Morgunblaðið - 29.08.1961, Side 17
r Þriðjudagur 29. ágúst 1961
M ORGTJ /V TtL AÐIÐ
17
ÞECAR kjallari var gra.finn
undir Landsbankanum við Aust-
urstræti tók ég eftir því, að
iþar var malarkambur er hall-
aðist mikið til suðurs og var
syðst mjög djúpt niður á fast-
an grunn. Er ég kom hingað í
foæinn fyrst, 1906, var fjaran þar
sem nú stendur hús Eimskipa-
Jélagsins (nyrðri hlutinn). Árið
874, er Ingólfur Arnarson kom
foingað, hefur því verið mjór
malarkambur milli sjávar og
tjarnar, sem legið hefur frá
lækjarósi, eða öllu heldur ósi,
því um læk hefur ekki verið að
ræða þá, gegn um kambinn, þar
sem nú er afgreiðsla Bifreiða-
stöðvar íslands. Malarkambur
þessi hefur náð vestur undir
Gróf, ef til vill breiðári vestast.
Tjörnin hefur verið líkari firði
en stöðuvatni, stöðugt hefur sjór
fallið inn og út um allbreiðan
ósinn. Tjörnin hefur, um flóð
a.m.k., náð vestur fyrir Aðal-
stræti og fylgt brekkunni suð-
ureftir. Um flóð hefur allt ver-
ið hafsjór suður fyrir þann stað,
— Minningororb
Frh. af bls. 14
Jramansögðu má sjá var líf þeirra
hjóna ekki ævinleg rósabraut.
gkin og skúrir skiptust á. Stund-
um hvað í annað annað. Á þeim
stundum kom það greinilega í
Ijós hverjum kostum þau hjón
voru búin. Það var sannarlega til
fyrirmyndar hversu þau sameig-
inlega tóku hverju áfalli. Skinin
voru líka mörg. Þau voru þökkuð
og metin.
Jóhann var farsæll skipstjóri
í þess orðs fyllstu merkingu.
Hann gerði lengi út vélbátinn
Fálkann og þegar hann hætti
þeirri útgerð stundaði hann
lengst af sjóinn á litlum vélbát.
Einnig hafði hann landbúnað að
nokkru ráði.
Hann var aldrei í vandræðum
með skipshöfn. Kom þannig að
sér mönnum að þeir komu jafnan
til hans aftur. Hann var glöggur
tnaður og gætinn og prúðmenni
svo að af bar. Tók vel eftir og
í viðræðum jafnan hlýr og færði
til betri vegar allt sem honum
var kleift. Ekki hreyfði hann
dómum um aðra en gæti hann
örðið að liði þá var það til staðar
og um hann munaði bæði hvað
verkhyggni og dugnað áhrærði.
Þannig kom hann mér jafnan
fyrir sjónir. Aldrei man ég hann
skipta skapi. Hann hafði þó sínar
fougsanir og skoðanir myndaðar
á grandvarri íhugun.
Ég minnist hans þvf sem eins
foins grandvarasta Og áreiðanleg-
asta manns sem ég hefi mætt á
lífsleiðinni.
Ragnheiður Einarsdóttir Snæ-
dal andaðist nokkru áður en þeir
sem ég nú hefi minnst. Hún var
systurdóttir Auðbergs Benedikts-
sonar, dóttir Guðnýjar og manns
hennar Einars Pálssonar. Hann
var ættaður úr Suðursveit og
þekkti ég hann vel þvi hann átti
foeima skammt frá mér á Eski-
firði. Kom oft til foreldra minna.
iVar fróður með afbrigðum og
skemmtilegar minningar á ég frá
kynnum Okkar Einars en þær
yerða að biða.
Ragnheiður var gift Jóni Snæ-
dal og bjuggu þau jafnan á Eski-
firði.
Hún var dugnaðarkona. Vel var
foún máli farin Og um mörg ár
stóð hún framarlega í félagsmál-
um á Eskifirði. Formaður Verka-
•kvennafélagsins var hún í fjölda
ár.
Að hverju verki gekk hún heil
og hispurslaus. Gerði sér jafnan
far um að kynna sér málin tók
afstþðu og fylgdi fast á eftir.
P'essuð sé minning þessa góða
fólks.
i. H.
sem nú er flugvöllur og ná-
grenni hans.
Þegar Ingólfur kom að austan
ásamt fylgdarliði sínu hefur
veðri verið þannig háttað, að
mikla reyki hefur lagt úr hver-
um í núnefndum Laugadal og í
Örfirisey (þar eru hverirnir nú
komnir í sjó). Lá því beint við
að nefna víkina á milli Lauga-
ness og eyjarinnar Reykjavík.
Og bær Ingólf tók svo nafn af
víkinni, eins og oft er með bæja
nöfn, að þau taka nöfn af fjöll-
um, víkum, fjörðum o. s. frv.
Á þetta hafa mér fróðari menn
fyrir löngu bent.
Ingólfur staðnæmdist þar sem
vér nú nefnum Arnarhvol eða
Þingholt. Öll þau holt og land-
ið inneftir var vaxið kjarri og
lágvöxnum birkiskógi. Á Islandi
hafa aldrei þroskazt nema dverg
tré. Efalaust hafa flutzt með
landnámsmönnum fræ eða
plöntur af barrtrjám (greni og
furu) og þessi tré sennilega vax-
ið hér um stund, en ekki þolað
harðindi miðalda okkar tímatals
— og dáið út. Rosatíð, áferðar og
saltstormar hér eru hættuleg veðr
átta fyrir skógrækt, helzt mætti
vænta nytjaskóga á Norðaustur-
og Austurlandi, tæplega sunnan-
lands og vestan. Á svæðinu frá
Eyjafjarðarsýslu til Suðurmúla
mætti reyna skógrækt til gagns.
Á brekkunni austan við hinn
mikla vatnselg hefur Ingólfur
rutt kjarri og byggt bæ sinn
Reykjavík. Hvort hann hefur
staðið þar sem stytta landsnáms
mannsins er nú, eða þar sem
menntaskólinn er skiptir ekki
máli. Hinn fyrsti bær á íslandi
hefur áreiðanlega aldrei verið
bygggður á botni þáverandi
tjarnar, sunnan við Herkastal-
anri, þar sem fyrstu áreiðanlegu
sagnir eru um að bærinn
Reykjavík (Vík) hafi staðið 800
árum eftir að Ingólfur kom og
nam hér land. Þar sem Ingólfur
byggði, austan við tjörnina eða
fjörðinn sem þar var þá, var
ágætt og fagurt bæjarstæði, mót
vestri og suðvestri. Allt var þá
fullt af fiski, fugli og sel um
ósa og sker, Elliðaárnar nærri
morandi af laxi. Það var síður
en svo ástæða fyrir Ingólf að
klöngrast með sitt hafurtask suð
ur undir Skerjafjörð og svo aft-
ur norður með tjörninni jafn-
vel þótt honum hafi kannski
litizt vel á Landakotshæðina
sem þó er ólíklegt mjög. Hann
var þá líka komin út úr sjálfri
reykjavíkinni milli lauganna
innfrá og útfrá. Eg tel því ugg-
laust að þeir visu og mætu
menn sem halda því fram að
Ingólfur hafi byggt nálægt end-
anum á núverandi Aðalstræti
hafi ekki athugað landfræðileg-
ar aðstæður anno 874. Eg tel
öruggt að Aðalstræti hafi aldrei
verið sjávargata Ingólfs og hans
manna. Súlur Ingólfs hafa fund-
izt við þann stað, er síðar var
nefndur Battarí, rétt fyrir neð-
an Arnarhvol þar sem Ingólfur
nú stendur, á réttum stað, ör-
skammt frá bæ sínum eða
kannski einmitt á staðnum, þar
sem súlurnar voru reistar á ný
við öndvegið eftir hið undarlega
sjávarvolk lengst austan úr hafi.
Þorsteinn Jónsson.
Formannaráð-
stefna ASI
Miðstjórn AJiþýðusambands
fslands hefur samþykkt að booa
til formannaráðstefnu allra sam-
bandsfélaga og fundar fullskip-
aðra ' sambandsstjórna laugar-
daginn 30. september og sunnu-
daginn 1. október, til að ræða
hin nýju viðhorf í kaupgjalds-
málum vegna gengislækkunar-
innar og samræma aðgerðir sam
takanna.
— Kvikmyndir
Framh. af bls. 8
falið að koma uppreisnarmönn-
um til Algier þar sem herréttur
á að fjalla um mál þeirra. Alt-
mann fær jeppa til umráða og
bílstjórinn er ungur Frakki. Á
leiðinni aka þeir framhjá frönsku
herrasetri, sem Arabar hafa ráð-
izt á. Aðeins ein kona er þar á
lífi, frönsk kennslúkona, Made-
leine Durand að nafni. Altmann
tekur hana með sér og lofar að
koma henni til Algier. — Á leið-
Togaraútgerð ■ Gana
BASIL Parkes forstjóri í Hull 1
er mörgum íslendingum að góðu
kunnur. Hann veitir forstöðu
fyrirtæki, sem nefnist St. And-
rews Steam Fishing Co. og hefur
um margra ára skeið verið um-
boðsmaður fyrir nokkra íslenzka
togaraeigendur í Hull.
Parkes er fyrir skömmu kom-
inn heim úr ferð til Ghana þar
sem hann var að kynna sér
möguleika á að koma á fót tog-
araútgerð. í viðtali við blaðið
The Fishing News segir Parkes
að Ghana sé land ótakmarkaðra
möguleika á sviði fiskveiða.
Ghanastjórn hefur stofnað fisk-
veiðifélag og falið St Andrews-
félaginu í Hull yfirstjórn þess
næstu þrjú ár. Mun St. Andrews
félagið ráða sérfræðinga í Bret-
landi til að veita fyrirtækinu
forstöðu. Einnig hefur Si. And-
rews gert samninga við skipa-
smíðastöðvar í North Shields og
— Flugsýningin
Framh. af bls. 10.
sagði. Sennilega hefur flugvél
á þvílíkum hraða aldrei sézt yfir
höfuðstaðnum. Þotan sást nálg-
ast óðfluga, en það var ekki
fyrr en hún var yfir mannfjöld-
anum, að heyrðist í hreyflunum.
Yfir Vatnsmýrinni tók hún nær
lóðrétta stefnu og var horfin
með miklum gný upp í loftin
blá áður en varði.
★ ♦ ★
Auðlýst hafði verið, að Vis-
count Flugfél. Islands sýndi list
ir sínar og urðu það mörgum
vonbrigði, að sá þáttur féll nið-
ur. Sýning þessi var skemmti-
leg og fjölbreytt í heild sinni.
Samt full langdregin, því löng
hlé voru oft á milli atriða. Hins
vegar verður að taka tillit til
þess, að mjög erfitt er að láta
hvern viðburðinn reka annan á
svona sýningu.
í heild var sýningin vel heppn
uð og átti góða veðrið sinn stóra
þátt í því. Var ekki að sjá ann-
að en fólk færi mjög ánægt
heim, sérstaklega unglingarnir.
★ ♦ ★
Þrjár varnarliðsvélar stóðu
þarna á vellinum og voru til
sýnis. Voru það þyrla, æfinga-
þota og Neptune könnunarvél.
Var stöðugur fólksstraumur að
flugvélunum og strákarnir skegg
ræddu mikið um hverja tegund-
ina fyrir sig.
Félagslíf
Sveinameistaramót Beykjavíkur
í frjálsum íþróttum verður hald-
ið á Melavellinum föstudaginn 1.
september kl. 20. ^eppnisgrein-
ai: 60 m hlaup, 80 m grinda-
hlaup (76,2 cm háar grindur),
300 m hlaup, 600 m hlaup, 4x100
m boðhlaup, kúluvarp (4 kg
kúla) kriniglukast (1 kg kringla),
sleggjukast (4 kg), hástökk, —
langstökk og stangarstökk. —
Þátttökutilkynningar sendist
Frjálsíþróttadeild ÍR, sem sér
um mótið, eða undirrituðum
eigi síðar en miðvikudagskvöld.
Frjálsíþróttaráð Reykjavíkur.
Appledore um smíði fiskiskipa
fyrir Ghana-stjórn. Skipin verða
130 fet á lengd. Tvö þeirra eru
skuttogarar en hin ætluð til
veiða með nót og net.
Fyrst um sinn verða yfirmenn
fiskiskipanna brezkir, en síðar
munu menn frá Ghana taka við.
Parkes segi' að við strendur
Ghana veiðist mikið af fiski, sem
er svipaður jmásíld og nefnist
sardinella. Við veiðarnar eru nú
aðallega notaðir smábátar eða
eintrjáningar, og eru þær ekki
stundaðar nema þrjá til fjóra
mánuði ársins. Við komu hinna
nýju skipa er búizt við að unnt
verði að stunda veiðar allt árið.
Verið er að koma upp frysti-
húsi í Ghana til að taka á móti
aflanum, en skipin eru búin
frystitækjum. Þá er ætlunin að
kaupa tveggja hreyfla flugvél til
fiskileitar.
Einar Ásmundsson
hæstaréttarlögmaður
Lögfræðistörf — Fasteignasala
Austurstræti 12 III. h. Sími 15407
LÚÐVlK GIZURARSON
héraðsdómslögmaður
Tjarnargötu 4. — Sími 14855.
Guð/ón Eyjólfsson
löggiltur endurskoðandi
Skólavörðustíg 16
Sími 19658.
Jóhannes Lárusson
héraðsdómslögmaður
lögfræðiskrifstofa-fasteignasala
Kirkjuhvoli — Simi 13842.
inni breytir Altmann skyndilega
um ákvörðun. Hann gabbar bíl-
stjórann út úr bílnum, lýsir því
yfir að hann ætli líka að flýja
útlendingaherdeildina, Og þýtur
af stað í bílnum. Gerast n« marg-
ir atburðir, sem ekki er rúm til
að rekja hér. — Þegar til Algier
kemur, tekst Madeleine að ná
fundi lögreglunnar frönsku. Vis-
ar hún lögreglunni á felustað upp
reisnarmanna. Verður það til
þess að fjöldi manns er drepinn.
Altmann og félögum hans tekst
að komast undan. Madeleine sér
nú miskunnarleysi frönsku lög-
reglunnar og iðrast gjörða sinna.
Altmann finnur hana á laun og
ræður henni að halda sem fyrst
til Frakklands því að líf hennar
sé í hættu. Hún fer að ráðum
hans. Þeir félagarnir lenda í
miklum hrakningum en komast
þó að Iokum til Frakklands. Þar
halda þeir hver sína leið. Alt-
mann kemst til Belfort og hittir
þar Madeleine. Henni verður ljóst
að hún elskar þennan mann og
hún hjálpar honum að komast
undan til Þýzkalands.
Mynd þessi er mjög efnismikil,
enda hér aðeins rakinn bláþráð-
urinn og tæplega það, — og spenn
an er allmikil. Leikurinn er
einnig góður. Fer Hildegard
Knef með hlutverk Madeleine af
mikilli prýði. Þá er og einnig
mjög athyglisverður þeirra félag-
anna Hannes Messemer (Alt-
mann), Bernhard Wicki (Luigi
Locatelli) og Helmut Schmid
(Pat Kilby).
4
SHIPAUTGCRÐ RlMsiffF
Ms. SKJALDBREIÐ
fer 1. september nk. vestur um
land til Akureyrar. Vörumóttaka
í dag til áætlunarhafna við Húna
flóa og Skagafjörð og til Ólafs-
fjarðar. — Farseðlar seldir á
miðvikudag.
Skipaútgerð ríkisins.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 28., 31. og 35. tbl. Lögbirtingablaðsins
1961 á hluta í Langholtsvegi 160, eign Magneu Jóns-
dóttur, fer fram eftir kröfu bæjargjaldkerans í Reykja-
vík og tollstjórans í Reykjavík á eigninni sjálfri iimmtu-
daginn 31. ágús 1961, kl. 3 síðdegis.
Borgarfógetinn í Reykjavík.
IMauðungaruppboð
sem auglýst ver í 28., 31. og 35. tbl. Lögbirtingablaðsins
1961 á skúr við Nesveg 39, hér í bænum, eign Einars
Sveinssonar, fer fram eftir kröfu bæjargjaldkerans í
Reykjavík eigninni sjálfri fimmtudaginn. 31. ágúst
1961. kl. 3^ síðdegis.
Borgarfógetinn í Reykjavík.
IMauðungaruppboð
sem auglýst var í 23., 30. og 34. tbl. Lögbirtingablaðsins
1961 á hluta í Langholtsvegi 128, hér í bænum, talin
eign Þorláks Ásgeirssonar, fer fram eftir kröfu tollstjór-
ans í Reykjavík á eigninni sjálfri fimmtulaginn 31. ágúst
1961 kl. 2 Y2 siðdegis.
Borgarfógetinn í Reykjavík.