Morgunblaðið - 29.08.1961, Side 13
Þriðjudafjur 29. agúst 1961
M ORGUIVBLAÐIÐ
13
Borgarafundur um
Þorstein Þorskabít
Stykkishóimi 26. ágúst.
Stjórn togarafélagsins Þórólfs
Mostraskeggs í Stykkishólmi
Iboðaði til almenns borgarafund
ar í gærkvöldi. Var hann mjög
fjölsóttur en tilefnið var að ræða
•vandamál útgerðarinnar þar
Allir Akrones-
bitor komnir
heim
AKRANESX, 25. ágúst —
Fimm dragnótabátar lönduðu
hér í dag. Aflahæst var Björg,
skipstjóri Ársæll isleifsson,
1 með 4 tonn, 500 kg af kola og
A 3,5 tonn af vænum þorskL —
Stirndi á belgina í hlöðnum
bátnum. — Flosi og Hafþór
veiddu hvor um sig 2 tonn.
Sæbjörg reif dragnót sína á 27
faðma dýpi uppi á Hrauni.
Hér er þýzkt skip í dag,
Klaus Horn, sem lestar 300 tn
af dýrafóðri. Síðasti síldveiði
I báturinn héðan, Heimaskagi,
kom hingað í mongun, og eru
þá allir síldveiðibátarnir i
komnir heim. — Oddur. I
sgm togari félagsins hefir verið
auglýstur til sö'lu á uppboði 1.
september n. k.
Voru allir sammála um að
gera þyrfti allt til að tryggja það
að togarinn megi haldast í
Stykkishólmi til atvinnuaukn-
ingar, sem mikil þörf er á.
Ólafur Guðmundsson sveitar-
stjóri, sem jafnframt er formað-
ur stjórnar útgerðarfélagsins
hélt framsöguræðu og gerði
glögga grein fyrir útgerðinni frá
byrjun og fram á þennan dag og
rakti allar aðgerðir, sem stjórn
in hefði gert og eins og þau óhöpp
vélbilanir o. fl., sem togarinn
varð fyrir á nefndu tímabili.
Borgarafundurinn beindi þeim
eindregnu tilmælum til ríkis-
stjórnarinnar að hún hlutist um
að Þorsteinn Þorskabítur verði
ekki seldur úr kauptúninu og
íbúar Stykkishólms megi áfram
verða aðnjótandi þeirrar at-
vinnu, sem togarinn hefir veitt
þeim undanfarin ár.
Atvinnuástandið í hreppnum
hefir verið ískyggilegt síðustu
þrjá mánuði og litlar líkur að
úr rætist næstu mánuði. Þótt
rekstur togarans hafi verið erf-
iður þáu þrjú ár, sem hann var
gerður út leggur hann 1958 og
1959 um 46% á land af öllum
þeim afla sem til Stykkishólms
barst þau ár.
Margir tóku til máls á borgara
fundinum og var hann einróma.
KONA, SEM ekki vill láta nafns
síns getið, lét nýlega afhenda
Krabbameinsfélagi Reykjavíkur
100 þúsund króna peningagjöf.
Félagið þakkar af alhug þessa
höfðinglegu gjöf, sem ekki á sinn
líka í sögu félagsins.
I Fyrir helgina bættist nýtti
skip i ísl. fIotann. Það var i
hvalbátur — Hvalur 7 — sem
kom frá Noregi. Ljósmyndari
Mbl. K.M. tól þessa mynd af
skipinu er það sigldi inn á
Reykjavíkurhöfn í fyrsta
skipti.
Ágallanna er að leita í sjálfu ríkiskerfinu — Allir hafa átt þátt í ofvexti þess —
Hugmyndasamkeppni um bitling — Of lítil reisn yfir einkarekstri — Væri það
synd, ef Þorvaldur Guðmundsson byggði hótel? — Óþolandi pólitískt brask
í athafnalífinu — Almenningur á að eignast atvinnutæki — Um þetta m. a.
er rætt í Vettvanginum í dag-
E Y Ð S LU S E M I, segja menn;
hvergi sést gæta sparnaðar í
©pinberum rekstri. Óneitanlega
‘hafa þessar fullyrðingar nokkuð
til síns máls, þó að stundum taki
menn fullmikið upp í sig.
Víst er gott að láta ráðamenn
heyra umbúðalaust skoðanirnar
á því, sem miður er talið fara.
Hitt hlýtur þó að hafa meginþýð-
ingu að leitast við að gera sér
grein fyrir orsökunum. Slík at-
hugun gæti hugsanlega bent á
leiðir til úrbóta.
Og hvernig víkur því þá við,
að ríkisbáknið hefur stöðugt
þanizt út og svo skelfilega illa
gengur hér að spara? Áreiðan-
lega væri það ekki sannleikan-
um samkvæmt að halda því
fram, að æðstu stjórnarherrar
væru yfirleitt menn: sem öðrum
fremur hefðu áhuga á að sólunda
fé. (Þetta tækifæri má þó
gjarnan nota til að bæta því við,
að íslenzkir stjórnmálamenn eru
heldur ekki almennt sparsamari
en gengur og gerist og leiðrétta
þann misskilning, að efnaðir at-
hafnamenn eyði yfirleitt meiru
til eigin þarfa en háttsettir em-
hættis- eða stjórnmálamenn.)
Frumorsakanna er því annars
Btaðar að leita en í upplagi þeirra,
sem hverju sinni fara með völd,
þó að eðlilega séu þeir misjafnir.
Þeirra er með öðrum orðum að
leita í sjálfu ríkiskerfinu, sem
byggt hefur verið upp síðustu
áratugi af öllum stjórnmálaflokk-
um — að vísu stundum við há-
værar deilur um aukaatriði en
furðulitla árekstra í meginmál-
um.
í stuttu máli hefur þróunin ver-
Ið sú, að ríkisvaldið hefur stöðugt
eeilzt inn á fleiri svið þjóðlífs-
ins. Fleira og fleira hefur verið
talið rétt að ríkið tæki sér fyrir
hendur. Líklega verður að ganga
út frá því, að meginástæðan til
ákvarðana um nýjar framkvæmd
ir hafi oftast verið sú, að við-
komandi ráðamenn hafi talið þær
þjóðarheildinni hagkvæmar.
Hinu verður þó ekki neitað, að
margar ákvarðanir hafa verið
teknar á öðrum forsendum.
□
Þingmanni ,,Suðvestur“- eða
„Suðaustur- lands kjördæmis"
hitnar venjulega ekki verulega í
hamsi fyrr en farið er að ræða
um sérhagsmuni einhvers byggð-
arlagsins í kjördæminu hans. —
Heiðursmaður er kosinn | ráð eða
nefnd. Hann má vera sterkur á
svellinu, ef langt líður áðu'r en
hann hefur „bætt aðstöðu stofn-
unarinnar", keypt henni hús eða
lóð, ráðið hæfa starfsmenn og
komið auga á það, að þetta
ágæta fyrirtæki „hans“ ætti nú
eiginlega að láta ýmislegt fleira
til sín taka — Fjölmennur borg-
arafundur í X-vík samþykkir
einróma, að beina því til ríkis-
stjórnarinnar að hún sjái um að
nokkrir bátar verði keyptir til
kauptúnsins. Sendinefnd frá
þessu ágæta sjávarþorpi kemur
suður og væntanlega hafa íbú-
arnir ekki dregizt svo aftur úr
þróuninni í átt til hámenningar,
að þeir sjái sendinefndarmönn-
um ekki fyrir sæmilegum farar-
eyri og dagpeningum. — Fulltrú-
inn i framfararáðuneytinu stend-
ur í byggingarstússi. Honum hef-
ur auk þess bætzt erfingi. Efnt
er til hugmyndasamkeppni með-
al félaga hans og flokksbræðra
um bitling, því að alkunna er,
að „enginn getur lifað af laun-
unum sínum“, a.m.k. ekki undir
slíkum kringumstæðum. — Ný
stjórn er mynduð; blóm vantar
í hnappagatið Samþykkt er á
staðnum að kaupa 12 nýja 700
tonna togara, 175 feta langa með
1200 ha. gufuvél. Nefnd fer utan
og greinir frá þeim ánægjulegu
tíðindum við heimkomuna, að
henni hafi tekizt að framfylgja
sáttmálanum nákvæmlega, því að
skipasmíðastöðvarnar hafi lagt á
hilluna smiði nýtízku skuttogara
með dieselvél til að geta strax
orðið við óskum okkar. — Frétzt
hefur að kaupmaður hafi orðið
ríkur af því að hann gerði hag-
kvæmari innkaup en keppinaut-
ur hans. Víðtækt verðlagseftirlit
er stofnsett til að fyrirbyggja
slíka ósvinnu. — Togaraútgerð
græðir eitt árið. Ákveðið er að
hún skuli búa við lakara gengi en
annar útflutningur. Afgangur
hagnaðarins er hirtur í sköttum.
Þegar harðnar í ári taka bæjar-
útgerðir við, því að „einkafram-
takið brást“. — Gengið er fellt
og verð innflutningsvara hækk-
ar um 20%. Kaupmönnum er
fyrirskipað að selja birgðir sín-
ar á ■ gamla verðinu. Fyrir and-
virði 10 eininga geta þeir keypt
8 á nýja verðinu. Rekstrarfé
þeirra hefur verið skert um ca.
fimmtung. — Við gengisbreyting-
una er ákveðið, að þeir, sem fé
skulda erlendis skuli sjálfir bera
gengistapið. Aftur á móti er
,,gengishagnaðurinn“ af óseldum
birgðum útflutningsvara gerður
upptækur. Nokkrir tugir milljóna
hafa verið færðir frá einkafram-
takinu til ríkisins.
□
Þetta eru nokkrar svipmyndir
af því, hvernig sú ókind hefur
skapazt, sem erfitt reynist nú
að höggva af skankana. í raun-
inni hefur þetta ekki orðið vegna
fyrirfram gerðrar áætlunar.
Þvert á móti hafa einstakar
ákvarðanir, sem einangraðar
gátu virzt ákjósanlegar — eða
a.m.k. skaðlitlar — valdið þess-
ari þróun.
Kommúnistar hlakka yfir því,
að íslenzkir atvinnurekendur séu
aumingjar, sem ekki geti tryggt
launþegum svipaðar kjarabætur
og atvinnuvegir erlendis. Því
miður er það rétt, að alltof lítil
reisn er yfir íslenzkum vinnu-
veitendum, og einkarekstri al-
mennt. Eðlileg skilyrði til at-
hafna hafa hér verið heft með
þeim aðferðum sósíalismans, sem
allir lýðræðisflokkar erlendis af-
neita nú. Og sannarlega er það
hörmulegt, ef tekst að kenna
einkaframtakinu um að hafa
vanrækt það, sem því var þó
meinað að gera.
□
Öfund er meðal hinna leiðustu
lasta. Getur verið að fslending-
ar séu að því leyti lítilmótlegri
en aðrir, að þeir vilji í rauninni
fremur búa við kyrrstöðu en
þær geysiframfarir, sem einka-
framtakið knýr áfram í nágrenn-
inu, vegna þess eins að þá kynnu
einhverjir að verða ríkari? Mundi
það hafa verið himinhrópandi
ranglæti, ef Þorvaldur í Síld og
fiski hefði byggt og átt hag-
kvæmt hótel í stað „bænda“-hall
arinnar? Væri það syndsamlegt,
að Silli og Valdi eða flugfélögin
byggðu stórhýsi í Miðbænum á
undan einhverjum bankanum?
Myndu menn telja það glæp, ef
einstaklingum hefði verið gert
kleift að byggja og reka betur
sementsverksmiðj una?
Ef svör við þessum spurning-
um væru almennt jákvæð, væri
líklega eins gott að hraða sér
strax yfir í kommúnisma. Leiðin
mundi hvort sem er liggja þang-
að innan skamms. En sem betur
fer verður sú ferð ekki farin —
af þeirri einföldu ástæðu, að ís-
lenzkur almenningur er orðinn
dauðuppgefinn á hinu pólitíska
braski í athafnalífinu. Þótt menn
taki þátt í dauðateygjum þess
til að fá sinn skerf af þrotabúinu,
þá er það ekki vottur þess, að
þeir vilji blása í braskið nýju
lífi.
Vonandi tekst núverandi stjóm
að fylgja straumnum og leiða
hann, því að svo margt er vel um
hana, að illt yrði það að teljast,
ef hún dagaði uppi. f því efni
ríður á mestu breyting skatta-
laga, svo að almenningur geti
tekið virkan þátt í athafnalífinu
í smærri og stærri fyrirtækjum.
Hvarvetna í lýðræðisríkjum sæk
ir nú í það horf, að allur fjöldi
þegnanna eignast hluti í almenn-
ingshlutafélögum. Hagkvæmni
stórrekstrar er nýtt til fullnustu,
án þess að óhæfilegt fjármála-
vald safnist á fáar hendur. Þvert
á móti er hagnaðurinn greiddur
út til þúsundanna, sem að fyrir-
tækinu standa.
Áðan var minnzt á bankana.
Mönnum finnst bygging Seðla-
bankans geta beðið og fasteigna-
kaup Framkvæmdabankans óeðli
leg. En ef Seðlabankinn hefst
handa um byggingu húsnæðis fyr
ir almennan verðbréfamarkað,
sem hann hefur nú heimild í
lögum til að reka, þá skal engri
framkvæmd fremur fagnað. Og
þegar því marki verður náð, að
allur fjöldi landsmanna á veru-
legar eignir í almenningshluta-
félögum þá þarf heldur ekki að
hafa áhyggjur af ríkisbákninu.
Menn munu þá afþakka þá
tvinnakeflaþjónustu, sem nú er
talin heppilegust til atkvæða-
veiða.
Ey. Kon.