Morgunblaðið - 11.11.1961, Qupperneq 3
Laupsrctagui' 11. nóv. 1961
MORGVNBLAÐIÐ
3
1»ESSAR myndir tók ÞorSur
Jónsson fréttaritari Mbl. á
Skagaströnd af þeim Gunnari
Pálmasyni og Sigurði Árna-
syni formanni hans (Gunnar
er í ljósum stakk). Eins og
skýrt var frá í blaðinu í frétt
og samtali við þá félaga féll
Gunnar útbyrðis af vélbátnum
Vísi er hann var í róðri að-
faranótt 7. nóv. Gunnar svaml
aði í sjónum í 25 mínútur, en
varð ekki meint af volkinu,
þótt ekki sé hann nema 17
ára að aldri. Þeir félagar luku
við róðurinn og hér eru þeir
að koma úr öðrum róðrinum
frá því að slysið skeði.
..(iríma * sýnir
..Læstar dyr‘6
eftir Sartre ■ Tiarnarbíói
HÓPUR áhugamanna um. leik
list er að hleypa af stokkun-
um nýstárlegu fyrirtæki, sem
á vonandi eftir að verða fast-
ur þáttur i menningarlífi höf-
uðstaðarins. Þessi hópur eða
leikklúbbur hefur hlotið nafn-
ið „Grima“, og samanstendur
af sex áhugamönnum: leik-
urunum Kristbjörgu Kjeld og
Erlingi Gíslasyni, leikstjóran-
um Þorvarði Helgasyni, leik-
tjaldamálaranum M a g n ú s i
Pálssyni, Guðmundi Steins-
syni rithöfundi og Vigdísi
Finnbogadóttur, sem er eins
konar framkvæmdastjóri fyr-
irtækisins.
„Gríma“ hefur í heil tvö
ár leitað fyrir sér í bænum
um húsnæði til að setja á svið
leikrit, sem væru í senn ný-
stárleg, listræn og lærdóms-
rík, bæði fyrir leikara og leik
húsgesti. Var leitað til bæjar-
yfirvaldanna og jafnvel reynt
að fá einhverja nothæfa skúra
til leiksýninga, en allt kom
fyrir ekki. í vor, þegar frétt-
ist að Tjarnarbíó mundi losna,
var allri orku hópsins einbeitt
að því að fá það til afnota, og
hefur borgarstjóri fallizt á, að
„Gríma“ megi æfa og sýna
leikrit sin i Tjarnarbíói þang-
að tíl því verður endanlega
ráðstafað. Er það trú hópsins,
að gera megi Tjarnarbíó að
mjög skemmtilegu smáleik-
húsi. Ekki spillir það fyrir, að
undir leiksviðinu og ba-k við
það eru mjög hentugir bún-
ingsklefar.
Fyrsta leikrit Sartres
„Gríma“ hyggst byrja starf-
semi sína með því að taka til
sýningar fyrsta leikhúsverk
hins kunna franska höfundar
Jean-Paul Sartres, „Læstar
dyr“ (Huis clos). Er þetta
langur einþáttungur, sem tek-
ur um hálfan annan tíma, og
á margan hátt mjög nýstár-
legur. Fyrir sýninguna mun
Þorsteinn Ö. Stephensen á-
samt leikendum flytja eins
konar formála um höfundinn
og verk hans.
Leikendur í „Læstar dyr“
eru fjórir. Haraldur Björns-
son hefur sýnt hópnum þá
velvild að taka að sér eitt
hlutverkið, en aðrir leikendur
eru Kristbjörg Kjeld, Helga
Löve og Erlingur Gíslason.
Leikstjóri er Þorvarður Helga
son, en Magnús Pálsson hefur
gert leiktjöld. Leikritið var
þýtt af Þuríði Kvaran og Vig-
dísi Finnbogadóttur.
Allt í sjálfboðavinnu
Allur undirbúningur þess-
arar leiksýningar hefur verið
unnin í sjálfboðavinnu, og
hefur hópurinn unnið allt
með eigin höndum. Hefur
sviðið í Tjarnarbíói verið
stækkað til muna með því að
smíða palla framan við það.
Þá hafa einnig verið sett upp
svört tjöld á baksviðinu.
Forráðamenn „Grímu“ köll-
uðu fréttamenn á sinn fund í
gær og tjáðu þeim, að þeir
hefðu mætt miklum skilningi
hjá þeim sem leitað var til,
ekki sízt hjá borgarstjóra og
þjóðleikhússtjóra, sem lánaði
ýmsa leikmuni og leyfði
Kristbjörgu Kjeld að leika í
„Læstar dyr“, þó hún sé á
föstum samningi hjá Þjóðleik
húsinu.
íslenzk leikrit lesin á sviði
Þá gátu þeir þess eiimig, að
ætlun „Grímu“ væri að taka
fyrir árlega verk íslenzkra
leikskálda og lesa þau á sviði,
einu sinni eða oftar, und-
ir leiðsögn leikstjóra, þannig
að höfundarnir geti betur séð
kosti og galla verka sinna og
rætt um þau við leikhúsfólk.
Mundi þetta geta orðið ung-
um höfunöum mjög lærdóms-
ríkt, og eru þeir hvattir .til
að koma verkum sínum á
framfæri við „Grímu. Fram
til þessa hefur verið mjög lít-
ið gert af því að kynna og
fjalla um leikhúsverk ungra
höfunda, en hér skapas' heppi
legur vettvangur til að þróa
íslenzka leikritun.
Listamiðstöð í Tjarnarbíói
Það er von „Grímu“, að
Tjarnarbíói verði þannig ráð-
stafað, að hún geti haldið á-
fram starfsemi sinni þar.
Hafa forráðamenri hópsins
haft samband og samvinnu
við klúbba áhugamanna í
öðrum listgreinum, þ.e.a.s.
tónlist, kvikmyndalist og bók-
menntum, og hafa þessir fjór-
ir aðilar boðið Æskulýðsráði
þjónusta sína og samstarf.
Hefur verið samin áætlun um
þessa starfsemi alla, þar sem
gert er ráð fyrir að Tjarnar-
bíó verði eins konar lista- eða
menningarmiðstöð bæjarins.
Mundi starf klúbbanna þá
verða tvíþætt, annars vegar
fyrir unglinga og hins vegar
fyrir ullorðna.
Frumsýning á mánudagskvöld
Frumsýningin á „Læstar
dyr“ verður í Tjarnarbíói á
mánudagskvöld kl. 8.30, og
verða aðgöngumiðar seldir
þar eftir kl. 2 á morgun og
eftir kl, 5 á mánudag. Þetta
verk Sartres er fyrst og
fremst kynning á existensial-
ismanum, en Sartre er sem
kunnugt er einn helzti læri-
meistari þeirrar stefnu í heim
speki og bókmenntum.
Haraldur Björnsson í hlutverki sínu í „Læstar dyr“.
STAKSTEIMR
Hvað \ crður um Molotov?
Athygli manna beinis, nú mjög
að örlögum Molotovs. eftir aS
hann hefur verið úthrópaður sem
einn af ábyrgðarmönnum glæpa-
ferils Stalins. Ástæðan til þess
að meira er um örlög hans rætt
en annarra þeirra, sem Krúsjeff
taldi sér nauðsynlegt að ryðja úr
vegi. er sú, að hann dvelur utan
járntjaldsins. Kreml getur með-
höndlað þá, sem í Rússlandi búa,
á hvem þann veg, sem bezt lík-
ar. en erfiðleikum getur valdið
að kúga Molotov. þar sem hann
dvelur í Vínarborg.
Nú er að vísu talið að hann
sitji þar í stofufangelsi. þar sem
rússneskir blóðhundar gæta hans.
En meðan hann ekki hverfur
austur fyrir tjald, stendur hann
betur að vígi í baráttunni við
menn Krúsjeffs, því að þeir eiga
á hættu alþjóðlegt hneyksli, ef
hann kynni að reyna að heiðast
hælis sem pólitískur flóttamaður,
Hin „ábyrga forysta“
Tryggvi Emilsson ritar grein i
Moskvumálgagnið i gær. Þar
kemst hann m.a. að orði á þessa
leið:
„En Dagsbrún hélt út verkfall-
ið af miklum þunga ábyrgrar
forystu og réttlætisvitundar og
gekk með sigur af hólmi oe er
sá áfangi einn merkasti þáttur-
inn í baráttu alþýðunnar fyrir
lífskjömm sínum og réttinda-
málum."
Greinarhöfundur er hér að
ræða um það. þegar Dagsbrúnar-
forystan neitaði 1% hærri laun-
um verkamönnum til handa til
þess að geta fengið hluta þeirrar
hækkunar i sjóði, sem hún ein
réði yfir. Menn hefðu haldið að
forkólfarnir í Dagsbrún vildu
helzt að þessi frammistaða þeirra
félli í gleymsku og dá, því að
hún afhjúpaði berlega að beir
líta ekki á verkföll sém tæki til
kjarabóta fyrir verkamenn. held
ur sem pólitískt tæki i þágu
heimskommúnismans. Greiðslurn
ar voru boðnar fram, en verka-
mönnum var haldið í verkfalli
vikum saman til þess að sýna,
hverjir réðu. En að lokum urðu
svo þessir svokölluðu leiðtogar
verkamanna að samþykkja það.
sem þeim allan tímann stóð til
boða.
Svara ekki enn
Morgunblðið verður að vekja
athygli á því, að enn hefur Tim
inn ekki fengizt til að svara því,
hvort hann vildi hafa samstöðu
með Bretum og Rússum um að
lögbinda 12 milna landhelgi, en
báðar þær þjóðir mundu sjálf-
sagt standa að slíkri alþjóðasam-
þykkt og raunar margar fleiri.
Rússar hafa alltaf staðið gegn
því að nokkur heimild væri til
friðunar utan 12 milna og Bretar
sjá nú, að það bezta sem þeir
gætu fengið, væri lögbinding 12
mílna fiskveiðilögsögu. Islending
ar vildu standa að slíkri sam-
þykkt á tveimur Genfarráðstefn-
um. en náðu 12 mílna fiskveiði-
landlielgi án þess að slík lög öðl-
uðust gildi. Landhelgissamningur
inn varð þannig miklu hagkvæm
ari heldur en það sem við börð-
umst fyrir á Genfarráðstefnun-
um. Ef Framsóknarmenn halda
áfram að þegja, er ekki nema um
tvennt að ræða, annaðhvort vilja
þeir hafa samstöðu með þeim
sem andvígir eru því sjónarmiði
íslands að halda opnum dyrum
til frekari útfærslu, eða þá að
þeir verða að taka aftur öll stór-
yrðin um Iandráð og nauðung-
arsamninga í sambandi við sam-
komulagið við Breta. Það nægir
því ekki að neiti. að svara. ÞaS
verður minnt á þetta mál frekar.