Morgunblaðið - 26.10.1961, Qupperneq 15
Fimmtudagur 26. okt. 1961
MORGUISBLAÐIÐ
15
Hringekjan
Camanteikur eftir Alex Brinchmann
Leikstjóri Steindór Hjörleifsson
GAMANLEIKUR þessi var frum
sýndur í vor af tilefni þess aS
Leikfélag Hafnarfjarðar hafði þá
starfað í 25 ár. Eg gat ekki, vegna
veikinda, séð sýninguna þá, og
því koma þessi skrif mín nú post
festum.
A þeim 25 árum, sem liðin eru
frá því er Leikfélag Hafnarfjarð
ar var stofnað, hefur félagið hald
ið uppi í bæ sínuim merkilegri
menningarstarfsemi, oft við erf
iðar aðstæður og þröngan fjár-
hag. En brennandi áhugi félags-
manna og ósérhlífni þeirra og
diugnaður hefur jafnan sigrazt á
Öllum erfiðleikum. A félagið og
þeir, sem að því standa og hafa
staðið vissulega miklar þakkir
skilið fyrir þetta merka starf sitt.
Gamanleikurinn „Hringekjan“,
er skemmtilegur og í honum mik
ið fjör og góð kímni. Fjallar hann
um ung hjón, Jean Blom, arki-
tekt og Helenu konu hans og hjú-
skaparvandamál þeirra. Arkitekt
inn er lífsglaður maður og nokk
uð kvenhollur og er því ekki
eins heimakær og frú Helena
hefði kosið. Hins vegar finnst
arkitektinum kona sín helst til
of hlédræg og fjörlítil og því er
það að hann leitar til Hólms lækn
is, sem fundið hefur upp lyf, sem
hefur þá náttúru að það fjörgar
mannfólkið og örfar ástríður
þess. Kemur þeim Blom og lækn
inum saman um að gefa frú Hel-
enu nokkrar sprautur af þessum
áhrifamikla lyfi. Helena hefur
hlerað ráðabrugg þeirra og hugs
ar sér að gefa manni sínum góða
lexíu í von um að það verði
til þess að hann bæti ráð sitt.
Hún kemur því á læknastofuna
á tilsettum tíma og fær sína
sprautu. En henni hefur tekist,
án vitundar læknisins, að sjá svo
um að það er aðeins vatn sem í
hana er spýtt. Hún lætur sem allt
sé með felldu, gerist mjög ást-
ieitin við læknirinn, sem kemst
í hin mesta bobba c.g hún fer að
stunda næturskemmtanir í borg
inni með lækninum og kemst í
kynni við fleiri menn; — alltaf
jafn ástleitin. Arkitektinum er
nóg um þessa breytingu á líf-
erni konu sinnar og verður lækn
inum sárreiður fyrir samband
hans við Helenu. Akveður hann
því að takast ferð á hendur með
konu sinni eitthvað út í heim, til
þess að forða henni frá sollinum.
Hyggur Helena að henni hafi tek
ist að bæta mann sinn og hrósar
sigri með sjálfri sér. En rétt
áður en þau ætla að leggja af stað
birtist góð vinkona arkitektsins
og kemur þá upp úr kafinu að
hann hefur engu gleymt og ekk
ert lært. Allt þetta reyndist ekki
annað en éinskonar ferð í hring
ekju.
HHFNRRFJflRÐflR
Aðalhlutverkin þrjú, Blom arki
tekt, Helenu konu hans og Holm
lækni, leika þau Sigurður Krist-
insson, Auður Guðmundsdóttir og
Friðleifur Guðmundsson. — Sig-
urður fer vel með hlutverk sitt,
enda er hann orðinm sviðsvanur
mjög og í stöðugri framför. —
Friðleifur leikur lækninn vel og
hressilega, en leikur Auðar ber
þó af. Hlutverkið gerir býsna
miklar kröfur til leikarans og
Auður leysir það af hendi með
þeim ágætum að ánægja er á að
horfa. Mér er ekki kunnugt um
leikferil Auðar en 1 þessu hlut-
verki er leikur hennar öruggur
og skemmtilega glettinn og hún
í engu eftirbátur okkar þjálfuð-
ustu leikkvenna. Önnur hlutverk
eru minni og gefa varla tilefni til
sérstakrar umsagnar. Þó ber að
geta þess að hinn mikli píanó-
leikari, sem Sverrir Guðmunds-
son leikur hafði á sér minni
heimsbörgarabrag en niðursetn-
ingur uppi í afdölum.
Steindór Hjörleifsson hefur
haft leikstjórn á hendi. Er það í
fyrsta sinn sem hann setur leik á
svið Og hefur honum tekist það
mæta vel þegar frá eru talin mis
tökin með píanóleikarann.
Hjörleifur Sigurðsson hefur
gert þýðinguna. Virðist mér hún
létt og lipur.
Leiktjöldin hefur Bjarni Jóns-
son gert. Eru þau snotur og falla
vel við leikinn. Jan Morávek hef
ur séð um tónlistina. — Leiknum
var ágætlaga tekið.
Sigurður Grímsson.
Forseti Perú, Manuel Prado,
sem er 72 ára að aldri, kom í opin
bera heimsókn til Bandaríkjanna
fyrir nokkrum dögum — ásamt
fconu sinni. Kennedy-hjónin voru
að sjálfsögðu mætt til að taka
á móti Prado-hjónunum. Prado,
sem er alúðlegur mjög 1 fram-
göngu, heilsaði starfsbróður sín
um innilega, en hneigði sig virðu
lega og kyssti þvínæst á hanzka
klædda hönd Madame la Prési-
dente; svo vel tókst honum upp,
að við borð lá, að Jackie gleymdi
að afhenda blómvöndinn, sem
hún var með handa Clorindu, for
setafrú, sem er glæsileg mjög.
Prado er maður vel látinn Og á
það áreiðanlega sinn þátt í þeirri
staðreynd, að síðustu þrjú árin
hefur hann farið í 10 opinberar
heimsóknir til annarra landa víðs
vegar á hnettinum. Það var því
enginn viðvaningur, sem heils-
aði röð þeirri af tignarmönnum,
er biðu hans við komuna til
Washington — og þar skiptust á
hlý handtök og enn hlýrri abrazo.
KVIKMYNDIR * KVIKMYNDIR * KVIKMYNDIR * KVIKMYNDIR #
kvikmyndir ♦ skrif ar um kvikmyndir ♦ kvi imyndir
AUSTURBÆJARBÍÖ:
1 LOK síðustu heimsstyrjaldar
ríkti örvænting og upplausn í
Þýzkalandi, ekki síst innan hers-
ins, enda ekki vafi á því að leið-
togarnir voru meira og minna
viti síjiu f jær síðustu dagana. Um
þessar mundir voru barnungir
menn kallaðir í herinn og létu
.margir lífið í hinni hörðu sókn
bandamanna. — Frá þessu segir í
mynd þeirri, sem hér er um að
ræða. — Sjö gagnfræðaskólapilt
ar eru kallaðir til herþjónustu.
Þeir búast við að verða sendir til
vígstöðvana, og fái þar tæki-
færi til að berjast hetjulegri bar-
áttu fyrir „þjóðina, foringjann og
föðurlandið“. En þeir eru settir
til þess að verja brú nokkra í
þorpinu sínu og veldur það þeim
miklum vonbrigðum. Skriðdrekar
bandamanna halda inn í þorpið
og drengirnir hefja árás á þá
með byssum sínum og sprengjum.
Leikurinn er ójafn. Vopn skrið-
drekanna eru stórvirk og dreng-
irnir falla hver af öðrum. Þó
tekst þeim að eyðileggja tvo skrið
dreka og drepa nokkra hermenn
bandamanna. — Að lokum eru að
eins tveir drengjanna eftir, en
þá koma á vettvang hermenn,
sem hafa fengið skipun um að
sprengja brúna í loft upp. Dreng
irnir eru orðnir viti sínu fjær af
þreytu og ótta. Þeir vilja ekki
láta sér skiljast að vörn brúar-
innar hafi verið óþörf og dauði
félaga þeirra til einskis. í örvænt
sinni skýtur annar drengjanna
einn hermannanna til bana, og
lætur annar drengjanna lífið í
þeirri viðureign. Drengirnir vorú
sjö, en einn þeirra lifði. En at-
burður þessi þótti svo lítilf jörleg-
ur að hans ver hvergi getið í
herfréttum.
Mynd þessi er óhugnanlegt
vitni um ógnir og æði stríðsins
og hversu styrjaldarbrjálæðið
grípur um sig jafnvel til barna
og unglinga. Myndin er afbragðs
vel gerð, enda er leikstjórinn,
Bernhard Wioki, mifcilhæfur leik
ari og hefur hlotið mikla viður
kenningu fyrir stjórn sína á þess
ar rrnynd. Og myndin hlaut verð
laun þýzkra kvikmyndagagnrýn
enda sem bezta þýzka kvikmynd
in árið 1960. — Myndin er einn
ig mjög vel leikin. 3r einkum at-
hyglisverður leikur drengjanna.
STJÖRNUBlÖ:
TITILL þessarar ensk-amerísku
myndar ber það síður en svo
með sér, að hér sé um gaman-
mynd að ræða, en þó það svo, —
myndin er bráðskemmtileg þó að
mórallinn sé ærið hráslagalegur.
— Sir Henry er óðalseigandi,
þrautpíndur af sköttum vegna
eigna sinna, sem ekkert gefa af
sér. Og við þetta bætist, að fjöl
skyldan er stór og gerir lítið ann
að en að sötra te og karlmennirn
ir að stunda veiðar. Heimilið er
amall kastali í mikilli niður-
íðslu og þar býr sir Henry með
Edith konu sinni og börnunum
tveimur, Albert og Constance,
sem bæði eru uppkomin. Auk
þeirra eru á heimilinu tvær
frænkur, Majorie og Alice, sem
er elzt allra og svo Grannie,
tengdamóðir Sir Henry’s sem
borðar með þeim hávaða að yfir
gnæfir allt samtal við borðið. Nú
ber svo vel í veiði að ríkur
frændi, frá Ameríku, George að
nafni, kemur í heimsókn til Sir
Henry’s. A hann um 3 millj. doll
ara, sem mundu koma sér vel fyr
ir sir Henry. Hann ákveður því
að lóga karlinum og er kona hans
og sonur innilega sammála hon
um um þetta. Margar tilraunir og
mjög hugvitssamar eru gerðar, en
karlinn er ódrepandi. Hins vegar
verða meðlimir fjölskyldunnar
verr úti og kirkjuklukkurnar
hringja þeirra vegna ærið oft. Er
ekki vert að segja efni þessarar
skemmtilegu myndar frekar. —
Margir góðir leikarar Og gamlir
kunningjar fara þarna með hlut
verk. Nigel Patrick leikur Sir
Henry, Charles Coburn Georg
frænda, Edith koun sir Henry’s
leikur Wendy Stiller og gömlu
konurnar, Grannie og Aliae
Seyler og Katie Johnson.
Myndin er sem sé bráðskammti
leg, með ósviknum enskum húm
or.
Joseph Gundry &
Stofnsett 1665
GUNDRY nælon borskaneiin
eru framúrskarandi veiðin
og endingargóð. Verðið er
fyllilega samkeppnisfært.
EGGERT GÍSLASON, SKIPSTJÓRI
SEGIR:
,',Ég notaði GUNDRY smá-
riðna síldarnót við Suður-
landsveiði sl. haust, vetur og
vor. Nótinni kastaði ég yfir
400 sinnum og fiskaði í hana
48.600 tunnur á. tímabilinu
1. okt. til 15. júní. Nótin
reyndist mjög vel, efnið lif-
andi, snart og mjög ending-
argott“.
Co. I_td.
^ PUIR
AFLASKIPIÐ „VÍÐIR IP
með fullfermi úr GUNDRY nót
Önnur skip í útgerð Guðmundar
á Rafnkelsstöðum hafa um langt
árabil notað GUNDRY net og
nótaefni.
íslenzkir fiskimenn hafa í áratugi notað GUNDRY veiðarfæri
með síauknum árangri.
GUNDRY verksmiðjurnar eru meðal fremstu brautryðjenda með
notkun gerviefna til netaframleiðslu. Eigin rannsóknarstofur og
spunaverksmiðjur tryggja jöfn og fyrsta flokks gæði.
GUNDRY nælon-netin standast allan samanburð. Mörg afla-
hæstu síldarskipin nota GUNDRY snurpunætur.
Aðalumboðsmenn:
Ólafur Gíslason & Co. h.f.
Hafnarstræti 10—12 — Sími 18370 — Símnefni NET.