Morgunblaðið - 18.11.1961, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 18.11.1961, Blaðsíða 16
10 MORGVNBLAÐIÐ Laugardagur 18. nóv. 1961 Máli vísað frá Hinir stefndu voru ófjdrráða KVEÐINN hefur verið upp í Hæstarétti dómur í máli, er Sjóvátryggingarféiag Islands höfð aði gegn þremur ungum bíleig- endum frá Vestmannaeyjum, til endurheimtu á greiðslum, er tryggingarfelagið inn.ti af hendi sem vátryggjandi bifreiðar þeirra. Málavextir eru á þessa leið: í>ann 18. mai 1958 ók einn hinna stefndu bifreið, er hann átti ásamt tveimur öðrum mönnum, suður Heiðaveg 1 Vestmannaeyjum. Rétt á undan honum ók önnur bifreið og voru báðar bifreiðarn- ar á mikium hraða. Lögreglu- bifreið, er, var að koma austan Hásteinsveg, tókst rétt að forða árekstri við bifreið þá, er á und- an ók, er biíreiðarnar komu að gatnamótunum. Hinsvegar tókst ekki svo vel til með bifreið þá, er meðsteíndi ók, því að sú bif- reið lenti með allmiklu afli á lög- reglubifreiðinni og síðan á stein- vegg, er þar var í nágrenninu. ökumaður á bifreið þeirri, er á undan fór, hélt því fram, að þeir hefðu verið í eltingaleik og hefði meðstefndur verið að reyna að ná honum. Því andmælti hins- vegar meðstefndur. Opinbert mál var höfðað á hendur meðstefnda fyrir ofhraðan og ógætilegan akst ur og var hann dæmdur í 2.000,00 kr. sekt og svíptur ökuréttindum í 2 mánuði. Lögreglubifreiðin hafði skemmst allmikið og ennfremur steinvegg- ur sá, er ekið var á. Bifreiðin var skyldutryggð hjá stefnanda og varð hann að greiða bætur fyrir tjón þetta, er námu kr. 13,753,75. 1 máli þessu hafði Sjó- vátryggingaríélagið uppi endur- kröfu á hendur eigenda bifreiðar innar vegna þessarar upphæðar, svo og ógoldins iðgjalds af ábyrgð artryggingu. Hinir stefndu höfðu upp gagnkröfur í málinu og kröfðust bóta fyrir tjón, er orðið hefði á bifreið þeirra vegna slyss- Bör Börsson leikritið á Akureyri AKUREYRI, 16. nóv: Leikfélag Akureyrar er í þann veginn að hefja sýningar á leikritinu Bör Börsson eftir Jofhan Falkberget. Thorolf Sandö sneri sögunni í leikrit, en íslenzku þýðinguna gerði Sigurður Kristjánsson. Bör Börsson er lei’kinn af Júlí usi Júlíussyni frá Siglufirði. Aðr ir leikarar eru Akureyringar. Margir munu kannst við þessa sögu, er Helgi Hjörvar las í út varpið fyrir nokkrum árum Og naut hún þá mikilla vinsælda. Leikrit þetta hefir ekki verið sýnt hér á landi áður. —St.E.Sig. ins, en bifreiðin var kaskótryggð hjá stefnanda. Héraðsdómur var kveðinn upp í rnáli þessu 10. desember 1960 og urðu úrslit málsins þau, að hinzr stefndu skyldu endurgreiða Sjóvátryggmgarfélaginu áður- nefndar upphæðir, þar sem tjón- ið hefði orðið af ásettu ráði eða a. m. k. vegna stórkostlegs gá- leysis. Sjóvátryggingarfélagið var sýknað af gagnkröfum hinna stefndu. I Hæstarettardómnum kvað nokkuð við annan tón, og segir í forsendum dómsins, að fram hafi komið, að allir hinir stefndu hafi verið ófjárráða, er héraðsdómsstfcfna í aðalsök hafi veriö gefin út og málið þingfest, og því hafi þeir ekki átt ráð- stöfunarrétt sakarefnis. Segir síð- an, að reyndar hafi tveir þeirra verið fjárráða orðnir, er héraðs- dómur var kveðinn upp, en ekki sá þriðji og sá hafi verið skrif- aður fyrir bifreiðinni og hafi hann tryggt hana í sínu nafni hjá Sjóvátryggingarfélaginu. Að lokum segir svo í forsend- um Hæstaréttardómsins: Að svo vöxnu mali verður ekki hjá því komist að omerkja sjálfkrafa hinn áfrýjaSa dóm og vísa málinu frá héraðsdcmi." Sjóvátryggingarfélagið var fyrir báðum réttum og var hann ákveðinn kr. 4.500,00. dæmt til greiðslu málskostnaðar fyrir báðum réttum og var hann ákveðinn kr. 4.500.00. Ólafur B. Thors formaður Vöku AÐALFUNDUR Vöku, félags lýðræðissinnaðra stúdenta, var haldinn s.l. miðvikudagskvöld. Formaður félagsins. Hörður Ein- arsson stud. jur , setti fundinn og tilnefndi sem fundarstjóra Ólaf Egi'sson stud jur. og fundarrit- ara Sigurð Hafstein stud. jur. Var fundurinn mjög fjölsóttur. Auk venjulegra aðalfundar- starfa, sem fram fóru á fundin- um, flutti Svavar Páteson, við- skiptafræðingur, þar erindi um „samband réttarreglna og hag- kerfis“, Var erindi hans mjög athyglisvert. Að erindi Svavars loknu flutti formaður skýrslu fráfarandi stjómar um starfsemi félagsins á s.l. ári. Kom fram í skýrsl- unni, að starf- semi félagsins hafði verið fjöl- breytt og öfflug. Má m. a. nefna þjóðmálaráð- stefnu þá, sem fé lagið efndi til s.l. vetri, fundahöld ýmis konar, árs- hátíð, útgáfu blaðs félagsins og bæklingsins „Hægri stefna Velferðarríkið", svo eitthvað nefnt. Ólafur Fjórir fórust LINCOLN, Nebraska, 16. nóv. (AP) — Það gerðist i gærkvöldi, að B-47 sprengjuflugvél mistókst- flugtak á Lincoln-herflug- vellinum hér. Féll flugvélin niður á kornakur í grennd við völlinn — og sprakik þar i loft upp. Flugliðarnir fjórir biðu allir bana. — Hvassviðri var og mikil rign ing, þegar flugvélin fórst. ANNAÐ kvöld verður gamanleikurinn „Allir komu þeir aftur“ sýndur í 25. sinn í Þjóðleikhúsinu. Aðsókn að leiknum hefur verið mjög góð og leiknum vel tekið af leikhúsgestum. Sýn- ingum fer að fækka hjá Þjóðleikhúsinu fyrir jól því venjan er að leika aðeins til 10—12. desember. Myndin er af Bessa Bjamasyni, Jóhanni Pálssyni og Erlingi Gíslasyni í hlutverk- um sínum. Eftir skýrslu formanns var gengið til stjórnarkjörs. Hlutu eftirtaldir menn kosningu í næstu stjóm félagsins: Formaður: Olafur B. Thors, stud. j'ur., varaformaður og rit- stjóri: Guðni Gíslason, stud. jur. Aðrir í stjóm: Gunnar Sólnes, st'ud. jur., Hafsteinn Hafsteins- son, stud. juir., Jakob R. Möller, stud. jur., Þorvaldur Einarsson, stud. med. og Om Marinósson, stud. oecon. I ritnefnd Vöku-blaðsins voru kjömir auk ritstjóra: Gunnar Benedifetsson, stud. polyt., Jón Erlendsson, stud. jur., Jón A. Guðjónsson, stud. odont. og Þor- finnur Karlsson, stud. oecon. Endurskoðendur reikninga fé- lagsins voru kjörnir Gunnar Ragnars stud. oecon. og Logi Guðbrandsson, stud. jur. Danir neita lands- lelk við Rússa RtJSSAR buðu Dönum upp á landsleik í knattspyrnu sem fram færi í aprílmánuði n.k. Danir neituðu og segja ástæðurnar tvær. I fyrsta lagi hafi þeir nóg með sína 6 fastákveðnu landsleiki auk þátttöku x keppni landsliða Evrópu. í öðru lagi sé apríl mán uður mjög óhentugur Dönum til landsleiks. Danir hafa nú fengið boð um að taka þátt í mikilli afmælis- hátíð sem fram fer í Englandi 1963. Enska sambandið verður 100 ára og býður til mi'kils áhuga mannamóts. Tiskumyndir í Morguunblaðs- glugganum UM þessar mundir eru til sýnis í Morgunblaðsgluggan- um aragrúi mynda af fröinsku tízkunni veturinn 1961—1962. Koma þar fram öll tilbrigði tízkunnar frá stærstu tízku- húsum Parísar. Myndirnar eru um 60 tafsins og eru af kjól- um, kápum, drögtum og hött- um. Meðfylgjandi birtum við tvö sýnishorn af fronsxu unná, marglitri tweeddragt frá Rene-Lise með sfcinnkraga og túrban frá Gilbert Orcel, skreyttur skinni. Afmælisrit V. R. EITT AF merkustu stéttarfélög- um íslenzkum. Verzlunarmanna félag Reykjavíkur, varð 70 ára á þessu ári. I tilefni þess hefir félagið gefið út stórt og myndar- lf.gt afirœlisrit, 64 síður í stóru broti, myndskreytt mjög og prentað á ágætan pappír. Er frá- gangur þess allur hinn bezti. Efni ritsíns er allt helgað tímamótum þessum í sögu fé- lagsins. Fyrst eru ávörp Guð- mundar H. Garðarssonar, for- manns V.R., Emils Jónssonar, félagsmálaráðherra, Geirs Hall- grímssonar, borgarstjóra, og ■ Sverris Hermaninssonar, for-1 manns L.I.V. — Agrip af sögu félagsins frá upphafi birtisit í nokkrum greinum — og eru höf- undar þeirra: Guðbrandur Jóns- son, prófessor, Erlendur Ó. Pét- ursson, Einar Asmundsson, hrl., Baldur Pálmason, Njál'l Símon- arson og Magnús L. Sveinsson. — Viðtöl birtast við nokkra merka fulltrúa úr verzlunarstétt: Guðjón Einarsson, Egil Gutt- ormsson, Sigurð ÁrnasO'n, Guð- rúnu Arnadó't'tur (hjá Haraldi Arnasyni) r>g Þorvald Guð- mundsson. — Auk þess birtast greinar um ýmsa þætti og tíma- skiptaatburði úr sögu V.R. o. ffl. —• höfundar: Gunnlaugur J. Briem, Hannes Þ. Sigurðsson, Adolf Björnsson, Björn Þórhalls- son og Carl H. Sveins. Eins og fyrr segir, er ritið mjög mynd- skreytt — m. a. birtast þar mynd ir af öllum formönnum V.R. frá upphafi. Ritstjóri Afmælisritsins er Hannes Þ. Sigurðsson, fulltrúi, en með honum í ritnefnd eru þeir Guðmiundur H. Garðarsson, Gunnar Magnússon, Magnús L. Sveinsson og Njáll Símonarson, KVIKMYNDIR * KVIKMYNDIR * KVIKMYNDIR * KVIKMYNDIR # ?! < kvikmyndir * skrifar um kvikmyndir * kvikmyndir Hafnarbíó: LILLI MARLENE Þ Æ R eru orðnar æði margar kvikmyndimar frá heimsstyrj- öldinni síðari, flestar heldur leiðinlegar og hver annarri lík- ar. Sú enska mynd, sem hér er um að ræða, er hvorki betri né verri en flestar aðrar stríðs- myndir, sem hér hafa sézt, en þó frábrugðin þeim að ýmsu leyti, meðal annars því að þar bregður fyrir dálítilli gaman- semi á köflum. — Myndin ger- ist í Norður-Afríku. Þorpið Heg- hazi, sem stendur úti í eyðimörk inni, hefur um langan tíma verið ýmist í höndum Þjóðverja eða Breta. I litlu kaffihúsi í þorpinu vinnur ung, frönsk stúlka, Lilli Marlene, hjá frænda sínum. Þorpið er nú í höndum Þjóðverja og hafa þeir gert kaffihúsið að bækistöð sinni. Þýzkt tónskáld hafði gert lag um Lilli og ætla Þjóðverjarnir að neyða hana til að syngja lag- ið í þýzka útvarpið og tala til hermannanna. Hún neitar og þegar deilan milli hennar og þýzka foringjans stendur sem hæst, koma nokkrir Englend- ingar á vettvang og handsama Þjóðverjana og fara með þá á brott. Eftir þetta tekur 8. her Englendinga þorpið og tekst nú mikil vinátta með Lilli og Steve, amerískum fréttaritara. — Virð- ast nú Englendingar og Þjóð- verjar berjast aðallega um Lilli, því að Þjóðverjar koma í skyndi heimsókn í kaffihúsið og hyggj- ast hafa Lilli á brott með sér. Það mistókst þó. Englendingar stráfelldu þá, en Steve fer með Lilli til Kaíró. En þar rænir henni þýzkur njósnari og flýgur með hana til Berlínar. Þar fær hún „heilaþvott“ svo að hún fái skilið ágæti þýzka ríkisins og foringjans. En eftir stríðið hitt- ast þau aftur í London, Steve og Lilli, og þarf ekki að rekja þá sögu frekar. Mynd þessi er á engan hátt sérlega athyglisverð. Leikurinn rétt í meðallagi og efni hennar fremur lítilmótlegt, þó að það sé skárra en í mörgum stríðs- myndum öðrum. Þekkir þú umf erðarmerkin ? MEÐ tilkomu hinna nýju umferð arlaga frá 1958 og sérstakror reglugerðar um umferðarmerki í bæjum og á vegum úti hefuir verið hafizt handa um fram- leiðslu og uppsetningu þessara merkja. Nókkuð hefur verið geirt af hendi hins opinbera og onn- arra aðila að kynna almenninigi merkíngu þeirra og hafa þvi Smvinnutryggimgar ákveðið að feamna, hvað hefur áumnizt I þessu efini og ennfireinmir að kynma þau svo sem kostur er. I þeim tilgangi hafa Saim. vinmutrygglmgar efmt til getnaum- ar, sem nefmd er „Þekkir þú um- ferðarmerkin?“ Tekir. haifa verið 12 helztu umferðarmerkin og eiga þátttafeendur í getrauninmi að skrifa merkimgu þeirra á sér- stök eyðublöð, sem Samvinmu- tryggimgar hafa látið útbúa. Þátttaka í getrauninni er öll- um heimil bæði ungum og göml- um. Getraunim birtist í ofetóber- blaði Samvinnumnar og ennfrem- ur er hún til sýnis í Málana- gilugganum í Bankastræti þessai vifeu. Getrauninmi verður lokið 13, desember n. k. og veitt verða 50 verðlaiun fjrrir rétt svör. Berist fleiri rétt sivör verður diregið um verðlaunin. Eyðublöð eru afiheant á skrifstofu Sanwinnutrygigin®» og hjá umboðum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.