Morgunblaðið - 07.10.1961, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 07.10.1961, Blaðsíða 23
Laugardagur 7. október 1961 MORGUTVBIAÐIÐ 23 \ -K DR. PALL ÍSÖLFSSON var í sjöunda himni, er fréttamaður Mbl. átti tal við hann í gær eftir að hann hafði stjórnað flutn-! ingi tónverks síns við Há- skólaljóð Davíðs Stefáns sonar frá Fagraskógi. — Salurinn í Háskólabíóinuj nýja er tvímælalaust lang-^ bezti hljómleikasalur, sem’ við höfum átt, sagði Páll, — og ég tel það mikinn viðburð í íslenzku músík- lífi, að slíkur glæsisalur! með svo fullkomnum hljómburði skuli nú loksl vera fyrir hendi. Okkur erj óhætt að óska h'vert öðru! til hamingju með þann merka áfanga. Ár Ekki stjórnaS í betri salarkynnum Páll taldi sig ekki hafa stjórnað tónflutningi i jafn- Dr. Páll ísólfsson stjórnar flutningi tónverks síns við Há- skólaljóð Davíðs Stefánssonar. — Skáldið sést fyrir miðju myndarinnar, og einnig Snæbjörg Snæbjarnar söngkona, er fór með einsöngshlutverk. Framúrskarandi heyrð í Háskdlabíd — Höfum loks eignast fullkominn hljómleikasal, segja músikmenn góðum salarkynnum áður — og kvaðst efast um, að hann hefði nokkru sinni heyrtbetri hljómburð en í Háskóla- bíóinu. — Frá mér að heyra, þarna uppi á sviðinu, virtist músíkin a.m.k. hljóma alveg prýðilega, sagði hann, — og hljóðfæraleikaramir, sem eru fljótir að finna „akústíkina“, telja hana ágæta. Mér skilst á þeim mörgum — líka þeim erlendu, sem víða hafa leikið úti — að þeir hafi ekki kynnzt betri salarkynnum. — Annars ættirðu líka að spyrja einhvern, sem var úti í salnum, t.d. hann Árna Kristjánsson píanóleikara — hann var þarna, og getur eun betur um þetta dæmt, sagði Páll að lokum. Nú mega tónskáldin herða sig — Jú, heyrðin í salnum er framúrskarandi góð, sagði Ámi. — Hvað — heyrðin? kváði blaðamaðurinn. — Já, heyrð er nýyrði, sem verkfræðingarnir eru farnir að nota um „akústík“ eða hljómburð, sem er fyrri til- raun til íslenzkunnar á hug- takinu. Mér finnst þetta á- gætt orð, og vel viðeigandi að koma því á framfæri í sambandi við fyrsta tónflutn- inginn í Háskólabíóinu, sem hefir hina beztu éiginleika í þessu efni. — Hér höfum við í fyrsta skipti fengið hús, sem fullnægir ýtrustu kröfum um flutning tónlistar — og nú ættu tónskáldin að fara að herða sig og semja, því að nú hafa þau loks tæki- færi til þess að -lieyra verk sin eins og þau eiga að hljóma. — Ég er fyllilega sammála dr. Páli — tel tilkomu þessa glæsilega húss stórviðburð í tónlistarmálum. — Það er vissulega gaman að geta boð- ið erlendum tónlistargestum okkar upp á slíkan hljóm- leikasal. — Það er svo ekki sízt fagnaðarefni, að sinfóníu hljómsveitin okkar skuli nú fá svo góðan samastað fyrir hljómleika sína — og finnst mér, að fólk ætti að meta það og sækja tónleika henn- ar betur en nokkru sinni. * Menn voru stoltir Þetta sögðu þeir fróðu músíkmenn — en leikmenn veittu hinum ágæta hljóm- burði líka athygli og höfðu orð á. — Heyrðust margar ánægjuraddir í gær umþetta nýja menningarhús á Melun- um. Menn voru með rétti stoltir af að geta sýnt hin- um mörgu og virðulegu er- lendu gestum svo glæst og góð húsakynni — enda mun það sannast mála, að Há- skólabíóið hlyti að teljast glæsilegt hús og til menning- arauka í hvaða stórborg sem væri. Hinn mikli samkomusalur, sem rúmar um 1000 manns í sæti, er stílhreinn og fagur, en látlaus. Loft og veggir eru steypt í fellingar, og í vikunum á veggjum eru hreyfanlegir „flekar“, sem stjórna hljómendurkasti. Öðr- um megin er yfirborðið gljúpt, en hinum megin úr harð- viði, og er þeirri hliðinni snúið út, þegar tónlist er flutt. Flötum þessum má snúa á skammri stundu. Litir í salnum eru mildir. Hin þægilegu sæti eru í blá- um litum, svo og baktjald á sviði, en veggir og loft ljós. S«lurinn er lýstur með fjölmörgum litlum lömpum, er hanga í lofti. ★ Á enn eftir að batna Blaðamaðurinn náði í gærkvöldi snöggvast tali af Guðmundi Kr. Kristinssyni arkitekt, en hann og Gunn- laugur Halldórsson arkitekt teiknuðu húsið og eiga því heiðurinn af því, hve vel hefir tekizt að ná hinni á- gætu heyrð í salinn — en við höfðum okkur til aðstoð- ar danskan sérfræðing í „akústík" sagði Guðmundur. — Eruð þið félagar ekki ánægðir með árangurinn hvað hljómburðinn snertir? — Jú, ég held óhætt sé að segja, að það hafi tekizt allvel — en reyndar er ekki búið að fullganga frá öllum útbúnaði, og ætti heyrðin því að batna nokkuð enn, sagði Guðmundur. - Háskólahátiöin Framh. af bls. 10. hverjum íslendingi. Háskólinn teldi það eitt vegamesta hlut- verk sitt að varðveita hand- ritin og stuðla að rannsókn þeirra. í lok ræðu sinnar vitnaði rektor í ljóð Einars Benedikts sonar og kvaðst treysta því að nýtt landnám andans færi í hönd. — Vér leggjum vongóð ir og bjartsýnir á bratta næstu aldarhelftar, sagði hann. Megi hollvættir vera há skóla vorum óvarðar. Kveðjur og gjafir etúdentasamtaka. Auk þeirra ræðumanna sem áður hefur verið getið, fluttu fulltrúar ýmissa félagasam- tak stúdenta kveðjur. Dr. med Sigurður Sigurðsson, land- læknir flutti kveðju Vísinda- félags íslendinga og afhenti að gjöf frá félaginu bréf- fergju af ísl. bergi. Sveinn S. Einarsson verkfræðingur flutti kveðju Bandalags há- skólamanna, er hafa í tilefni afmælisins gefið út bókina „Vísindin efla alla dáð“ og 6agði hann að ágóði bókarinn ar rynni allur til háskólans, til að efla félagsmálastarf- semi þar. Matthías Jóhannes- sen, ritstjóri flutti kveðjur Stúdentafélags Reykjavíkur og tilkynnti að félagið hefði ákveðið að gefa háskólanum höggmynd Ásmundar Sveins- sonar, Sæmund á selnum, í bronzi. Formaður stúdenta- ráðs háskólans Hörður Sigur- gestsSon flutti kveðjur stúd- enta og afhenti gjöf frá þeim, fundarhamar. Frumflutt háskólaljóð Davíðs. Áður en flutningur kveðj- anna hófst flutti sinfóníu- hljómsveitin og blandaður kór undir stjórn dr. Páls ísólfs sonar „Þú eldur, sem brennur við alvalds stól“, úr háskóla ljóðum Þorsteins Gíslasonai; lag eftir dr. Pál ísólfsson. Að þeim loknum voru frum flutt Háskólaljóð eftir Davíð Stefánsson en þau hlutu fyrstu verðlaun í samkeppni þeirri um hátíðarljóð, er efnt var til í tilefni háskólahátíðarinnar. Var hátíðaljóðið flutt við tón list Páls ísólfssonar, er há- skólaráð fól að semja lög við ljóðin. Stjórnaði hann sinfón íuhljómsveitinni, sem flutti hluta af verkinu ásamt kór og einsöngvurunum Snæ- björgu Snæbjörnsdóttur og Árna Jónssyni. Davíð Stefánsson sagði sjálfur fram nokkra kafla úr ljóðinu, og var ákaft fagnað. Ljóðið skiptist í kaflana upp- haf, ættjörð, dögun, gróður, ís lenzk fræði, trú, Iögvísi lækn islist, tækni, heimspeki, útsýn og vöxtur meiðsins og lýkur á þessu ljóði: Höldum vörð um helgilundinn Heiðra lífið, unga sveit. Von þín öll er við það bundin, vöxtur meiðsins, gæfustundin, framtíð vor og fyrirheit. Blekking öll skal burtu víkja, bæn og starf og þekking ríkja, andlegt frelsi, andleg rausn. Þá mun vakin þjóðargleðin, þá mun drápan mikla kveðin, hugsjónanna Höfuðlausn. Þegar berst að frævu frymið, fagnar stofninn, hækkar limið. Heyrið storminn, stjörnu- brimið. Kveðjur háskóla víða um heim. Þá fluttu fulltrúar erlendra háskóla kveðjur frá skólum sínum: Carl Iversen rektor Kaupmannahafnarháskóla frá dönskum háskólum, próf dr. Tauno Tirkonen, Helsingfors Universitet, frá finnskum há skólum, Ludvig Holm-Olsen, rektor Universitetet Bergen, frá porskum háskólum, próf. dr. Dag Strömáck, Uppsala Universitet, frá sænskum há- skólum og mælti á ísl. Af- henti hann rektor Háskóla ís lands silfurbikar með áletr- uðu kvæði Jónasar: Landið var fagurt og frítt. Þá fluttu kveðjur rektor Othmar Kuhn frá Vínarháskóla, rektor Ed- ward W. Strong frá Berkley héiskóla í Bandaríkjunum sem afhenti skrá yfir þá fslend- inga sem höfðu stundað nám yið skóla hans, próf dr. G. Turvilie Petre, frá Oxfordhá skóla og talaði á íslenzku, próf dr. Seamus O Duilearga frá háskólanum í Duplin, rektor Pierre Daure frá háskólanum í Caen í Frakklandi, George T. Richardson frá háskólanum í Manitoba í Kanada, rektor Stanislaw Turski frá Varsjár háskóla, próf dr. L. Hanka Ceské Vyoské Uceni frá há- skólanum í Prag og próf dr. Hans Kuhn frá Kielarháskóla, er flutti kveðju á islenzku frá þýzkum háskólum. Að lokum þakkaði próf. Ár mann Snævarr heillaóskir og kveðjur og leikinn var Þjóð- söngurinn. — Gromyko Framh. af bls. 1 viðræður við Ráðstjórnina væru fyrst og fremst til þess að kanna, hvort grundvöllur væri fyrir samningaviðræðum um Berlínar- og Þýzkalandsmálið. • Humphery, sem staddur er í Bonn, sagði að afloknum fundi með Adenauer, að kanslarinn væri fús til þess að hitta Kenne- dy mjög bráðlega — og kvað Huunphery brýna nauðsyn bera til þess að úr slíkutm fuudi gæti orðið nú þegar. — Ifyróttir Framhald af bls. 22. verður ÍBR 20 ára. Gísli sagði að þegar lokið værl við íþrótta- og sýningarhöllina og þetta skrifstofuhúsnæði allrar iþróttahreyfingarinnar, ásamt sundlauginni, þá mætti segja að draumurinn hefði rætzt um íþróttamiðstöð landsins í Laug- ardal. Sá draumur væri þvl skammt undan. • Höllin sjálf Teikningum aðalíþrótta- hússins var nokkuð breytt nú nýlega. Aðalsalurinn, þ. e. íþrótta salur ásamt áhorfendasvæði verð ur 50 sinnum 46.60 m. Veitinga- salurinn sem er áfastur við áhorf endapallana verður 10x20 m og loks er eldhús o. fl. ásamt skrif- stofuhúsnæðinu sem áður er lýst. Verður þetta því hin glæsilegasta höll eins og teikningin hér með sýnir. — Minningarorð Framh. af bls. 15. annað prestssetur, Saurbæ á Hvalfjarðarströnd. Var hún þar vinnukona í allmörg ár hjá séra Eihari Thorlacius og Jóhönnu konu hans. Þar kynntist hún fyrri manni sínum, Jóni Einars- syni, sem var allmiklu eldri en hún og giftust þau á Saurbæ. Voru þau um skeið áfram vinnu hjú í Saurbæ. Síðar reistu þau bú í Kalmannsvík. Á þessum árum sótti fólk héð an nokkuð á vertíðum til Suð- urnesja. Slóust þau Halldóra og Jón í þann hóp um nokkurra ára skeið. Var Jón þar sjómað- ur en Halldóra við fanggæzlu, eins og þá var títt. Sambúð þeifra Jóns og Hall- dóru varð ekki löng. Er frá leið átti Jón við nokkra vanheilsu að stríða um ’ skeið er leiddi hann til bana. Nokkrum árum síðar giftist Halldór* siðari manni sínum, Halldóri Gíslasyni sjómanni, ættuðum af Suðumesj um. Var Halldór bróðir hins snjalla og fiskisaéla formanns, Jóns Áma Gíslasonar í Vörum í Garði, síðar í Gerðum. Halldóra og Halldór bjuggu á Akranesi. Halldóra missti Hall- dór, seinni mann sinn, árið 1928. Hafði Halldóra í búskapartíð sinni með Halldóri haft mat- sölu á heimili þeirra hjóna. Rak hún matsöluna með miklum myndarbrag. Fór allt heimilis- hald henni vel úr hendi og var henni það metnaðarmál að búa svo að gestum sínum og heimil- ismönnum sem rausnarkonu sæmdi. Eftir lát Halldórs manns síns lét Halldóra af matsölunni. En áfram hélt hún sjálfstæðu húshaldi og var ávallt reiðu- búin að láta í té margs konar fyrirgreiðslu og hjálp er vanda bar að höndum og til hennar var leitað. Halldóra var létt í lund, hress og glöð í viðmóti, nokkuð skapstór en kunni vel að stilla skap sitt, enda stóð það í hví- vetna eðli hennar næst að frið- ur, sátt og samlyndi skipaði jafn an háan sess í samskiptum manna, þar sem hún kom við sögu. Halldóra varð ekki afkomenda auðið í hjónaböndum sínum, en dóttur eignaðist hún áður en hún giftist, Margréti Tómasdótt- ur. Fór Margrét ung til Vest- ur heims og giftist þar Islend- ingi, Guðmundi Páli Jónssyni, sem er leikprédikari. Njóta þau hjón trausts og virðingar þar sem Guðmundur starfar. Eiga þau hjón dóttur, eina barna, sem ber nafn Halldóru ömmu sinnar. Jafnan skyldum vér geyma það trútt í minni hve glæsileg- ur er hlutur konunnar í því að hrífa þjóðlíf vort úr vesaldómi og niðurlægingu til þess vegs og gengis, sem við oss blasir nú. Halldóra lézt 28. f. m. og var því er hún lézt einu ári betur en hálfníræð Fétur Ottesen

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.