Morgunblaðið - 19.10.1961, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 19.10.1961, Blaðsíða 1
24 síður vtgimMábib 48. árgangur 237. tbl. — Fimmtudagur 19. október 19«1 Prentsmiðja Morgttnblaðsína Landsfundur Sjálfstæðisflokks- ins settur í Gamla bíöi í kvöld Gert ráð fyrir mjog mikilli fundarsókn íslenzkir kommúnistar á flokksþinginu í Moskvu FULLTRtJAR íslenzkra kom- múnista á 22. þingi Kommún- istaflokks Sovétríkjanna, sem nú stendur yfir í Moskvu, eru, samkvæmt frásögn ,,Þjóðvilj- ans", þeir Guðmundur Vig- fússon og Eggert Þorbjarnar- son. Mbl. er kuimugt um, að talsvert hefur verið um ausi- urferðir íslenzkra kommún- ista upp á síðkastið. LANDSFUNDUR Sjálfstæð- j isflokksins verður settur í Gamla bíói kl. 8:30 í kvöld. J»ar mun varaformaður Sjálf stæðisflokksins, Bjarni Bene- diktsson, forsætisráðherra, flytja yfirlitsræðu um stjórn málaástandið. Fundurinn verður settur í Gamla bíói, en öll önnur fundarstörf fara fram í Sjálf stæðishúsinu. Nefndakjör verður kl. hálf tíu á föstudagsmorgun, og síð an verður fundinum haldið á- fram á sunnudagskvöld. Ekki er enn vitað um endan lega tölu fulltrúa, en þegar er sýnilegt, að fundarsókn verð ur mjög mikil. Fundinn sitja fulltrúar úr öllum sýslum landsins. Meðal verkefna þessa lands fundar er að setja Sjáífstæðis flokknum nýjar skipulagsregl ur vegna breyttrar kjördæma skipunar. Mjög áríðandi er, að þeir fulltrúar, sem ekki hafa þegar Krúsjeff tapaði RUST, Austurríki. — t fyrra kom Nikita Krúsjeff forssetis- ráðherra í opinbera heimsókn til Austurríkis. I viðtali, sem hann átti þá við Leopold Figl forseta austurríska þingsins, hélt Krúsjeff því fram að rússneskt korn gæfi tíu sinn- um meiri uppskeru á hektara en hið austurríska. Kkki vildi Figl trúa þessu. Lauk þessum metingi með veðmáli og bend ir allt til þese að rússneskir og austurrískir embættismenn muni í sameiningu snæða það, sem undir var lagt — 200 punda grís. Figl á búgarð skammt frá Vín og þar var á mánudag upp skorið rússneskt korn { viðurvist sérfræðinga frá báð um löndum. Kom þá í ljós að rússneskta kornið viar mjög gott, en uppskeran ekki meiri en af austurrísku korni. Victor Avilov sendiherra Sovjetríkjanna var viðstaddur þegar kornið var skorið. Hélt hann því fram að Figl hefði misskilið veðmálið og sáning- in hefði ekki verið rétt. En Figl svaraði því til að rúss- neskl landbúnaðarsérfræðing- urinn Sjevsjenko prófessor hefði fyrr á þessu ári heimsótt búgarðirm og samþykkt sán- inguna. Sendiherrann sagði þá að hann yrði að ræða málið við Krúsjeff en Figl var sigurviss og bauð Avilov og öðrum rússneskum embættismönnum til hátíðar í Vín, þar sem fram verður borin grísasteik. fengið fulltrúaskírteini, vitji þeirra fyrir kl. 7 í kvöld í skrifstofu flokksins í Sjálf- stæðishúsinu. Togari sökk I GÆR sökk brezki togarinn Arctic Viking, Hull 176, eign Boyd Line Ltd., á Noxðursjó, nálægt Dogger Bank. 13 mönnum hafði verið bjargað í gær, en 5 manna var saknað. Er síðast frétt ist var björgunarbáturinn fund- mn tómur. Arctic Viking var 203 lestir að stærð, byggður í Belby 1937. Tog- arinn iiafði lengi stundað veiðar é Islandsmiðum, og kom við sögu í landhelgisdeilunni, en þá var hann skrifaður upp af íslenzkum varðsikipum. Kjarnorkuugnun Krúsjeffs mdtmæít víða um heim Moskvu og London, 18 .okt.' (NTB—AP). ÁRSÞINGI kommúnista var hald ið 'ii'ram í Moskvu í dag og flutti Krúsjeff forsætisráðherra þar rúmlega sex klukkustunda ræðu um framleiðsluaukningu í Sovét- rikjunum á næstu tuttugu árum. Að ræðunni lokinni var þingi frestað til morgun, en forsætis- ráffherraiwi gekk um og heilsaði erlendum fulltrúum. Það vakti athygli að Chou En-Iai forsætis- ráðherra Kina gekk úr fundar- salnum með hendur í vösum áður en Krúsjeff náði að heilsa hon- ura. GLÆPUR Yfirlýsing Krúsjeffs frá í gær Nóbelsverðlaun í dag Stofekhólmi, 18. okt. — (NTB) — Karólínska stofnunin í Stokk- hólmi mun skýra frá því á fimmtudagsmorgun hver hlýtur Nobelsverðlaun í læknisfræði í ár. Verðlaunin eru nokkuð hærri en í fyrra, eða samtals rúmlega 250 þúsund sænskar krónur (kr. 2.085.000.00). Ekkert hefur frétzt um það hver verðlaunin hlýtur, og eru blöðin í Svíþjóð óvenjulega þög ul um málið. En í fyrra kom verðlaunaveitingin nokkuð á ó- vart. Þá var verðlaununum skipt milli Bretans Peter Bryans og Astralíumannsins Frank Macfer- lanes fyrir tilraunir þeirra í sam bandi við ágræðslur. Expressen í Stokkhólmi bendir þó á í dag að höfundur bólusetningarefna gegn lömunarveiki, vísindamennirnir Jonas Salk Oig Albert Sabin hafi enn ekki hlotið Notbelsverðlaunin. Tilikynnt verður hinn 26. þ.m. hver hlýtur bokmenntaverðlaun Nóbels og eðlis- og efnafræði- verðlaunin verða tilkynnt 2. nóv ember. - um að kjarnörkutilraunum Rússa mundi ljúka um næstu mánaðarmót með því að sprengd yrði 50 megatonna sprengja hefur mætt harðri gagnrýni víða um heim. Diefenbaker forsætisráðh. Kanada skýrði frá því í dag að Kanadastjórn hefði ákveðið að senda Rússum formleg mótmæli i þessu sambandi. Sagði ráðherr- ann að ef Sovétríkin sprengdu 50 megatonna sprengju, væri það glæpur gegn öllu mannkyni. Kennedy forseti hefur sent Krú sjeff orðsendingu þar sem hann biður forsætisráðherrann að end- urskoða þessa ákvörðun og í brezka þinginu var skýrt frá því í dag að ríkisstjórnin hefði í hyggju að leggja fram tillögu hjá Vinafundur í Moskvu. Nik- ita Krúsjeff forsætisráð- herra tekur á móti Chou En- lai forsætisráðherra Kína á flugvellinum í Moskvu, en þangað kom Chou En-lai s.I. sunnudag ttl að sitja 22. þing kommúnistaflokksins. Sameinuðu þjðunum um að Alls- herjarþingið skori á SOvétríkin að hætta við að sprengja 50 mega tonna sprengju. í umræðum í brezka þinginu sagði Denis Healey, sérfræðingur Verkamannaflokksins í utanríkis málum, að hann vildi minna Krú- sjeff á það að næst þegar hann sprengdi kjarnorkusprengju bitn aði það á börnunum, ekki einung- is í Bandaríkjunum og BretlandL heldur einnig í Indlandi, Japan, Ghana, Kína og sjálfum Sovét- ríkjunum. Healey sagði að það væri misskilningur hjá Krúsjeff, ef hann teldi að hann hefði stjórn málalegan ávinning af þessum ógnunum. Hitt væri fyrirsjáanlegt að önnur lönd heimsins mundu á næstunni sameinast um mótmæli gegn fyrirætlun Sovétríkjanna og reyna að fá Krúsjeff til að skipta um sko'ðun. Tage Erlander forsætisráðherra Svíþjóðar réðist í dag harðlega Framh. á bls. 23. Serkjum vísaö ír landi París og Oran, 18. okt. — (NTB — AP) — T I L alvarlegra átaka kom í París á þriðjudagskvöld er um 20—30.000 Serkir söfnuð- ust saman á götum borgar- innar til að votta útlaga- stjórninni í Alsír stuðning siiin. 11.538 Serkir voru hand teknir og hefur verið ákveð- ið að vísa 1500 þeirra tafar- Iaust úr Iandi. Tveir Serkir og einn Frakki létu lífið í átökunum og vitað er um 77 manns, sem urðu fyrirmeiðsl um. Oeirðirnar breiddust í dag út víða í Alsír og var auka lögreglulið kvatt út til að reyna að koma á friði. Franska stjórnin segir að ákvörðunin um að vísa 1500 Serkjum úr landi sé aðeins fyrsta sporið í aðgerðum til að fyrirbyggja frekari árekstra. í Oran hófust óeirðir að nýju snemma í morgun og breiddust óðfluga út. Á nokkrum stöðum varð lögreglan að gripa til skot- vopna til að dreifa mannfjöld- anum á götunum. Mest urðu átökin á aðaltorgi borgarinnar og hefur öll umferð þar verið bönnuð í einn sólarhring. Franska fréttastofan (AFP) skýrði frá því í dag að ellefu manns hafi verið drepnir með sprengjum í Alsir síðastl. sólar- hring og auk þess létust fjórir í óeirðum í Oran á þriðjudags- kvöld.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.