Morgunblaðið - 18.11.1961, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 18.11.1961, Blaðsíða 10
10 M o n n rt v n r 4 Ð IÐ Laugardagur 18. nóv. 1961 r> V SIND OOG TÆKNI v) Lærðir sýklar LÆHÐIR sýklar? mun ein- hver spyrja? og halda, að um prentviilu sé að ræða. Svo er þó ekki. Menn hafa yfirleitt verið sammála um réttmæti kenningar Darwins, að þróun eigi sér stað þannig, að hinir hæfustu lifi og geti af sér ein- staklinga með sömu eiginleik- um, og nútíma sýklafræði hef- ur endurvakið kenningu Frakkans Lamarcks, að um- hverfi geti breytt erfðaeigin- leikum Þessi afstaða á eink- um rót sina að rekja til þeirra, sem fást við rannsóknir á sýklum, sem hafa öðlazt mót- stöðuafl gegn antibíótíka. Eftir þvi sem árin liðu, og lengur haíði verið unnið með áðumefnd lyf á sjúkrahús- um fór að bera á sýklastofn- um, serr gátu þolað óhemju- magn af þeim. Einkum hefir borið á sýóingu (greftri) í skurðsárum og lungnabólgu, sem ekki hefur verið unnt að Næmlspróí í ræktunardiski. Súlurnar eru sýklahópar. Þessi mynd sýnar dæmi um lítilshátt ar víxlþol Allir sex -sýkla- stofnanir liafa orðið fyrir á- hrifum frá methicillin. Stofn- arnir þrír til vinstri þola penicillin G og sýna meiri vöxt undir methiciliináhrifum en hinir þrir, sem eru næmir fyrir penicillin G. A myndinni má sji meiri vöxt stofnanna til hægri á því að súlurnar eru dekkri (minna sézt í gegn- »m þær). ráða fcót á með þeim lyfjum, sem mest eru notuð. Eftir því, sem meira er notað af antibío- tískum iyfjum, er meiri hætta á að þoinir sýklastofnar komi fram í dagsljósið. Orðið anti- bíotíka er notað hér með vilja. Orðasmiðir hafa að vísu búið til orðið fúkkalyf, og haft þar í huga penicillin, sem unnið er úr mygiusveppum, en orð- ið er algerlega óhæft, því meiri hluti þessara lyfja er ekki unnið úr sveppum, held- ur jarðvegsgerlum. Islenzk- unni er jafn mikil hætta búin af viilaridi eða rangt hugsuð- um nýyrðum Og erlendum orð- um, þótt a annan hátt sé. Höfuðóvinurinn í graftrar- ígerðum á sjúkrahúsum er sýk ill er neínist Staphylococcus aureus. Hann hefur því ver- ið emna mest rannsakaður allra sýkla með tilliti til anti- bíotíkaþois. Það, sem hér er sagt, a því bezt við um hann. Hann er kúlulaga og um það bil einn þúsundasti úr milli- metra í þvermál. Hann á það sammerkt öðrum gerlum með ættarnaíninu Staphylocossus, að hann vex í óreglulegum þyrpingum, sem auðvelt er að þekkja undir smásjá. Nú á dögum gera menn sér ljóst, að ílest þau efni, sem nothæf eru til lækninga grípa inn í efnaskipti sýklanna. All- Heimavistarskóli í Leirársveit \KRANESI, 15. nóv. — Hafizt íefir verið banda um byggingu íeimavis'tarskólahússins við Leir- irlaug í Leirársveit fyrir sveit- xnai utan Skarðsheiðar. Þarna Ir meðfæddir eiginleikar lif- andi vera eru afleiðingar efna- skipta þeirra, og þau stjórn- ast af hvötum (enzymum). Hver hvati stjórnar ákveð- inni efnabreytingu. Hvatami eru svo aftur framleiddir af kjarnasýrum, er bera arfgenga eiginieika frá kynslóð til kyn- slóðar. Lyfm em efni, sem geta bundist hvötum sýklanna í stað efna, sem þeir framleiða sjálfir, eða fá frá umhverfinu, en geta eklci tekið þátt í frek- ari umbreytingum. Hið flókna viðhaldskerfi lífverunnar fer þá algerlega úr skorðum. Antibíótíka eru efni, sem iifandi smáverur framleiða til að rá?ast gegn öðrum tegund- um smávera til að geta setið einar að næringunni á þeim stöðum, þar sem þeim líkar bezt. Sýklar og aðrir gerlar eru ör smáar verur, en fjöldi þeirra er gííuriegur og viðkoman geysimikil. Af þessum orsök- um verðui mikill fjöldi stökk- breytmga, og af örfáum um- breyttum sýklum getur því fljótlega nsið nýr stofn. Sýkl- ar laga sig því fljótt að breytt- um aðstæðum. I náttúrunni finnast gerlar, er öðlast hafa mótstöðukraft gegn antibíó- tíka, en síðan farið að nota þau íil muna hefur tala slíkra stofnn margfaldast, einkum þar, »sem lyf þessi eru notuð að staoaldn. Menn ættu að minnast þess, að í hvert skipti, sem notuð eru antibíótíka, bætast nýir sýklar, sem þola lyfin í umhverfi okkar. Þegar sýklar eru í umhverfi, sem xnmheldur skaðlegt efni, en ekki svo mikið að nægi til að drepa þá öðlast þeir auðveJdlega hæfileika til að þola viðkomandi efni. Ef efni þetta er smáaukið getur farið isvo, að • sýklar þessir þoli 500—1000 fallt meira af efn- inu er. aðrir sýklar sömu ætt- ar. Stundum fer svo, að sýklar fara að vaxa í talsvert sterk- um upplausnum sótthreins- andi efna, sem staðið hafa lengi í opnum eða illa byrgð- um ílátum. Þeir virðast venj- ast strepíomycin afar vel. Meira að segja hafa fundizt sýklastofnar, sem voru orðnir svo umbreyttir, að þeir gátu ekki vaxið, nema streptomycin væri iil staðar. Bezta antibíótíska lyfið er penicillin, þegar það á ann- aðborð verkar á þann sýkil, sem um er að ræða hverju sinni. Hér að ofan er mynd, er sýnir gerð þess lauslega. Hin ýmsu afbrigði þess koma fram, þegar skipt er um frum- eindakeðjuna til hliðar. Pen- icillin verkar á sýkla, sem eru að skipta sér. Menn vita ekki nákvæmlega, hvernig það verkar, en aðaláhrif þess virð- ast vera, að það hindrar sýkl- ana 1 að ná glútamínsýru frá umhvorfinu. Penicillin verkar ekki á þá sýkla, sem sjálfir geta framleitt glútamínsýru handa sér.* * Ekki verður þó öll áhrif penicillins skýrð á þennan Stafýklókokkar — stækkaðir 800 sinnum hátt. Sýklarnir eiga því um tvær leiðir að velja til varnar. Ann- að hvort verða þeir að öðlast hæfileikann til að setja sam- an hvatakerf i (= enzíme system. hópur hvata, er vinna saman við framleiðslu eða klofnir.gu einhvers efnis) til að framieiða glútamínsýru, eða þeir verða að hefja fram- leiðslu hvata (penicillimase) til að kljúfa penicillin. Reynd- in er sú, að hvorttveggja hef- ur átt sér stað — þó ekki í sama stofninum. Hvatar eru ákaflega sér- hæfðir Hver hvati hefur yfir- leitt aðeins áhrif á eitt efni (eða rnjög iík efni) eða efna- breytmgu. Þessi sérvizka þeirra hefur hagnýtt gildi við notkun penicillin afbrigðanna. Hvatar limna „lærðu“ sýkla vinna nelnilega þannig, að Jþeir rífa hllíaitkeðjuna af penic’llin. Þegar breytt er um keðjuna verða hvatar þessir óvirkir gegn hinu nýja efni. Utkoman verðuj- önnur, ef sýklarnir t.aka að framleiða glútannnsýru sjálfir. Þegar svo fer, er nóg að að þeir öðlist mótstöðukraft gegn einu penici’lin afgrigði, og hin hafa þá ekki áhrif heldur. Hér var samt keldur djúpt í árina tek- ið: Hann þolir afbrigðin mis- munandi vel — efnið verkar sem sagt á fleiri en einn hátt. Þetta fvrirbæri er nefnt víxl- þol (cross-resistance). Einn- ig má í þpssu sambandi benda á, að þeir stofnar, er fram- leiða penicillinase, sýna einn- ig víxlþol, þótt það sé mörg- um sinnum minna (sjá mynd). Hinir vixlþolnu sýklar eru sömuleiðis betur hæfir til að þola rnjög sterkar penicillin- upplausnir. Til allrai hamingju hefur reyndin crðið sú, að sýklarnir missa sýkingarmátt sinn að mik’.u leyti. Þeir sýklar, er valdið hafa lungnabólgum og ígerðum i sárum á sjúkrahús- um eru af þeirri tegundinni, sem kljúfa penicillin, og verða því að sjálfsögðu að gefast upp fyrir nýjum afbrigðum — að minnsta kosti í bili. Efnaskipti hinna víxlþolnu sýkla virðast því hafa tekið miklu víðtækari breytingum, en vert en að minnast þess, að engmn getur ábyrgst, að þeir öðlist ekki á ný hæfileika til að orsaka sjúkdóma í mönn um. Þeim, sem lesið hafa þessa grein, er nú án efa ljóst, að þrátt fyrir mörg og máttug ný vopn er langt frá því að stríð- inu við sýklana sé lokið með sigri mannanna. Baráttan hef- ur aldrei verið harðari en nú, og báðir aðilar svifast einskis. En þrátt fyrir það er engin ástæða til að örvænta. Lengi mun verða mögulegt að finna ný sýkiadrepandi efni, og ef til vili eiga sýklarnir eftir að missa mótstöðuafl sitt gegn lyfjum nútimamanna, þegar þau eru búin að verða gagn- iaus og liggja ónotuð um nokkra áratugi. Fjórar þýddar skáldsögur Meðal þeirra „Lseknirinn Lukas“ eftir Taylor Cardwell BÖKAÚTGÁFAN Skuggsjá hef- ur nýlega sent frá sér fjórar þýddar skáldsögur, „Læknirinn Lúikas“ eftir Taylor Cardwell, „Saman liggja leiðir“, eftir Mar- git Söderholm, „Allt fyrir hrein- lætið“, eftir Evu Ramm og „Seið ur hafs og ástar“, eftir Theresa Gharles. „Læknirinn Lúkas“ er sagan, sem frú Ragnheiður Hafstein las í ríkisútvarpið og vakti þar mikla athygli. Sagt er að það hafi tek- ið höfundinn 40 ár að viða að sér efni í bókina, en hún fjallar sem kunnugt er um ævi guð- spjallamansins Lúkasar. Skönnmu eftir dauða Jesú hittir Lúkas læri sveina hans og marga þá, er heyrt höfðu fagnaðarboðskap hans. Lúkas leitar síðan til Maríu, móð- ur Jesú, og heyrir af hennar munni frásagnir af æsku hans. Lúkas skrásetur þessar sögur, sem við síðan þekkjum undir nafninu Lúkasarguðspjall. Séra Bjarni Jónsson ritar formálsorð að þessari útgáfu. Ragnheiður Hafstein og Hersteinn Pálsson hafa þýtt söguna. Saga Margit Söderholm, „Sam an Uggja lei»ir“ gerist í Grikk- landi. Sögupersónurnar eru sund urleitur hópur ferðamanna, sem heillazt hafa af sögu Forn- Grikkja. Það er sundurleitur hóp ur, sem safnast hefur saman árla morguns á Sintagman, aðaltorgi Aþenuborgar, og ætlar í þriggja daga ferð með áætlunarbíl til Delfí. Söderholm segir frá því 1 sögu sinni, hvernig þetta fólfc samlagast og hvernig atburðir ferðalagsins hafa úrslitaáhrif á líf sumra farþeganna. — Skúli Jensson hefur þýtt IxSkina. „Seiður hafs og ástar“ er saga ungrar stúlku, sem hefur ásett sér að giftast ríkum manni og á þann hátt sjá sér og foneldra- lausum systkinum sínum far- borða. Henni finnst að með þess- ari ákvörðun færði hún fórn, sem gæfi henni rétt og jafnframt skyldu til þess að ráða hverja stefnu líf systkinanna tæki. — En ástin lætur ekki að sér hæða, ást og kaldur útreikningur fara ekki alltaf saman. — Andrés Kristjánsson hefur þýtt bókina. Sagan „Ailt fyrir hreinlætið“ eignaðist marga vini hér, er Alf- heiður Kjartansdóttir las haria I útvarpið, en hún hefur þýtt bók- in. Þetta er fjörleg saga um Randi nokkra Svendsen, sem á heima við A-götu í B-blokk og C-inngangi í einu af háhúsahverf um Öslóborgar. Hún er næstum nýgift og næstum hamingjusöm. Meira verður ekki sagt. Cinentoscopevélar í Bolungnrvík Fjölbreyttnri hngnýting síldnr Bolungarvík, 11. nóv. SIÐASTLIÐIÐ sumar og í haust hafa farið fram gagngerar breyt- ingar á félagsbeimilinu í Bolung- arvÍK. Húsið hefur verið málað utan og innan undir stjórn Olafs Kristjánssonar málarameistara. Svemn Kjarval réði litavali og ber flestum saman um að mjög vel hafi tekizt. Þá hafa verið keyptar linsur í sýningarvélarnar, svo að nú §r hægt að sýna þar a’lar kvikmyndir, nema Todd AO. Til pess varð að kaupa jafnframt linsunum stórt sýningartjald, sem er 7,30x3x30 m. að stærð. Gunnar Þorvarðarson frá Reykja vík stjórnaði uppsetningu tjalds- ins og stillingu vélanna. Hafa nú þegar verið sýndar nokkrar cinemasope myndir við mikla á- nægju áhorfenda, en munurinn á myndunum er geysimikill, svo að ekki sé minnst á stærsta atrið- ið, sem er mun betra og fjöl- breyttara úrval af kvikmyndum er. áður. • Umsjórnrmanni þakkað Fyrir alla þessa framkvæmd ber að þakka stjórn Félagsheim- ilisms, þeirn Osk Olafsdóttur, Jón atan Einarssyni og Benedikt Bjirnasynj. En fyrst og fremst ber að þakka þessar breytingar umsjónarmanni hússins Kristni G. Arnasyni, því að öruggt er að þessi breyting hefði komið miKlu síðar, ef hans hefði ekki notið við. Stjórn hans á húsinu er í alla st.aði til fyrirmyndar og hann á skiiið þakkir allra góðra Bolvíkinga fyrir það hvernig hann hefur hugsað um þetta fjör- egg þeirra. Kristinn byrjaði ung ur að stjórna kvikmyndasýning- um Félagsheúnilisins og síðustu árin hefur hann stjórnað starfinu í húsinu, bæði kvikmyndasýning- um og almennum rekstri. Það er allra mál. að frumkvæðið að þessum miklu framkvæmdum við Féiagsheimilið sé Kristni að þakka. Ohætt er að fullyrða að Bolvíkingar sameinast um að þakka Kristni af heilum hug allt hans starf fyrir félagsheimilið. Það hefur verið gott starf og nýti legt og sýnt okkur ljóslega hvað einn áhugarnaður um menningu staðarins getur áorkað, ef hann. hefur vilja og afl til að gera hlut- ina. Honum sé þökk. v\\\\L//// Bifreiðabón heíir veriS borað 133 m. niður. 80 gráða heitt vatn streymir fram og magmð 7—8 sekundulítrar. A síðastliðnu vori- var hafinn undirbúningur vegargerða, girð- ing lóðartnnar Og skurðgrötur. Byggingin á að vera í tveim álm um, sem raunar verða eins og tvö hús Byrjað er að steypa grunn þeirrar almu, sem skólahúsið verður í, þrjár kennslustofur 330 ferm. að stæið. Heimavistin verð ur í hinni á.munni, kjallari og þrjár hæðir 350 ferm. að stærð. Yfirsmiður er Bjarni Egilsson trésmíðameistari af Akranesi. Ríkisframlagið, sem þegar hefir verið veitt til byggingarinnar er á 9. hundraö þúsund krónur. — Oddur. DUCO-SPARSL — DUCO-ÞYNNIR DUCO-LÍM — DULUX-ÞYNNIR V e r z 1 u n Friðrik Berlelssen ___________Tryggvagötu 10______ LIMGLIIMGA vantai til að bera blaðið í eítirtalið hverfi KLEIFARVEGog FÁLKAGÖTU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.