Morgunblaðið - 26.10.1961, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 26.10.1961, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 26. okt. 1961 MOnCT’lVBLAÐlÐ 11 Þrir athafnasamir þjófar hand- teknir hjá brotajárnskaupmanni Höfðu m.a. stolið miklu maqni af leiðsluvír SKÖMMU fyrir hádegi sl. mánu- dag tilkynnti lögregluþjónn í Hvalfirði rannsóknarlögreglunni, að brotizt hefði verið in í skemmur, sem tilheyra hvalstöð- jnnL Þetta varð til þess að rann- sóknarlögreglunni og götulög- leglunni tókst, með aðstoð brota- járnskaupmanns hér í bæ, að hafa upp á og handtaka þrjá xnenn, sem undanfarið hafa fram ið nokkur innbrot Og m. a. stol- ið miklu magni af leiðsluvír. Rannsóknarlögreglan hafði grun um að hér væru á ferðinni ákveðnir menn, sem stunduðu sölu á brotajárni. Skömmu eftir að henni barst tilkynningin um innbrotið í Hvalfirði, fregnaði hún að þessir menn væru staddir hjá Leirvogsá við Varmadal á tveim bílum og hefði a. m. k. annar þeirra bilað. Tveir rann- sóknarlögreglumenn, þeir Leif- ur Jónsson Og Jón Halldórsson, fóru þegar þangað upp eftir, en hvorki bílarnir né mennirnir voru þá sjáanlegir á staðnum, svo sennilegt er að þeir hafi komið við einhversstaðar á leiðinni, t.d. Alafossi, Og lögreglumennirnir þannig farið á mis við þá. Hins- vegar sáu þeir merki um bruna skammt frá brúnni á Leirvogsá. A brunastaðnum fundu þeir leif- ar af vafningum utan af raf- magnsköplum og eins konar inn- stungur. Eftir að hafa rannsakað þetta, héldu þeir félagar aftur í bæinn og höfðu samband við götu lögregluna, er hafði svo sam- band við brotajárnskaupmann nokkurn og báðu hann að láta vita, ef þeir kæmu til hans með feng sinn. Skömmu síðar til- kynnti brotajárnskaupmaðurinn, Sigurðux Magnusson frá Eskiíirði hlustar á útvarp LAUGARDAGINN 14. okt. var ég að hlusta á fréttir í útvarpinu, það var frekar lítið að frétta, þangað til allt í einu, að það kom frétt frá togaranum Víkingi frá Akranesi. Hann hafði verið að toga djúpt suður af Eldey, lítið fiskað, en svo fékk hann upp þorskanet á vörpunni, þá fór nú heldur að færast líf í tuskurnar því netið var „fullt“ af fiski bæði lifandi og dauðum. Ekki var sagt frá því, hvort togarinn hefði hald ið áfram að draga netið á eftir eér og fiskað í það, og finnst mér það misráðið hjá útvarpinu úr því það náði í þessa rosafrétt á annað borð. Eg er ekkert hissa á því, þó að það hafi verið lifandi fiskur í því neti, sem togari er •búinn að draga á eftir sér ef til villi fleiri sjómílur, og dauði fisk- urinn er sjálfsagt síðan netið tap- aðist. Eg get sagt bæði útvarpinu og togaramönnum, að þessi drauganet, sem svo oft heyrast nefnd í útvarpinu, veiða sáralít- inn eða engan fisk, nema það komi 'styggð að honum, eins og ti! dæmis þegar hann er að flýja u'ndan trollinu. Okkar reynsla, sem með þorskanetum veiðum og vit höfum á því veiðarfæri, er sú, að netin hætta að veiða, þegar þau eru búin að vera um það bil mánuð í sjó, þá eru þau orðin svo sjúskuð a?S fiskurinn er farinn að sjá þau. Eg get líka sagt útvarpinu og togaramönnum að við á bátunum töpum mjög sjaldan netum. Til dæmis hef ég aldrei tapað trossu oll þau ár, sem hef stundað fisk- veiðar með þorskanetum, en því miður hafa tapazt net þegar tog- arar hafa togað yfir netasvæðin, sem of oft hefur komið fyrir. Það situr illa á togaraskipstjórum að hlaupa með það í útvarpið, þó að þeim takist að hræða ein- hverja fisktitti í þorskanet, sem þeir eru búnir að draga á eftir sér ef til vill fleiri sjómílur. Svo læt ég útrætt um þetta mál að sinni. En það er annað, sem mig lang- ar að minnast á, og það er erindi, sem togaraútgerðarmaðurinn Guð mundur Jörundsson flutti í út- varpið 8. apríl 1958. Það gekk mest út á það, að við hátaútvegsmenn hefðum tak- markað vit á því hvaða bátastærð hentaði bezt, og hvað sterkar vél- I. O. G. T. Stúkan Frón nr. 227 Pundur 1 kvöld kl. 20,30. Venju leg fundarstörf. Félagsvist og kaffi eftir fund. Mætið vel á fyrsta spilakvöldið. — Æt :.8ItlHÞ0B ar ættu að vera í bátunum. En þetta vissi Guðmundur, en hafði bara ekki sagt frá því fyrr. Þó var það enn verra með okkur skipstjórana á bátunum, við lét- um skera beituna of stórt, við rérum með of langa línu, við vorum með of mörg net o. fl. o. fl. Nú ofbauð Ríkisútvarpinu hverskonar voða menn stæðu að bátaflotanum, og lét tvítaka þennan fyrirlestur Guðmundar svo að sem flestir gætu lært þessa lexiu. En þetta er nú ekki eins voða- legt eins og Guðmundur vill vera láta, að mínum dómi er hann ekki nógu kunnugur bátaútgerð til að geta dæmt um þetta. Loftur Bjarnason útgerðarmað- ur skrifaði grein í Morgunblaðið í fyrra vetur um togaraútgerð og fleira. Einna athyglisverðast fannst mér útreikningur hans á hlutfallslegum aflahlut togaranna miðað við aflahlut, í fiskveiðum okkar landsmanna. Þar dregur hann undan síldarafla bátanna. Af hverju gerir maðurinn það? Jú til að fá hlut togaranna hlut- fallslega stærri en hlut bátanna. Eða er síid ekki fiskur? Hvað voru togararnir að gera meðan bátarmr voru á síldveiðum? Þeir voru margir á karfaveiðum, var þá sanngjarnt að draga síldarafla bátanna frá þeirra hlut. Hvað finnst ykkur, lesendur góðir? Hefði þér, Loftur Bjarnason, fundist það gáfulegt ef ég hefði farið að skrifa um þessa hluti og dregið karfaaflá togaranna frá? Því ekki fiskum við á bátunum karfa, frekar en þeir á togurun- um síld. Sigurður Magnússon. að þessir menn væru staddir hjá honum. Rannsóknarlögreglumenn irnir óku þá þangað og hand- sömuðu tvo þeirra, en sá þriðji var kominn á undan þeim í bæ- inn, og var handtekinn daginn eftir. Menn þessir hafa nú viður- kennt að hafa brotizt inn í geymsluskúr Rafmagnsveitunnar við Elliðaár 9. þ.m. og aftur 20. þ.m. og stolið þar eirvír, 400 kg í fyrra sinnið en 1000 kg í hið seinna, eftir því sem Rafmagns- veitan áætlar, en sjálfir telja þeir magnið ekki svo mikið. 1 Hvalfirði stálu þeir, auk raf- magnskapla, úlpu, vinnufötum, rafmagnsborvél og klykktu út með því að stela benzíni af bíl lögregluþjónsins þar. Þarna fóru þeir inn í tvær skemmur og skúr, sem tilheyra Hvalstöðinni, eins og áður segir. Þá hafa þeir viður- kennt að hafa brotizt inn í geymsluhús Kveldúlfs, skammt frá Melshúsum á Seltjarnarnesi aðfaranótt 20. þ.m. Þar stálu þeir talsverðu magni af einangrunar- vir, stórri ferðakistu, sem þeir segjast hafa fleygt við Elliðaár, hurðarlömum Og 10 vigtarlóðum 1—10 kg. að þyngd. Einnig hvarf talsvert af tinlengjum, sem þeir minnast ekki að hafa tekið og segja að hafi þá verið stolið frá þeim aftur, en fenginn geymdu þeir í opnum bragga í Kópavogi. Þjófarnir voru þrír að verki saman í innbrotinu í Hvalfirði og seinna innbrotinu við Elliðaárn- ar, en tveir í hin skiptin. Einn þessara manna hefur komizt í kast við iögin áður. Þremenning- arnir sitja nú í gæzluvarðhaldi og er rannsókn á ferli þeirra ekki enn lokið. VIKAMI 52 siður 80 myndir af bílum og allar helztu upplýsingar, Keflavikurflugvöllur kostar 7826 milljónir króna — sjá grein. Helgi Sæmundsson skrifar um blaðamennsku á íslandi á vorum dögum. Ný framhaldssaga: í leit að lífsförunaut. Sagan f jallar um ástir og örlög á sjúkrahúsi. Skólarnir eigi kost á þjónustu sálfræðinga Frá aðalfundi Kennarafélags Eyjafjarðar LAUGARDAGINN 30. sept. s.l. var haldinn aðalfundur Kennara- féalgs Eyjafjarðar á Akureyri. Formaður félagsins, Hannes J. Magnússon, skýrði frá að félagið ætti 30 ára afmæli þann 4. okt. n.k. og rakti í stórum dráttum sögu þess. Fyrsti formaður þess var Snorri Sigfússon. Félagi’ð hef- ur gengisl fyrir mörgum nám- skeiðum fyrir kennara á félags- svæðinu og hafa mörg þeirra ver- ið fjöisótt. Þá hefur það gefið út „Vinnubók í átthagafræði“ og byrjsndabók í reikningi „Leikið og reiknað“ og uppeldismálatíma- ritið „Heimili og skóla“ í 20 ár um næstu mánaðarmót. Fimm kennarar gengu i félagið á fund- inum. Stjórn félagsins var endurkjör- SALT f NOREGI, er bezt afgreitt frá A/S NORSKE SALTKOMPAGNI Bergen Simi 18135, símnefni „Saltkompaniet" -x Stærstu innflytjendur Noregs af fiskisalti, með eigin birgða- stöðvar og sambönd meðfram allri ströndinni. .J in, en hana skipa: Hannes J. Magnússon formaður, Eiríkur Sigurðsson, ritari, og Páll Gunn- arsson, féhirðir. Auk venjulegra félagsstarfa fluttu eftirtaldir menn erindi á fundinum: Stefán Jónsson, náms- stjóri, um skólamál, Gerda Brun- skog um byrjunarkennslu yngri barna, Sigríður Skaftadóttir um norræna kennaramótið Og nám- skeið í sambar.di við það, Gísli Jónsson, menntaskólakennari, um íslenzkukemislu, Guðjón Jónsson um sparifjársöfnun skólabarna og sýndi einnig kvikmynd um það efni, Cg Jóhann Sigvaldason sýndi litskuggamyndir af kennaraþing- inu og kennaranámskeiði í Dan- mörku. Eftirfarandi ályktanir vöru sam þykktar á fundinum: 1. Eftir því, sem þjóðfélagið verður flóknara koma æ fleiri vandamál í uppeldinu, ekki sízt eftir ,að mæður fóru í ríkara mæli að vinna utan heimilis. Þessi margþættu vandamál eru oft þess eðlis, að ekki er á ann- ara færi en uppeldis- og sálfræð- inga að greiða úr þeim. Auk þess er það oft geysilega mikill styrkur við sjálft skólanámið að njóta leiðsagnar sérfræðings. Fyrir því skorar aðalfundur Kennarafélags Eyjafjarðar á fræðslumálastjóra, Alþingi og rík isstjórn að flýta, svo sem auðið er fyrir því, að hinir stærri skól- ar að minnsta kosti eigi kost á slíkri þjónustu sérfræðinga, sem venjulegur barnakennari hefur ekki aðstöðu til að veita. Það mætti t. d. hugsa sér, að sálfræðistofnun í höfuðstaðnum hefði aðstöðu til að senda sálfræð inga út til hinna stærri skóla landsins. Emmg mætti hugsa sér að einn sálfræðingur væri t. d. búsettur á Akuveyri og léti að ein liverju leiti í té þjónustu í hinum stærri skólum á Norðurlandi. En hvernig sem slíku yrði ann- ars háttað, er það mikil menmng arleg nauðsyn að koma þessarl þjónustu á sem fyrst. 2. Þegar þess er gætt að kenn- arastaðan og þá einnig staða barnakennara er ein hin mikil- vægasta ábyrgðarstaða í þjóðfé- laginu, virðist einmitt að mjög þurfi að vanda val á mönnum í slíkar stöður. Það verður bezt gert með því að gera stöðuna eftir sóknarverða. Nú blasir hinsvegar við sú stað reynd, að vegna lélegra launa- kjara xennara liggur við borð, áð loka þur.fi mörgum skólum vegna kennaraskorts og með hverju ári gengur verr og verr að fá kenn- ara með kennararéttindum að skólum iondsins, ekki aðeins að hinum smærr skólum og farskól um, heldur emnig hinum stærri kaupstaðarskólum. Ef þessi flótti frá kennarastörf um heldur áfram, sem allar lik- ur benda til, að óbreyttum launa- kjörum, horfir til slíkra vand- ræða í þessum efnum, að eigi hef ur áður þekkzt slíkt. Fyrir því skorar aðalfundur Kennarafélags Eyjafjarðar á fræðslumálasíjórn, Alþingi og ríkisstjórn að taka mál þetta til alvarlegiar yfirvegunar og úr- bóta, svo að flóttinn frá kennara- starfinu verði stöðvaður, og aftur geti hafist eðlilegt framboð á kennurum í þjóðfélaginu. Treyst ir fundurinn þingi og ríkisstjórn til að ráða nú þegar bót á þess- um vanda. Ms. TUNGUFOSS fer frá Reykjavík laugardaginn 28. þ.m. til Vestur- og Norður- lands. Viðkomustaðir: ísafjörður, Sauðárkrókur, Siglufjörður, Dal vík, Akureyri, Húsavik. Vörumóít taka á fimmtudag. Hf. Eimskipafélag íslands

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.