Morgunblaðið - 24.10.1961, Síða 16

Morgunblaðið - 24.10.1961, Síða 16
16 MORCVMtLAÐIÐ ÞriðjUdagur 24. okt. 1961 - Ræða Jóhanns - Hafstein Frh. af bls. 14 lausn landhelgisdeilunnar. sem við íslendingar áttum í, einkum og sér í lagi við Breta og horfði til stórra vandræða. Engum blandast nú hugur um farsæla lausn þess máls á síðasta Al- þingi. enda þótt stjórnarandstað an hafi talið hána þá til land- ráða og svika við þjóðina en al- menningur hefir fagnað úrlausn málsins. og stjórnarandstaðan þá jafnframt þagnað. íslenzka þjóðin í heild hefir fagnað mjög þeirri úrlausn hand ritamálsins. sem nú er raunveru lega fengin fyrir framsýni og bræðraþel ríkisstjórnar Dana og danska ríkisþingsins, í samráði við íslenzku ríkisstjórnina. Þó að framkvæmdin frestist í bili. er nú fengin raunveruleg úrlausn þessa gamla deilumáls og hefir hér verið farsællega að unnið. Enn vil ég nefna nokkra sér- staka málaflokka sem verið hafa og eru til meðferðar. Umbætur í réttargæzlu og dómsmálum. Fyrrverandi dómsmálaráðherra, Bjami Benediktsson. beitti sér fyrir margháttuðum umbótum á lögum um réttargæzlu og dóms- mál. Eitt merkasta nýmæli á þessu sviði var lögfest á síðasta þingi með lögunum um saksókn- ara ríkisins, þar sem ákæruvald- ið í opinberum málum er flutt frá pólitískum ráðherra til hlut- lauss, opinbers starfsmanns. Al- gjör einhugur var um afgreiðslu þessa máls á þinginu síðasta og létu ýmsir stjórnarandstæðingar þá orð um það falla. að hér væri um að ræða eina merkustu lög- gjöf á sínu sviði. sem Alþingi hefur afgreitt á undanförnum áratugum. Nú heyrist það úr sömu átt, að hér sé verið að eyða og bruðla og hið nýja saksókn- araembætti kosti svo og svo mik ið. Var þó engin dul á það dreg- in af dómsmálaráðherra á síð- asta þingi, að af þessu myndi lelða nokkum kostnað.Hitt er svo rangt, að sett hafi verið upp nýtt embætti með nýju manna- haldi. án þess að nokkur breyt- ing hafi orðið á mannahaldi í sjálfu dómsmálaráðuneytinu. Þaðan hafa verið fluttir menn til hins nýja saksóknaraembættis í fullu samræmi við. að af ráðu- neytinu var létt störfum með binni nýju skipan. Lögð verða bráðlega fyrir Alþingi frumvörp um nýja einkamálalöggjöf og endurbætta löggjöf um hæsta- rétt, sem fyrrverandi dóomsmála- ráðherra hefur látið undirbúa. í athugun er ný löggjöf um félaga samsteypur, sem allmikið hefir verið rætt um á síðari árum og komið hefur verið á í nágrann- arlöndum okkar og víðar til þess að koma í veg fyrir einokun og óeðlilega hringamyndun, sem svo er kölluð. Vænti ég. að þessu máli geti á næstunni skilað nokkuð áfram, en það þarfnast nú líka íhugunar og undirbún- ings. Lagfæring í heilbrigðis- málum. Mér finnst ástæða til að geta þess hér, að heilbrigðisráðuneyt- ið hefir haft til meðferðar mikið vandamál sem hefir farið sívax- andi síðari árin. Á ég hér við læknaskortinn í héruðum lands- ins. Síðasta Alþingi beindi því til ríkisstjórnarinnar í samráði við landlæbni, að leita úrbóta í þessu máli. Þetta er vandamál fámennrar þjóðar. sem lifir þó i miklu strjálbýli. en keppist við að sýna menningu og þroska, eft ir því sem verða má. Landlæknir, dr. Sigurður Sig- urðsson, hefir lagt fyrir heilbrigð ismálaráðherra mjög ýtarlega og rökstudda greinargerð um þetta vandamál og gert tillögur um úr- lausnir £ málinu. Ríkisstjórnin mun mjög skjótlega taka ákvarð- anir í þessu mikla vandamáli og leggja fyrir Alþingi og það er von mín að takast megi að koma hér til leiðar í löggjöf og á ann- an hátt þeim lagfæringum er við- unandi séu. 1 heilbrigðismálunum að öðru leyti — og þá einkum skipan sjúkrahúsmálanna þarf að vera sífellt á verði. en hér á lítil þjóð við mikinn vanda að glíma. Það á ekki að þurfa að kvíða pólitísk um deilum í þessum mannúðar- málum. Núverandi landlæknir hefir mótað farsæla stefnu í skipan sjúkrahúsamálanna. en á þvi veltur, hvað þjóðin getur fjár hagslega lagt af mörkum. Ég harma þá deilu, sem upp hefir risið milli Læknrafélags Reykjavíkur og Sjúkrasam- lags. Ríkisstjórnin taldi sig w Ef þér kaupið FLUORECENTPERUR HITAPERUR LJÓSMYNDAPERUR FLUORECENTSTARTARA FLUORECENET FATNINGAR RADIOLAMPA EÐA TRANSISTORA. F R Á SYLVANI\ Pá er öruggt að þér hafið það bezta. G. Þorsteinsson & Johnson hf. Grjótagötu 7 — Sími 24250. firra vandræðum í bili með bráðabirgðalögunum, sem frestuðu málinu um sinn í því trausti. að með nokkru tómi til frekari íhugunar mætti Ieiða deiluna til lykta, eins og hægt er að leysa allar deilur, ef vilji er fyrir hendi. Endurbætur húsnæðismála löggjafar. Mér þykir rétt að víkja að því hér að ríki&stjómin tól sérstakri nefnd athugun hús- næðismálanna á árinu 1SÖ0. Nefndin hefir ekki ern lokið störfum og liggja því ekki að svo stöddu fyrir tillögur til úr- báta, enda er um mikið vanda mál að ræða. Það er brýn nauðsyn, ekki aðeins að lag- færa hina almennu húsnæðis- málalöggjöf frá 1955 með síð- ari breytingum — heldur er einnig mjög aðkallandi að lag færa lögín um verkamanna- bústaði og ýms ákvæði lag- anna um samvinnubyggingar- félög. Það má segja að mjög mikið hafi áunnizt með hinni al- naennu húsnæðismálalöggjöf frá 1955. Bygging íbúðahús- næðis hafði verið í mikilli aft- urför á árunum 1950—1953. T. d. voru íbúðabyggingar um 40% minni árið 1951 en verið hafði á árunum 1947—1948. Á þessú varð mjög mikil breyt- ing og íbúðabyggingar þre- földuðust árin 1955—1956 miðað við byggingar á árun- um 1951—1952. Á árunum 1955 til 1960. að báðum meðtöldum er talið að byggðar hafi verið um 8800 íbúðir. Miðað við 4—5 manns að meðaltali í hverri íbúð er með þessu byggt fyrir nærri 40 þúsund manns. En það er um tvöföld tala fólksfjölgunar innar í landinu á sama tíma. Hinar öru íbúðarbyggingar siðari ára hafa líka verið út- lendingum. sem hér hafa kom ið, eitt mesta undrunarefni. Það hefir líka verið byggt mjög mikið umfram áður áætíaða íbúðaþörf. En megingallinn er að bygg- ingarnar hafa orðið of dýrar og meðfram af því. að þær hafa verið of lengi í smíðum. Virðist því að takast mætti að ná nokkurnveginn jafnvægi í húsnæðismálum, ef lögð væri áherzla á, að ljúka mætti fyrr en ella öllum þeim íbúðuni. sem í smíðum eru. Miða ætíi ráðstafanir hins opinbera við að stuðla að þessu. Afgreidd íbúðalán húsnæð- ismálastjórnar (A- og B-lán) hafa verið þessi frá því í nóvember 1955 er húsnæðis- málalöggjöfin kom til fram- kvæmda og til 15. ágúst 1961. Ár. 1955 — 1956 — 1957 — 1958 — 1959 — 1960 27.4 millj. kr. 63.7 — — 45.7 — — 48.8 — — 34.5 — — 52,2 — til 15/8 ’61 52,5 — — Arið 1960 og fram að miðjum ágúst í ár hafa þvi verið af- greidd hærri lán í heild en nokk urt ár annað að 1956 undanskildu. En í fyrra hafði húsnæðismála- stjórnin um 72 millj. kr. til lán- veitinga. hærri fjárhæð en nokkru sinni áður — en sumt af veittum lánum. Þá kemur til af- greiðslu á þessu ári — og flytzt jafnan svo á milli ára. Stórmiklar breytingar þarf að[ gera á löggjöfinni um verka- mannabústaði, sem ættu þá í meginatriðum að miðast við að iögin næðu raunverulega hinum upphaflega tilgangi sínum, að koma þeim til hjálpar. sem lang-| minnsta fjárhagsgetu hafa. en að þessu leyti er löggjöfin komin úr j böndunum. Verður það mjög vandasamt verkefni Alþingis, sem nú situr, að lagfæra þessi mál og mun rík- isstjórnin beita sér fyrir því. Varnir borgaranna og öryggi. Að endingu vil ég hreifa hér einu máli: Bjarni Benediktsson. forsætis- ráðherra, gerði í ræðu sinni við íundarsetningu ýtarlega grein fyrir, hversú mikla þýðjngu þátt- taka okkar íslendinga í varnar- samtökum Atlanshafsbandalags- ins hefði fyrir örgygi landsins og stuðlaði að því með öðru að varna því, að hafin væri árás og ófriður brytist út. Eg skal ekki lengja mál mitt með því að endurtaka hinar al- varlegu aðvaranir og hvatningar forsætisráðherra til fundar- manna og reyndar landsmanna allra, að láta ekki glepjast af fagurgala um varnarlaust hlut- leysi. En ég vil ekki láta hjá líða að vekja athygli á þeirri alvarlegu staðreynd að við Islendingar höf- um verið ótrúlega andvaralausir hin síðari ár hvað snertir ráð- stafanir og undirbúning til þess, að hinn almenni borgari geti sér sjálfum einhverjar varnir veitt með aðstoð þess opinbera ef ófriðj ur brýzt út og ísland verður fyrir árás. Loftvarnarnefnd, sem starfaðii að tilhlutun Reykjavíkurbæjar í samráði við ríkisstjórn, hefir að vísu unnið allmikið undirbún- ingsstarf með öflun hjúkrunar- gagna — rúma — teppa og tækja til viðvörunar og áætlunum um bráðabyrgðasjúkraskýli í neyð- arástandi. En fjárveiting til þessa starfs var felld niður á fjárlög- um 1957 — í tíð vinstri stjórnar- innar og ári síðar var fjárveit- ingum hætt frá Reykjavíkurbæ, þar sem ekkert kom á móti frá ríkinu — og eftir það var ekkert hægt að aðhafast. Er þetta ver.jandi? Allar nágrannaþjóðir okkar leggja geysi kapp á svokall- aða borgaravarnir — eða „civil defence“ eiirs og það er kallað. Og gífurlegar ráðstaf- anir.hafa verið gerðar á Norð- urlöndum, einkum Svíþjóð. til þess að treysta öryggi borg- aranna gegn loftárásum. Eru þær taldar hinar mikiivæg- ustu — og ekki síður mikilvæg ar þó að atomsprengjur séu notaðar. Ég hefi hafið máls á því ! ríkisstjórninni að við verðum að varpa af okkur andvara- leysinu í þessum efnum. Reykjavík. Kópavogur og j Hafnarfjörður eru í þessu efni] samfelld byggð. Og ef rýma þarf borgina og bæina — hvert á þá. að fara og með hvaða ráðum? Ríkisstjórnin hefir ákveðið að taka þetta mál til nýrrar meðferðar og ýtarlegrar rannsóknar. Satt er það að við íslendingar erum fákunnandi á þessu sviði en ekki afsakar það andvara leysið. Hvað boða þessar stöð- ugu atomsprengingar Sovétríkj- anna? Að minnsta kosti er okkur sagt, að þær einar út af fyrir sig geti valdið tjóni með helryki sínu á heilsu og velferð mann i í fjarlægustu heimshlutum, — einkum barna og óborinna. Heilbr igðismálaráðuney tið mim stuðla að því, að þeir kunn- áttumenn íslenzkir. sem völ er á, fylgist eins vel með því sem er að gerast og kostúr er þó að ekki sé talið að okkur stafi nein hætta af að svo komnu máli. Traustar hugsjónir — innri kjarni. Góðir fundarmenn. Við skulum nú í lokin reyna að átta okkur á því, sem við blas ir. Okkur er Ijóst, að þrátt fyrir geigvænlega örðugleika.. sem við blöstu eftir uppgjöf vinstri stjórn arinnar, hefir ríkisstjórninni og stuðningsliði hennar tekizt að komast furðulangt áleiðis út úr cgöngunum á næsta skömmum tíma. Okkur er einnig ljóst að ein- mitt þess vegna heyja nú stjórn.. arandstæðingar örvæntingarfulla baráttu til þess að koma í veg fyrir frekari árangur, — fyrir því að koma stjórnarliðinu á kné. Okkur er ennfremur ljóst að sjálfir hafa þeir ekki reynzt megnugir að ráða fram úr vand- anum, þegar á þeim hvíldi ábyrgð in og hafa heldur ekki í stjóm- arandstöðunni bent á neinar aðr- ar leiðir til bjargar. Okkur er að lokum ljóst, að stjórnarandstöðunni gengur tvennt til að vilja umfram allt fella núverandi ríkisstjórn. Kommúnistarnir vilja upp- lausn. efnahagslegt öngþveiti, Þeir vita að með því er loku fyr- ir skotið að við Islendingar get- um átt nokkra samleið með öðr- um vestrænum lýðræðisþjóðum i efnahagslegri uppbyggingu til bættra lífskjara alls almennings, Við mundum verða viðskila við þessar þjóðir og vegurinn væri þá að þeirra dómi varðaður i rétta átt. Framsóknarmenn treystu þvl hins vegar, að með því að eyði. leggja núverandi stjómarsam- starf. opnist þeim möguleiki til einhverskonar stjórnarþátttöku. Þeir mundú þá ekki setja fyrir sig samstarf um framkvæmd nú- verandi stjómastefnu 1 megin. atriðum eins og þeir höfðu 1950 forystu í ríkisstjórn um að lög. festa í meginatriðum efnahags- málatillögur Sjálfstæðismanna, sem þeir höfðu áður lýst van- trausti á. Eigum við ekki að vera sam mála um, að þegar boðið er til baráttu á slíkum forsend- um skal ekki standa á okkuv Sjálfstæðiamönnum að berj. ast? Við búum yfir mótaðrl stefnu á grundvelli traustra hugsjóna. Við trúum á landsins gæðl og framtíðarmöguleika. Við treystum okkar sam- takamætti í Iang-stærsta o* víðsýnasta stjórnmálaflokki landsins. Og þegar við á morgun höf- um þingað til fulls — er við höldum hvert og eitt til sína innis til sjávar og sveita, í borg og bæ, — þá skulura við ekki gleyma þeim varma, því bróðurþeli og samúð, sera er innri kjami þessa Lands- fundar, heldur berum þennan kyndil til félaga og vina. sera gátu sótt þennan fund — þvl að „funi kveikist af funa“ — og þá mun allt okkar mannval fullbúið til sóknar og varnar sjálfstæði, frelsi og framför- um ísienzku þjóðarinnar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.