Morgunblaðið - 19.10.1961, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 19.10.1961, Blaðsíða 24
ALBANIA Sjá bls. 13 231. tbl. — Fimmtudagur 19. október 1961 IÞROTTIR Sjá bls. 22 Brœðslusíldar- verð ákveðið Fyrsta síldin til Reykjavíkur 1 GÆR kom fyrsta haustsíldin á land í Reykjavík, Guðmundur Þórðarson kom með 110 tunnur af fallegri síld, sem veiðzt hafði 32 mílur vestur að norðri frá Snæ- fellsnesi. Fór síldin í frystingu og beitu. Akranesbátarnir komu með 521 tunnur síldar. Skírnir landaði 430 tunnum, sem er tveggja sólar hringa veiði og Haraldur 97 tunn- um. Nýja síldin var söltuð, hin fór í bræðslu. Á fundi verðlagsráðs LÍÚ, sjó- mannasamtakanna inoian ASÍ og Fiskimannasambandsins með síld arverksmiðjueigendum á Suð- vesturlandi í gær, varð samkomu lag um verð á fersksild í bræðslu, veiddri við Suður- og Vesturland I haust. Er það 77 aurar per kg. komið á bíl við skipshlið. Standa yfir viðræður um verð fyrir síld til annarrar verkunar. Alltaf hefur höfnin aðdrátt- arafl fyrir stráScana. Sjaldan gengur maður niður á bryggjurnar án þess að sjá áhugasama fiskimenn, eins og iþessa 3, sem ef til vill eiga eftir að sækja á fjar- lægari mið í framtíðinni. Þó skólarnir séu byrjaðir og nóg verkefni þar, dregur sjórinn alltaf einhverja snáða frá bókunum og nið- ur á bryggju. Góðar aflasölur í Bretlandi Elliði tékk 11,60 fyrir fiskkílóið SÖLUR togaranna hafa undan farið yfirleitt verið góðar í Bret- landi. Þeir hafa verið með heldur litinn afla, en hann hefur selzt mjög vel. Bretar hafa að vísu veitt mikið af ýsu sjálfir í Hvíta- hafinu, en verðið á ýsunni og eink um þó rauðsprettunni hefur verið mjög liátt. í fyrradag náði togarinn Elliði mjög góðri sölu í Grimsby, seldi 98,7 lestir fyrir 9484 sterlings- pund, sem er kr. 11.60 á kg. Var Eliiði með mikið af rauðsprettu og ýsu. í gær seldi Þórkell máni í Grimsby 163 lestir fyrir 13.139 pund, og í gær og fyrradag land- aði togarinn Víkingur kassafiski 1 Hull. Er það fyrsti kassafisk- farmurinn, sem þar er seldur nú. Ekki var í gær komið skeyti um fiskmagn Og söluverð. Fyrirspuriiir á þingi DREIFT var á Alþingi í gær nokkrum fyrirspurnum til 2ja af ráðherrum ríkisstjórnarinnar. Eiu þær sem hér segir: 1. Til raforkumálaráðherra um lagningu rafstrengs til Vest- mannaeyja. (Frá Karl Guðjóns- syni, Agúst Þorvaldssyni og Birni Fr. Björnssyni): „Hvað veldur því, að rafstreng- ur hefur enn ekki verið lagður frá orkuveitum ríkisins til Vest- mannaeyja, þótt rafvæðingaráætl unin geri ráð fyrir lagningu hans 1960 og ráðherra upplýsti í fyrra- haust, að öllum tækniundirbún- mgi væri lokið og lögn sæstrengs ir.s mundi fara fram síðari hluta júlímánaðar 1961?“ 2. Til viðskiptamálaráðherra um hækkun framfærsluvísitölu (Frá Lúðvík Jósefssyni): Hvað er gert ráð fyrir, að framfærsluvísitalan hækki mikið frá því, sem hún var í júlímán- uði s.l. þegar full áhrif allra •þeirra verðhækkana, sem nú er vitað um, eru komin fram? Hvernig skiptist þessi hækkun: a. Vegna kauphækkana? b. Vegna gengislækkunarinnar síðustu? c. Vegna hækkaðrar álagningar, se mleyfð hefur verið á vörur og þjónustu? d. Af öðrum ástæðum og þá hverjum? í daga munu Harðbakur og Neptúnus væntanlega selja í Grimsby. Frakkar athuga möguleika á aluminiumidnaöi hér á landi Frakkland fjóröi stærsti aluminium- framleiöandinn UNDANFARNA daga hefur dvalið hér á landi verkfræðingur frá Pechiney fyrirtækinu í Frakk landi, en það er í tölu stærstu aluminíumfyrirtækja ■ heimi. Kom verkfræðingurinn, sem heit- ir Emile Beurdeley, hingað í þeim tilgangi að kynma sér þá mögu- leika sem hér eru fyrir hendi til alumíníumframleiðslu. „Alumin- íumiðnaður þarf fyrst og fremst mikla raforku og hún verður að vera stöðug, örugg og framleidd fyrir hagkvæmt verð“, sagði E. Beurdeley í stuttu viðtali við blað ið í gærkvöldi. fyrir innlenda aðila. Sagði erindi sitt aðeins byrjunarathuganir. Hann hefði greiðlega fengið all- ar upplýsingar hjá viðkomandi aðilum hér, og mundi leggja at- •huganir sínar fyrir stjórn fyr- irtækisins er heim kæmi og mundi síðan verða athugað hvort áhugi væri fyrir hendi. Það væri margt sem athuga þyrfti í því| sambandi. Að lokum kvaðst M. Beurdeley iðnaði ánægja að taka þátt í (henmi. Mörg verkefni í gatnagerð Á SÍÐASTA fundi bæjarráðs gerði borgarverkfræðingur grein fyrir gatnagerðarverkefnum, er hann hefði hug á að sinna nú á næstunni, en það er að leggja malbik á Birkimel, halda áfram undirbúningi Miklubrautar að Grensásvegi, fullgera Lönguhlíð hér mjög fullkomin yj tengingar við Reykjanesbraut Frakkland er fjórði mesti aluminiumframleiðandinn í heim yrði inum, kemur næst á eftir Banda- ríkjunum, Kanada og Rússlandi, að því er talið er. Sagði M. Beur- deley að þangað hefði frétzt um rannsóknir Raforkumálaskrif- stofunnar íslenzku og áætlanir varðandi vatnsvirkjanir og gufu- virkjun, og því hefði hann verið sendur hingað til að athuga mögu leikana á alumininumframleiðslu með íslenzku rafmagni. Vitað væri að Svisslendingar hefðu einnig sýnt áhuga á því máli. og nýtízkuleg raforkuver og vera sannfærður um að með þá mögu leika sem hér eru til raforku mundi iðnaðarþróunin verða mjög ör. Og ef tiltækilegt þætti, það frönskum aluminium- Og Nóatún tengja Gnoðarvog Og væntanlega Dalbraut við Suður- landsbraut, fullgera Hofsvalla- götu undir malbikun og gera gangstéttir við Sundlaug Vestur- bæjar. flryssa hresst ú heitu kaffi og brennivíni I GÆR náði lögreglan hryssu upp úr djúpum skurði við Bústaðaveginn, þar sem hún stóð nærri á kafi í vatni og var álitið að hún hefði farið ofan í daginn áður. Um 11 leytið í gærmorgun urðu menn varir við hryss- una og var kallað á lögregl- una. Sögðu sjónarvottar að fullur bíll af lögregluþjónum hefði komið snarlega á vett- vang og þeim tekizt að ná upp hryssunni, sem var illa á sig komin. Var þá hringt eftir dýra- lækni. Hryssan, var síðan nudduð vel og dúðuð í teppi og hellt ofan í hana heitu kaffi og brennivíni. Hresstist hún svo vel, að um tvö leytið var hún göngufær og leidd dúðuð teppum i hesthús skammt frá. j Ví sitalan hœkkar Landbúnaðarvörur stœrsti liðurinn KAUPLAGSNEFND hefur reikn að framfærsluvisitölu í október- byrjun og reynist hún vera 114 stig, eða 4,4 stigum hærri en í septemberbyrjun. í fréttatilkynn ingu frá hagstofunni segir að af þessum 4,4 stiga hækkun hafi 2,7 stig verið vegna hækkunar á verði landbúnaðarvara, sem kom til framkvæmda í mánuð- inum. Að öðru leyti átti hækkun vísitölunnar í septembermánuði rót sína að rekja til gengislækk- unarinnar í ágúst og til kaup- hækkana á sl. sumri. Skyndihappdrætti Sjálfstæðisflokksins SKYNDIHAPPDRÆTTI SJÁLF- STÆÐISFLOKKSINS er í full- um gangi og er hyggilegast fyrir þá, sem ætla að fá sér miða, að gera það við fyrstu hentugleika, því að tíminn er fljótur að líða. V/nningar eru 2 glæsilegir Taun us Station-bílar samtals að verð mæti 360 þúsund krónur. Dregið verður 15. nóvember. Miðarnir kosta 100 krónur. — KAUPED MIÐA STRAX I DAG. Framleiða aluminium — reisa verksmiðjur Sagði M. Beurdeley að auk þess sem aluminiumframleiðslan væri 300 millj. lestir á ári í Frafck- landi og 48 millj. í Cameroon, hefði Pechiney fyrirtækið byggt aluminiuimverksmiðjur fyrir Júgóslava, Japani, Formósumenn, og ákveðið væri að þeir byggðu aluminiumverksmiðjur í Angola, Grikklandi og víðar. Ekki vildi hann segja neitt um hvort áhugi Frakka beindist meira að því að reisa aluminiumverksmiðju á Islandi fyrir eigin reikning eða Nýtt vitaskip í byrjun næsta árs Er i byggingu 1 Hollanéi í FYF.RAKVÖLD kom það fram í fjárlagaræðu Gunnars Thorodd sens, fjármálaráðherra, að áætl- að er að nýtt vitaskip komi til landsins i byrjun næsta árs. Mbl. spurðist fyrir um skipið hjá Aðal steini Júlíussyni, vitamálastjóra. Sagði hann að samið hefði verið um smíði skipsins í fyrrahaust og er það í byggingu í skipa- smíðastöð Bodewes í Hooge^and í Hollandi. Vitaskipið verður nokkuð ó- venjulegt að gerð, það er svo- kallað frambyggt skip, allar vist arverur áhafnar fram á, og líkist að mörgu leyti dráttarbát í út- liti. Það hefur lyftitæki fyrir 12 lesta þunga. mjög öflugt dráttar spil og verður vel búið að öllum siglingartækjum. Hjálmar Bárð- arson, skipskoðunarstjóri, gerði frumteikningar. í stað Hermóðs. Skipið á að koma í stað Her- rróðs sem sökk 18. febrúar 1959. Síðan Herraóður fórst hefur vita málaskrifstofan orðið að notast við leiguskip yfir sumarið. Það hefur orðið til þess að þjónustan hefur orðið stopulli en við hefð- um viljað og verið óþægileg & margan h'itt, sagði vitamála- stjóri. Að vetrinum hefur engu vitaskipi verið á að skipa, en landihelgisgæzlan hlaupið undiir bagga þegar nauðsyn hefur kraf ið. Nýja vitaskipið verðuir nokkuð stærra en Hermóður var. Sagði vitamálastjóri að ljósduflum færi nú fjölgandi og vinnan við ljósduflin um leið, og ákvarðaði það stærð og útbúnað nýja skipa ins. Því hefur ekki verið ákveð- in önnur verkefni en viðfangs- efni vitaskips. En það mun geta leyst af hendi fleira, t.d. aðstoðað við hafnargerðir, annast flutn- inga á dráttarskipi o.fL

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.