Morgunblaðið - 24.10.1961, Blaðsíða 13
Þriðjudagur 24. okt. 1961
MORGUNBLAÐ1Ð
13
Við eigum mótaðu stefnu
og troustar hngsiánir
Viljum treysta varnlr
landsins og öryggi
borgaranna
Miinum verja viðreisnina
gegn skemmdarstarfsemi
Rœ&a Jóhanns Hafsteins dómsmála-
ráðherra á Landsfundinum
Jóhann Hafstein, dómsmálaráðherra
HERRA FUNDARSTJORI!
Háttvirtu Landsfundarfulltrú-
ar!
í framhaldi af framsöguræð-
um ráðherra Sjálfstæðisflokks-
ins, sem fluttar hafa verið á þess
um Landsfundi, vil ég leyfa m.ér
að víkja nökkuð almennt að þró
un stjórnmálanna síðari árin,
en minnast jafnframt noiklkuð
é einstaka málaflokka.
Sumt af því, sem ég vík að
almennt, verður að einhverju
leyti árétting þess, sem þegar
hefir fram kömið, encla þó ég
vilji reyna að förðast endurtekn-
ingar. En hvaða einstaka mála-
flokka ég geri öðrum fremur að
umtalsefni, mótast af því, hvaða
málaflokkar aðrir ráðherrar hafa
sérstaklega rakið, bæði þá sem
ttieyra undir þeirra ráðuneyti og
eins önnur einstök mál.
Þetta bið ég háttvirta fundar-
menn að hafa í huga.
Fyrsta sáðkornið.
Hin svokölluðu efnahagsmál
hafa verið mjög ofarlega í hu,g
um manna hin síðari árin. Þetta
er í raun og veru eðlilegt, þegar
litið er yfir þróun stjórnmálanna
hér á landi hinn síðasta áratug,
eftir gengisfellinguna 1950. Minni
(hlutastjórn Sjálfstæðismanna,
sem myinduð var eftir haustkosn-
ingarnar 1949, hafði lagt fyrir
jþingið róttækar tillögur í efna-
hagsmálum, og þar á meðal geng-
islækkun, til þess að leysa dýr-
Itíðarvandræði þjóðarinnar, koma
atvinnuvegunum á réttan kjöl Og
rforða þannig frá atvinnuleysi og
Ihruni. Þá gerðist það að Fram-
sóknarfloktourinn bar fram van-
Itraust í þinginu á stjórn Sjálf-
etæðismanna, fékto það samþykkt,
en myndaði síðan sjálfur ríkis-
stjónn í samvinnu við Sjálfstæð-
jsmenn til þess í öllum meginat-
riðum að fá lögfest efnahags-
málafrumvarp Sjálfstæðismanna.
Þetta er að vísu einstæð saga,
en þó ektoi ástæða til að fara að
rekja hana nánar nú, því að upp
úr þessu faófst gott og á f jölmang-
an hátt árangunsríkt samstarf
Sjálfstæðismanna og Framsókn-
ermanna í ríkisstjórn.
Deilurnar um efnahagsmálin
eíðari helming áratugsins milli
1950 og 1960, eru líka af allt öðr-
vm to,ga spunnar.
Formaður Framsóknarflokks-
ins var utan ríkisstjónnar eftir
1953, er Sj álfstæðisflokkurinn tók
við stjórnarforustunni eftir al-
Iþingiskosningarnar það ár. Hann
etóð á bak við verkfallsölduna
1955, með kommúnistum og hand
Ibendi þeirra. En sú skemmdar-
Starfsemi stefndi að því að tooll-
varpa stjómarsamstarfinu. Þetta
var fyrsta sáðkornið til vinstri
etj órnar-sam starfsins eftir alþing
iskosningarnar 1956.
Dómurinn um skemmdar-
fitarfsemina.
En Eysteinn Jónsson, sem þá
var fjármálaráðherra í stjórnar-
eamstarfi við Sjálfstæðismenn,
Æelldi sinn dóm um þessa
Skemlmdarstarfsemi. 1 fjárlaga-
ræðu sinni um miðjan október
1955 segir Eysteinn Jónsson:
„Háttvirt Alþingi verður hér
tið horfast í augu við afleiðingar
þess, sem gerzt hefir í þessum
málum og þarf það engum á ó-
vart að tooma svo rækilega sem
það allt var brýnt fyrir mönn-
Hm s.l. vetur og s.l. vor.
Með kauphækkunum þeim,
sem áttu sér stað s.I. vor, var
brotið blað í efnahagsmálunum.
Fram að þeim tkna höfðum
við um nær þriggja ára skeið
búið við stöðugt verðlag, greiðslu
afgang ríkisins, lætokandi stoatta
og tolla og stórauikinn almennan
sparnað, sem gat orðið upphaf
þess, að úr rættist þeirri „krón-
isbu“ lánsfjárkreppu, sem við
höfum búið við svo lengi.
En nú verða menn að horfast
í augu við síhækkandi verðlag,
minnkandi sparnað, stórauikin rík
isútgjöld og standa nú frammi
fyrir því, að það verður ekki
hægt að afgreiða greiðsluhalla-
laus fjárlög, án þess að auka rík-
istekjurnar með hækkuðum skött
um eða tollum eða nýjum álögum
í einhverri mynd, í fyrsta stoipti
um langan tíma.
Afleiðing þess, sem skeði á s.l.
vetri, eru ektoi aðeins augljósar
á því fjárlagafrumvarpi, sem
hér iiggur fyrir, heldur speglast
þær alls staðar í efnahagslífinu.
Þegar sýnt varð í vor, að efna-
hagskerfið var að ganga úr skorð-
um á nýjan leik, reis fjárfesting-
aralda sú, sem byrjuð var að
rísa áður en sjálf þáttaskilin
urðu eftir verkföllin, ennþá
hærra en áður.
. . . Þetta nýja upplausnar-
ástand í efnahagsmálum hófst,
þegar kommúnistar voru leiddir
til valda í verkalýðssamtökunum
haustið 1954.
Magnaðist þetta þó um allan
helming við kauphækkanirnar s.l.
vor. Verkuðu þær sem olía á
eld, þar sem verðhækkanir og
nýjar kauphæikkanir aftur vegna
þeirra voru þá auðreiknaðar
hverjum manni.
Það er víst alls ekkert ofsagt,
að almenningur í landinu hagnast
síður en svo á þessu ástandi, allra
sízt launþegarnir yfirleitt, eins
og raunar var alltaf fyrirséð,
enda ekki refirnir til þess skorn-
ir“.
Það er upp úr þessum jarðvegi,
sem Eysteinn Jónsson lýsir .svo,
sem vinstri stjórnin spratt ári síð-
ar. Og það er frá tilvist hennar
og síðara samstarfi Sjálfstæðis-
mianna og AlþýðuflOkksimanna,
sem sprottnar eru deilurnar síð-
ari árin um efnahagsmálin — og
skal ég nú víkja að þvL
Myndir tveggja ríkisstjórna.
Þar blasa við tvær myndir:
Annars vegar -vinstri stjórn,
sem sagðist ætla að gera eink-
um tvennt:
1. Að brjóta blað í efnahags-
málum landsmanna. Grípa til
nýrra og varanlegra úrræða,
sem enginn mundi finna fyr-
ir, en allir hagnast á.
2. Að víkja varnariiðinu á
Keflavíkurflugvelli tafarlaust
úr landi.
Hins vegar blasir við mynd-
in af samstjórn Sjálfstæðis-
manna og Alþýðflokksmanna,
sem einnig sagðist einkum
ætla að gera tvennt:
1. Að stöðva verðbólgu-
skriðuna, sem við blasti eftir
úrræðaleysi vinstri stjórnar-
innar og reisa við efnahags-
kerfi þjóðarinnar með raun-
hæfum aðgerðum, sem að vísu
mundu kosta fórnir og erfið-
leika fyrst í stað.
2. Að breyta kjördæmaskip-
an landsins til þess að treysta
lýðræðið í landinu.
Og hvernig hefir svo þessum
ólíku stjómum tekizt?
Algjör uppgjöf.
Um efnahagsmálaúrlausn
vinstri stjórnarinnar nægir að
vitna í „eftirmæli" forsætisráð-
herra hennar sjálfrar, Hermanns
Jónassonar, þegar hann baðst
lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt
en þá gaf hann eftirfarandi yfir-
lýsingu á Alþingi hinn 5. desem-
ber 1958, sem lengi verður í
minnurn höfð:
.. . „Fyrir lá, að hinn 1. desem-
ber átti að taka gildi ný kaup-
greiðsluvísitala, sem fól í sér 17
stiga hækkun. Til þess að koma í
veg fyrir nýja verðbólguöldu,
sem af þessu hlaut að rísa, ósk-
aði ég þess við samráðherra mína,
að ríkisstjórnin beitti sér fyrir
setningu laga um frestun á framr
kvæmd hinnar nýju vísitölu til
loka mánaðarins, enda yrðu hin
fyrrnendu 17 visitölstig þá greidd
eftir á fyrir desember, nema sam-
komulag yrði um annað.
Leitað var umsagnar Alþýðu-
sambandsþings um lagasetningu
þessa, samkvæmt skilyrði, sem
sett var fram um það í ríkis-
stjórninni. Alþýðusambandsþing
neitaði fyrir sitt leyti beiðni
minni um frestun. Boðaði ég þá
ráðherrafund að morgni laugar-
dags 29. nóvember, en þar náðist
ekki samkomulag um stuðning
við frumvarpið. Af þessu leiddi,
að hin nýja kaupgreiðsluvísitala
kom til framikvæmda um mánaða
mótin, og ný verðbólgualda er
þar með skollin yfir. Við þessu er
svo því að bæta, að í ríkisstjórn-
inni er ekki samstaða um nein
úrræði í þessum málum, sem að
mínu áliti geti stöðvað hina háska
legu verðbólguþróun, sem verður
óviðráðanieg, cf ekki næst sam-
komulag um þær raunhæfu ráð-
stafanir, sem lýst var yfir að gera
þyrfti, þegar efnahagsfrumvarp
ríkisstjórnarinnar var lagt fyrir
Alþingi á s.l. vori“.
Þetta myndi, að ég hygg telj-
ast eins algjör uppgjöf og hugs-
azt getur og þarf ekki að hafa um
það fleiri orð.
En varnarliðið? Hafði vinstri
stjórnin vísað því úr landi? Þá
sögu þekkja allir landsmenn.
Vinstri stjórnin hafði aðeins set-
ið nokkra mánuði þegar hún
samdi við Bandaríkin að falla
frá kröfunni um að láta varnar-
liðið fara gegn því að fá peninga-
, lán hjá Bandaríkjastjórn. Og síð-
ar á stj órnartímanum hófst eins
og kunnugt er betliganga til allra
hinna NATO-ríkjanna.
Ólíkur árangur
Þá er að spyrja um érangur
stjórnarsamstarfs Sjálfstæðis-
flokksins og Alþýðuflokksi-ns.
Ég minni fyrst á kjördæmamál-
ið. Þar tókst farsællega að lög-
festa hina nýju stjórnskipan á
miðju ári 1959 — en sú úrlausn
kjördæmamálsins er eitt lang-
merkasta stórmál, sem Alþingi
og kjósendur hafa leitt til lytota
á síðari áratugum og þó lengra
væri til jafnað.
En hvað um efnahagsviðreisn-
ina?
Það tókst strax í upphafi að
stöðva verðbólguflóðið. Var á-
standið þó svo geigvænlegt að
vísitalan var, eftir uppgjöf vinstri
stjórnarinnar kominn upp í 202
stig. Sérfræðingar vinstri stjórn-
arinnar höfðu sýnt fram á, að án
aðgerða, en um þær var engin
samistaða í þeirri stjórn, myndi
vísitalan innan 10 til 11 mánaða
komin minnst í 270 stig, og Ölaf-
ur Björnsson, prófessor, sýndi þá
fram á, sem ek'ki var vefengt, að
þá yrði þess skammt að bíða að
óðaverðbólga kæmi vísitölnni
upp í 400 stig.
Við þessar aðstæður ákváðu
núverandi stjórnarflokkar með
lögum um niðurfærslu verðlags
og launa í janúar 1959 að frá 1.
febrúar 1959 skyldi miða verð-
lagsuppbót á laun og allar aðrar
greiðslur, er fylgja kaupgreiðslu-
vísitölu, við vísitölu 175 stig.
Jafnframt var lögfestur nýr
grundvöllur vísitölu framfærslu-
kostnaðar og ákveðið, að 1. marz
1959, þegar sá vísitölugrundvöll-
ur tæki gildi, skyldi vísitalan telj
ast 100 stig.
Það liggur svo fyrir að áður
en kauphækkanirnar áttu sér
stað í sumar hafði vísitalan að
eins hækkað um 5 stig. En
þá hafði núverandi ríkisstjórn
hinsvegar fyrir rúmu ári síðan
lögfest hina nýju efnahags-
skipan og fyrstu óhjákvæmi-
legu áhrif hinnar réttu gengis-
skráningar fram komin og því
vaxandi jafnvægi og stöðugt
verðlag framundan, ef ekki
væri stofnað til óraunhæfra
kauphækkana, sem væru um-
fram getu atvinnuvega og
framleiðsluafköst þjóðarinnar.
Er þetta skilningsleysi?
Margir munu nú sjá, því nríS-
ur um seinan, bæði í röðum
kommúnista og Framsóknar-
manna, að það var óverjandi á-
byrgðarleysi að stofna til verk-
fallanna með kaupkröfunum i
sumar.
Kommúnistum er að því leyti
fyrirgefanlegt að þeirra tilganguir
er að höggva á máttarstoðir þess
þjóðskipulags, sem við búum við.
En menn spyrja: Hvernig er
þetta naeð Framsóknarforustuna?
Skilja þeir ekki, hvað þeir eru
að gera?
Ég ætla að leyfa mér að vitna
í örstuttan kafla úr ræðu Ey-
steins Jónssonar þáverandi fjár-
málaráðherrar sem hann flutti fyr
ir kosningarnar 1953. (Tíminn 3.
maí 1953). En það er IVi ári eftir
lögfestingu efnahagsráðstafana,
sem í ýmsum meginatriðum svip
ar til þeirra, sam nú hafa verið
framikvæmdar, enda þótt
Skemmra væri gengið og eikki
eins vandlega um hnútana búið.
Hann segir:
„Ég vil nefna nokkur þeirra
mála, sem Framsóknartnenn telja
þýðingarmikil og miunu beita sér
fyrir. Verður þó á fátt eitt
minnzt.
Við teljum höfuðatriði að halda
jafnvægi fjárhagslega og stöð-
ugiu verðlagi. Okkur er ljóst, að
margs þarf við, til þess að svo
verði. Greiðsluhallalausan rikis-
búskap og skynsamlaga útlána-
pólitík í bönfcunum, og það þarf
meira. Launasamtökin í landinu
verða einnig að miða sína stefnu
við þetta sjónarmið.
Þessi fjármálastefna er nauð-
synleg, til þess að geta aukið
fremur en minkað frelsi í við-
skiptum, en að því viljuim við
stefna. Við álítum höft neyðar-
úrræði.
Við teljum rétt að efnt sé til
samráðs við verfcalýðssamtökim
með það fyrir au.gum, að fram-
kvæmd kaupgjaldsstefnurmar
gæti orðið miðuð við jafnvægis-
búskap og sem stöðugast verðlag.
Okkar stefna er ebki sú, að kaup-
gjald sé lögbundið. Við teljum að
launþegasamtökin hér verði að
sjá hvað þeim og þjóðinni er fyr-
ir beztu í kaupgjalds- og atvinnu-
málum á sama hátt og gerist í
ökkar nágrannalöndum. Við vit-
um, að að því hlýtur að koma, að
verkalýðshreyfingin hér starfi
sem hagsmunasamtök, en
ekki sem upplausnartæki stjóm-
arandstöðunnar á hverjum tíma
undir áhrifum kommúnista".
Þetta er annar tónn en við höf
uim heyrt úr sömu átt nú frá
stjórnarandstöðunni og sama
manni!
Myndi það ekki vera eitt
meginböl stjórnamálaþroskans
hér á landi, er sömu menn
dæma sambærileg atvik með
gagnólíkum hætti, eftir því
hvort þeir em í ríkisstjórn,
sem ábyrgðina ber, eða í
stjórnarandstöðu?
Snúum bökum saman.
Þegar litið er um farinn veg,
má otokur Sjálfstæðisfólki vera
ljóst að framundan er örlaga
þrungin barátta. Við þurfum að
snúa bökum sarman til varnar
þeirri viðreisn, sem lagður var
grundvöllur að. Það er ekki enn
of seint að talkast megi farsællega
— en þá verður að mæta sér-
hverri tilraun til óhæfu Og
skemmdarverka með óbilandi
samstöðu og festu svo að alþýðu
manna glatist ekki ávextir þeirra
aðgerða, sem einar megnuðu að
rétta við úr fjárhagslegu öng-
þveiti.
Qg ef einhver skyldi efast —
þá má minnast fyrri úrræða eða
úrræðaleysis vinstri stjórnarimn
ar og spyrja jafnframt núverandi
s t j órnar andstöðu:
Hver eru ykkar ráð? A þau er
aldxei minnst!
Fyrirheit og efndir.
Því hefur verið haldið fram,
þó undarlegt megi virðast, af nú-
verandi stjórnarandstöðu, að ríto
isstjórnin og stuðningsflokkar
hennar hafi ýmist vitandi eða
óafvitandi svikið meira eða
minna öll sín fyrirheit, og við-
reisnartilraun stj órnarflofckanna
þannig runnið algjörlega út í
sandinn.
Þessu er haldið fram þótt núver
andi ríkisstjó)4i hafi fengið á sig
almanna orð undanfarið fyrir að
Framhald á bls. 14.