Morgunblaðið - 26.10.1961, Blaðsíða 20
20
MORGVTSBLAÐIÐ
Fimmtudagur 26. okt. 1961
Dorothy Quentin:
Þöcilaev
24
Skáldsaga
sjálf, eftir að hafa drukkið allt
kvöldið linnulaust.
Hún er ekki full, ef þið eruð
að gefa það í skyn, tók Jefferson
fram í önuglega. Hann gat aldrei
þolað Marion Fromsk. Hún er
indæl stúlka og allt of góð fyrir
okkur og okkar líka.
Ertu strax búinn að fá timbur
mennina, fyrst þú ert svona auð-
mjúkur og eftirgefanlegur?
spurði Marion hæðnislega.
Hún er með hjartasorg, hugs-
aði Sol. Hann «at einn og þegj-
andi afsíðis, en bæði horfði og
hlustaði. Hann fór að hugsa um
það — og ekki í fyrsta sinn —
hve mikill leikari er til í hverri
konu og hve blindir menn geta
verið á hjartasorg, sem er rétt
við vitin á þeim. Hann fór að ef-
ast um, að það hefði verið rétt
af sér að trufla samtal þeirra
Andrés, eftir _ dansinn þeirra,
með þessu bjánalega skrafi sínu,
en Sol, sem var hvorki blindur
né tilfinningarlaus hafði nú allt
í einu orðið var við þjáningar
Frankie. Hún hafði orðið fyrir
áfalli, rétt eins og hún sæi nið-
ur botnlaus undirdjúp.
Hvar er Rex? spurði einhver.
Soi stóð upp og kveikti sér í
einum vindlingi. Eg kom honum
í rúmið snemma, eins og góða
barninu, sagði hann glettnislega.
Hann á að leika þetta langa at-
riði á morgun, og ég vil ekki
láta hann þá vera með poka und
ir augunum. Og sama gildir um
þig, Sally mín góð.
Tíminn silaðist löturhægt S-
fram, fannst Frankie, en loksins
var þó samkvæmið á enda. Klukk
an var yfir eitt, þegar hún kvaddi
síðasta gestinn. Henni fannst hún
vera hundrað ára gömul og gjör-
samlega vonsvikin.
Hún fann Claudette, sem beið
hennar í svefnherberginu, og
skammaði han fyrir að vera að
bíða eftir sér. Claudette hafði
meira en nóg að gera þessa dag-
ana við heimilishaldið og ráðs-
mennskuna, en það var eins og
henni þætti bara gaman að
stjórna heimilinu með auknu
þjónustuliði. Frankie hugsaði
þreytulega, að Claudette liti út
eins og ung stúlka, en hún sjálf
eins og kerling, komin að fótum
fram.
O, maður getur nú sofið á
morgun. Claudette brosti um leið
og hún rétti Frankie grisjukendu
náttfötin. Þetta var vellukkað
samkvæmi hjá þér.. með lands-
stjórann og hr. Courvosier..
Og ætli þú lofir ekki André
að vera með, ef þú ert að telja
upp aðalshöfðingjana á annað
borð, sagði hún gremjulega. Það
held ég hann hafi líka heiðrað
mig með návist sinni. Það glitr-
aði eitthvað í augum hennar þeg
ar hún leit í litla spegilinn. Víst
hafði André komið — þó ekki
væri nema til þess að lyfta henni
fyrsit upp í hæðir og láta hana
síðan detta aftur.
Fel'lur þér ekki lengur við hr.
André? spurði gamla, svarta kon
an og var dálítið hvöss.
Ekki í kvöld að minnsta kosti,
játaði stúlkan kæruleysislega, og
tók þá eftir umslaginu á borðinu.
Hr. Mallory bað mig fyrir þetta
bréf til þín. Claudette yppti öxl
um, tvírætt, og ranghvoldi í sér
augunum. Annars veit ég ekki
til hvers hann er að skrifa þér
bréf, eftir að hafa dansað við
þig allt kvöldið. Svo bætti hún
við í skuggalegum tón: Hér er
ýmislegt að gerast í húsinu, sem
ég botna ekki í. Þarna eruð þið
hr. André alltaf að rífast, þó að
þið skuð orðin fullorðið fóík.
Farðu nú í rúmið fóstra. Ég er
vís til að fljúga á þig ef þú held-
ur áfram þessu karpi, sagði
Frankie og ætlaði að sleppa sér.
Og þú svona uppstökk, þegar
allir komu, sem boðnir voru og
skemmtu sér alveg konunglega,
hélt Claudette áfram, eins og hin
hefði ekkert sagt, en hendur
hennar voru mjúkar á höfði
Frankies. Svona, svona, ég er viss
um, að þú ert bara með höfuð-
verk; þú hefur dansað of mikið,
talað of mikið og drukkið of mik
ið. Farðu nú að sofa og svo skal
ég koma með morgunkaffið til
þín í fyrramálið, en þó ekki of
snemma.
Kæra Frankie.
Fyrirgefðu, að ég skyldi þurfa
að sleppa mér. En mér er alvara
með það, að ég elska þig og vil
eiga þig, en hitt hefði ég átt að
vita, að þú þolir ekki, að rekið
sé á eftir þér. Sol rak mig í
rúmið, eins og óþægan skóla-
strák, því að við eigum erfiðan
dag fyrir höndum á morgun. Að
minnsta kosti bar hann það fyrir
sig. Hann gaf mér einhverja eit-
urblöndu sem gerði mig alveg
kláran í höfðinu, og ég skammað
ist mín niður fyrir allar hellur,
þegar hann skildi við mig. Ég sé
þig ekki við morgunverðinn, en
ef þú getur fyrirgefið mér þetta
brjálæði mitt, þá komdu þangað
sem við verðum á morgun. Ef þú
kemur ekki, ætla ég að fá mér
herbergi hjá Tony, þangað til
myndin er búin.
þinn
Rex
Hún fór að velta því fyrir sér,
hvort André myndi trúa henni
ef hún sýndi honum þetta bréf.
Síðan tók hún tvær svefntöflur
til þess að reyna að gleyma ó-
opnuðu bréfunum, sem eitu hana
eins og draugar.
XII.
Frankie ók til Bellefleur
næsta morgun og sendi móður
sinni langt og dýrt símskeyti. —
Kannske var heimskulegt að vera
að því og kynblendingurinn, sem
þarna var við afgreiðslu horfði á
hana með gráðugri forvitni — en
ef hún færi að skrifa henni í
pósti, þá voru samgöngurnar
þannig, að hún yrðí að bíða vik-
um saman eftir svari. Það var
of seint að bæta þann skaða, sem
skeður var fyrir tíu árum, en hún
varð að heyra sannleikann frá
Louise sjálfri Hún lét sem hún
sæi ekki forvitnislega augnatil-
litið afgreiðslumannsins en borg
aði skeytið, fór svo eitthvað í
búðir fyrir Claudette, þáði kaffi
bolla hjá einum gestanna frá því
kvöldið áður, sem hún hitti af til
viljun á aðalgötunni, og ók síðan
heim og átti þá mestallan daginn
fyrir sér. Hún hlakkaði nú ekki
lengur til kvöldsins, þegar kvik-
myndafólkið kom frá ' vinnunni
til steypibaðs og kaldra drykkja
og skrafs um það, sem gerzt
hafði um daginn. Og hún var
beinlínis hrædd við tilhugsunina
um síðdegisheimsókn Simone og
allar spurningarnar um sam-
kvæmið, sem hún hafði ekki get
að tekið þátt í, vegna þess hve
ströng greifafrúin var um sorgar
tímann. Frgnkie grunaði undir
niðri, að Simone hefði víst verið
vel til í að koma, en annað mál
var, að hún hefði aldrei gert það
gegn vilja Helenu. Frankie fór
að geta sér til um, hvenær þessi
sorgartími væri liðinn, og hvort
Simone myndi þá snögglega
kasta sorgarklæðunum, rétt eins
og þegar fiðrildi kemur fljúgandi
út úr púpunni.. og hvort hún
yrði eins auðmjúk og nú var við
Tourville-ættina, þegar hún væri
gift André. Einhvernveginn lagð
ist það í Frankie, að svo mundi
ekki verða, og hún fann til á-
nægju við þá tilhugsun. Þau
hlutu að vera heldur bágbomir
mannþekkjarar, mæðginin, ef
þau gátu ekki séð, að Simone var
að leika allan timann og fram-
koma hennar var of góð til að
vera ekki tortryggileg.
En hún vorkenndi André engu
að síður. Nú, er hún vissi, að
hann hafði ekki gleymt stelpu-
krakkanum Francoise og heldur
ekki hætt að elska hana um leið
og hún yfirgaf eyna, gat hún
betur skilið ofsareiði hans, þegar
hann fékk öll bréfin sín endur-
send óopnuð.
Þegar hún ók heim, án þess að
kæra sig um allar holurnar í veg
inum eða nýja bílinn sinn, hafði
hún mesta löngun til að hringja
hann upp og segja honum upp
alla söguna. En hvaða gagn var
að því, að hann fengi nú að vita
að þau höfðu verið fórnarlömb
fordóma móður hennar? Og Sim
one, hversu mikinn viðbjóð sem
Frankie hafði á henni, og hvern-
ig sem hún hafði notað sér ástar
sorg Andrés til þess að krækja í
hann glóðvolgan, þá varð ekki
sagt, að þetta væri henni að
kenna
Gamla, vitleysislega máltækið
um, að vegir astarinnar séu krók
óttir og erfiðir, ásótti hana með
hverri mílunni, sem hún ók í sól
sininu og rykinu. Veslings Róm
eó og Júlía — Veslings André og
Francoise! Shakespeare hafði
leyst hnútinn með því að skilja
éftir liðin lík um allt sviðið, en
hún vildi bara alls ekki deyja
með André heldur lifa með hon
um, í dýrð og velsælu, ár eftir
ár.. til þess að færa honum
„þrjár gullinhærðar dætur og
þrjá sterka syni“, eins og stóð í
calypso-vísunni.
Skyldi hann hafa hlustað á vís
una og það gert hann svuna arg
an i skapinu? datt henni í hug.
Aldrei gat hann hafa orðið svona
vondur af því einu, að sjá Rex
kyssa Ean — nema því aðeins..
Hún greip í tauminn á þessum
hugsunum sínum, rétt í því hún
stöðvaði bílinn við skúrinn. —
Celestine heyrði hana koma og
hneggjaði ákaft og Frankie gekk
að milligerðinni milli skúrs og
hesthúss og kyssti hryssuna á
mjúkan flipann.
Allt í lagi, vinkona, við förum
út eftir hádegið, agði hún og
Celestine snuðraði eftir vasanum
hennar í leit að sykrinum, sem
þar var handa henni.
Ef brúðkaupið átti að standa
eftir tvo mánuði, hlaut sorgartím
inn að vera úti ennþá fyrr, hugs
aði Frankie í örvæntingu sinni.
Fiðrildið mundi fljúga út úr púp
unni undir hljóm brúðkaups-
klukknanna.. mjúka hljómsins
frá Heilagshjartakirkjunni. Og
rétt um sama leyti myndi hún
sjálf verða löglegur eigandi að
Laurier. Ef hún yrði kyrr, gæfist
henni kostur á að horfa á þessa
myndbreytingu.. Ég skal bölva
mér upp á, að hún verður fljót
að endurreisa titilinn.. hún verð
ur ekki lengi ánægð með að vera
bara kona læknisins á staðnum!
Celestine kumraði aftur og
horfði stóru, svörtu augunum sín
um fallegu á andlit stúlkunnar.
Þær voru þegar orðnar tryggða-
vinir.
Mér getur þó að minnsta kosti
þótt vænt um þig hvíslaði Fran
kie eins og krakki, og kvaddi svo
hryssuna með því að kyssa hana
á snoppuna. Er hún gekk heim
að húsinu, var alveg eins og Laur
ier væri að bjóða hana velkomna,
og það eimdi enn eftir af veizl-
unni kvöldinu áður. Noel hafði
framið kraftaverk á garðinum,
þrír ungu mennirnir úr kvík-
myndahópnum höfðu hjálpazt að
við að skafa ónýtu málninguna
af gluggahlerunum í frístundum
sínum og málað þá aftur með
mjúkum, grænum lit, en hljóð-
upptökumennirnir höfðu lagt raf
leiðslur í húsið. Allur hópurinn
hjálpaðist að því að gera henni
og Laurier einhvern greiða, og
enginn þeirra vildi sjá eyri fyrir
vinnu sína.
Hún fékk kökk í hálsinn er hún
minntist allrar þessarar greiða-
semi þessara glannalegu stráka,
sem vildu fyrst og fremst sýna
sig sem einhverja heimsmenn og
„kalda kalla“ Einnig voru stjörn
urnar vinsamlegar við hana, eink
um þó Rex. Kannske stafaði þessi
vinsemd öll óbeint frá Sol, en
hvaðan sem hún kom, þá komst
hún við og fann til þakklætis og
hlýju. Hvernig sem lífið fer með
þig, var Sol vanur að segja, —•
bætir það þér það upp aftur á
einhvern undursamlegan hátt.
Ég vil fá bakka inn í lestrar-
herbergið, sagði hún við Rose,
um leið og hún gekk inn.
Sjálfsagt, ungfrú, svaraði
ÍHtltvarpiö
Fimmtudagur 26. október.
8:00 Morgunútvarp (Bæn. — 8:03
Morgunleikfimi. — 8:15 Tónleik
ar. — 8:30 Fréttir. — 8:35 Tón-
leikar. — 9:10 Veðurfregnir —
9:20 Tónleikar).
12:00 Hádegisútvarp (Tónleikar. —
12:25 Fréttir og tilkynningar).
13:00 ,,A frívaktinni"; sjómannaþáttur
(Sigríður Hagalín).
15:00 Miðdegisútvarp (Fréttir og tilk.
— Tónleikar. — 16:00 Veðurfr.
— Tónleikar. 17:00 Fréttir. —.
Tónleikar).
17:40 Framburðarkennsla í frönsku og
þýzku ( Flutt á vegum Bréfa-
skóla Sambands ísl. samvinnu-
félaga).
18:30 Fyrir yngstu hlustenduma (Guð
rún Steingrímsdóttir).
18:20 Veðurfregnir. — 18:30 Þingfr. —
Tónleikar.
18:50 Tilkynningar. — 19:30 Fréttir.
20:00 Utvarp frá Alþingi:
Umræða í sameinuðu þingi um
tillögu til vantrausts á ríkis-
stjórnina; síðara kvöld. Þrjár
umferðir, 20, 15, og 10 mín., sam
tals 45 mín. til handa hverjum
þingflokki.
Röð flokkanna:
Sjálfstæðisflokkur
Framsóknarflokkur
Alþýðuflokkur
Alþýðubandalag.
Dagskrárlok um kl. 23:15.
Föstudagur 27. október.
8:00 Morgunútvarp (Bæn. — 8:05
Morgunleikfimi. — 8:15 Tónleik
ar. — 8:30 Fréttir. — 8:35 Tón-
leikar. — 9:10 Veður^egnir
9:20 Tónleikar).
12:00 Hádegisútvarp (Tónleikar. —•
12:25 Fréttir og tilkynningar).
13:15 Lesin dagskrá næstu viku.
13:25 ,,Við vinnuna": Tónleikar.
15:00 Miðdegisútvarp (Fréttir og tilk.
— Tónleikar. — 16:00 Veðurfr,
— Tónleikar. 17:00 Puéttir. —
Tónleikar).
18:00 ,,t>á riðu hetjur um héruð": Guð
mundur M. Þorláksson segir frá
Ingimundi gamla.
18:20 Veðurfregnir. — 18:30 I>ingfr. —
Tónleikar.
18:50 Tilkynningar. — 19:30 Fréttir.
20:00 Efst á baugi (Tómas Karlsson og
Björgvin Guðmundsson).
20:30 Frægur söngvari: Enrico Car-
uso syngur.
21:00 „Kvæði úr holti": Séra Sigurðup
Einarsson les úr nýrri ljóðabók
sinni.
21:15 Tónleikar: Tvö stutt verk fyrir
fiðlu og hljómsveit eftir Mozart,
Adagio í E-dúr (K261) og Rondó
í C-dúr (K273) (Nathan Milstein
og Concert Arts hljómsveitin
leika; Walter Sússkind stj.).
21:30 Utvarpssagan: „Gyðjan og ux-
inn“ eftir Kristmann Guðmunda
son; XXI. (Höf. les).
22:00 Fréttir og veðurfregnir.
22:10 Erindi um bindindismál, flutt að
tilhlutan Landsambandsins gegn
áfengisbölinu: Séra Kristinn
Stefánsson áfengisvarnaráðunaut
ur og Vilborg Helgadóttir hjúkP
unarkona tala.
22:40 A síðdegiskvöldi: Létt-klassísk
tónlist.
a) Dansar úr óperunni „Igor
fursti“ eftir Borodin (Kór og
hljómsveit belgíska útvarps-
ins; Franz André stj.).
b) Mado Robin syngur flúrw
söngva.
e) Fyrsti þáttur úr pianókonseiii
í a-moll op. 16 eftir Grieg
(Artur Rubinstein og RCA-
Victor hljómsveitin leika; Al-
fred Wallenstein stj.).
23:20 Dagskrárlok.
•— Það er rétt hjá honum MaddL Stúlkurnar eru ekki hrópandi. Þíer — Eyðingargeislarnir eru óvirkir!
eru alveg ómeiddar! Hvernig fórst þú að þessu, Geisli?