Morgunblaðið - 19.10.1961, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 19.10.1961, Blaðsíða 12
12 MORGVNBLAÐ1B Fimmtudagur 19. okt. 1961 Otgefandi: H.f Arvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Lesbók: Arni Óla, sími 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 55.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 3.00 eintakið. TRAUST FJÁRMALASTJÖRN í' fjárlagaræðu sinni í fyrra- kvöld gerði Gunnar Thor- oddsen, fjármálaráðherra, glögga grein fyrir hinum trausta fjárhag ríkisins og starfi því, sem unnið er á fjölmörgum sviðum til að draga úr útgjöldum ríkisins, auka hagkvæmni og sparnað. Að sjálfsögðu hlaut nokk- ur hækkun útgjalda að fyígja í kjölfar hinna miklu kauphækkanna í sumar. Er á ætlað, að rekstrarútgjöld ríkissjóðs hækki beinlínis vegna kauphækkananna um 70 milljónir króna. Við það bætist svo sú hækkun til félagsmála, sem leiðir af því að lífeyrir og bætur ' al- mannatrygginga hækka í sama hlutfalli og kaupgjald. Nemur þetta um 52 millj. kr. Vegna gengisbreytingarinn- ar hækka útgjöld ríkissjóðs hinsvegar aðeins um 16 millj. kr. Samanlagt nemur þetta 138 millj. kr., en hækk- un útgjalda samkvæmt fjár- lagafrumvarpinu er þó ekki nema 126 millj. kr., þar sem aðrar breytingar verka sam- tals til lækkunar um 12 millj. kr. Fjármálaráðherra vék að því í ræðu sinni, að málgögn um stjórnarandstæðinga hefði mjög orðið tíðrætt um það í sumar, að ríkissjóður væri kominn á heljarþröm og þá spáð því, að 200 millj. kr. halli yrði á ríkisbúskapnum í ár. Þessar hrakspár byggðu stjórnarandstæðingar á því, að yfirdráttur ríkissjóðs í Seðlabankanum hefði kom- izt upp í 200 millj. kr. Ástæðan til hins háa yfir- dráttar í sumar var sú, að aðaltekjulind ríkissjóðs, að- flutningsgjöldin, þornaði að mestu upp, meðan verkföll- in stóðu og ekki voru af- greiddar vörur. Aftur á móti var yfirdrátturinn þann dag sem fjárlagaræðan var flutt, kominn niður í 70 millj. kr., en undanfarin fjögur ár hafði hann sama dag verið frá 103 og upp í 112 millj. kr. Síðan sagði fjármálaráð- herra: „Með hliðsjón af þeim at- riðum, sem ég nú hef greint og þrátt fyrir þá erfiðleika, sem á vegi hafa orðið, tel ég víst að jafnvægi náist milli tekna og gjalda og ríkissjóð- ur verði hallalaus á árinu 1961 og jafnvel verði ein- hver greiðsluafgangur“. Það hefur því sannarlega farið eins með þessar hrak- spár og allar aðrar frá því að Viðreisnarstjórnin tók við völdum. Þær hafa verið gjörsamlega rakalausar. SPARNAÐUR í REKSTRI Síðan rakti fjármálaráðherra nokkuð hvað gert hefði verið til að auka hagsýni og sparnað í rekstri ríkisins. Hann gat þess að í kringum 50 mál hefðu verið til með- ferðar, þar sem rannsakað hefði verið ofan í kjölinn, hvernig betur mætti skipu- leggja starfsemina og auka sparnað. Þessar ráðstafanir hefðu þegar valdið því, að um veru lega lækkun hefði verið að ræða í ákveðnum rekstri ríkisins, en annað tekur að sjálfsögðu lengri tíma og fer ekki að bera árangur fyrr en síðar. Sameining Áfengisverzlun- arinnar og Tóbakseinkasölu ríkisins hefur verið fram- kvæmd og með henni hafa sparazt. 11 starfsmenn og ýmis kostnaður annar lækk- að. Innflutningsskrifstofan var lögð niður og við það sparast um 3 millj. kr. — í París voru sameinaðar tvær sendiráðsskrifstofur og við það spöruð nærri því ein millj. kr. Alþingiskostnaður var lækkaður vegna styttra þinghalds. Betri árangur náð ist í vegaframkvæmdum vegna betri nýtingar þess fjár, sem til vegagerða var veitt. Á Keflavíkurflugvelli voru sameinaðar flugumsjón- ardeild og flugvélaafgreiðsla og sparaðir 8 menn við það o. s. frv. Allt sýnir þetta, að rétt er stefnt, og Viðreisnarstjórnin leggur meiri áherzlu á það en fyrri stjórnir að gæta fyllstu hagsýni og sparnað- ar. — RISNA RÍKISINS k llmikið hefur verið um það rætt í blöðum og manna á meðal, að væri óhófleg. — Morgunblaðið hefur m. a. bent á, að óhæfa væri að hádegisverðarboð væru haldin með miklum vínföngum, svo að menn yrðu illvinnufærir síðari hluta dagsins, ef þeir þyrftu að taka þátt í slíkum sam- kvæmum. I heild verður þó að segja, að alltof mikið hefur verið gert úr risnu ríkisins, enda upplýsti fjármálaráðherra það í ræðu sinni, að á síð- asta ári hefði allur kostnað- Þýzk togaraútgerð þarínast stuönings 1 PARlS er um þessar mundii<| dönsk sýning, sem fjallar um/ Danakonungiir, herinn og ein I kennisbúninga liðinna alda. L Mynd þessi er tekin fyrir utan I sýningarhöllina og sýnir gamll ar danskar fallbyssur, sem| eru þarrra undir eftirliti her-J manns í einkennisbúningi frá I 1633. 1 baksýn er Sigurboginn. | I DANSKA fis'kimálaritinu — „Dansk Fiskeritidende“ frá 22. sept. sl. birtist athyglisverð grein frá fréttaritara blaðsins í Brem- erhaven í Vestur-Þýzkalandi um kröfur þýzku togaraútgerðarinn- ar á hendur þýzbu ríkisstjóm- inni um byggingarrekstursstuðn ing. Fer greinin hér á eftir í þýð ingu. Vestur-þýzkir togaraútvegs- menn krefjast ríkisstuðnings, er nema skuli 37,4 millj. marka — (rúml. 400 milj. króna) árlega í 5 ár. Skal féð notað til greiðslu vaxta og þess hóttar í a.m.k. eitt ár, til stuðnings við niðurrif skipa án kröfu um að ný skuli byggð í staðinn og til almennra ráðstafana til að bæta söluað- stöðu (verðlagsgrundvöll). Auk þessa óska vestur þýzkir útvegsmenn rannsóknarskips, sem kosti 1.2 millj. marka. Samband togaraeigenda hefir ur við móttöku og risnu er- lendra og innlendra gesta á vegum ríkisins numið 912 þúsundum króna. Er mjög gott að þessar upplýsingar skuli liggja fyrir, svo að menn haldi ekki að milljón- um króna sé sóað í veizlu- höld. KRÚSJEFF ÖGNAR Á fyrsta degi þings komm- únistaflokkanna, þar sem m. a. eiga sæti tveir íslend- ingar, upplýsti Krúsjeff að um næstu mánaðamót mundu Rússar sprengja 50 mega- tonna kjarnorkusprengju. — Slík ógnarsprengja samsvar- ar 2500 sprengjum af þeirri stærð, sem varpað var á Hiroshima. Ógnun sú, sem felst í þessum áformum kommúnistastjórnarinnar, er svo siðlaus, að furðu sætir ritað bréf til Adenauers kansl- ara, matvælaráðherrans og fjár- málaráðherrans, þar sem alvar- lega er vakinn athygli á ástand- inu. Forstöðumenn stjórna strand héraðanna þ.e. Bremen, Ham- borg, Kiel og Hannover hafa fengið svipaðar ábendingar. Á það er lögð áherla, að til- vera allrar vesturþýzku togaraút gerðarinnar sé í hættu, ef sam- bandsstjórnin í Bonn grípi ekki í nánustu framtíð til mjög á- kveðina hjálparráðstafana. Sökina á hinum hættulega hallarekstr; er ekki að finna hjá togaraútgerðinni sjálfri. Sem aðalástæður eru eftirfarandi at- riði talin: 1. Hinir miklu styrkir, sem er lend útgerð nýtur. 2. Hið mikla frjálsræði, sem gildir um innflutning á fiski til Vestur-Þýzkalands, sérstaklega hinn skipulagslausi innflutning- ur Svía á síld. að Krúsjeff skuli ætla sér að ná pólitískum ávinningi með slíku atferli. Tilraun með slíka ógnar- sprengju getur auðvitað eng- um tilgangi þjónað, öðrum en þeim að vekja skelfingu um heimsbyggðina. — Með slíkri sprengju er hætt á að eitra svo andrúmsloft, að verulegu tjóni geti valdið og er ekki annað sýnna en það sé einmitt tilgangur Sovét- herranna. Þeir geti þá hótað að sprengja fleiri og enn stærri sprengjur, ef ekki verði lát- ið undan ofbeldisfyrirætlun- um þeirra. Sannarlega væri æskilegt að fá upplýst, hvort þeir Guðmundur Vigfússon og Eggert Þorbjarnarson, sem þingið sitja fyrir. íslenzka erindreka hinna kommún- ísku heimsvaldastefnu, hafi ekki klappað Krúsjeff lof í lófa, er hann kunngerði þess ar fyrirætlanir. 3. Missir þýðingarmikil-la veiði svæða vegna útfærslu fiskveiði takmarka við ísland, Noreg og Færeyjar. 4. Sífellt vaxandi aflabrestur á hinum venjulegu fiskmiðum vegna líffræðilegra og haffræði- legra aðstæðna. 5. Verðhrunið á heimsmarkað- inum á fiskimjöli eftir að til skjal anna kom stórframleiðsla í Perú og verðfelling í kjölfar hennar. Að lokum er bent á, að hið hættulega hrun fiskveiðanna mu-ni valda stórtjóni fyrir skipa félög og skipabyggingariðnaðinn. Það hefir kvisast frá Bonn, að Schwartz, matvælaráðherra hafi ótt leynilegar viðræður við full trúa frá Bremen og Neðra Sax- landi um skjóta fjárhagsaðstoð, en þessi héruð ráða yfir stærstu mörkuðunum í Bremerhaven og Cuxhaven með veiðiflota sem nemur 108 þar af 48 stórtogur- um, en heildartogaraflotinn þýzki er 193 togarar þar með tald ir 15 verksmiðjutogarar. Setjast að í sendiráði Rússa LONDON, 17. október. — Fimm menn úr samtökunum gegn kjarn orkutilraunum knúðu á dyr rúss- neska sendiráðsins. Var þeim hleypt inn. Talsmaður samtak- anna segir, að þeir muni setjast að í fordyri sendiráðsins þar til þeir hafi fengið fullvissu fyrir því að Rússar hætti við að sprengja 50 megatonna sprengj- una. Þeir muni ekki fara úr bygg ingunni fyrr en þeir verði fluttir út með valdi. Síðari fregnir herma, að lög- reglan hafi borið mennina út úr sendiráðinu samkvæmt tilmælum Rússanna. Kvartað um undanbrögð NEW YORK, 17. október — Rúsð ar saka herstjóm SÞ í Kongó um að fara ekki að fyrirmælum ör yggisráðsins. Enn sé fjöldi hvítra foringja í Katangaher — og beri að fjarlægja þá hið bráðasta.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.