Morgunblaðið - 24.10.1961, Síða 5
Þriðjudagur 24. okt. 1961
MORCVNTtLAÐIÐ
3
MARGA rekur áreiðanlega
minni til þess að íyrir tveim-
ur árum skildu skipakóngur-
inn gríski, Onassis og kona
Tina.
hans, Tina. Síðan hafa On-
assis og söngkonan Maria
Callas sézt tíðum saman á
skemmtistöðum víða um
heim og hefur yfirleitt virzt
fara vei á með þeim.
Nú er hin fyrrverandi frú
Onassis, Tina, gift. Hún gift-
ist í gær Blandford lávarði,
syni hertogans af Marlbo-
rought.
Fréttamenn i París, þar
sem nýgiftu hjónin ætla að
búa, áttu tal við Tinu nokkr-
um dögum. Hún var mjög
fáorð um vináttu sína og
lávarðarins, og sagðist ekki
muna nákvæmlega hvenær
þau hefðu ákveðið að verða
hjón.
— Ég hef þekkt Blandford
í tíu ár, sagði hún, — og við
höfum alltaf verið góðir vin-
ir. Snemma í sumar, þegar
ég lá í sjúkrahúsi í Oxford,
kom hann að heimsækja mig.
Ekki ákváðum við neitt þá,
en fyrir nokkrum vikum fór-
um við að ráðgera að gifta
okkur í kyrrþey.
— Ég vildi ekkert umtal.
Eins og allir vita, þá hef ég
verið til umtals í blöðunum
svo lengi. Nú vona ég að það
hafi tekið enda og að ég fái
að lifa í friði. Við höfum
enn ekki tekið neina ákvörð-
un varðandi börnin (Tina á
tv. öbörn og Blandford tvö).
— Eftir brúðkaupið förum
við í ferðalag, sagði Tina
hlæjandi, enginn veit hvert.
— Ég talaði nýlega við fyrr
verandi eiginmann minn, Ón-
Blandford lávarður.
assis í London og skýrði hon-
um frá fyrirhugaðri giftingu
minni. Hann óskaði mér til
hamingju og sagðist vera
ánægður fyrir mína hönd.
Við erum góðir vinir.
Aðeins nánustu ættingjar
brúðhjónanna voru viðstadd-
ir vígsluathöfnina í gær.
Læknar fiarveiandi
Árni Björnsson um óákv. tíma. —
(Stefán Bogason).
Bjarni Bjarnason fjarv. til 5. nóv.
(Alfreð Gíslason)
Esra Pétursson um óákveðinn tíma
(Halldór Arinbjarnar).
Gísli Ólafsson frá 15. apríl 1 óákv.
tíma. (Stefán Bogason).
Jón Hjaltalín Gunnlaugsson fjarv.
til októberloka. — (Stefán Bogason,
Laugavegsapóteki frá kl. 4—5, sími
19690).
Kirl Sigurður Jónasson til 1. nóv. —
(Olafur Helgason).
Kjartan R. Guðmundsson frá 21. sept.
1961 til 31. marz 1962. (Samlagssj. Ol-
afur Jóhannsson. Taugasj. Gunnar
Guðmundsson ).
Ólafur Geirsson fjarv. fram I miðj-
an nóvember.
Sigurður S. Magnússon um óákv.
tíma (Tryggvi Þorsteinsson).
Sveinn Pétursson frá 5. sept. í 4—5
vikur. (Kristján Sveinsson).
Víkingur Arnórsson til marzloka
1962. (Olafur Jónsson).
Pennavinir
17 ára sænska stúlku langar til að
eignast pennavini á Islandi. Hún skrif-
ar á sænsku, ensku og þýzku og hef-
ur áhuga á sundi, bréfaviðskiptum
og stjórnmálum. Nafn hennar og heim-
ilisfang er:
Eva Lennartsson,
Trádgárdsvágen 7,
Umeá 4,
Sweden.
Ungan Frakka langar til að skrifast
á við Islending, hefur áhuga á iðnað-
armálum og skrifar á frönsku og
ensku. Nafn hans og heimilisfang er:
Deæeu,
36 rue de la Courveuve,
Aubervilliers,
Seine,
France.
Sænsk stúlka, óskar eftir að eignast
pennavin á Islandi. Nafn hennar og
heimilisfang er:
Sigrún Nilén,
Östra Promenaden 7C,
Malmö C,
Sweden.
Unga þýzka stúlku langar til að
skrifast á við Islending. Nafn hennar
og heimilisfang er:
Ingelore Mische,
Lempo/Lippe,
Bismarckstrasse 19,
Deutschland.
Maður er sá mannsverk vinnur.
Lengi skapast mannshöfuð.
Láttu lýti deyja þér fyrr.
Flestum er sín læging leið.
Fáum er lækning Jjúf.
Ekkert lögmál er öllum þekkt.
Sá á lykt, sem fyrst finnur.
Lög eru bræðra sættir.
(Islenzkir málshættir).
ÁHEIT OG GJAFIR
Sjóslysið: Þuríður 100; Gí»B 300; NN
100; PB 500; JA 200; NN 200; frá
gömlum hjónum Innri-Njarðvík 1000;
NN 100; NN 200.
Lömuðu systurnar á Sauðárkróki:
IEM 200; NN 50; Björn 100.
Gamla konan: Jóna 100; stúdent á-
heit 100; Steinunn Bjarnason 500; Guð
ný SV Isafirði 300; áh. frá MK 50.
Lamaða stúlkan: Elín 500.
Söfnin
Ásgrimssafn, Bergstaðastrætl 74 er
opið þriðjud., fimmtud. og sunnudaga
frá kl. 1.30—4 e.h.
Þjóðminjasafnið er opið sunnud.,
þriðjud., fimmtud. og laugard. kl.
1.30— 4 e. h.
Listasafn Einars Jónssonar opið
sunnudaga og miðvikudaga frá kl.
1.30— 3,30.
Tæknibókasafn IMSÍ, Iðnskólanum:
Opið alla virka daga kl. 13 til 19. —
Laugardaga kl. 13—15.
Ameríska bókasafnið, Laugavegi 13,
er opið kl. 9—12 ng 13—18, lokað laug-
ardaga og sunnudaga.
Bókasafn Dagsbrúnar, Freyjugötu 27.
Opið á föstudögum frá 8—10 f.h., laug-
ardögum og sunnudögum kl. 4—7 e.h.
Bókasafn Kópavogs: — Utlán þriðju
daga og fimmtudaga í báðum skólun-
um fyrir börn kl. 6—7:30 og fullorðna
kl. 8:30—10.
Bæjarbókasafn Reykjavíkur —
Sími 12308 — Aðalsafnið Þingholts-
stræti 29 A: Útlán: 2—10 alla virka
daga, nema laugardaga 2—7. Sunnu-
daga 5—7. Lesstofa: 10—10 alla virka
daga, nema laugardaga 10—7. Sunnu-
[ daga 2—7.
Polaroid
myndavél í leðurtösku með
öllu tilheyrandi til sölu —
Uppl. í síma 16164.
Stúlka óskast
Langhoitsbakarí
Langholtsvegi 152.
Sími 34b68.
Barnaním
2 gerðir.
Húsgagna,'’innu'Stofa
Sighvatar Gunnarssonar
Hverfisg. 96 — Sími 10274.
Peningalán
Óska eftir að fá_lánaða pen
inga í eitt eða tvö ár. Mjög
góð trygging í fasteign. —
Tilb. sendist áfgr. Mbl. fyr
ir 27. þm. merkt „7010“
Sendiferðabíll
til sölu með stöðvarplássi.
Bíllinn er Chevrolet 1947
yfirbyggður vörubíll í á-
gætu standi. Uppl. í síma
37340.
1. vélstjóra
og stýrimann vantar á 60
tonna línubát frá Akra-
nesi. Uppl. hjá skipstjór-
anum í síma 23434.
Góður radíófónn
helzt með segulbandi ósk-
ast Uppl. í síma 22122.
Kennsla
Les með skólafólki. Heppi-
legt fyrir landspróísnema.
Vanur kennari, sanngjarnt
verð — Sími 32562.
Kynning
Einhleypur maður óskar
eftir sambandi við stúlku
40—45 ára, um væntanleg-
an framtíðarfélagsskap að
40—45 ára, um varanlegan
ræða. Tilb. til Mbl. merkt:
„Prúðmennska x — 1785“.
Mötuneyti
Vil taka að mér mötuneyti
eða hliðstætt, er vanur mat
reiðslu — Sími 22794.
Viljum kaupa
rafsuðuspennir „Transora"
Sími 33767 og 37467.
Keflavík
2ja—3ja herb. íbúðarhæð %
til leigu strax. Uppl. í síma
1576
Keflavík
óska eftir litlu herb. Tilb.
sendist afgr. Mbl. merkt
„1572“
Til leigu forstofuherbergi
í fremri forstofu á fyrstu
hæð í villubyggingu. Hita-
veita. Snyrtiherb. Tilboð
merkt „Regluspmi 7062“
sendist Mbl.
Til Ieigu
lítil kjallaraíbúð í Voga-
hverfi. Tilb. sendist MbL
merkt „1. nóv“
Vélamann
matsvein og háseta vantar
á 30 tonna línubát. Uppl. í
síma 36252.
Gott trollspil
Til sölu trollspil með nýj-
um vír fyrir dragnót einn-
ig dekkrúllur. — Uppl. í
síma 36252.
Til sölu
Rafha-eldavél, þýzkur tví-
buravagn með kerruútbún
aði og svefnsófi. — Uppl. í
síma 19624.
Heimavinna
Afkastamikill reglumaður
óskar eftir einhverskonar
heimavinnu. Tilb. leggist
á afgr. Mbl. merkt „Beggja
hagur — 7066“ fyrir mið-
vikudagskvöld.
PtANÓ
Óska eftir afnotum af pí-
anói 2, 3 kvöld í viku í stutt
an tíma. Uppl í síma 19215
frá kl. 8—6 alla vir.ka daga.
HtNN þekktt nngverskl knatt-
spyrnumaöur Ferenc Puskas,
sem hefur búið á Spáni síðan
í ungversku-byltingunni og
leikið með liðinu Real Madrid,
hefur sl. þrjú ár verið marka-
hæsti knattspyrnumaöur Spán
ar. — Ef hann sýnir sig á göt-
unni er hann samstundis um-
kringdur ungum knattspyrnu-
áhugamönnum. Hér á mynd-
inni sézt hann veita drengj-
um í Madrid smá tilsögn i
knattmeðferð.
TIL SÖLU
lítið notuð Rafha-eldavél.
Uppl í síma 10788, eftir kl.
3 í dag.
KEFLAVÍK — NJARÐVÍK
Einhleyp kona sem vinnur
úti óskar eftir 1 herb. með
eldunarplássi. Uppl. í síma
1699 eftir 7 í kvöld.
Verzlunarmaður
vanur kjötafgreiðslu óskast. Umsóknir er greini
menntun og fyrri störf sendist Mbl. fyrir 28. þ.m.
merkt: „7063“.
Kjós, Kjalarnes, IViosfells-
sveit Garðahreppur
og Alftanes
Húsmæður, sem tóku þátt í orlofi að Reykhólum
í sumar gangast fyrir skemmtikvöldi að Hlégarði
föstud. 10. nóv. kl. 9 e.h.
Öllum öðrum húsmæðrum á orlofssvæðinu heimil
þátttaka og tilkynni þátttöku til orlofsnefndar
kvenna fyrir 5. nóv.
Nefndin.