Morgunblaðið - 17.11.1961, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 17.11.1961, Blaðsíða 3
Föstudagur 17. nóv. 1961 M o r n rnv n r. 4 ð i ð 3 Fær að standa í Albaníu EINS og kunnugt er af frétt- um gengur nú sú alda yfir kommúnistaríkin að afmá og rífa niður allt, sem minnir á Stalín. Styttur og málverk af einræðisherranum hverfa, borgir, sem hétu eftir honum fá ný nöfn. En í einu kommúnistaríki Evrópu er Stalínsdýrkunin þó enn ekki dauð. Það er í Al- baníu. Rússar og Albanir saka hvorir aðra um svik við stefn una. Myndin hér að ofan er af Stalínlíkneskinu í Tirana, höfuðborg Albaníu. Er þetta eitt af örfáum minnismerkj- um, sem enn standa, um mann inn, sem Krúsjeff nefnir nú böðul og illmenni. Hr útasýning, í Kjós VALDASTÖÐUM, 16. nóv. — Þann 6. nóv. var haldin hrúta- sýning á vegum Sauðfjárræktar- félags Kjósarhrepps, að Hækings dal. Aðaldómari var Sveinn Hall grimsson, frá B.í. Meðdósnendur: Björgvin Guðbrandsson bóndi á Fossá, Oddur Andrésson, bóndi á Neðra-Hálsi. Sýndir voru 83 hrútar. 34 hlutu 1. verðlaun. 32 2. verðlaun, 13 3. verðlaun og 4 engin verðlaun. Beztan dóm fékk Skarpi 3ja vetra, eign búsins á Neðra-Hálsi. Annar í röðinni var Kaggi vetur gamall. Eigandi Guðmundur Jóns son frá Laxárnesi og 3. Kollur 2ja vetra, eigandi Ingvar Jónsson Laxárnesi. Þá fór fram afkvæmasýning á hrút 1 og 2 ám undan Skarp, er áður getur, hlaut 3. verðlaun fyrir afkvæmi. Kolkjamma, 6 vetra, eign Haraldar Magnússon ar Eyjum, hlaut 2. verðlaun. Gonta 5 vetra, eign búsins á Neðra-Hálsi, hlaut 3. verðlaun fyrir afkvæmi. — St.G. Rússar sleppa ekki tangarhaldinu: Halda áfram að- vörunum til Finna ! Finnski sendiherrann í Moskvu kaEBaður heim í skyndi til að gefa skýrslu Moskvu og Helsinki, 16. nóv. — (AP — NTB/Reuter) — SOVÉTSTJÓRNIN gaf í dag Finnum aðvörun um það, að hún teldi hættuna á þýzkri árás jafnvel enn meiri nú heldur en um mánaðamótin síðustu, þegar hún sendi finnsku stjórninni orðsend- ingu og fór fram á varnar- málaviðræður ríkjanna vegna yfirvofandi hættu á hernað- arárás Vestur-Þjóðverja og bandamanna þeirra í Atlants hafsbandalaginu — en þar var sérstaklega vísað til hern aðarlegs samstarfs Dana og Norðmanna við „vestur- þýzku hernaðarsinnana“. ár Sendiherrann heim í skyndi Moskvusendiherra Finnlands, Eero Vuori, var í dag kal.laður á fund Vasilj Kuznetsovs, vara- utanríkisraðherra Sovétríkjanna, sem tjáði sendiherranum skoð- un stjórnar sinnar á fyrrgreind- an hátt, að því er finnskar heim ildir í Moskvu telja. — í Hels- inki gaf finnska utanríkisráðu- neytið aðeins út stutta tilkynn- ingu um fund þeirra Vuoris og Kuznetsovs — og var þar sagt, að sendiherranum hefði verið stefnt heim til Helsinki til þess að gera tjórninni grein fyrir við ræðunum. Aðrar heimildir, sem standa finnsku stjóminni mjög nærri, segja, að Vuori muni koma flugleiðis heim frá Moskvu þegar í fyrramálið. — 1 tilkynn- ingu ríkisstjórnarinnar var það tekið fram, að ekkert lægi fyrir um efni viðræðnanna. Haft er eftir Finnum í Moskvu, að sovézki varautan- ríkisráðherrann hafi tilfært þrjár meginástæður fyrir mati stjóm- ar sinnar á ástandinu (þ.e.a.s. því, að hún telur nú enn meiri hættu á árás en fyrr): 1) Vísað er til heimsóknar v.-þýzka land- varnaráðherrans Franz Josefs Strauss í Noregi þessa dagana og þeirra samninga, sem nú standi yfir milli Noregs og V.- Þýzkalands um hernaðarlegt samstarf. — 2) Horfur á því, að herstyrkur Atlantshafsbandalags ins í Evrópu verði aukinn veru- lega — og „aðgerðir bandalags- ins á Eystrasaltssvæðinu". — 3) Fréttir í dönskum blöðum um möguleika á sameiginlegri dansk vestur-þýzkri herstj óm. — ★ — Kuznetsov á að hafa sagt, að þetta væru alvarleg tíðindi, en ekki farið nánar út í einstök atriði — og ekki gefið í skyn, hvort sovétstjórnin ætlaðist til einhverra sérstakra ráðstafana af hendi Finna í þessu sam- bandi. Skarst illa í andliti Bifreibaslys á HAFN ARFIRÐI — Snemma morguns á miðvikudag, eða rétt fyrir klukkan tíu, rákust tvær bifreiðir saman á Reykjanesbraut inni, skammt fyrir ofan hjúkr- unarheiimilið Sólvang. Braut þessi er að sjálfsögðu aðalbraut og kom bíllinn G 1631, sem er af Kaiser-gerð, eftir henni frá Rvík. I sama mund var Volgabíl ekið inn á brautina frá heimreiðinni upp að Setbergi, og skipti það — Kongó Framh. af bls. 1. Gizenga, valdamanns í Stanley- ville, en herforingi uppreisnar- liðsins, Pakassa ofursti, er þekkt- ur sem fylgismaður Gizenga. Auk þess ganga stcðugt þær fréttir — og berast „staðfestingar" úr æ fleiri áttum — að Gizenga hafi sjálfur fyigt þessu liði (um 1500 mönnum) ti.l Kindu og æst það til uppreisner gegn miðstjórn Adoula í Leopoldville. Gizenga er sjálfur varforsætisráðherra þeirr ar stjórnar — en hefir setið sem fastast he'.ma í Stanleyville að undanförnu og neitað að taka þátt í stjórnarstöri'um í Leopoldville. ★ ÞÖRF SKJOTRA AÐGERÐA Herstjóri SÞ í Kongó, Irinn Sean McKeown, sem kom til við ræðna við U Thant í New York i kvöld, ásamt Conor O’Brien, aðalfulltrúa SÞ í Katanga, sagði hins vegar við fréttamenn í kvöid, að ástæðulaust væri að leggja nokkra „dýpri merkingu“ í uppreisnarina í Kindu. Hún — og hið hroðalega morð Italanna — gæti einfaldlega stafað af því dæmalausa agaleysi, sem ríkti í Kongóhernum. Hermennirnir virt ust engum skipunum hlýða, en fara sínu íiam svo sem þeim'sýnd ist — og drykkjaskapur væri mjög almennur meðal óbreyttra hermanna. Væri því ekki von á góðu. (Vitni telja, að hermenn- irnir, sem myrtu ítölsku fluglið- ana, hafi verið drukknir.) — MeKeown hershöfðingi lagði hins vegar áherzlu á það, að allt ástandið í Kongó virtist nú með alvarlegasta móti — og þyrfti að grípa til skjótra og ákveðinna að gerða þar. Ekki ræddi hann frek- ar, hverjar þær aðgerðir ættu helzt að vera. Reykjanesbraut engum togum að hann lanti á „Kaise!mum“ og varð þarna geysi harður árekstur. Kveðst bílstjór inn, sem kom inn á aðalbrautina, ekki hafa tekið *ftir bílnum fyrr en of seint. Við áreksturinm snerist bíllinn er kom eftir Reykjanesbrautinni, bókstaflega við á veginum. og stúlka. sem sat í framsætinu hjá bílstjóranum, kastaðist á fram- rúðuna og skarst allverulega í andliti. En bílstjórinn slapp með minniháttar skrámur og einnig sá. sem. ók Volga-bílnum. sem er frá Ólafsfirði, Ó 94. Hinn bíllinn er aftur á móti af Suðurnesjum og stúlkan, sem slasaðist sunnan úr Garði. — Henni var ekið í Slysavarðstofuna í Rvík og síðan í Landsspítalann til frekari rann sóknar. Volgabíllinn kastaðist út af veg inum og eru báðir bílarnir stór- skemmdir. — G.E. „Elskhuginn" seldui í 3,5 millj. eintukn LONDON, 16. nóv. — Brezka útgáfufyrirtækið „Penguin Books“ upplýsti í dag, að vasaútgáfa þess af hinni frægu bók „Elskhugi Lady Chatterley“ hefði nú selzt í 3.5 milljónum ein- taka — aðallega í Bret- landi sjálfu. — Talsmaður útgáfunnar sagði, að þessi mikla sala væri eingöngu að þakka þeirri „auglýs- ingu“, sem fólst í réttar- höldunum í fyrra, þar sem skorið var úr um það, að þessi fræga skáldsaga D. H. Lawrence væri ekki klám- rit. Hefði bókin ekki fengið þessa sérstæðu auglýsingu, sagði talsmaðurinn, hefði hún sennilega selzt í ca. 250.000 eintökum — og við hefðum verið hæstánægð- © AJA /S hnúior / SV 50 hnútar Snjó/como f OSi ■ \7 Skúrir IC Þrumur Ws KuUatkil Hihski'i H Hm$ L La9» u. m nu ,i l '* u. MI I gær var hæg norðvestan átt og hreinviðri um állt land, en skammt norðaustur í hafi var stormur og éljagangur. — Við Suðvestur-Grænland er ný lægð á ferðinni, og var bú- izt við suðlægari átt af henni í dag með rigningu suðvestan lands. Mjög sterkur vestanvindur er nú í háloftunum yfir Is- landi og þess vegna ber öll veður hratt yfir til austurs. Veðurspá kl. 10 í gærkvöldi: SV-land til Vestfjarða og niðin: Þykiknar upp með vax andi SA átt í nótt, allhvass sunnan eða SA og rigning á morgtm. Norðurland til SA-lands og miðin: Hægviðri og léttskýjað í nótt, sunnan kaldi og skýjað eftir hádegi, víða rigning með kvöldinu. STAKSTEIiVAR ítalska línan I gær ræddi Morgunblaðið um það, hve skelfilega þegjandalegir kommúnistar væru eftir 22. flokksþing kommúnistaflokka Ráðstjórnarrikjanna. Þeir hefðu ekki hugmynd um, í hvora löpp- ina þeir ættu að stiga. Síðan sagði orðrett- „Kommúnistadeildin á Islandi er sjálfsagt að vonast eftir því að aðrar deiidir taki af henni ó- makið og marki einhverja stefnu." Og prenlsvertan var varla þorn uð á Morgunblaðinu, þegar Moskvumálgagnið staðfesti að þessi skoðun væri rétt. I gær birt- ir það greinargerð italska komm- únistaleiðtogans, Togliattis, um þetta mál. I inngantgi segir Moskvumálgagnið: „Meirihluti skýrslunnar (skýrslu Togliatti) fjallar um meginmál þingsins, hina nýju stefnuskrá þingsins og stórfenglegu starfs- fyrirætlanir, en í síðari hluta hennar er hinsvegar fjallað um uppgjörið út af mistökum og af- brotum á valdatíma Stalins og fara hér á eftir kaflar úr þeim hluta.“ Það var sem sagt sá hlutinn, sera íslenzka deildin þurfti að kynnast. Fordæmingin ólijákvæmileg Meginsjónarmið Togliattis, þau sem kommúnistar á Islandi með- taka þakksamlega og munu á næstunni gera að sínum, eru þessi: Upplýst hefur -verið að Stalin framdi margskonar „réttarfars- brot“ og glæpi. Ohjákvæmilegt var því að varpa trúnni á-hann fyrir róða. Krúsjeff og hans menn urðu að upplýsa glæpina, því að hópur manna vildi viðhalda Stal- instefnunni og „reyndi í júní til júlí 1957 beinlínis að beita valdi til að bylta stjórn flokks- ins og afturkalla ákvarðanir 20. flokksþingsíns.“ Til að ráða nið- urlögum þessa hóps varð að út- hrópa Stalin enn rækilegar. „For- dæmingin er því óhjákvæmileg." „Transportið“ með Stalin Um „transportið" með jarð- neskar leifar Stalíns segir Tog- liatti: „Flutningurinn á jarðneskum leifum Stalins úr grafhýsi Len- ins var í rauninni ráðstöfun, sem þegar var tíma- bær eftir 20. þingið, en var að ég held að- eins frcstað vegna þess að almenningur hefði þá ekki getað gert sér grein fyrir henni. Eg á hins vegar persónu- lega erfitt með að skilja þá á- kvörðun að skifta um nafn á Stalingrad.“ Togliatti boðar það sem sagt, að hann sé samþykkur meðferð- inni á hinum fyrri vini sínura og átrúnaðargoði, en síðan spyr hann sjálfan sig: „Hvernig gátu svo voðalegir hlutir gerzt“. Og hann svarar þvi að hann sé ekki fyllilega ánægður með svarið sem „felst í því að kenna neikvæðum eiginleikum Stalirus um allt . . . Það kemur nú á daginn, að það voru aðrir menn sem unnu með honum að lagabrotum.“ Togliatti svarar því hinsvegar ekki, hverj- ir þessir aðrir menn séu, en þeir eru einmitt áhrifamestir í Sovét- stjórnánni nú Kommúnistar á Is- Iandi hliðra sér líka hjá þvi að svara þeirri spurningu, hvort þeir imyndi sér að núverandi stjórn- endur Rússa og fyrrverandi sam herjar Stalins séu sakleysið sjálft. Loks úthrópar Togliatti svo al- bönsku kommúnistana. Nú hefur islenzka kommúnista- deildin fengið línuna og líklega fer þá þögninni að ljúka.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.