Morgunblaðið - 17.11.1961, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 17.11.1961, Blaðsíða 14
14 MORGVNBLAÐ1B Fostutfri,f*nr 17. nóv. 1961 Útihurðir úr harðviði fyrirliggiandi ú Fást með greiðsluskiJmálum. Trésmíðaverkstæðið Skjólbraut 1 Kópavogi — Sími 17253 Opið til kl. 7 e.h. alla virka daga Lokað í dag eftir hádegi vegna jarðarfarar STEINAVÖR H.F. ^ Norðurstíg 7, Reykjavík Eiginkona mín og móðir okkar SIGRÍÐUR ÁGÚSTSDÓTTIR frá Birtingaholti, andaðist í sjúkrahúsi Keflavíkur 16. þ. m. Skúli Oddleifsson og börnin. Bróðir okkar MAGNÚS VERNHARÐSSON andaðist að Hrafnistu 15. nóvember. Pálína Vernharðsdóttir. Guðfinna Vernharðsdóttir Sonur minn ÁGÚST ÓLAFSSON andaðist að heimili sínu Grettisgötu 61, 15. þ.m. Fyrir hönd vandamanna. Hreiðarsina Hreiðarsdóttir Maðurinn minn KRISTÓFER EGGERTSSON skipstjóri, Álfheimum 3 andaðist í Landspítalanum aðfaranótt 16, nóv. Oddfríður Ingólfsdóttir Innilegar þakkir öllum þeim einstaklingum og félög- um, er sýnt hafa okkur samúð og vináttu við andlát og útför DANIVALS DANIVALSSONAR kaupmanns, Keflavík Olína Guðmundsdóttir, Sturlaugur Kristinn Danivalsson, Johanna Danivalsdóttir, / Stefán Stefánsson og systkini hins látna Þökkum innilega auðsýnda samúð við fráfall og jarðarför INGJALDS ÞÓRARINSSONAR • - Reynimel 54 Hclmfríður Ingjaldsdóttir Pétur Ingialdsson, Stefanía Erlendsdóttir Guðmundur M. Ingjaldsson, Elín Jóhanpesdóttir Laufey Ingjaldsdóttir, Steingrímur Oddsson, Friðbjörg Ingjaldsdóttir. Oddur Helgason Niáll Ingjaldsson, Hjördís Jónsdóttir Innilega þökkum við auðsýnda samúð við andlát og útför Jjf' JÓNS GESTSSONAR rafveitustjóra á Isatirði er lézt 29. f.m. -— SérSíaklega þökkum við rafveitu- stjórn Ísafjarðarkaupstaðar svo og samstarfsmönnum hins látna á ísafirði sýnda virðingu minningu hans. Eiginkona foreldrar og aðrír vandamenn. Innilegt þakklæti til allra er heiðrað hafa minningu GUÐJÓNS INGVARSSONAR Ásvallagötu 57 Guðbjörg Eymundsdóttir Sigurjón Jóhannsson söðlasmióur Fæddur 30. jan. 1881 Dáinn 11. nóv. 1961 í DAG fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði útför Sigurjóns Jó- hannssonar. Hann andaðist í sjúkrahúsinu Sólvangi, eftir stutta legu. Við fráfall hans vildi ég minnast einstakra atriða úr lífi hans. Hann fseddist í Skálm- holti í Villingaholtshreppi, son- ur hjónanna Sigríðar Eiríksdótt- ur og Jóhanns Jónssonar. Fárra vikna var hann fluttur austur að Seli í Landssveit og þaðan að Holtsmúla í sömu sveit, en þar ólst hánn upp. Ungur að aldri fór hann til Stokkseyrar þar sem hann lærði söðlasmíði hjá Lén- harði söðlasmið. Hlaut hann — minning meistararéttindi í þeirri iðn. Sjó- mennsku stundaði Sigurjón allt- af einhvern hluta ársins og var þá matsveinn á skútum í nær- fellt 20 ár. Arið 1919 flutti hann til Hafnarfjarðar og stofnsetti þar húsgagnavinnustofú, sem hann rak einn þar til Hannes sonur hans tók við rekstri henn- ar. — 1 einkalífi sinu var Sigurjón hamingju maður, þrátt fyrir mikil áföll. Hann var þríkvæntur fyrstu konu sína Margréti f\>r- leifsdóttur frá Vatnsholti missti hann eftir eins árs sambúð. Með henni eignaðist hann einn son, Margeir stórkaupmann í Reykja vík. önnur kona hans var Aðal- björg Magnúsdóttir. Með hennt eignaðist hann tvö börn, eina dóttur sem hann missti unga, og son, Hannes húsgagnabólstrara I Hafnarfirði. Auðbjörgu missti hann eftir 5 ára hjónaband. Þriðju konu sína Þóru Gísladótt» ur gekk hann að eiga 22. okt» 1921. Hjónaband þeirra var ást- sælt og hamingjuríkt og reynd- ist hún honum hinn tryggasti og bezti lífsförunautur til hinztu stundar. Fósturdóttir þeirra er Bergþóra Þorvaldsdóttir, gift kona hér í Hafnarfirði. Sigur- jón var mikill mannkostamað- ur, hógværð Og geðprýði ein« kenndu allt hans líf. Hann var reglusamur maður sem vann síii verk án alls hávaða, en vildj standa við það sem hann lofaði og ætlaðist til þess að aðrir gerðu slákt hið sama. Þess vegna var hann alltaf vinsæll í sinu starfi. Eg átti sem barn því láni að fagna að vera samtíða Sigurjóni og alla tíð lágu leiðir okkar sam an svo að segja dag hvern. Eg og fjölskylda mín þökkum hom- um alla tryggð og vináttu. Eig- inkonu hans, börnum og öðrum ástvinum votta ég mína dýpstu samúð. Frændi. 111111 f^\ - kJ ö kjfiaxA l/mumi r* ^— SfrcLluÖÝUf JoK\ssor\ & co I líAprwiif&lVcubi h. Nofrið Sunsilk ONE-LATHER SHAMPOO___' því þá lítur helzt út fyrir, að þér hafið eytt miklum tíma og pening- um á hárgreiðslustofunnL Þvoið hár yðar heima með Sunsilk Sham- poo. Sunsilk gerir hár yðar mjúkt — glansandi. — Aðeins ein umíerð nauðsynleg. NYJUNG Sunsilk Tonic Shampoo gefur hári yðar líflegan blæ og flösulausa mýkt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.