Morgunblaðið - 26.10.1961, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 26.10.1961, Blaðsíða 6
V 6 MORCXnSBLÁÐlÐ Fimmtudagur 26. okt. 1961 Stangveiðimenn fagna byggingu klak- * — Landslag yrði ntils^virð^^. Sá, sem fyrir svörum varð, sagði þetta ekki vera uppá- taeki þulanna sjálfra, heldur hefði þeim verið tilkynnt bréf lega á sínum tíma frá yfirboð- urum sínum í Útvarpsráði, að fréttaþulum og kvöldþuíum bæri að kynna sig. Um ástæð- una vissi maðurinn ekki, en sagði að það væri eins með þetta atriði og landslag; menn vildu vita hvað það héti. Fólk myndi gjarna vilja þekkja þulina með nafni, og ef ein- hverjum yrði á skyssa, færi enginn í grafgötur með það, við hvern væri að sakast. — Séu þessar skýringar ekki nægilegar fyrir „Utvarpshlust anda“, verður hann sjálfur að Velvakandi er algerlega sam mála bréfritara um það, að honum komi þetta ekki minnstu vitund við, og finnst óþarfi að menn séu að ergja sig vegna þessa uppátækis, hvað þá að hlaupa með gremju sína í blöðin. Gat „Utvarps- hlustandi" ekki einfaldlega hringt til Fiíkisútvarpsins og spurt um ástæðuna, eða hefur hann kannske ekki síma? En þar sem hrein og ástæðulaus forvitni er í sjálfu sér heil- brigð, og Velvakandi er orð- inn kvabbinu vanur, gerði hann það fyrir „Utvarpshlust- anda“ að sinna nöldri hans og hringdi til útvarpsmanna Stefna ryksins >307: ©I’XJ! COPENHACtN ÞESSI veðurkort sýna í stór- um dráttum vinda og stefnu þeirra á þess hluta norður- hvoifs sem vænta má geisla- virkra áhrifa á frá kjarnorku- sprengingum Rússa. Annað kortið er frá því á mánudag- inn, en þá sprengdu Rússar hina risastóru sprengju sína Hitt kortið er frá því í gær. — Vindmælingar þessar eru allar úr 5—6 km hæð (tölurn- ar sýna hæðarmetra). — A mánudaginn var vindur á Novaya Zemlya svæðinu 50— 60 hniútar, en um 40 hnútar í gær. — Þessi kort gefa ekki nákvæmlega til kynna hvem- ig vindum er háttað við yf- irborð jarðar, því oft munar töiuverðu á vindátt við jörðu og í 5 km hæð. Þess vegna er ekki hægt að segja nákvæm- lega um áhrif vinda á haf- leiðinni til Islands. Hins veg- strauma á þessum slóðum, en ar er sýnt, að geislavirkiíi hef vindarnir ráða töluverðu um ur borizt í lofti nokkurn veg- strauma þarna nyðra — og þar inn samkvæmt þessum veður- og eldistöðvar AÐALFUNDUR Landssambands íslenzkra stangveiðimanna var haldinn sunnudaginn 22. okt. sl. Að þessu sinni var fundurinn haldinn að Hótel Akranesi í boði Stangveiðifélags Akraness í tilefni af 20 ára starfsafmæli þessa félags. Mættir voru 46 fulltrúar frá stangveiðifélögum víðsvegar að af landinu, auk. veiðimálastjóra, er sat fundinn í boði Lands- sambandsstjómar, en hann skýrði m.a. frá gangi byggingar klak- og eldisstöðvar ríkisins við Kollafjörð. — Fulltrúamir Ferðaskrifstofan Lönd og Leiðir ef nir til Öskjuferðar FERÐASKRIFSTOFAN Lönd og Leiðir hefur ákveðið að gefa mönnum kost á ferð til Öskju, sem svo mjög hefur verið á dag- skrá undanfarið. Umbrotin þar virðast vera að aukast og mikils- virði fyrir jarðfræðinga að fylgj- ast með þeim, en aðrir hafa að sjálfsöigðu einnig gagn og gam- an að af líta umbrotin augum. Ferðin, sem Lönd og Leiðir efn ir til, verður farin nk. laugardag, Lagt verður af stað um morgun- inn í fjallabíl Gísla Eiríkssonar, sem verður með í förinni. Gísli er fcunnur öræfabílstjóri og þekk ir svo að segja hverja þúfu á þessum slóðum. Fararstjóri verð- ur Sverrir Scheving, jarðfræð- ingur. Undir leiðsögn hans ætti hver maður að hafa fullt gagn af ferðinni. Ferðaáætluni* er í stuttu máli sú, að komið verður að Mývatni að kvöldi laugardags og divalizt þar um nóttina á Hótel Reyni- hlíð. A sunnudag verður farið að Herðubreiðarlindum og dvalizt þar, næstu tvær nætur í sfcála Ferðafélags Akuroyrar. Þessi dag ur, en þó aðallega mánudagur- inn, verður notaður til að sfcoða gossvæðið. A leiðinni til baka verður á sama hátt dvalizt eina nótt að Mývatni, en komið til Reykjavíkur að kvöldi miðviku- dags. Þeim, sem hafa lítinn tíma, er gefinn kostur á að fljúga til Ák- ureyrar í veg fyrir hópinn á laug- ardag eftir hádegi og fljúga aið- ur frá Akureyri á miðvifcudag. Akureyrartogarar Akureyri, 21. okt. ALLIR togarar Akureyringa eru nú á veiðum eða í söluferðum erlendis. Afli hefur verið tregur að undanförnu. Sléttbakur seldi 10. þ.m. í Bretlandi 137 lestir fyrir 7726 pund og Norðlendingur 12. þ.m. á sama stað 144 lestir fyrir 10900 pund. — St.E.Sig. • Hvað heitir þulurinn? „Utvarpshlustandi" skrifar: „Hvers vegna eru þulirnir teknir upp á því að kynna sig sýknt og heilagt? Hvað varðar okkur um nöfn þeirra, er þyljaT' Nógu langur tími (ekki man ég, hvað hver útvarps- mínúta kostar nú) fer í alls kyns þagnir, tafir og hósta- hviður, þótt ekki sé tímanum eytt í auglýsingastarfsemi starfsmanna á nöfnum sínum. Því þá ekki heimilisfangið, ald ur, næð, hjúskaparstétt, þyngd o. s. frv.? Hver er tilgangur- inn? Véit ég vel, að mér kem- ur þetta ekki beinlínis við, en fróðlegt væri þó að fá skýr- ingu á þessu annarlega og hálf broslega uppátæki". • Kemur það ekki við hafa fyrir því að hringja til útvarpsráðsmanna eða taka hús á þeim. ♦ Fjórar in folio Það má taka fram í þessu sambandi, að bréf „Utvarps- hlustanda" var hvorki meira né minna en fjórar síður in folio, þótt Velvakanda tæki- ist með kuta sínum að skera það niður í núverandi mynd. Það er síður en svo, að Velvak andi amist við bréfum um hvers konar efni, en öllu hljóta að vera nok'kur takmörk sett, og svo er einnig um skrif þeirra, er fita Velvakanda. Þeir, sem hafa raunverulega eitthvað fram að flytja, eru ein mitt hvattir til að munda stíl- vopnið og senda Velvakanda línur. * Ekkisen nöldrið Eins og framangreint bréf með sér, eru það margvísleg bréf, sem Velvakanda berast. Satt að segja berast honum allt of mörg bréf, til þess að geta gert þeim öllum skil. Oft þykir honum það slæmt, og reynir þá að stytta eða endur- segja helzta efni bréfanna, en það er nú alltaf tekið heldur óstinnt upp af riturunum. Stundum berast hins vegar svo nauðaómerkileg nöldurs- og aðfinnslubréf, að Velvak- andi a. m. k. dottar yfir lestri þeirra, ef ekki það sem verra er, Og sízt má henda hann, ef hann á að bera nafn með rentu. Margt, bæði stórt Og smátt, er það, sem miður fer í daglegu lífi, og oft nauðsyn- legt að kvarta undan því opin- beriega og benda á úrbótaleið ir. Til þess eru dálkar Velvank anda hentugir. En stundum liggur við, að fólk geri sér beinlínis leit að nöldrunarefni til þess að geta sent blöðun- um bréf. „Hver kvartar, er hann kennir“, segir máltækið, en stundum finnst Velvak- anda, að þeir, sem hæst fcvarta, kenni minnst til. voru á einu máli um, að eitt þeirra aðaláhugamál væri nú loks að komast í framkvæmd með tilkomu þessarar klak- og eldisstöðvar. I því tilefni var samþykkt eftirfarandi tillaga frá stjórninni: „Aðalfundur Landssambands íslenzkra stangveiðimanna, hald- inn á Akranesi 22. dag október- mánaðar 1961, telur að 10 ára baráttumál sambandsins um byggingu klak- og eldisstöðvar hafi nú séð dagsins ljós með framkvæmdum þeim, sem ríkis- stjórnin, undir forustu núver- andi landbúnaðarráðherra, lét hefja í sumar í Kollafirði og leggur áherzlu á, að þeim fram- kvæmdum sé hraðað. Vill aðalfundurinn lýsa ánægju sinni að bygging þess- arar tilraunaeldisstöðvar er haf- in, sem telja má að í framtíð- inni verði, ekki aðeins til efl- ingar vatnafiskilífi landsins, heldur og einnig til uppbygg- ingar nýrrar atvinnugreinar í landi voru“. Ennfremur var samþykkt með samhljóða atkvæðum að fela stjórn Landssambandsins að beita sér fyrir því, að tafarlaust sép gerðar á lögum um lax- og silungsveiði þær breytin^ar, sem brýnastar eru til þess að gera rekstur þessarar eldisstöðv- ar ríkisins mögulegan í næsiu framtíð og til tryggingar því, að unnt verði að notfæra sér starfsemi hennar. M.a. með stofnun fiskiræktarsjóðs, t.d. með ákveðnu gjaldi af heild- söluverði rafmagns frá vatns- virkjunum. Fundinum er ljóst, að víðtækra breytinga er þörf á lögum um lax- og silungs- veiði, ef þau eiga að ná þeim yfirlýsta tilgangi að vernda fisk stofna og jafna veiðihlunnind- um, og vill því benda á nauð- syn þess, að þegar sé skipuð milliþinganefnd til endurskoð- unar á lögum um lax- og sil- ungsveiði og skili hún áliti fyr- ir reglulegt Alþingi 1962. Form. Stangveiðifél. Reykja- víkur, Óli J. Ólason, stórkaupm., gat þess, að Stangveiðifélag Reykjavíkur hefði ákveðið að gefa Landssambandinu fagran verðlaunagrip, til þess að glæða enn frekar áhuga félagsmanna á laxveiði á flugu og yrði hann veittur því félagi, sem sýndi beztan árangur á þessu sviðn Guðm. J. Kristjánsson, formað- ur Landssambandsstjómar, þakk aði fyrir hönd Landssambands- ins þessa höfðinglegu gjöf. Stjóm Landssambands ís- lenzkra stangveiðimanna var endurkjörin, en hún er þannig skipuð: Formaður: Guðmundur J. Kristjánsson, Reykjavík, en aðrir meðstjórnendur eru Bragi Eiríksson, Reykjavík, Friðrik Þórðarson, Borgarnesi, Hákon Jóhannsson, Reykjavík, og Sig- urpáll Jónsson, Reykjavík. Að lokum bauð formaður Stangveiðifélags Hafnarfjarðar stjórn Landssambandsins að halda næsta aðalfund sinn i Hafnarfirði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.