Morgunblaðið - 19.10.1961, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 19.10.1961, Blaðsíða 4
4 MORGVNBLAÐIÐ Fimmtudagur 19. okt. 1961 Hljóðfæraverkstæði Pálmars ísólfssonar, Óðinsgötu 1, simi 14926, selur notuð píanó, tekur píanó í umboðssölu, kaup- ir notuð píanó. íbúð óskast Finnska hjón, barnlaus, óska eftir íbúð, 1—2 her- bergi og eldhús. Tilboð sendist Morgunblaðinu, merkt: „Strax — 7044“. Keflavík Zig zag, brodera, geri hnappagöt, sauma sængur- fatnað og fleira. Faxabraut 35. D. Sími 1139. Reglusamt, barnlaust kærustupar óskar eftir 2 herb. og eldhúsi nú þegar eða 1. nóv. — Hringið í síma 24295. íbúð óskast 3 herb. íbúð óskast strax eða fyrir 31. okt., femt í heimili. — Vinsamlegast hringið í síma 38265. Hafnarfjörður íbúð óskast sem fyrst til leigu. Tvennt í heimili. — Uppl. í síma 50789. Bílkrani til leigu í alls konar gröft, hífing- ar og ámokstur. V. Guðmundsson. Sími 33318. Rennibekkur Vil kaupa rennibekk fyrir lítið trésmíðaverkstæði. — Uppl. í síma 50762. Stúlka óskast til afgreiðslustarfa. ■ Kjötbúð Norðurmýrar, Háteigsvegi 2. Sími 11439 og 16988. íbúð óskast Gagnfræðaskólakennari óskar eftir að leigja 2—3 herb. íbúð. Helzt í Smá- íbúða- eða Bústaðahverfi. Uppl. í síma 3-37-17. Ar' avinna Ungan, röskan mann vant- ar aukavinnu eftir kl. 4 eða 5 á daginn. Hef bíl- próf. Tilboð sendist Mbl., merkt: „5902“. Gufuketill Oss vantar 6—10 fermetra gufuketil. Olíukynntan eða kolakynntan. Sími 50520. Takið eftir Óska eftir vinnu við akst- ur, vöru- eða fólksbíl. Til- boð sendist afgr. blaðsins, merkt: „Vanur meiraprófs bílstjóri — 5901“, fyrir föstudagskvöld. 2ja herbergja íbúð til leigu handa reglufólki, er laus. Fyrirframgreiðsla. Uppl. á Framnesvegi 46, kl. 7—8 síðdegis. Svart-hvítur köttur högni, fallegur og gæfur, hvítt trýni, hvítir fætur, hvítur hringur um háls- inn, fannst í Rvík (Aust- urbænum) fyrir rúmri viku. Sími 50729. í dag er fimmtudagurinn 19. október. 292. dagur ársins. ÁrdegisflæSi kl. 1:5S. Síðdegisflæði kl. 14:33. Slysavarðstofan er opin allan sólar- liringinn. — L.æknavörður L.R. (fyrir vitjanir) er á sama stað fra kl. 18—8. Sími 15030. , Næturvörður vikuna 14.—21. er í Vesturbæjarapóteki, sunnud. 1 Aust urbæjarapóteki. Holtsapótek og Garðsapðtek eru opin alla virka daga kl. 9—7, laugar- daga fra kl. 9—4 og helgidaga frá kL 1—4. Kópavogsapótek er opið alla vlrka daga kl. 9,15—8, laugardaga frá kl. 9:15—4. helgid. frá 1—4 e.h. Sími 23100. Næturlæknir í Hafnarfirði 14.—21. er Kristján Jóhannesson, sími 50056. Ljósastofa Hvítabandsins, Fornhaga 8: Ljósböð fyrir börn og fullorðna, Uppl. i síma 16699. St. St. 596110197—VIII G.Þ. I.O.O.F. 5 = 14310198^3 = SpilakV. RMR Föstud. 20-10-20-Ársf-Ht. Sl. sunnudag opinberuðu trú- lofun sína, ungfrú Sigríður M. Tómasdóttir, afgreiðslustúlka, Stórholti 12 og Erlingur G. Anton íusson, sjómaður, Leifsgötu 28. Sl. sunnudag opinberuðu trú- lofun sína ungfrú Guðrún Halla Friðjónsdóttir, Mánastíg 4, Hafn- arfirði og Arni Sigurvinsson, bú- fræðingur, Vestmannaeyjum. Loftleiðir h.f.: — Föstudaginn 20. okt. er Leifur Eiríksson væntanlegur kl. 06:30 frá N.Y. og heldur til Lukem- borgar kl. 08:00. — Snorri Sturluson er væntanlegur kl. 09:00 frá N.Y. og fer til Osló, Kaupmh. og Hamb. kl. 10:30. Flugfélag íslands h.f.: — Hrfmfaxi fer til Glasg. og Kaupmh. kl. 08:00 1 dag. Væntanlegur aftur kl. 22:30 1 kvöld. Flugvélin fer til sömu staða kl. 08:00 í fyrramálið. — Innanlandsflug: I dag: Til Akureyrar (2), Egilsstaða, Kópaskers, Vestmannaeyja og Þórs- hafnar. — A morgun: Til Akureyrar (2), Fagurhólsmýrar, Homafjarðar, Isa fjarðar, Kirkjubæjarklausturs og Vest mannaeyja. Pan American flugvél kom til Kefla víkur í morgun frá N.Y. og hélt áleiðis til Glasg. og London. Flugvélin er væntanleg aftur i kvöld og fer þá tU N.Y. Eimskipafélag Reykjavíkur h.f.: — Katla lestar á Austurlandshöfnum. — Askja kemur væntanlega á morgun til Spánar. H.f.: — Jöklar: — Langjökull er 1 Kotka. — Vatnajökull er á leið til Almeria. Hafskip h.f.: — Laxá er á leið til Spánar. Skipadeild SÍS: — Hvassafell er í Onega. — Amarfell er i Rvík. — Jökul- fell er væntanlegt til Rendsburg á morgun. — Dísarfell er á leið til Rúss- lands. — Litlafell frá frá Rvík í morg- un til Norðurlandshafna. — Helgafell er á Akureyri. — Hamrafell er á leið til Reykjavíkur. ÁHEIT OC GJAFIR Fríkirkjan í Reykjavík: — JOS kr. 150; I. St. 1000; ILB 100; AJB 100; Bryndís 50; GS 500. — Kærar þakkir. Safnaðarstjórnin. Gamla konan, afh. Mbl.: — Anton Þorvarðarson, Glæsistöðum 200 kr.; KI 100. Lamaða stúlkan, afh. Mbl.: — PH 100. Sjóslysið, afh. Mbl.: — Þóra Þor- steinsd. 300 kr.; GS 100; FA 200; ónefnd 200; ÞB 500; HSK 100; TVO 200; M 300; Jóna 60; G og C 100; frá tveim systr- um 150. Hallgrímskirkja í Saurbæ, afh. Mbl.: — Jenny kr. 25. Fjölskyldan á Sauðárkróki, afh. MbL — TE 500 kr.; EBK 100. Vinargjöf skal virða og vel hirða. Það þykir svöngum sætt, sem södd- um finnst óætt. Þangað man sauður lengst, er lamb gengur. Margur verður svikinn í sæti en síð ur á fæti. Þar nagar geit sem hún gengur. Þeir verða að lúta, sem lágar hafa dyrnar. Snemma gýtur góður vetur kálfi. (Islenzkir málshættir). Kvenfélag Hallgrímskirkju: — Fund ur í dag kl. 3 e.h. í húsi K.F.UJM. og K. við Amtmannsstíg. — Fundarefni: Félagsmál. Sýnd verður kvikmynd frá sumarferalagi félagsins. Fjölmennið. Kvenfélag Háteigssóknar heldur baz ar mánudaginn 6. nóvember í Góð- templarahúsinu uppi. Allar gjafir eru vel þegnar frá velunnurum Háteigs- kirkju. Uppl. gefa Lára Böðvarsdóttir, Barmahlíð 54, María Hálfdánsdóttir, Barmahlíð 36 og Sólveig Jónsdóttir, Stórholti 17. Vatnsdælingar veita’ óspart vegfarendum beina, elska heiður, hefð og skart og hrundir eðalsteina. Svíndælingar þola það, þó af ágirnd brynni, skemmta sér við skyr og spað og skara að köku sinni. Langdælingar lifa við lítil efni kátir, elska hefð og sómasið, en sýnast mikillátir. (Eftir Hans Natansson á Þóreyjarnúpi). Laugardaginn 5. okt. opinber- uðu trúlofun sína ungfrú Guð- ríður Gísladóttir Seldal, Norð- firði og Ingólfur Sigurjónsson, Grímsstöðum, V-Landeyjum. Tekið á móti tilkynningum í Dagbók frá kl. 10-12 t \ PESHA 0 WÁP KABUL RAWM.PINDl# SIALKOT • lAHORS* VESTVR PAKISTAN MULTAH NÝIA “DELHI NEPAlL KARACHi HYPI8ABA0 6HUTAH PAKIST0N saccaS má AgABLCKA haf Ialkutta 80MB AY AYU6 RHAN Btn&AL?F~r<rr Landahréi dagsins HIÐ múhameðska ríki Pak- isían er klofið í tvennt, og liggja landshlutarnir sinn hvorum megin við Indlands- skaga. Þegar Pakistan var stofnað eftir heimsstyrjöldina, sögðu margir, að ríkismyndun þessi myndi reynast ókleyf í framkvæmd. Hinu indverska keisaradæmi Breta var skipt eftir trúarbrögðum milli Ind- lands og Pakistans, en minna tillit tekið til iandfræðilegra og þjóðernislegra aðstæðna. Þó hefur núverandi forseta Pakistan, hinum stórvaxna hershöfðingja Ajúb Khan, tekizt að halda ríkinu saman og jafnvei binda það betur saman en áður hafði verið gert, síðan hann komst til valda fyrir þremur árum með byltingu. I Vestur-Pakistan er Karachi, sem fram til þessa hefur verið höfuðstaður lands ins. Þar er einnig hin nýja höfuðborg, Rawalpindi. Ajúb Khan er hálfgildings einræð- isherra, og honum hefur tek- izt að knýja þá ákvörðun í gegn að flytja stjórnarsetrið upp til Rawalpindi, en síðan á að reisa nýja höfuðborg, Potwar, upp á fjallasléttu í nágrenni Rawalpirrdis. SpiII- ing hvers konar í opinberu lífi átti sér stað í Karachi, enda mun sú borg hafa verið ein sú skítugasta og spilltasta í víðri veröld. Þess vegna ákvað Ajúb Khan að flytja úr fenjaloftinru upp í fjallaloftið og var það einn liður í áætl- un hans um að hreinsa til í Pakistan. Þegar hann kom til valda haustið 1958 með bylt- ingarkenndum aðferðum, lýsti haren yfir því, að hann ætlaði að grisja vel „frumskóg spillingarinnar“. Þetta hafa margir sagt, sem hrifsað hafa til sín völdin, en ekki allir staðið við það, heldur ánetj- azt sjálfir smám saman í net spillingaraflanna. Hins vegar er það flestra dómur um stjórn Ajúbs Khans, að hún hafi verið skynsamleg og rétt lát. Hann hefur ekki beitt þegna sína harðræði. gætt þess að tryggja réttaröryggi og beitt sér fyrir allskonar framfaramálum. Mun það sannmæli, að hann sé einn mildasti og „lýðræðislegasti" einvaldur í Austurlöndum. JÚMBÓ OG DREKINN + + + Teiknari J. Mora Innan skamms stóð Júmbó fyrir framan æfingatækið, sem hann hafði látið smíða — tvo háa tré- staura, sem snúra var strengd á milli en í snúrunni hékk eins konar púði, stór og mikill. Á aðra hlið púðans var málaður óhugnanlegur drekahaus. Nú tók Júmbó sér stöðu fyrir framan hann með sverð sitt, heldur vígalegur — og einn þrællinn setti púðann á hreyfingu. Hann var þungur, því að hann var fullur af sandi. Púðinn sveiflaðist fram og aftur, og þegar hann var kominn á ferð, gerði Júmbó leifturharða árás, sem hefði getað gert út af við hvem meðal-dreka. — Júmbó, bíddu ..... heyrðu aðeins! kvað þá við að baki hans, — það er mjög áríðandi!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.