Morgunblaðið - 26.10.1961, Blaðsíða 22
22
MORGVNBLAÐIÐ
Fimmtudagur 26. okt. 1961
Milljónastríð um Greaves
\Chelsea bauð 11 millj. isl. kr. — Real
Madrid hækkaði boðið i 13 millj.
ENSKI knattspyrnumaðurinn
Jimmy Greaves, sem í vor
var seldur til Mílanó fyrir
hæstu upphæð, er gefin hef-
ur verið fyrir knattspyrnu-
mann, er nú til sölu í Míl-
anó. ítalirnir gerðu við kaup-
in samning við hann til
tveggja ára, en hann hefur
verið ódæll „prins“ í ítalskri
knattspyrnu, og þeir vilja
nú losna við hann.
★ Margir kaupcndur
En Jimmy er ekki á flæði-
skeri staddur, það eru margir,
sem vilja kaupa hann. Chelsea,
félagið, sem seldi hann í vor,
vill nú mjög gjarnan kaupa
hann. Félagið er nú neðst í 1.
deild ensku keppninnar og Sér
sitt óvænna.
Hækkar um 2 millj. kr.
Chelsea seldi Greaves fyrir
sem svarar 9 millj. ísl. kr., en
býður nú í hann, 6 mánuðum
síðar, 11 millj. kr. Tottenham
hefur látið í Ijós vilja sinn til
að kaupa þennan frækna knatt-
spyrnumann, og kveðst fram-
kvæmdastjóri félagsins reiðubú-
inn að fara til ítalíu og semja
um verðið. Tottenham, sem sigr-
aði í ensku deildakeppninni í
fyrra, er nú í þriðja neðsta sæti
og vill bæta hag sinn.
★ Yfirboð
En þegar málin stóðu
svona, komu óvæntar fréttir.
Spænska liðið Real Madrid
bauð 13 millj. kr. í kappann.
Spánverjarnir vilja fá nýjan
mann í miðherjastöðu. I síð-
ustu leikum hefur komið í
ljós, að di Stefano og einnig
Fuskas eru ekki lengur þeir
sömu og þeir voru. Þeir eru
báðir orðnir 35 ára gamlir og
farið að haila undan fæti fyr-
ir þeim.
Mílanó vill selja Greaves
hæstbjóðanda. Það kann því að
verða „milljón.astríð“ milli Real
Madrid, Chelsea og Tottenham
um þennan „misheppnaða marka
kóng“.
Eng'and
til Chile
ENGLAND vann Portúgal í
knattspyrnu í dag. — Leikurinn
var liður í undankeppni heims-
meistarakeppninnar. Með sigri
sínum hafa Englendingar tryggt
sér sæti í úrslitakeppninni í
Chile næsta sumar.
sem er vinningnur í hinu glæsilega
SKYNDIHAPPDRÆTTI
SJÁLfc’STÆÐISFLOKKSINS
heldur
O
TAUNUS 17 M
IMYJUSTU OG
FULLKOMNUSTU
BÍLAR, SEM ÞÝZKU
FORD-VERKSMIÐJURNAR
HAFA FRAMLEITT
Station
VERDMÆTI 360 ÞÚS. KRÓNUR ÐREGIÐ 15. NÓVEMBER
MIÐINN KOSTAR 100 KRÓNUR KAUPIÐ MIÐA STRAX í DAG!
•
SKYNDIHAPPDRÆTTI SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS
Real Madrid
óttast Dani
DANSKA liðið B-1913 er nú kom-
ið til Madrid á Spáni. 1 gærkvöldi
átti að fara fram leikur þess gegn
Real Madrid, en það er síðari
leikur liðanna. 1 annarri umferð
í keppninni um Evrópu-bikarinn.
Fyrri leikurinn fór fram í Oðins-
véum og unnu þá Spánverjarnir
með 3:0. Frammistaða Dananna
var þá mjög rómuð. Þegar 10
mín.. voru til leiksloka var staðan
1:0, en þá var úthaldi Dananna
lokið.
Síðan þá hafa Spánverjarnir
leikið einn leik i spænsku deilda
keppninni — gegn Oviedo — og
töpuðu 0:1. Þetta er fyrsta tap
Real Maörid í deildakeppninni og
segja þeir að orsökin sé mikil
þreyta í liðsmönnum eftir leik-
inn við Danina, sem þeim þótti
allerfiður.
Spánverjarnir reiknuðu með
sigri sínum í gær, en voru þó
áhyggjufullir vegna góðrar
frammistöðu Dana í fyrri leikn-
ÞESSI skemmtilega mynd
var unnin af Jóni Kaldal
Ijósmyndara. — Hún er af
Friðriki Ólafssyni stór-
meistara og hugsar ljós-
myndarinn sér, að hún
tákni hrók á skákborði. —
Skemmtileg hugmynd.
um, vegna þess að bæði Gento
og de Stefano gátu ekki verið
með sökum meiðsla.
Osigurinn, sem Real Madrid
beið gegn Oviedo, var fyrsta tap
þess í 18 leikjum í röð. Og það
eru morg ár síðan að Real Madrid
hefir farið til leiks án þess að
skora mark.
Svo eitthvað hafa Danirnir
þreytt þá.
Madrid, 25. okt.
REAL Madrid vann danska fé-
lagið B-1913 í dag með 9:0 í
Evrópubikarkeppninni. Þetta
var síðari Ieikur félaganna í
keppninini. Fyrri leikinn, sem
háður var í Danmörku, unnu
Spánverjarnir með 3:0. —
Real Madrid hefur unnið
Evrópukeppnina alls fimm
sinnum. — NTB.
Læknisaðgerðir
hafnar á Ríkharði
I GÆR barst bréf frá Ríkharði
Jónssyni knattspyrnumanni, það-
an sem hann dvelst á sjúkrahúsi
í Hellersen í Þýzkalandi. í bréf-
inu segist Ríkharður vera búinn
að undirgangast læknisrannsókn
og að læknisaðgerðir séu hafnar.
Samkvæmt úrskurði sérfræð-
inganna, sem framkvæmdu rann-
sóknina, er ekki gert ráð fyrir
þriðja uppskurðinum vegna
meiðslanna í baki, sem svo orsök-
uðu lömun í fæti.
Læknisaðferðir þær sem beitt
er við Ríkharð, eru að mestu
framkvæmdar með ýmiskonar
raxmagnstækjum og segir hann í
bréfinu að allt sé þetta nýtt.
Sjúkrahúsið, sem Ríkharður
dve^st á er nýtt og kostaði bygg-
ing þess yfir 10 millj. marka.
Ríkharður segir að sér líði vel
og biður fyrir kveðjur til allra
viiid siiina og velunnara hér
heima.
Enn haía borizt fjárframlög í
Ríkharossöfnunina. Sveini Sæm-
undssym hafa verið afhentar frá
tveim einstaklingum og sjö starfs
hópum samtals 10,073 krónur.
* Enska knattspyrnan *>
MARKAHÆSTU leikmennirnir í ensku
knattspyrnunni eru nú þessid:
1. deild:
Crawford (Ipswich) .......... 15 mörk
I%illips (Ipswich ........... 15 _
Charnley (Blackpool) ........ 13 —-
Pointer (Burriley) ............ 12
Tambling (Chelsea) ............ 12 —
Ward (Cardiff) ................ 12 —
Charles (Arsenal) ............ 10 —.
Pace (Sheffield U.) ......... 10 —
Dik (West Ham) ............... 9 —.
2. deild:
Hunt (Liverpool) ............ 16 mörk
Thomas (Scunthorpe) ......... 15 —
Clough (Sunderland) .......... 14 —
O’Brien (Southampton) 14 —
Peacock (Middlesbrough) .... 13 w
Turner (Luton) ............. 12 —
Thomas (Preston) ......... 11 —
Stokes (Huddersfield) ...... ll w
Curry (Derby) .............. 10
Kirkman (Rotherham) ........ 10 w
3. deild:
Holton (Northamton) ........ 17 mör>
Hunt (Swindon) ............. 14 —
Dowsett (Bournemouth) ..... 13
Emery (Petersborough) ...... 13
Rowley (Shrewsbury) ........ 13 —
Bedford (Q.P.R.) ........... 12 —
Bly (Petersborough) ....... 12
McLaughlin (Shrewsbury) .... 12 —
Allan (Reading) ............ 10 —