Morgunblaðið - 24.10.1961, Blaðsíða 17
Þriðjudagur 24. okt. 1961
MORGUNBLAÐIÐ
17
Sjötugtir í dag:
Tryggvi Sveinbjörnsson
Vinsæll maður og drengur
góður, Tryggvi Sveinbjörnsson
fyrrum sendiráðunautur 1 Kaup-
xnannahöfn, er sjötugur í dag.
Hann fæddist i Brekku í Svarf-
aðardal 24. október 1891, og voru
foreldrar hans Anna Jóhanns-
dóttir og Sveinbjörn Halldórs-
son, búandi hjón í Brekku.
Tryggvi missti ungur föður sinn
en Anna varð háöldruð kona, og
var jafnan mikið ástríki og ríkt
tryggðasamband milli hennar og
Tryggva sonar hennar. þrátt
fyrir langdvalir hands í öðru
landi.
Tryggvi Sveinbjörnsson hefur
vist aldrei hugsað sér að leggja
fyrir sig búsýslu í heimahögum.
Hugurinn stefndi snemma á aðr-
ar leiðir. Hann hleypti ungur
iheimdraganum og brauzt til
skólanáms af miklum dugnaði,
fór fyrst í Gagnfræðaskólann á
Akureyri, síðan Menntasikólann
í Reykjavík og varð stúdent vor-
ið 1914. Á þeim árum kallaði
tiaUNj. gj|g Try-|gy^ g£+ir
seskustöðvum sínum. og enn
kannast margir við hann undir
íþví nafni. í»að var „Sturm und
Drang“ timabilið í ævi hans.
Þegar hann var seztur að í Dan-
mörku lagði hann þetta merki-
lega nafn niður, enda reyndist
jþað háskagripur tungu þarlands
manna.
Tryggvi lagði leið sína til Dan
merkur 1914 mjög í þann mund
er heimsstyrjöldin fyrri hófst.
Sjálfsagt hefur þá verið óráðið
hve löng dvölin þar í landi yrði,
en raunin varð sú að hann á
þar heima enn. Hann lagði
í fyrstu stund á háskólanám, inn
ritaðist í guðfræði og tók próf í
forspjallavísindum 1915, en varð
aldrei fastur í sessi við embættis-
nám, því hugurinn var á þeim
timum í töluverðu uppnámi og
sveimaði kringum skáldskap og
ýmis fagurfræðileg efni. Eink-
wm dróst hann fast að bókmennt
um, leiklist o.g sönglist, og aldr-
ei síðan hefur Tryggvi orðið af-
huga þessum æskuástum sínum.
'Leiklistin hefur átt í honum
rikust ítök. og hann hefur skrif
að mörg leikrit. sem sum hafa
verið sýnd í Konunglega leik-
húsinu í Kaupmannahöfn, önnur
í Þjóðleikhúsinu hér heima, enn
önnur hafa ekki verið leikin á
sviði. Tryggvi er vel menntað-
ur leikhúsmaður, gjörkunnugur
sviði og leiktækni. svo sem sjá
má á leikritum hans. Hann er
mikilvirkastur íslenzkra leikrita
höfunda. þeirra er nú eru á lífi,
en verk hans eru minna þekkt
hér heima en efni standa til.
Tryggvi Sveinbjörnsson gerð-
Ist ritari í skrifstofu stjómar-
ráðs íslands í Kaupmannahöfn
árið 1919, þeirri sem bráðlega
var gerð að sendiráði íslands
hinu fyrsta. Þarna vann hann
tíðan allan sinn starfsdag, varð
eendiráðsritari 1945. sendiráðu-
nautur 1954 og gegndi því em-
bætti til 1960, er hann lét af
störfum. Hann er því sá maður
íslenzkur. sem einna lengst hef-
ur verið í utanríkisþjónustunni,
er sem starfsmaður jafngamall
henni sjálfri. 1 þessu starfi vann
Trvggvi sér traust og vinsældir
eökum þekkingar á málum,
góðra tillagna og ljúfmennsku
í öllum samskiptum. Hann hef-
ur margra götu greitt, og veit
ég að þeir renna nú hlýjum
huga til hans. Starfið í sendi-
ráðinu átti vel við Trygva, líf-
legt og tilbreytilegt. en þó ekki
evo bindandi að það bannaði
allt svigrúm til að leggja rækt
við önnur bugðarefni. Ef til vill
hefur Tryggvi ekki fremur en
margur annar farið varhluta af
togstreitunni milli holds og
anda, milli daglegrar skyldu og
hugðarefnisins, sem bíður og
kallar og vill láta sinna sér. Slíkt
verður mörgum manni. en
Tryggva þótti eigi að síður vænt
um starf sitt í sendiráðinu, og
það var honum raun að þurfa
að hverfa frá því sökum heilsu-
brests áður en embættisaldur
hans var allur. Það varð að vísu
eigi umflúið. en svo vel hefur
nú skipazt að heilsan er aftur
betri en var um skeið.
Eg hef hér getið Tryggva
Sveinbjörnssonar sem sendi-
sveitarmanns og rithöfundar, en
satt bezt að segja er mér tam-
ast að hugsa til hans sem hús-
bóndjans í Svörtumýri. Tryggvi
gekk ungur að eiga danska konu,
Bódil að nafni. Eiga þau hjón
tvo syni Sigurð og Þorstein. sem
báðir eru löngu fullorðniir og
komnir úr föðurgarði. Frú Bódil
Sveinbjörnsson er í einu orði
sagt afbragðskona og hefur stað-
ið við hlið manns síns með snilld
og prýði. Snemma á hjúskapar-
árum sínum festu þau hjón kaup
á gömlu bindingsverkshúsi með
stráþaki þar sem heitir Svarta-
mýri hjá Farum eigi alllangt fyr
ir norðan Kaupmannahöfn. Er
þar hæfilega afskekkt, en þó
eigi svo langt frá borg og vinnu-
stað. að ekki megi sækja daglega
heiman og heim. Þarna er frítt
land og fagurt, stórskógurinn
gnæfir að húsabaki en frumald-
&
.V KIPAUTGCRB KIKISINS
Ms. HERÐUBREIÐ
fer austur um land í hringferð
hinn 26. þ.m. Tekið á móti flutn
ingi í dag ttl Hornafjarðar,
Djúpavogs, Breiðdalsvíkur, Stöðv
arfjarðar, Mjóafjarðar, Borgar-
fjarðar, Vopnafjarðar, Bakka-
fjarðar, Þórshafnar og Kópaskers
Farseðlar seldir á miðvikudag.
ÓLAFUR J. ÓLAFSSON
löggiltur endurskoðandi
Endurskoðunarskrifsofa
Mjóstræti 6 — Reykjavík
Sími 38050 — Pósthólf 1109
Píanó
sem nýtt píanó til sölu á sann
gjörnu verði. Uppl. í síma
37909 og Austurbrún 2 (9. h.
í íbúð nr. 6) eftir kl. 7 á kvöld
in.
BÍLASELJENDUR
SALAN ER ORUGGARI EF ÞÉR LAT-
ID SKODUNARSH YRSLU FRA
BILASKOÐUN H.F. FYLGJA BlLN
\\
SKULAGOTU 32.
— SIMI 13100
IgP
Irrrrrm
Bankastræti 7 býður gott
vöruval — góða þjónustu
Plasthárrúllur
3 stærðir
2 kr. stykkið.
Húsmæður
Nýungin er hreinsisvampar
fyrir aluminium búsáhöld.
arleg dökkleit mýrin fyrir fram-
an, og geta orðið haustmyrkur
mjög svört fjarri rafmagnsljós-
unum sem bjarmar af til stór-
borgarinnar að sjá; en sólskin
eru að Því skapi björt. og frið-
sæld eins og unaðslegust getur
verið í sjálenzku sveitaum-
hverfi. Þarna gerðu þau Bódil
og Tryggvi aðalheimili sitt, ekki
fullt af nútímaþægindum en
fullt af smekkvísi og notaleg-
beitum. hugsað og mótað af hús
bændunum sjálfum. Þarna eiga
þau heima enn, þessum stað eru
þau tengd traustum böndum og
vilja ekki annars staðar vera.
A heimili þeirra ræður gestrisni
ríkjum og það geta margir íslend
ingar sannað sem heimsótt hafa
hjónin í Svörtumýri og notið
með þeim dagstundar eða lengri
dvalar. Danskt og íslenzkt helzt
Hópferðir
Höfum allar stærðir af hóp-
ferðabílum í lengri og
skemmri ferðir.
Kjartan Ingimarsson
Simi 32716
Ingimar Ingimarsson
Sími 34307
þar í hendur í góðu samræmi,
og þarna hefur vort sjötuga af-
mælisbarn lifað margar góðar
stundir. Það er yndi Tryggva að
fara langar gönguferðir um ná-
grennið og njóta skóganna. vatns
ins og ferska loftsins. Hann hef-
ur búið langdvölum fjarri heima
landi sínu, er. í útlegð hefur
hann ekki verið. Hann hefur
gerzt landnámsmaður, valið sér
sjálfur land og bústað og fest
þar yndi, auk þess sem hann
hefur alla tíð verið embættis-
maður gamla landsins. Hann hef
ur ekki gert tíðförult til íslands,
en það vakir þó ætíð í huga
hans, land æskuminninga og
fornra kynna.
Tryggvi Sveinbjörnsson hefur
nú búið erlendis um hartnær
hálfrar aldar skeið. Það er lang-
ur tírni og ekki ólíklegt að sjö-
tugsafmæli hans fari fram hjá
mörgum vini hans hér heima.
Eg veit ég mæli fyrir munn
þeirra allra er ég ná flyt
Tryggva og fjölskyldu hans inni-
legar heillaóskir við þennan
áfanga ævi hans.
Kristján Eldjárn.
AIRWICK
Til leigu
jarðýta og ámokstursvél, mjög
afkastamikil, sem mokar
bæði fóstum jarðvegi og
grjóti.
Vélsmiðjan Bjarg lif.
Sími 17184.
Hlutabréf
í Sjóvátryggingafélagi íslands h/f til sölu, nafn-
verð kr. 7 500. Tilboð óskast send afgr. Mbl. fyrir
1. nóv. merkt: „Sjóvá — 7083“.
Verzlunarstjóri óskast
að matvörubúð. Umsóknir er greini menntun og
fyrri störf sendist Mbl. fyrir 28. þ.m. merkt: „7011“.
Útgerðarmenn
Höfum til sölu sem nýja hringnót lengd 175 faðmar.
Dýpt 38 faðmar, 40 möskvar á alin. Efni „kuralon
og marlon“ Plastflár. Verð mjög hagstætt. Einnig er
til sölu þorsknót úr hampi í góðu standi. Stærð
200 x 38 faðmar, 2 tommu leggur.
FASTEIGNIR OG FISKISKIP
Bankastræti 6 — Sími 19764.
Út.'.iurðir
fyrirliggjandi úr afrísku teak og oregon pain fást
með greiðsluskilmálum.
TRÉSMÍÐAVERKSTÆÐIÐ
Skjólbraut 1 — Sími 17253.
FÉLAG matvöruk.aupmanna
Reykjavík, 16. okt. 1961.
Framhaldsaðalfundur
Félags matvörukaupmanna í" Reykjavík verður
haidinn í Tjarnarkaffi þriðjudaginn 24. október
n.k. kl. 20:30.
D a g s k r á :
1. Lagabreytingar
2. Onnur mál
3. Sigurður Magnússon sýnir myndir úr
verzlanamiðstöðvum (shopping-Centres).
Félagar fjölmennið stundvíslega.
STJORNIN.
SILICOTE
Husgagnagljai
s
T
E
R
L
I
M
G
GLJÁI
SILICOTE-bílagljái
Fyrirliggjandi
Ólafur Gíslason & Co hi
Sími 18370
Rúðugler
fyrirliggiandL
Greiður aðgangur.
Fljót afgreiðsla.
Rúðugler S.F.
Bergstaðastræti 19
Jarðýtuvinna
Jarðýtan s.f.
Armúla 22 — Sími 35065.