Morgunblaðið - 17.11.1961, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 17.11.1961, Blaðsíða 13
Föstudflgur 17. nóv. 1961 MORGVNBL4Ð1Ð 13 I H A U S T voru 30 ár liðin EÍðan skipulögð kennsla í hjúkrun hófst hér á landi. — Hjúkrunarkvennaskóli ís- lands hélt upp á afmælið sl. föstudagskvöld um leið og 14 nýjar hjúkrunarkonur voru útskrifaðar. Daginn eft- ir átti blaðamaður Morgun- blaðsins samtal við Þor- björgu Jónsdóttur skólastjóra og Sólveigu Jóhannsdóttur aðalhjúkrunarkennara í til- efni afmælisins og fékk hjá þeim eftirfarandi upplýsing- ar: Hjúkrunarfélag stofnað 1919. „Byggingamál Hjúkrunar- kvennaskólans eða Hjúkrunar- skólans eins og skólinn væntan- lega mun heita í framtíðinni, standa huga mínum næst“, sagði skólastjóri. „En þar sem ég geri ráð fyrir, að þér viljið (yrst heyra um starfsemi skól- ans frá upphafi er bezt að byrja á sögu hans og láta bygginguna bíða þar til síðast“. Aðdragandi að stofnun Hjúkr- tmarkvennaskóla íslands var sá, að nokkrar íslenzkar konur, sem á eigin spýtur höfðu aflað sér hjúkrunarmenntunar er- lendis stofnuðu hjúkrunarfélag, ásamt nokkrum dönskum hjúkr- unarkonum, sem voru hér starf- andi. Félagið, sem var stofnað 1919, hlaut nafnið Félag ís- lenzkra hjúkrunarkvenna og voru stofendur 8. Félagið beitti sér fyrir mennt- un íslenzkra stúlkna og tóku þær fyrri hluta hjúkrunarnáms- ins.hér á landi og var það aðal- lega verklegt nám, en seinni hlutann tóku þær ýmist í Dan- mörku eða Noregi og þar fór fram mesti hluti bóklega náms- ins, en einnig verklegt nám. — Þaðan tóku síðan nemendur lokapróf í öllum námsgreinum. Aðalhvatamaður að stofnun þessa stéttarfélags og fyrsti. for- maður þess var Christophine Bjarnhéðinsson, prófessorsfrú, en árið árið 1924 tók frú Sigríður Eiríksdóttir við formennsku í félaginu og átti mestan þátt í að skipuleggja hjúkrunarnámið. — Frú Sigríður var formaður fé- lagsins til ársins 1960. Þegar Landsspitalinn var stofnaður 20. des. 1930, skapað- ist fyrst aðstaða til að skipu- leggja hjúkrunamám íslenzkra kvenna og stofna skóla. Þrír nemendur hófu nám um leið og Landsspítalinn tók til starfa, en nemendur af öðrum sjúkrahús- um voru að smákoma inn í Landsspítalann fyrri hluta árs- ins og voru orðnir 13 um haust- ið. Um skipulagða kennslu var ekki að ræða fyrr en haustið 1931, því forstöðukona var ekki ráðin við Landsspítalann fyrr en 1. júní 1931. Þessa stöðu skipaði frk. Kristín Thoroddsen og varð hún jafnframt forstöðu- kona skólans. Af þeirri ástæðu teljum við ekki að hjúkrunar- kvennaskólinn hafi hafið starf- semi sína fyrr en haustið 1931. Þriggja ára nám Hjúkrunarnámið var frá upp- hafi þriggja ára nám, mest- megnis verklegt nám, því nem- arnir fengu bóknámið í frístund- um sínum, 1. og 3. námsárið. — Bóklegu fögin voru, fyrsta árið: Hjúkrunarfræði, ágrip af líf- færa- og lífeðlisfræði, sem aðal- fög, og almenn heilsufræði og hjúkrunarsiðfræði sem aukafög. Þriðja árið lásu þeir ágrip af lyflæknisfræði og handlæknis- fræði sem aðalfög, og sem auka- fög: sjúkramatreiðslu og hjúkr- unarsögu. Annað árið af náms- tímanum unnu þeir í sjúkrahús- um úti á landi, í almennum sjúkrahúsum og í berklahælum. í Landsspítalanum voru nem- endur aðallega í lyflæknis- og handlæknisdeildunum og sumir í fæðingardeild og aðrir í húð- og kynsjúkdómadeild. Eini fasti kennarinn við skól- ann árin 1931—1941 var Kristín Thoroddsen, en þá er Sigríður Bachmann ráðin forstöðukon- unni til aðstoðar við kennslu og önnur störf. í ársbyrjun 1949 verður Sigríður Bachmann skólastjóri skólans óg því starfi gegnir hún til ársins 1953, er hún tekur við af Kristínu Thor- oddsen sem forstöðukona Lands- spítalans og því starfi gegnir hún enn í dag. Skólastjóri Hjúkr unarkvennaskólans frá 1954 er Þorbjörg Jónsdóttir. 'Fyrstu læknar Landsspítalans, sem kenndu við Hjúkrunar- kvennaskólann voru: Dr. med. Gunnlaugur Claessen, þáv. yfir- læknir röntgendeildarinnar, próf. Jón Hjaltalín Sigurðsson, þáv. yfirlæknir lyflæknisdeildarinnar, og Kristinn Björnsson, þáv. 1. aðstoðarlæknir handlæknisdeild- ar, nú yfirlæknir Sjúkrahúss Hvítabandsins. Sá síðastnefndi kenndi í 2 ár, en hinir tveir kenndu árum saman. Aðrir læknar, sem lengst hafa kennt við skólann, eru dr. med. Gísli Fr. Petersen, núv. yfir- læknir röntgendeildarinnar, og Kolbeinn Kristófersson, deildar- læknir sömu deildar. Þá hefur Ólafur Þorsteinsson, háls-, nef- og eyrnarlæknir kennt sína sér- grein mjög lengi og Kristján Sveinsson, augnlæknir, hefur kennt augnsjúkdómafræði frá því byrjað var að kenna þá námsgrein og til þessa dags. Forskóli tekur til starfa Það hafði viss óþægindi í för með sér, að hjúkrunarnemar tóku til starfa í sjúkrahúsinu alveg undirbúningslaust. Því var það, árið 1937, að svonefndur forskóli tók til starfa, átti að sjá um að kenna nemendum ýmis undirstöðuatriði í hjúkr- unarfræði. Fyrstu 4 árin starf- rækti Rauði kross íslands for- skólánn og sá frk. Sigríður Bachmann um alla kennsluna í honum. Forskólinn stóð í 4 vik- ur fyrsta árið, en var smálengd- ur og árið 1941 var hann orðinn 8 vikna skóli. Þessi timi bættist við hið löggilta hjúkrunarnám og gerir það enn. Hann náði til- ætluðum árangri, dró úr ýmsum byrjunarörðugleikum nemenda, en það hlífði sjúklingunum við margvíslegum óþægindum, sem hjúkrun viðvaninga hefur í för með sér. Framh. á bls. 15. Þrettán fyrstu hjúkrunarkonurnar, sem brautskráðust úr Hjúkrunarkvennaskóla íslands, ásamt forstöðukonu, læknum og fleira starfsfólki Landsspítalans. Myndin er tekin á tröppum Lands- spítalans vorið 1933. Kveöja til aímæiis- . hátíðar Háskólans frá Jörgen Bukdahl FYRSTA mikla afmælishátíð i Ihins uniga íslenzka háskóla var imiikill dagur fyrir Island og Norðurlönd. Hásikólanum bárust toeillaósikir og kveðjur frá fjölda báskóla. Frá Danmörku komu m. a. rekitorar háskólanna í Kaiupmamniahöfn og Arósum og 1 tfyrrverandi menntamálaráð- herra Dana, Jörgen Jöngiensen, eem leiddi handritaimálið til lykta, þrátt fyrir andstöðoi nær allra háskólamanna. Er Jörgen Jörgensen samnefnairi alis hins ibezta hjá dönskum lýðháskólum. Sjálfur vil ég gjarna bæta mín tim persómulegu hamingjuóskum við. Fyrir handritaimálinu barð- ist ég einnig með hliðsjón af Ihinni einstæðu hátíð, og ekkert Éanmst mér eðlilegra og fallegra en að háiskólinn þægi handritin sem haminigjuósk frá alþýðu Dommerkuir, og þá fyrst og fremst írá 1 ý ðháiskólunum. En í hand- ritunuim felgt vitnisburður um hina milkiu menningu Islands Begnum aldirnar, þau eru áþreif- ] anlegur grundvöllur fyrir þjóð- legum áhri'fum á háskólanm, þar sem ríður á að ramnsakia forsend- ur og frekara samhengi. Að all- ar þessair rannsóknir skuli tengj- ast Háskóla Islands með hinum upprunalegu handritum, boðar gott í framtíðinni, bæði um rann sóknir á fortíð íslamds og Norð- urlandanna. Sérstaklega þó þeg- ar þess er gætt. að alþýða Is- lands hefur alltaf verði trú for- tíð sinni og sótt styrk til hennair á hörmiumgartímium, hvort, sem það var í gegnum Eddu eða forn- sögurnar eða rímurnar, Hall- grím Pétursson eða Jón Vídalín. Og hinir afskekktu, íslenzku bóndabæir voru hver um sig lít- il'l háskóli, þar sem menn á kvöldvökunni lásu upp eða skrifuðu niður, veltu fyrir sér textanum, sérstaklega hinium gömlu, snúnu diróttkvæðum og ’héldu málinu lifandi og hreinu. I Oft var_mikinn fróðleik að finna meðal aiþýðumanna, sem fannst I þeir vera skuldbundnir vegna þess, sem hafði á sagnaöldinni 'haft miðstöð í Haukadal, Odda, Reykholti, Skálholti og á Hólum, menningarsetrum, sem voru af- rækt á vondum tímum. Á þessu hvílir hinn ungi, íslenzki Há- skóli, ásamt með fræðaiðju þeirri, sem innit var af hendi í klaustrunum. Eg fékk nýlega senit tveggja binda ritverk, Vestfirzkar ættir: ættfræðilega lýsingu á ætit frá Arnardal, sem Ari Gíslason og V. B. Valdirrarsson hafa annazt, mikið verk, sem fyllir 1000 bls. Lestur bókarinnar ásamt hundr- uðum mynda var fræðandi og skemmtilegur. Þar er hægt að fylgja ættlið eftir ættlið frá ætt- föðurnum i Arnardal. Niðjam- ir hafa aðallega haldið sig á sunnanverðu Isafjarðardjúpi í Bolungarvík og Hnífsdal, þótt þeir upp á síðkastið hafi setzt að í Reykjavík. Einnig má sjá á myndunum, hvernig tízkan breyt ir hinum gamla, fallega klæða- burði og hárbúnaði almennings. Og hvílí'kt samanisafn íslenzkra andlitsmynda, hvílíkur persónu- leiki í andlitsdráttunum, ekki síat hjá konum elztu ættliðanna, sem um langan aldur hafa legið í moldu — íslenzku mæðu.rnar, sem héldu landinu uppi í tvö- földum Skilningi. Nægjuisemi og guðsótti speglast i þeirra sterku andlitsdráttum, sá' kraftur, sem ekki lætur kúgast og aðeinis and- legt líf gebur skapað. Aldrei hef ég verið eins nærri íslandi og þegar ég fylgi framgangi þess- arar æbtar. Þarna hitti ég gamla kunningja frá þeim tima, er ég heimsótti Isafjörð og Arnardal, og leitaði spora, sem Katla og Þormóður höfðu lótið eftir sig. 1 þessari ætit, sem' bækumar setgja frá, er einnig sagnaandi. Þar finn ég til dæmis Kristján Ebenezarson, fæddan 1815 og dá- irm 1874. Hann var annað nafn á Reykjafjarðarheimilinu, fræg- asta gestrisni- og rausnarheim- ili á Vestfjörðum um hans daga. Tvasr vísur eru hér, sem um hann voru kveðnar: Prýðir ríkur Reykjarfjörð, rauisn og dyggð fram knúði. Kappa líkur á kólgu og jörð, Kristján hugumprúði. Er hreppstjóri og á til kvöð, ef að þing skal setja. Almaþór í æðstu röð, Isfirðinga hetja. Þetta er Island og þetta eru eftirmæli. Um leið og ég las þessi tvö stóru bin-di, fann ég Island, kjama fólksins, sem byggir land- ið, gafst ekki upp, en lifði af norska og danska áþján, drep- sóttir, verzlunareinokiun, elds- umhrot.... A þessu fólki byggir hinn ungi háskóli og örlög hans, sem liður í menningarlífi fólksins, mótiast af þeim arfi, sem þetta fólk varðveitti allt frá söguöld til þessa dags. Osk mín á háskóla hátíðinni er því, að háskólinn missi aldrei tengslin við þjóðina, að hann molni aldrei sundur í akadmeiska yfirstétt, sem gjör- ir upp á milli leikra og lærðra, eins og um langan aldur átti sér stað í Danmörku, unz Grundtvig og Sören Kirkegaard brutu á bak afbur einokunaraðstöðu há- skólanna í baráttu sinni fyrir rétti almúgamanmsins, virðingu hans og verðleifcum. Lærdómur og andlegt líf er ekki það sama. Ef íslenzka þjóðin er vakandi og aðgætin í því tilliti nú sem fyrr, þegar hún sjálf varð að halda uppi andlegu og mennimgarlegu lífi á hinum dreifðu bænda'býl- um, Islenzk málfræði getur vit- anlega ekki haldið málinu hreinu, en hún getur hlustað á tal fólksins og í þanm hábt tek- ið þátt í að halda tungunni hreimm, hrynjandi hennar og byggingu, útrýmt „slangi" og öðru því, sem spillir tungunni, ekki sízt vegna stórborgarhrynj- andi Reykjavíkur. Um aldarað- ir hefur málið verið sómi og metnaður íslenzku þjóðarinnar, þar sem nýtt og gamaít tengdist, svo að hvergi mark-aði fyrir mis- fellum, sagnamálið. hinaf lif- an-di ræður í Postill-u Jóns Vída- líns. Um leið og ég hvlli hinn unga Háskóla Isl-ands óska ég þess. að han-n megi hald-a áfram að sbarfa fyrir framtíð hins frjálsa lands. Ha-nn h-efur mikinn arf að ávaxta sem byggir á Ha-ukadal, Od-da og Reykholti. Nú frekar en nokkru sinni, ríðu-r á að halda samheng- inu, því sem kallast erfðavenju-r, hinum óbifanlegu stólpu-m þeirr- I ar brúar, er liggur til framtíðar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.