Morgunblaðið - 11.11.1961, Qupperneq 1
24 siður
48. árgangnr
256. tbl. — Laugardagur 11. nóvember 1961
Prentsmiðja Morgi'nblaðsins
ÞETTA er kjarni kommún-
istaleiðtoganna. Myndin var
tekin af þeim þar sem þeir
stóðu í röð á grafhýsi Lenins
og virtu fyrir sér fylkingar
hermanna ganga yfir Rauða
torgið 7. nóvember. Talið frá
vinstri: Blas Roca, kommún-
istaleiðtogi frá Kúbu, Ho Chi
Minh, forseti Norður-Vietnam,
Krúsjeff, Janos Kadar, Brezh
nev forseti Sovétríkjanna,
Kozlov, fyrsti aðstoðarforsæt-
isráðherra og Suslov, einn -af
helztu ráðamönnum í Kreml.
Sendir
Moskvu
tóninn
Belgrad, 10. nóv.
SAMKVÆMT fregnum frá Tir-
ana, höfuðborg Albaníu, er þar
alit með kyrrum kjörum og lög-
regluvörður slendur ekki lengur
um rússneska sendiráðið í borg-
inni. I ræðu, sem kommúnista-
iforinginn Hodja, flutti í bæn-
um Stalin í dag, sagði hann, að
Albamir stæðu frammi fyrir
þeirri hættu að land þeirra yrði
umkringt kapitaliskum löndum.
Heimsvaldasinnar og endurskoð-
unarmenn væru að reyna að
koma í veg fyrir að albanska
þjóði nyti góðs af sigrum sínum.
0L0T0V til Moskvu
vildu leyna
brottför hans frá Vín
Vínarborg, 10. nðv.
MOLOTOV er á leið til
Moskvu. Hann birtist í kvöld
ásamt konu sinni á járnbraut
arstöð í Vínarborg, fór inn
um hliðarinngang og gekk
þegar beint að lestinni, sem
skömmu síðar hélt áleiðis til
Moskvu. Hann yrti ekki á
neinn á járnbrautarstöðinni,
fór beint upp í lestina og
lokaði á eftir sér.
• I stofufangclsi
Fyrr í dag hafði hann gengið
úr greipum íréttamanna, ef svo
mætti segja, en þeir hafa staðið
vörð um íbúð hans ásamt austur-
rískum lógregluþjónum í hart
nær hálían mánuð. Fullyrt er, að
hann hafx verið í stofufangelsi í
íbúð sinni og þessar tvær vikur
sást haixn aðeins einu sinni utan
dyra. Það vax á föstudaginn að
Rændu farþegavél
LISSABON, 10. nóv. — Galvao
lét enn til sín heyra í dag. —
Þúsundum flugmiða rigndi yfir
Lissabon skömmu eftir hádegi
og á þá voru letruð hvatningar-
orð til fólks um að taka ekki
þátt í kosningunum á sunnu-
daginn. „Við erum nú í stríði
— hjálpið okkur til að velta
einræðisherranum“, stóð þar —
og Galvao skrifaði undir.
í>að var hann, sem rændi far-
þegaskipinu Santa Maria ekki
alls fyrir löngu — og það voru
tnenn hans, sem rændu portú-
galskri Constellation-farþegavél
yfir Lissabon í dag er hún var
»ð koma frá Casablanca.
Þeir voru sex meðal farþega
f flugvélinni og þegar flugvélin
byrjaði að lækka flugið yfir
Lissabon risu menn Galvaos á
fætur, ógnuðu með byssum og
flugmönnunum skipuðu þeir að
fljúga nokkra hringi yfir mið-
borginni. Þá var flugmiðunum
kastað út. Flugturninn hafði
samband við vélina, en eina
6varið, sem fékkst, var: „Við
lendum ekki“.
Síðan var vélinni snúið til
Tangier og þar beið Galvao á
flugvellinum. Lögreglan tók sex-
menningana þar í sína vörzlu
©g hafa þeir beðizt hælis sem
pólitiskir flóttamenn í Marokkó.
Stjórnarandstæðingar hafa
dregið frambjóðendur sína í
væntanlegum þingkosningum til
baka og skora á menn að sitja
heima.
hann fór 1 bíl til rússneska sendi
ráosins í Vin, stóð þar við í
stundarfjórðung, og hélt síðan
til íbúðar sinnar aftur.
• Ct um bakdyrnar
Eftir hádegið í dag gekk hann
aftur út i bifreið, sem beið hans
við útidyr heimilis hans. Ok hann
til sendiráösxns og fylgdi skari
fréttamanna. Biðu þeir fram und-
ir kvöld án árangurs, en þá kom
sendiráðsfulltrúi út í dyragætt-
ina og sagði, að tilgangslaust væri
að bíða lengur. Molotov værí
kominn aftur til íbúðar sinnar.
Hann hefði farið út um bakdyrn-
ar.
• Hvar var Molotov?
En allmargir fréttamenn höfðu
líka beðið viö heimili Molotovs
til þess að vera vissir um að missa
ekki af honum, enda þótt hann
færx úr rússneska sendiráðinu án
þess að r.okkur yrði hans var.
Þessir menn höfðu ekki örðið var-
ir við Moiotov. Hann var ekki
heima — og hann var ekki sagð-
ur i rússneska sendiráðinu.
Þetta var nokkrum klukku-
stundum áður en lestin fór til
Moskvu. — Molotov var formað-
ur rússnesku sendinefndarinnar
hjá Alþjóða kjarnorkumálastofn-
uninni. Ekki hefur verið tilkynnt
opinberlega að hann hafi verið
leystur frá þeim störfum.
De Gaulle
segir
af sér
þegar hann hefur
friðað Alsír
Marseille, 10. nóv.
DE G A U L L E ætlar að
segja a£ sér forsetaemb-
ætti, þegar hann er búinn
að friða Alsír og finna
endanlega lausn Alsír-
málsins. Stjórnmálamenn
í Marseille greindu frá
þessu eftir fund, sem þeir
áttu með forsetanum, en
hann er nú i heimsókn
hér.
Ennfremur á de Gaulle að
hafa sagt, aí þing yrði rofið
og efnt yrði til nýrra kosn-
inga eftir að þjóðaratkvæða-
greiðslan um sjálfsákvörðun-
arrétt Alsír hefði farið fram.
Bjóst hann jafnvel við því,
að atkvæðagreiðslan færi
fram snemma næsta vor.
Þegar de Gaulle kom til
Marseille báru hafnarverka-
menn fram kröfur um hærri
laun og frið í Alsír. — Þeir
gerðu og klukkustundarverk-
fall meðan de Gaulle heim-
sótti hafnarhverfið i— og er
þetta í fyrsta sinn, að de
Gaulle eru veittar slíkar við-
tökur Suður-Frakklandi.
]
Rússneski
fór með
sendiherrann
Kar ja lainen
HELSINKI, 10. nóv. — Er for-
sætisráðherrar Norðurlanda voru
á leið til Helsinki í dag til sam-
eiginlegs fundar sat finnski ntan
ríkisráðherrann, Karjalajnen, í
járnbrautarlestinni á leið til
Moskvu til að ræða við Gromyko
og fá úr því skorið hvers Rússar
krefðust nú af Finnum.
Og það voru fleiri tignir menn
í lestinni. Rússneski sendiherr-
ann í Helsinki, Zakharov, var þar
lika. Sendiherrann birtist á járn-
brautarstöðinni skömmu áður en
lestin lagði af stað og fréttin
flaug eins og eldur í sinu um
allt landið. Hvað er á seyði, hugs
uðu menn. Sendiherrann er kall-
aður heim til Moskvu til þess að
gefa upplýsingar.
íslenzki forsætisráðherrann,
Bjarni Benediktsson, var fyrstur
gesta til Helsinki í dag. Síðar
komu ráðherrar Danmerkur, Sví-
Leifur var norrænn
— segir Helge Ingstad í viðtali við l\lbl.
I
MBL. símaði í gær frétta-
ritara sínum í Osló, Skúla
Skúlasyni, og bað hann
leggja nokkrar spurningar
fyrir Helge Ingstad. — Fór
Skúli til fundar við Ing-
stad og símaði eftirfarandi
í gærkvöldi:
Ég spurði Helge Ingstad
að því hvað það væri, sem
hann hefði helzt stuðzt við í
leitinni að bústað Leifs Ei-
ríkssonar.
„Ég get ekki nefnt sér-
staka kafla í fornsögunum,
en með því að safna saman
ýmsum upplýsingum um Vín
Iandsfarana komst ég að
þeirri niðurstöðu, sem ég hef
áður gert grein fyrir í bók-
inni „Landið undir leiðar-
stjörnunni“, sagði Ingstad.
;,í sumar fylgdi ég ná-
kvæmlega þeirri kenningu
minni — og hún stóðst“.
Var Leifur Eiríksson íslend
ingur eða Norðmaður? spurði
ég Ingstad.
„Ég nota alltaf orðið
NORRÆNN um Vínlandsfar-
ana. En auðvitað var það frá
Islandi sem þessir landkönn-
uðir fóru og vitneskju okkar
um fund Ameríku getum við
einungis þakkað íslendingum.
Hins vegar er það ekki
innan míns verkahrings að
ákvarða hvort Leifur hafi
verið íslenzkur eða norskur“.
Loks spurði ég hann álits á
þeirri staðhæfingu Danans
Meldgárds, að hann hefði
fundið það út árið 1956 hvar
Leifsbúðir hefðu verið.
Ingstad brosti og svaraði:
„Dönsk blöð hafa skrifað
mikið um þetta, en ég var
einmitt að fá staðfestingu á
því, að Meldgárd hefði ald-
rei stigið fæti á Lance aux
Meodows“.
þjóðar og Norcgs. I fyrramálið
aka þeir til Hanko, 160 km fyrir
vestan Helsinki, en þar mtm
fundur þeirra standa til sunnu-
dagskvölds. Fundarstaðurinn er
í bæ yzt á Hanko-skaganum, e*i
þar var áður rússnesk flotastöð.
(Sjá nánar um fund forsætisráð-
herranna á bls. 2).
Samkomu-
lag um nýja
stjórn ■ Bonn
Bonn, 10. nóv.
KRISTILEGIR demokratar og
frjálsir dcmokratar hafa endan-
lega náð samkomulagi um mynd-
un rikisstjórnar undir forsæti
Adenauers. Verða 13 kristilegir
og 5 frjálsir demokratar í nýju
stjórniiuai, sem lögð verður fyrir
Liibke forseta til samþykkis á
mánudag, en á þriðjudag verður
ráðherralistinn lagður fyrir
þingið.
I samkomuiagi þessu er gert
ráð fyrir stoínun nýs ráðuneytis,
sem á að hafa efnahagslega sam-
vinnu með höndum. Walter
Scheel frá frjálsum demokrötum
mun veita því forstöðu. — Haft
er fyrir satt, að Erhard verði á-
fram fjárxrjéiaráðherra, Franz
Josef Strauss varnarmálaráðherra
en arftakx von Brentano í em-
bætti utanrikisráðherrá vérður
Gerhard Schröder frá kristileg-
um demokrötum.