Morgunblaðið - 29.08.1961, Page 14
14
MORCVTSHLAÐIÐ
Þriðjudagur 29. ágúst 1961
ÓLAFUR R BJÖRNSSON
bifreiðar stj óri,
Vesturbraut 23, Hafnarfirði,
andaðist 27 ágúst í St. Jósepsspítala, Hafnarfirði.
Pálína Pálsdóttir,
Páll R. Ölafsson, Emilía Þórðardóttir,
Emanuel Morthens, Þorbjög Ó. Morthens.
Konan min
SIGRlÐUR HALLDÓRSDÓTTIR
andaðist í sjúkrahúsinu Sólheimum 26. þ.m.
Gnðjón Guðmundsson, Eyri, Ingólfsfirði.
Móðir okkar
RANNVEIG BJARNADÓTTIR
frá Efstu-Grund,
andaðist 25. þ.m. í Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund.
Aðalsteinn Sveinbjömsson, Sveinbjöm Sveinbjömsson.
Móðir okkar
GUÐRÚN JÓNSDÓITIR
Bókhlöðustíg 6a,
andaðist í Landakotsspítala, aðfaranótt 27. þ.m. Jarðar-
förin auglýst síðar.
Dæturnai.
Konan mín, dóttir okkar og systir
GERÐUR GUNNARSDÓTTIR
andaðist 25. þ.m. á St. Jósepsspítala. Útförin fer fram
miðvikudaginn 30. þ.m. kl. 3 e.h. frá Fossvogskirkju.
Blóm afbeðin, en þeim, sem vildu minnast hennar er
bent á Barnaspítalasjóð Hringsins
Sverrir Bjamason, foreldrar og systbini.
Fóstra mín
SOFFÍA G. GlSLADÓTTIR
verður jarðsungin miðvikudaginn 30. ágúst kl. 1,30 e.h.
frá Fossvogskirkju.
Þeim, sem vildu minnast hennar er bent á minningar-
gjafasjóð Hallgrímskirkju.
Anna Sigurðardóttir.
Þakka hjartanlega allan þann vináttuvott, sem mér
var auðsýndur á áttræðisafmæli mínu. Sérstaklega vil ég
þakka þann velvilja, sem lýsir sér í eftirfarandi yfir-
lýsingu.
„Við sóknarbörn þín og vinir sendum þér áttræðum
innilegar árnaðaróskir og biðjum þig að þyggja af okkur
málverk af sjálfum þér eftir Örlyg Sigurðsson, sem lítinn
vott þakklætis okkar. Megi mynd þín geymast komandi
kynslóðum svo, sem hún er greypt í hugum vorum“.
Sigurjón Jónsson.
Hjartanlegar þakkir til allra, sem sýndu samúð og vin-
áttu við andlát og jarðarför móður okkar, tengdamóður
og ömmu
ÓLAlFU G. JÓNSDÓTTUR
Efri Brúnarvöllum Skeiðum.
Sérstaklega þökkum við hjónunum Sigríði Jónsdóttur
og Ólafi Gestssyni og fjölskyldu þeirra fyrir órofna
tryggð við hina vandlátu.
Kristbjörg Jóhannsdóttir, Jón 1. Jóhannsson,
Hjalti Þór Hannesson, Jóhann Hjaltason.
Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og
útför mannsins míns og föður
BALDVINS S. BALDVINSSONAR
kjötiðnaðarmanns, Hólmgarði 14.
Laufey Þórðardóttir, Jón Sævar Baldvinsson.
Innilegar þakkir flyt ég öllum þeim, er á ýmsan hátt
glöddu mig á 70 ára afmæli mínu hinn 21. þ.m. og gerðu
mér daginn ógleymanlegan
Guð blessi ykkur öll.
Bolungarvík 22. ágúst 1961
Salóme Sigurðardóttir.
Þeim fækkar úðum...
Minningaro/B
Á TÆPUM mánuði hafa stór
skörð verið höggvin í minn
ágæta og gamla vinahóp. Ekki
færri en sex hafa kvatt þennan
heim er settu svip á Eskifjörð
í æsku minni, hver á sinn hátt
Minningar mínar um þau öll eru
vafðar sérstökum ljóma. Ekki þó
þannig að fjarlægðin geri fjöllin
blá eins og svo oft vill henda,
heldur er þetta raunveruleiki sem
maður kannske sér ekki eins skýr
an og þegar leiðum lýkur. Nú
þegar ævisaga þessara samferða-
manna minna í bernsku er að
fullu skráð í þessari tilveru orna
ég mér við yl minninganna og
óneitanlega hefði verið gaman að
rifja upp frá góðri samfylgd,
hjálp og vinsemd liðinna ára.
Þess gefst ekki kostur nú enda of
langt mál en það var ekki til-
gangur minn með þessum línum
heldur hitt að minnast þessara
kvmningja Og vina minna og
þakka þeim það sem þeir gáfu
mér í veganesti út í lífið. Kynni
mín við þau hvert á sínu sviði
eru þakkarefni og það að verð-
ugu.
Auðbergur Benediktsson tré-
smíðameistari var fæddur 14. 6.
1884 að Sléttaleiti í Suðursveit.
Foreldrar hans voru Benedikt
Einarssón og Ragnhildur Þor-
steinsdóttir. Hana man ég vel
sem gamla konu í æsku minni.
Kom oft í heimsókn til hennar.
Gleymi seint hennar hlýja hand-
taki og heilræðum, versum og
ævintýrum sem hún sagði okkur
bömunum. Ósköp fannst mér
autt og tómt þar heima eftir að
hún var farin en hjá Auðbergi
dvaldi hún seinustu æviárin. Auð
bergur var snemma lagvirkur og
fékk áhuga á smíðum. Hann sagði
mér að hann hefði verið ákveð-
inn að læra trésmíði hjá valin-
kunnum meistara í Reykjavík og
verið tilbúinn til farar en örlögin
sneru því þannig að lærdómur
hans varð á Eskifirði. Þangað
sótti hann sína lífsgæfu. Kvænt-
ist þar 1911 tveim árum eftir
að hann kom þangað, Guðrúnu
Sveinsdóttur frá Hátúni, góðum
lífsförunaut. Þau eignuðust 3
börn sem lifa. Auðbergur varð
bekktur um Austfirði fyrir sína
smíð. Hann smíðaði og gerði upp
marga báta Og þóttu þeir hinir
ágætustu. Einnig byggði hann
mörg hús og meðan hann gat
viku verkfærin ekki úr hendi
hans. Bón átti hann erfitt að
neita. Dagfar hans allt bar þess
vott hve efniviðurinn og upp-
eldi var gott. Trúhneigður var
hann Og vann kirkju Og kristin-
dómi það sem hann mátti. Krist-
ur var hans persónulegi frelsari
og með honum gat hann mætt
hverri þraut. Við vorum um
skeið saman í kristilegum sam-
tökum á Eskifirði og áttum þar
marga einlæga og góða stund.
1957 var ég seinast á ferð á Eski-
firði. Auðvitað heimsótti ég Auð-
berg vin minn. Hönd hans var
þá farin að láta sig enda búinn
margan naglann að reka og vinna
sín verk með prýði. En andlega
var hann hinn síungi bardaga-
maður, lifandi fyrir því sem gæti
Orðið samferðamönnum til
verulegs gagns. Hann skildi vel
þessi orð: Leitið fyrst Guðríkis
og hans réttlætis og þá mun allt
þetta veitast yður að auki.
Mörgu góðu kom hann til leið-
ar. öllu góðu vildi hann veita
lið Og hlúa að þeim gróðri sem
hann taldi öruggastan til lífsham
ingju. Honum fylgja því margar
hlýjar kveðjur.
Sigríður Jónsdóttir var fædd
að Rannveigarstöðum í Álfta-
firði 17. sept 1887. Foreldrar
hennar voru hjónin Kristín Pét-
ursdóttir og Jón Jónsson yngri
frá Papey. í Álftafirði ólst hún
upp. Sem ung stúlka kom Sigríð-
ur að Karlsskála við Reyðar-
fjörð sem þá var mesta myndar-
býli við fjörðinn og þó víðar
væri leitað. Þaðan giftist hún
Sigurjóni Einarssyni og bjuggu
þau allan sinn búskap á Eski-
firði. Þeim varð 7 barna auðið.
4 eru á lífi.
Frú Sigríður var aðlaðandi
kona, dugleg að hverju sem hún
gekk. Félagslynd var hún og var
lengi framarlega í kvenfélaginu
heima og svo slysavarnarfélaginu.
Heimili hennar og Sigurjóns var
gæfuríkt. Skap Sigríðar gleymist
seint þeim sem með henni störf-
uðu. Léttlyndi fékk hún í vöggu-
gjöf og hún kunni vel að meta
það. .Hún var góð kona.
Hún átti marga og góða vini.
f sorg og mótlæti var hún sterk.
Gat því oft miðlað öðrum þegar
syrti í álinn hjá þeim. Vissulega
geymist hennar góða minning í
hugum samferðamannanna.
Margrét Pálsdóttir á Brekku
andaðist 17. ágúst s.l. Hún hafði
um árabil átt við sjúkleik að
stríða. Margt búin að erfiða um
dagana, skila góðu og miklu dags
verkL Hún var fædd að Arn-
gerðarkoti í Mosfellssveit 9. febr.
1878 en til Eskifjarðar kom hún
árið 1899 og giftist þar ágætuim
dugnaðarmanni Jónasi sem um
fjölda ára var rafstöðvarstjóri
heima og gegndi því starfi af ein
stakri trúmennsku. Eskifjörðiu:
var annar bærinn á landinu sem
reisti rafstöð og þótti það mikið
mannvirki í þá daga og hin mesta
furða. Á ég margar Og góðar
minningar um Jónas, tilsvör hans
góðlátlega glettni og sömuleiðis
um órofa tryggð hans og hversu
hann reyndist alltaf traustur að
hverju sem hann gekk. Margrét
og Jónas eignuðust 11 börn og
ólu upp tvö fósturbörn svo það
gefur að skilja að míkið hefir
þurft til að halda svo stóru heim-
ili uppi. Alltaf var snyrtimennsk-
an hin sama. Margrét vann sín
störf af alúð og trúmennsku eign-
aðist marga vini sem seint
gleyma henni og öllum góðum
málum lagði hún lið. í sjón var
Margrét hin gjörfilegasta. Hún
var ekki margmál um hlutina en
tekið var eftir því sem hún lagði
til málanna og hún fylgdi vel á
eftir þegar hún vissi sig vera i
þjónustu góðra athafna.
Hann er stór hópurinn sem
saknar þessarar góðu konu og
blessar minningu hennar.
Finnbogi Þorleifsson fyrrum
skipstjóri og útgerðarmaður and-
aðist 13. 8. 1961. Fæddur var hann
á Eyri í Reyðarfirði sonur hjón-
anna Helgu Finnbogadóttur og
Þorleifs Jónssonar sem þar
bjuggu. Þorleif man ég vel og
andaðist hann í hárri elli á Eski-
firði. Finnbogi var fæddur 19. 11.
1889 og því tæplega 72 ára er
hann lézt. Árið 1915 giftist hann
Dórótheu Kristjánsdóttur og flutt
ist til Eskifjarðar þar sem hann
litlu síðar hóf útgerð. Gerði hann
fyrst út vélbátinn Svan og síðar
Svöluna. Var hann einnig skip-
stjóri á bátunum. Hann var dugn
aðar maður og ósérhlífinn, gæt-
inn og athugull. Vel sótti hann
sjóinn og var jafnan farsæll. Ég
minnist ekki annars en að aldrei
hafi neitt komið fyrir hann á sjó-
mannsferli hans hvorki að menn
hafi meiðst eða hann misst mann
út af bát. Veðurglöggur var hann
Og það sem mér fannst alltaf ein
kenna hann manna mest var
hversu skapgerð hans var góð og
kom það honum vel að haldi því
seinustu 11 árin hafði hann átt
við mikla vanheilsu að stríða.
Það var ekki langt síðan við mætt
umst á götu í Reykjavík. Var
hann þrátt fyrir allt með bros á
vör og lét gamanyrði fjúka. ViS
rifjuðum margt upp og skemmt-
um Okkur vel við það. Útgerð
hætti Finhbogi nokkru fyrir árið
1940 Og fluttist þá til Akureyrar
sem var hans heimastaður síðan.
En þó svo væri þá var alltaf talað
um Eskifjörð. Þar átti hann raun-
verulega heima og ef talað var
um hvernig liði heima þá var auð
vitað átt við Eskifjörð. Tryggðin
var slik. Mér fannst Eskifjörður
svipminni eftir að Finnbogi fór
þaðan. Jarðneskar leifar hans
verða líka lagðar í mold á Eski-
firði og fer vel á því. Dóróthea
og Finnbogi eignuðust 6 börn sem
öll eru á lífi. Finnboga verður
jafnan minnst með virðingu.
Margir sakna hans.
Jóhann Þorvaldsson skipstjórl
Og útgerðarmaður andaðist 27.
júlí. Hann fæddist á Eskifirði 9.
júní 1882. Þar ólst hann upp,
Kvæntist árið 1905 Halldóm
Helgadóttur sem lifir mann sinn.
Þeirra hjónaband varð farsælt og
Oft kom ég á þeirra heimili og
þær stundir gleymast mér ekkl,
Þau hjón hófu sinn búskap í Þórs-
höfn sem er rétt fyrir utan Kol-
múla í Reyðarfirði en fluttu síðan
inn til Eskifjarðar þar sem bú
þeirra stóð æ síðan. Börn eignuð-
ust þau 5 og lifir nú aðeins einn
sonur Víkingur sýsluskrifari |
Stykkishólmi. Tvö börn þeirra
dóu uppkomin, hin mannvænleg-
ustu en þau áttu við langvinna
vanheilsu að búa, Þórlaug andað-
ist árið 1942 en Ingvar fyrir
skömmu. Við hann voru miklar
vonir bundnar enda eitt efnileg-
asta mannefni sem ég man eftir
fyrir austan. Fjögur voru fóstur-
börn þeirra að meira og minna
leyti.
Tvö þeirra eru látin. Eins og af
Frh. á bls. 17.
Hjartanlega þakka ég öllum þeim sem sýndu mér
vinarhug og færðu mér gjafir á afmæli mínu þann 24. þ.m.
Sigríðiir Einarsdóttir, Sólvallag. 55.
Hjartans þakkir sendum við öllum sem sýndu okkur
hlýhug með heimsóknum, stórgjöfum og símskeytum á
sjötugsafmælum okkar 23. ágúst og 9. júní 1961.
Guð blessi ykkur öll.
Ingibjörg V. Filippusdóttir, Magnns Jónsson,
Hellum, Landssveit
Þökkum auðsýnda samúð við andlát og jarðarför
GUÐBJARGAR GUÐRÚNAR BJÖRNSDÓTTUR
Fyrir hönd aðstandendcu
Sigurbjörn Einarsson.