peðum. En þessi litli liðsafli andstæðingsins festi öll peð mín og lokaði kóng minn gjörsamlega úti í horni, svo að einasta leið mín til að vinna skákina var að fórna drottningunni fyrir bysk upinn. Tókst mér síðan að vinna peðsendataflið. Ástæðan til þessarar einkennilegu stöðu var sú, að andstæðing- ur minn hafði fyrr í taflinu unnið að því að ríða mátnet um kóng minn, og voru þetta leifar þess. Hafði mér tekizt að ná nægilegum uppskiptum, áður en Svíanum tókst að full komna verkið. Óvæntustu úrslit þessarar umferðar voru þau, að Thom- son frá Skotlandi, sem ekki er sérlega mikill skákmaður, að því, er mér hefir virzt, vann Rússann Kuindzhi. önnur úr- slit í A-flokki urðu þau, að Nagy vann Pfleger, Parma Gulbrandsen og Gheorghiu CalvO, en Westerinen á örlítið hagstæða, en jafnteflislega, biðskák gegn Zuidema. Stað- an er nú þessi: 1. Gheorghiu 3 v. 2.—3. Parma og Nagy með sér). Er ég hræddur um, að það stafi að miklu leyti af helzti miklum reykingum Júgóslavans. í næstu umferð hefi ég hvítt gegn Zuidema, en svart gegn Kuindzhi í 5. umferð. — Og hér kemur svo skákin: Hv. Guðm. Lár.; Sv. Wester-' inen — Sikileyjarvöm; 1. e4, c5; 2. Rf3, Rc6. 3. Rc3, Rc6; 4. d4, cxd4; 5. Rxd4, d6; 6. Rg5, e6; 7. Dd2, a6, 8. 0-0-0, Bd7; 9. f4, Hc8; 10. Rf3, Dc7; 11. Kbl, b5; 12. a3 <Hér hefði Bxf6 og síðan f5 líklega verið betra.) — b4; 13. axb4, Rxb4; 14. Bd3, Da5; 15. Hel (Staðan er nú nokkuð jöfn.) r— e5? 16. fxe5, Be6 (Eða — dxe5; 18. Bxfö, gxf6; 19. Bxa6) 17. exf6, Ba2f; 18. Kcl, Bb3; 19. De2 (Eftir cxb3 á svart- ur jafntefli með þráskák.) — Dalf; 20. Kd2! (Eftir 20. Bbl fær hvítur hrók og tvo létta menn fyrir drctt.iinguna og á unnið tafl, en textaleik- , urinn á að leiða til skjóts J vinnings.) — Dxb2; 21. Bb5t!, axb5; 22. Dxb5t, Hc6 (EÆ 22. — Rc6, þá auðvitað 23. Dxb3. Eða 22. - Kd8; 23. fxg7f.) 23. Db8t, Kd7; 24. Re5t, dxe5; (Eða 24. — Ke6; 25. De8t o.g mátar.) 25. Ke3t?? (Ke2f!) — Bd5! (Eftir 25. — Bd6; 26. Hxd6f! mátar hvítur. Svartur verður einnig mát eftir 25. — Ke6; 26. De8f eða 25. — Hd6; 26. Db7f og síðan 27. Dc8f. Ef hvíti kóngurinn stæði nú á e2 dygði. textaleik- urinn ekki heldur vegna 26. Hxd5f.) 26. Da7f (Eða 26. Kxd5f og riddarinn drep- ur hrókin., með skák. Ekki dugar 26. Rxd5 heldur, vegna — Rxc2f, og hvíta drottning- in fellur.) — Ke6!; 27. exd5f, Rxd5f. Nú hrynur hvíta stað- an, því að svartur hótar bæði JHxc3 og Bc5f. Lauk skákinni þannig, að hvíti kóngurinn varð mát nokkrum leikjum siðar. Guðm. Lárusson. 10 m. bóma fyrir tiillubátamenn AKRANESI, 28. ágúst. _ Nú er heldur betur verið að búa í haginn fyrir hina fjölmörgu trillubátamenn hér í bænum. Byrjað er á að reisa stálbómu á miðri bátabryggjunni og það er engin smáræðis bóma. Hún er 10 m. há, grópað fyrir henni og steypt niður í bryggjuna. Raf- magnsvinda er sett upp í sam. bandi við bómuna og er óhætt að segja að trillubátamenn líta björtmn augum til þessara að- gerða af bæjarstjórnarinnar hálfu. Bóman verður notuð við losun aflans upp úr trillubát- unum. — Oddur. Eigandi bílnúm- ersins saklaus Vegna fréttar í Mbl. um daginn um árásina á Stefán Jónsson fréttamann, óskar eigandi núm* ersins á bílnum sem árásar. mennirnir voru í að taka það fram, að hann er ekki eigandi bílsins. Bíll þessi var seldur fyr- ir tveimur mánuðum og átti hinn nýi eigandi að skila núm. erinu, en fór með það á bílnum austur á land í síld. Eiganda númersins hefur vantað það á nýjan bíl, en ekki tekizt að fá því skilað. Hann á því engan hlut að hinni fruntalegu árás á Stefán. • Norðlenzk kurteisi Háttvísi þeirra sem þjón- ustu veita er alltaf mikið til umræðu á þessum tíma árs. Enda hefur Velvakandi feng- ið nokkur bréf um þetta efni. Fólk segir frá einstökum atvik um, þar sem annað hvort hef- ur verið veitt léleg þjónusta eða góð. T. d. skrifar Bangsi um „Norðlenzka kurteisi", eins og hann orðar það: Ég fór norður til Akureyr- ar í sumar og hafði þá ekki komið þar í 8 ár. Erlendis hef ég dvalið um tíma og ferðast víða, bæði í Evrópu og Ame- ríku. Mér varð því hugsað til hinnar góðu þjónustu leigu- bílstjóra erlendis, þegar Akur eyrarbílstjórarnir komu út úr bifreiðum sínum og opnuðu hurðir, bæði þegar ökutúr hófst og þegar honum lauk. Einnig var áberandi þægilegt fólk á veitingastöðum Akur- eyrar og alls staðar byrjað á því að bera vatnskönnu og glös á borð um leið og gest- ir settust, en hér í Reykjavík hefur komið fyrir að eftir langa bið hafi gleymzt að bera vatn fyrir gesti. ísinn var sko bara bráðinn Ekki er annar bréfritari, frú S. S. jafn hrifin af þjónustu sem hún fékk á Akureyri. Hún segir frá því er maðurinn henn ar, systir hennar og hún sjálf efndu til afmælisveizlu og buðu afmælisbarninu að borða á Hótel KEA. Fór allt vel fram þar til komið var að ísnum, sem borinn var fyrir gestina bráðirtn í glösunum. Hún lýsir atburðinum svo: Við bentum konunni, sem gekk um beina, á hvernig ís- inn væri útlits og skoðaði hún hann í krók og kring og kom svo með niðurstöðu athugana sinna: ísinn væri sko bara bráðinn: Augnaráð hennar sýndi vanþóknun á okkur yf- ir að geta ekki ráðið fram úr þessu sjálf. Ætlaði hún svo að fara sína leið, eftir að vera búin að gera skyldu sína. Við báðum hana allra mildilegast að koma á framfæri kvörtun okkar til þeirra, sem hlut ættu að máli og færa okkur ís, sem væri ís. Þá var þeirri gömlu allri lokið. Stökk hún upp á nef sér, reigði höfuð móðguð, og sagði með áherzlu, eins og sá sem valdið hefur, að við þessu væri ekkert að gera. ísinn væri sko allur svona. Því til sönnunar tók hún upp eitt glasið, strunsaði með það fram í eldhús og kom aftur að vörmu spori með aðra skál, fulla af sama vökv- anum. Við minntum hana á með hægð en þunga að við hefðum aðeins beðið hana fyr ir kvartanir undan ábætinum, en ekki ásakað hana um neina hlutdeild í því, hversu mis- heppnaður hann var. Hún lét sér ekki segjast, var hin versta og fannst sér freklega misboð ið. Og lét það óspart í Ijós. Við hóuðum í yfirþjóninn og sögðum okkar farir ekki sléttar. Þótti honum þetta ber- sýnilega miður. Við báðum hann að hafa ekki áhyggjur af ábætinum. Hann væri í rauninni ósköp lítils virði. Hitt væri alvarlegra að hafa þjónustulið, sem hvorki kynni kurteisi né umgengnisvenju- ur. Hann sagði okkur að þetta væri plága. Hann réði bara hreint ekkert við þessar kerl- ingar. Það veit sá sem allt veit að við vorkenndum aumingja manninum. Að lokum segir bréfritari: Ég hygg að svona framkoma mundi vera brottrekstrarsök 1 sómasamlegum hótelum ut. anlands. Við höfum veríð bú. sett í útlöndum í mörg ár og þekkjum hótelmenninguna þar. Það er kannski þess vegna að aldrei er hægt að venjast svona ófögnuði. Okk- ur þykir kurteisi á báða bóga svo sjálfsögð. Ekkert er.eðli- legra og auðveldara. Og hvers vegna eru margar Islenzkar framreiðslustúlkur svona kæruleysislegar og óendanlega sínkar á brosin. Hvað maður saknar hressilegr ar framkomu útlenzka fram. reiðslufólksins, skínandi kurteisi þess og áhuga fyrir gestum. Mér. finnst hinni ís. lenzku gestrisni illa farið, ef hún er spöruð svona á veit- ingahúsunum. • Kurteisi og umgengnisvenjur Sannleikurinn er sá að framkoma framreiðslufólks er orðið ákafiega misjöfn hér á landi — og ekki yfirleitt siæm. Sums staðar er hún meira að segja orðin alveg skínandi góð, og það skrítna er, að þetta virðist fara eftir veitingastöð- um. T. d. kom ég í fyrri viku upp í Bifröst. Framkoma allra framreiðslustúlknanna var svo eihstaklega fáguð og kurteis. leg að athygli vekur, og þess. ar ungu stúlkur báru á borð af slíkri leikni og háttvísi, að þeim hlýtur að hafa verið kennt áður en þeim er dembt fram í salinn. Allt þarf að læra, þó sumum sé háttvísi meðfædd eða áunnin svo snemma að' hún virðist með- fædd. P. s. Og svo var mér send mynd, sem birtist í einu Reykjavíkurblaðanna, og sýn- ir afgreiðslu í flughöfninni okkar á Keflavíkurflugvelli, þar sem þúsundir erlendra farþega fara um. Gefur klæða aðurinn á afgreiðslumannin. um (dökk skyrta og enginn jakki) ekki góða hugmynd um hvernig við lítum á áfengi? Það eigi að afgreiðast eins aa úr Dakkhúsi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.