Morgunblaðið - 07.10.1961, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 07.10.1961, Blaðsíða 1
24 slðu* ÚtttWtðS^BS^ 48. árgangur 227. ttol. — Laugardagur 7. október 1961 Prentsmiðja Morgunblaðslna Gromyko í Hvíta húsinu WASHINGTON, 6. okt. — Kenne dy, Bandarikjaforseti og Ciromyko, utanríkisráðherra Ráð stjórnarinnar, hófu viðræður sín ar í Hvíta húsinu í kvöld að við- stöddum Kusk, utanrikisráðherra, og sendiherra Bússa í Washing- ton. Orðrómur er á kreiki uim það, «ð Bandaríkjastjórn og Ráðstjórn in hafi þegar náð saimkomulagi um eftirmann Hammarskjölds, en staðfesting hafði ekki fengizt á t>ví síðast þegar til fréttist. • Skömmu áður en Gromyko fcom til Hvíta hússins til fundar- ins, barst Kenendy bréf frá Aden auer kanslara. Ekki var efni þess upplýst. — Hins vegar sagði tals snaður utanríkisráðuneytisins í Washington, að hinar óformlegu Framh. á bls. 23. Bandaríkjaher til S-Vietnam? Washington, 6. október. BANDARÍKJASTJÓRN hug leiðir nú að senda hersveitir til Suður-Vietnam vegna vax ándi ágangs hinna kommún- isku herja þar — og harðn- andi árásir þeirra á stjórn- arherinn. — • - Talsmaður utanríkisráðuneyt- isins greindi frá þessu í dag. — Sagði hann, að undanfarið hefðu verið gerðar athuganir á því með hverju móti Bandarík- in gætu stutt stjórnarherinn bezt — og væru ýmsar ráða- gerðir að komast í framkvæmd til þess að hindra að kommún- istar legðu landið undir sig. Við væntum þess ennfremur, sagði talsmaSurinn, að þær að- gerðir, sem stjórn Suður-Viet- nam og Bandaríkjanna munu framkvæma sameiginlega muni reynast árangursríkar. Hann var spurður að því, hvort stjórn Suður-Vietnam hefði beðið að- stoðar bandarískra sveita, en talsmaðurinn sagðist ekki vita það. — • — Stjórn Suður-Vietnam hefur áður lýst því yfir, að hún mundi þiggja með þökkum bandarísk vopn og þjálfara fyr- ir her sinn, en hingað til hefur hún talið sig fullfæra um að hafa í tré við kommúnista. Á ráðstefnu Suð-austur Asíu- bandalagsins nýlega var ástand- ið í Suður-Vietnam tekið ræki- lega fyrir Og gerðar áætlanir um varnir Suður-Vietnam þar sem gert var ráð fyrir, að banda lagið beitti her sínum, ef á þyrfti að halda. r* f í gær fór fram hátiðarsam- fkoma í hinu nýja samkomu- húsi Háskólans við Haga- torg í tilefni af 56 ára af- mæli Háskóla íslands. Var þar fjöldi innlendra og er- . lendra gesta og var sam- koman mjög hátíðleg. Þessa mynd tók ljósm. Mbl., Ól. K. Mag., í hinum glæsilega sal samkomuhússins, er tek- ur um 1000 manns í sæti peg < ar Davið Stefánsson skáld Íf lutti Háskólaljóð sitt, ásamt > sinfóníuhljómsveit, kór og I einsöngvurum. — Nánar er < sagt frá hátíðarsamkomu há ' Jskólans á bls. 10. — 33 fórust í Hamborg HAMBORG, 6. október — Fánar blöktu í hálfa stöng um alla Hamborg í dag í virðingarskyni 10 milljón lonn Rússar sprengdu í 18. sinn TOKYO, 6. október. — Rússar sprengdu enn eina kjarnorku- sprengjuna í dag og var það lang öflugasta sprengingin síðan þeir hófu tilraunir að nýju. Áætlað er, »ð sprengikrafturinn jafngildi 10 milljónum tonna af TNT eprengiefni. Þetta var 18. spreng- iwg Rússa á rúmum mánuði og ?ar hún gerð i mihiUi hæS yfir Novaja Semlja. við þá 33, sem fórust í járnbraut arslysi í borginni í gærkveldi. — Auk þess liggja 26 í sjúkrahúsi þar af þrír milli heims og helju. t>að var járnbrautarlest í inn- anbæjar samgöngukerfinu, sem ók með miklum hraða á viðgerð- arvagn. Sá vagn var hlaðinn 20 metra löngum stálplönkum og gengu þeir inn í fremstu vagna farþegalestarinnar og splundruðu þeim beinlínis, því það tók slökkviliðsmenn sex stundir að ná hinum særðu úr brakinu. Líkin voru mjög illa farin og þekktust aðeins 21 þeirra. Merkjavörður við járnbraut- ina, sem átti að sjá til þess að ekkert þessu líkt gæti gerzt, sturlaðist er honum voru ljosar afleiðingarnar — og var lögregl- an að flytja hann í sjúkrahús til þess að tryggja að hann reyndi ekki að fyrirfara sér. landaríkjamenn gefa H. í. 5 millj. til raunvísinda IMorðmaður gefur 2 millj. og Þjóðverjar tæki að Keldum S í RÆÐU sinni á afmælishá- tíð Háskóla íslands í gær skýrði rektor, próf. Ármann Snævarr, m.a. frá 5 niillj. ísl. kr. gjöf til háskólansfrá Bandaríkjastjórn, sem ætluð er til aðstoðar við að koma á fót raunvísindastofnun á sviði eðlisfræði, efnafræði, jarðeðlisfræði og stærðfræði í samræmi við áætlanír, sem uppi eru um slíkar vísinda- stofnanir við háskólann. — Hafði sendiherra Bandaríkj- anna, James Penfield, afhent honum bréf þar sem skýrt var frá þessari gjöf. Þakkaði rektor þessa rausnarlegu gjöf, sem hann kvað vera þá mestu, sem háskólanum hefði borizt til þessa. Mundi hún vissulega verða til að efla mjög raunvísindi við Há- skóla íslands. Þá gat hann annarrar stór- gjafar erlendis frá, frá roorsk- um fslandsvini, sem ekki vill láta nafns síns getið. Gjöf hans nemur 2 millj. ísl. kr., sém stofna skal af sjóð, er ber heitið Norðmannsgjöf. Skal vérja tekjum hans til að verð- launa vísindamenn, sem fást við rannsóknir í málvísindum og sagnfræði, og til að styrkja útgáfu rita um handritafræði eða útgáfu á íslenzkum haað- ritum. Kvað rektor þessa stór- mannlegu gjöf norska fslands- vinarsins mestu gjöf sem ein- staklingur hefir gefið Háskóla íslands, og taldi öruggt að sjóð urinn yrði til mikillar styrkt- ar islenzkum málvísindum og sagnfræði, svo og handrita- fræðum. Einnig skýrði rektor frá því að sendiherra Vestur-Þýzkalands, dr. Hirschfeld, hefði tilkynnt sér í gær, að vestur-þýzka stjórnin myndi afhenda háskólanum næstu daga frystiþurrkunartæki fyrir blóðvatn til afnota fyrir TiJ- raunastöðina á Keldum og kvað hér um mjög mikilsmetna gjöf að ræða. Ennfremur var verðmæt bókagjöf afhent háskólanum frá ríkisstjórn Vestur-Þýzkalands á vígsiudegi háskólans 17. júní sL

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.