Morgunblaðið - 07.10.1961, Blaðsíða 3
Lsugardagur 7. október 1961
MORGVNBLAÐ1Ð
3
Hssk
| ' •■'ii
***#
UÉmt
■ ... • . WV ■ “Triwr.w7!~..OHWVi M 11 u '! H HT'WfA'JW l'M W' 1 JWl WPI 1« »' WWH ? "flfljaSaÍ I
STAKSTFIWR
Næstkomandi miðvikudags-
kvöld frumsýnir Þjóðleikhús
ið leikritið Strompleikinn eft
ir Halldór Kiljan Laxness, en
leikrit þetta hefur vakið mik
ið umtal svo sem kunnugt er.
Hefst sala aðgöngumiða í dag,
laugardag og verður selt á
þrjár sýningar í einu. Er það
fátítt að Þjóðleikhúsið sýni
sama leikritið þrjú kvöld í
röo, en eftirspurn á miðum
hefur verið mikil að undan-
förnu.
Höfundurinn, Þjóðleikhús-
stjóri og leikstjóri sátu fund
með blaðamönnum í gær.
Skýrði Þjóðleikhússtjóri, Guð
laugur Rósenkranz, frá hlut-
verkaskipan, sem er svohljóð
andi:
Frú Ólfer ekkja af góðum
ættum — Guðbjörg Þorbjarn
ard. Ljóna Ólfer — Þóra Frið
riksdóttir. Útflytjandinn —
Róbert Arnfinnsson. Söngpró
fessor — Haraldur Björnsson.
Kunstner Hansen — Jón Sig
urbjörnsson. Lambi — Rúrik
Haraldsson. Innflytjandinn —
Bessi Bjarnason. Útflytjanda
frú — Inga Þórðardóttir. Kona
söngprófessors — Emilía Jón
asdóttir. Óla vinnukona —
Anna Guðmundsdóttir. Full-
trúi andans — Valur Gísla-
son. Stóra lögreglan — Ævar
Kvaran. Extra fiskimat bank-
ans — Jón Aðils.
Tilbúið í hausnum.
— Ég samdi þetta leikrit í
fyrrahaust, sagði Kiljan við
blaðamenn í gær. — Ég var
búinn að vera með það lengi
í hausnum og alltíeinu skrif-
aði ég það niður. Það var til
búið í hausnum á mér og þess
vegna tók ekki langan tíma
að skrifa það niður.
— Ég hafði sama móralska
próblemið eða umhugsunar-
Laxness
gær
4 at-
valda
Halldór Kiljan
Gunnar Eyjólfsson á blaðamannafundinum
(Ól.K.M.)
Þetta er mikill
og góður strompur
- sagðí Halldor Kiljan í gær - Strompleik-
urinn frumsýndur á miðvikudag
efnið í huga og pegar ég skrif
aði Brekkukotsannál. Það má
segja að þetta séu tvö verk
runnin af sama grundvelli.
— Að visu er töluvert ólík
ur hugsunarháttur og um-
hverfi í þessum tveimur verk-
um. Brekkukotsannáll gerðist
í Reykjavík, sem nú er horfin
og kannske hefur aldrei verið
til, en er þó yrkisefni. Ég geri
ráð fyrir að Reykjavík um
aldamótin sé ákaflega fjarlæg
ur heimur þeim, sem nú lifa.
Vandamál
skreiðarframleiðenda.
— Já, sagði Gunnar Eyjólfs
son, leikstjóri. —• Eins og þú
segir í fyrstu setningunni þá
er heimurinn blöff, en kjafts
höggin ekta.
—■ Já, já, sagði Kiljan, —
þegar daman er búin að
gefa herranum á kjaftinn. Jó,
já.
— Það er mikið af vanda-
málum skreiðarútflytjenda í
þessu, hélt hann áfram. —
Einn af okkar ágætu ritstjór-
um hér í bæ spurði mig hvað
yæri eiginlega í þessu stykki.
Ég sagði honum að það væru
vandamál skreiðarútflytjenda.
Hann horfði bara á mig og hef
ekki trúað mér því ég hefi
ekki séð það í blaðinu ennþá.
— Þetta er skemmtilegt við
fangsefni, sagði Gunnar Eyj-
ólfsson leikstjóri, — og tals-
verð ögrun leikendum og leik
stjóra. Það voru allir gripnir
af þessu frá því komið var á
fyrsta samlesturinn og eins og
er með öll góð verk, þá eykst
áhuginn með hverri æfingu.
— Leikritið var sent til þýð
ingar strax í vetur, sagði Kilj
an aðspurður. — Það var þýtt
á spólur af þýzkum prófessor:
Magnús Magnússon ritstjóri í
Glasgow hefur líka verið að
þýða það fyrir Curtis-Brown í
New York og London.
— Reginald Cornis, leikhús
stjóri Lyric Operahouse í Eng
landi hefur mikinn áhuga á
því, skaut Þjóðleikhússtjóri
inn f. — Hann kemur hingað
til að sjá leikritið.
Afhent miðlurum.
— Já, sagði Kiljan, — það
hefur verið spurt um leikritið
Víða. Ég hefi afhent það miðl
urum og agentum. Ég má ekki
vera að því að standa í þessu.
Svona leikrit eru í útlöndum
keypt af leikhúsforleggjurum,
sem taka þau upp á prósent-
ur og dreifa síðan til listhaf-
enda fyrir prósentur. Höfund
urinn sleppur þá við þessa ó-
endanlegu þvælu, sem er ekki
listamannaverk.
— Ég er mjög ánægður með
að fá leikrit eftir Laxness,
sagði Guðlaugur Rósenkranz.
-— Það er ánægjulegt að vita
hversu mikinn áhuga almenn
ingur hefur fyrir þessu, eins
og reyndar öllum verkum Lax
ness. Ég geri mér vonir um
að margir vilji sjá sýninguna
og að hún gangi lengi.
Kiljan var nú spurður hvað
nafnið Stormpleikur þýddi.
— Það er eiginlega leikur
sem gerist í strompi eða í kring
um hann. Þetta er mikill og
góður strompur, sagði hann.
Ljósmyndari er nú mættur
til að taka mynd af ICiljan við
strompinn, sem nota á í sýn-
ingarskrá, og við göngum inn
á sviðið þar sem strompur-
inn trónar í bragga, sem gerð
ur hefur verið þar.
— Þú segir mér hvernig ég
á að vera, sagði Kiljan við
ljósmyndarann. — Ég veit
ekki hvernig ég á að vera. Ég
kann ekki að leika fyrir fram
an stromp
Enginn blossi kemur þegar
ljósmyndarinn smellir af.
— Klikkaði, sagði Kiljan. —
Þetta er vonandi ekki með per
um í? bætti hann við.
— Nei, sagði ljósmyndar-
inn.
— Nú, þetta er nonstop.
Omeletta, Omeletta.
Næst var tekin mynd af höf
undi og leikstjóra við stromp
inn mikla.
— Segðu okkur hvort við
eigum að leika veikt eða
sterkt sagði Kiljan við ljós-
myndarann.
— Á ég að' vera með hendur
fyrir aftan bak?
— Mér hefur verið gefið
það ráð, sagði Kiljan, — að
þegar verið er að taka mynd
af tveimur mönnum, sem ekk
ert hafa að segja, að segja
bara omeletta, omeletta, ome
letta í sífellu. Þetta ráð hefur
dugað mér vel.
Upp við vegg í bragganum
er fornfálegt píanó og Kiljan
var spurður hvaða hlutverki
það gegndi.
— Þetta er píanó, sem hefur
staðið í rigningu úti í porti,
rignt niður og elskendur hafa
skrifað á það hjörtu, örvar og
I love you. En mér sýnist það
bara ekki nógu niðurrignt.
hh
Stúdentablað
í TILEFNI 50 ára afmælis Há- i rekstur stúdenta. Bernharður
skóla fslands hefur Stúdentaráff
gefiff út Stúdentablaff, er þaff árg.
2. tbl. Ritstjóri blaðsins er Gylfi
Baldursson BA.
í blaðið rita m. a. Háskólarekt-
or Ármann Snævarr: Á tímamót-
um, Hörður Sigurgestsson, stud.
oecon., formaður stúdentaráðs: Á
hálfrar aldar afmæli. Lúðvíg
Guðmundsson: Stúdentalífið fyr
ir 40 árum. Mlle. Madelaine
Gagnaire, sendikennari í frönsku
við H.í: Æðri menntun í Frakk-
landi. G’rétar Br. Kristjánsson,
Guðmundsson, stud. theol.: Slen.
DeUdarfarsetar H. í. láta í J
ljós álit sitt á framtíðarhorfum
deildanna næsta áratug. Rætt er
við Ragnar Jónsson, eiganda
Hlaðbúðai og Pétur Sigurðsson, |
háskólaritara. — Þá eru viðtöl
við sex stúdenta um sumarstörf
þeirra.
Á miðsíðu blaðsins eru myndir
af rektorum Háskóla íslands frá
1911—1961.
Blaðið er allt hið vandaðasta.
Forsíðu þess prýðir loftmynd af
stud. jur.: Hugleiðingar um hótel, Háskólanum og nágrenni hans.
Erfiðleikar
togfaraútgerðarinnar
gærdag birtist hér í blaðina
útdráttur úr erindi, sem GuS-
mundur Jörundsson útgerðar-
maður flutti í Rikisútvarpiff fyr-
ir skömmu. Ræddi Guðmundur
affallega erfiðleika togaraútgerff
arinnar og gerði í upphafi erind-
is síns grein fyrir því, aff afla-
magn íslenzka togaraflotans
hefffi minnkaff um 45% frá ár-
inu 1958 til ársins 1960, en til
þess má aff sjálf
sögðu rekja örff-
ugleika togaraút
gerffarinnar aff
verulegu leyti.
„Nú munu
meim spyrja, er
þá aflaleysið
eina ástæffan
fyrir hinum
miklu erfiffleik-
um í rekstri togaranna í dag“,
sagffi Guffmundur. „Nei, því miff
ur eru þær einnig affrar og miklu
fleiri, ef á allt er litiff meff sann-
girni“. Gerffi Guffmundur Jör-
undsson síðan grein fyrir
riðum, sem hann taldi
þarna miklu um.
1. „Til dæmis má geta þess,
aff þaff hráefnisverff, sem tog-
ararnir fengu fyrir afla sinn hér
heimamarkaði, var aff jafnaffi
allmiklu lægra en hjá öffrum
iiskiskipum hér í landi.“
2. „Antnaff var þaff, sem olli
auknum útgjöldum í rekstri
þessara skipa, en þaff var manna
fjölgunin á þeim, sem lögbund-
in var 9. apríl 1956 Hafffi þetta
lagaboð í för meff sér manna-
fjölgun, er nam 7 mönnum á
hvert skip .... Frá því aff lög
þessi öffluffust gildi og fram til
þessa tíma má gera ráff fyrir,
aff bein útgjöld útgerffarinnar af
þessum sökum nemi sem næst
3 milljónum króna“ Mannafjölg
un þessa taldi Guffmundur svo
mjög óeðlilega, þegar fiskaff er
í ís fyrir erlendan effa innlend-
an markaff.
3. Skort hefur hagstæff lán til
endurnýjunar togaraflotanum.
4ý „Þá má einnig nefna hér
[ þau vandkvæffi, sem sköpuffust
fyrir togarana meff hinni löngu
og sigursælu lanrdhelgisbaráttu
okkar íslendinga. En sem kunn-
ugt er voru togararnir beittir
[ löndunarbanni á brezkum mark-
affi vegna hennar, og hafa æ síff-
an veriff allmiklar hömlur lagff-
ar á landanir þeirra skipa, bæði
þar og á vestur-þýzkum mark-
affi“.
Hærra hráefnisverð
Guffmundur ræffir einnig «
grein sinni nauffoynina á því aff
hækka hráefnisverffiff til þess aff
bæta afkomu togaraflotans. í
því sambandi segir hann m. a.:
„Eg hef spurt brezka frystihús
eigendur aff því, á hverju þaff
byggist, aff þeir gætu greitt svo
hátt hráefnisverð og haft samt
eðlilegan rekstrargrundvöll.
Þeir svara því til, aff þeir
hafi betri nýtingu á hráefni
en viff, m. a. fyrir ákvæðis-
vinnu flakaranna, sem fái greidd
an hluta af sinum launum, eftir
því hve vel þeir nýti fiskintn. En
einkum og sér í lagi sé þaff á-
framhaldandi vinnsla á fiskin-
um, eftir að frystihúsin hafa
skilað honum frá sér til ann-
arra verksmiffja, hinna svoköll-
uðu „fish stick“ verksmiffja,
sem geri þeim fært að greiffa hiff
áðurgreinda hráefnisverð. En
meff þvi að eitt og sama fyrir-
tækiff eigi báðar verksmiðjurn-
ar í sama landi sé mögulegt að
i spara pökkunarkostnað.“
*